Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 50

Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Pabbi. — Gvöð, farðu ekki svona ... við giftum okkur leynilega í gær...! Þú hefðir átt að gera eins og ég, fá þér kreditkort... Bæta þarf hag lántaka Velvakandi góður Um leið og ég sendi fjármála- ráðherranum okkar, herra Jóni Baldvini Hannibalssyni, bestu vel- famaðaróskir, langar mig að minnast orða hans í Morgunblað- inu í vor þar sem hann gat þess að bæta þyrfti það tjón sem þeir sem tóku lán á tímabilinu frá ár- inu 1984 og fram á þennan dag urðu fyrir. Ef svo fer sem horfír, að verka- „Light Nights“ er góð landkynning Við höfum nú dvalið um hríð á íslandi og langar til að skrifa og segja frá því hve mjög við höfum notið dvalarinnar. Eitt af því sem við vorum einna hrifnust af var sýningin „Light Nights" sem Kristín G. Magnús stjómaði í Tjamarbíói í Reykjavík. Þessar spennublöndnu svipmyndir frá liðinni tíð voru mjög áhrifa- miklar og skemmtilegar og vom góð kynning á sögu og menningu Islendinga. Ferðabæklingamir sem við fengum í Reykjavík voru nytsamir en við undruðumst að sjá að „Light Nights" var sleppt í grein Sveins Einarssonar um leiklist á íslandi í bæklingnum Around Reykjavík. í greininni kom hvergi fram að í Reykjavík væri að fínna leikhús fyrir þá sem em ensku- mælandi. Sem betur fer getur ritstjóri Around Reykjavík „Light Nights" annars staðar í bæklingn- um og í upptalningu á því sem er boðið upp á ákveðna daga. Við mælum mjög með þessari sýningu við aðra ferðamenn og þá Islend- inga sem hafa ekki enn séð sýninguna í ár. Miriam Rabkin Manvel B. Storer fólk í landi þurfí að hlaupa úr einu starfínu í annað á sama sólar- hringnum til að eiga fyrir vöxtum og verðbótum, enda þessi mál með einhverri svívirðilegustu eigna- upptöku sem átt hefur sér stað á íslandi. Ég tala hér út frá öllum þeim dæmum sem ég þekki, bæði frá þeim þögja hópi sem hefur hringt til mín út af skrifum mínum í Velvakanda, og ekki síður út frá þeirri reynslu minni að hafa síðustu ár unnið með konum í hin- um og þessum stöðluðu láglauna- störfum í þjóðfélaginu þar sém kaupið hefur að mestu leyti staðið í stað síðastliðin þijú eða fjögur ár. Guðrún Jacobsen Kann ein- hver það semá vantar? Guðrún H. Kristjánsdóttir hafði samband við Velvakanda og hafði rekist á Kobbavísur í nokkurra ára gömlu Morgun- blaði. í blaðinu höfðu verið birt 9 erindi en eina hendingu hafði vantað í fimmta erindið. Erindið var á þessa leið í blað- inu: í bónorðsför svo fór af stað fljótar hljóp en tófa heilsar fyrst en hátt svo bað: Ef einhver kann það sem á vantar er hann beðinn að hafa samband við Velvakanda. Yíkveiji skrifar Fáar þjóðir, sem við þekkj- um til eru jafn miskunnar- lausar við sjálfar sig, þegar þær gera upp reikninga við eigin mistök og Bandaríkja- menn. Þetta sást glöggt í Watergate-málinu svonefnda, sem leiddi til afsagnar Nixons, þáverandi forseta og kemur einnig fram í þeim yfirheyrsl- um, sem nú standa yfir í bandaríska þinginu um sam- skipti Bandaríkjamanna við íran og skæruliða í Nicaragúa. Dæmi um þetta uppgjör við sjálfa sig er einnig að finna í kvikmyndinni Platoon, sem nú er sýnd í Háskólabíói. Vafalaust gefur þessi mynd nokkuð raunsæja lýsingu á því, sem gerðist í Víetnam. Þegar aðild Bandaríkjamanna að því stríði hófst trúðu menn því um Vesturlönd, að þar væri um að ræða framhald á heilagri baráttu fijálsra þjóða heims gegn kommúnismanum. Þegar Víkveiji var á ferð í Bandaríkjunum fyrir 20 árum, og kom víða við, kom honum mest á óvart, hve mikil and- staða var meðal almennings gegn þessu stríði. Hún átti síðan eftir að magnast. Ein söguhetjan í Platoon segir - og þá er komið árið 1968: „Ég trúði á þetta stríð 1965, en ég geri það ekki lengur. Við töp- um þessu stríði.“ Þessi eina setning lýsir afstöðu margra til Víetnamstríðsins, eins og hún var í upphafí og eins og hún þróaðist með árunum. Á þeim tímum bjartsýni og mikilla hugsjóna, þegar John F. Kennedy, stóð á ráðhústorg- inu í Vestur-Berlín og flutti hina frægu ræðu sína: „ Sér- hver fijáls maður er Berlínar- búi — ég er Berlínarbúi", hefðu fáir trúað því, að þau glæpa- verk yrðu framin í nafni frelsisins, sem Platoon sýnir okkur, að voru framin af bandarískum hermönnum, þegar þeir fóru um sveitaþorp í Víetnam.. Það er svo önnur saga, hvort myndir á borð við Platoon duga til þess að beina nýjum kyn- slóðum inn á skynsamlegri brautir. Er ekki rejmslan allt önnur? xxx Eins og sjá má í hinu nýja fýlgiblaði Morgunblaðsins á fímmtudögum, Á dagskrá, er fjöldi veitingahúsa á höfuð- borgarsvæðinu orðinn ótrúlega mikill. Stöðugt bætast við nýir veitingastaðir og nú fyrir heíg- ina var opnaður matsalur í hinu nýja hóteli, Holiday Inn. Það er skemmst frá því að segja, að þetta hótel er glæsi- legt að sjá, þegar inn er komið og veitingasalurinn og þjón- usta þar í samræmi við það. Víkveija sýnist, að þama sé kominn nýr matsalur, sem muni keppa við beztu veitinga- hús borgarinnar, bæði í gæðum og verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.