Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Erfiðlega gengur að útvega stúdentum íbúdir: Neskaupstaður: Utimarkaður fastur liður í sumar Neskaupstað. ÚTIMARKAÐUR hefur verið fastur liður hér í bæjarlífinu í sumar og þrátt fyrir leiðinlegt tíðarfar hefur útimarkaðsfólk- ið haldið sínu striki og verið með markað nánast á hveijum föstudegi. Á útimarkaðnum hefur kennt margra grasa, allt frá fískibollum upp í skartgripi, sumt heimatil- búið. Veitingar hafa staðið til boða og ýmsar uppákomur verið, svo sem hljómsveitir, harmon- ikkuleikur og lófalestur, svo eitthvað sé nefnt. Hefur þetta sett talsverðan svip á bæjarlífið í sumar. — Ágúst Morgunblaðið/Ágúst Blöndal einn föstudaginn í sumar. Börnin af barnaheimilinu Sólvöllum heimsóttu útimarkaðinn Leiga hefur hækkað um 5 til 10 þúsund á tveimur mánuðum — segir Omar Geirsson formaður Stúdentaráðs „ÞAÐ hefur gengið frekar dapurlega að útvega stúdentum íbúðir. Við brugðum á það ráð í byijun ágúst að auglýsa eftir íbúðum í sjónvarpi og höfum með því fengið þetta tvær til þijár íbúðir á viku,“ sagði Ómar Geirsson formaður Stúdenta- ráðs í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að enn lægi fyrir langur listi nemenda sem hefðu ekki fengið samastað og þyrfti 30 íbúðir til viðbótar svo hægt yrði að anna eftirspuminni. Yfír 150 manns hafa leitað á náðir Húsnæðismiðl- unar stúdenta í sumar, þar af nokkrir sem eru „á götunni." Ómar sagði að flestar þær íbúðir sem komið hefðu inn væru á hóf- legu verði, um 20.000 krónur fyrir tveggja herbergja íbúðir og 25.000 krónur fyrir þriggja herbergja íbúð- ir. Hinsvegar væri það staðreynd að leiga hefði hækkað um 5 til 10 þúsund krónur á síðustu tveimur mánuðum enda hefðu margir íbúða- eigendur hætt við að skrá eignir sínar hjá Félagsstofnun stúdenta þar sem þeim hafi þótt leiguverðið of lágt sem gefið var upp. „Maður veit að tveggja herbergja íbúðir eru famar að ganga á 25 til 30 þúsund krónur þó til sé einstaka maður sem er hóflegur í verðlagningu sinni. Námslánin gera einfaldlega ekki ráð fyrir svo hárri leigu. Einstæð móðir í námi með tvö böm fær til dæmis 48.000 króna námslán á mánuði og einstæð móðir með eitt bam fær rúmar 30.000 krónur". Ómar sagði að betur hefði geng- ið að útvega stúdentum herbergi og væri gangverðið á þeim 8 til 10 þúsund eftir því hvort um eldunar- aðstöðu væri að ræða eða ekki. Keflavík: Ómar sagði að unnið væri nú að endurskipulagningu Húsnæðismiðl- unar stúdenta og mun hún frá og með haustinu bjóða íbúðareigend- um upp á vissa þjónustu gegn leigu til stúdenta. Boðið verður upp á tryggingu gegn skemmdum, að öll- um líkindum í samvinnu við Samvinnutryggingar vegna þess hversu algeng slæm umgengni er í leiguíbúðum, að sögn Omars. Þá mun starfsmaður Húsnæðismiðlun- ar gera úttekt á íbúðunum á tveggja til þriggja mánaða fresti og jafn- framt mun miðlunin sjá svo um að leggja mánaðargreiðsluna inn á reikning viðkomandi húseigenda fyrsta hvers mánaðar sé ekki um neina fyrirframgreiðslu að ræða. „Við ætlum að kynna þessa þjón- ustu okkar betur með haustinu og vonum við þá að fleiri leiti til okkar í stað þess að láta íbúðir sínar vera jafnvel tómar í fleiri mánuði af ótta við slæma umgengni,“ sagði Ómar. V estmannaeyj ar: Þjóðarbúið tapaði 600 til 800 milljónum á gámaútflutningi Kona kærði tvo menn fyr- ir nauðgun Keflavik. LÖGREGLAN í Keflavík átti annasama helgi og voru fanga- geymslur þétt setnar. Aðallega var um að ræða ölvun og óspektir. Morð kom til kasta lögreglunnar, umferðarslys og kona kærði tvo menn fyrir nauðgun að- faranótt laugardags. Lögreglan verst allra frétta og segir málið enn í rannsókn. Enginn hefur verið handtekinn. - BB Vestmannaeyjum. ÞJÓÐARBUIÐ tapaði 600-800 milljónum króna á síðasta ári á útflutningi ferskfisks í gámum. Er þá átt við þá verðmætaaukn- ingu sem orðið hefði við það að vinna aflann hér á landi. Á árinu 1986 voru flutt út 30.900 tonn af þorski og ýsu í gámum en sambærilegur afli til vinnslu hér á landi hefði verið 34.400 tonn, þar sem talið er að afli rýrni um 10% við sölu erlendis. Það kost- aði þjóðarbúið um 1000 miljjónir að selja þorsk og ýsu út í gámum í fyrra en á móti kemur ótvirætt hagræði af útflutningi á kolateg- undum sem nemur allt að 200 miljjónum og af útflutningi ann- arra blandaðra tegunda er hagræðið allt að 100 mihjónum. Þetta er álit Hilmars Viktorsson- ar, viðskipafræðings hjá Ráð- garði, og kemur fram í viðamikilli skýrslu sem hann vann fyrir atvinnumálanefnd Vestmannaeyja. í skýrslunni er fjallað um þróun, stöðu og horfur í fískvinnslu í Vest- mannaeyjum og þá einkum áhrif vaxandi gámaútflutnings á afkomu fiskvinnslufyrirtækja og útgerðar. Gámaútflutningurinn hefur umbylt öllu atvinnulífi í Eyjum og skert verulega afkomumöguleika físk- vinnslufólks og fyrirtækja. Hagur sjómanna og útgerðarfyrirtækja hefur á móti vænkast umtalsvert. unnt að fá þetta lán erlendis en það stæði á ákvörðunum hér heima. Hann kvaðst þó eiga von á því að á næstunni Iiðkaðist til með þetta lán heimafyrir. Hann sagði að relq'a mætti erfiðleika hótelsins til bygg- ingartímans. Húsið hefði orðið stærra og dýrara en fyrirhugað var í fyrstu og síðan hefðu ekki fengist nægileg lán á byggingartímanum. Helgi sagði að könnun á hótel- rekstrinum síðastliðið ár sýndi að hótelið gæti staðið undir 200 millj- Fram kemur í skýrslunni að á milli áranna 1984 og 1986 hefur vinnustundum í fískvinnslu í Eyjum fækkað um yfir 200 þúsund kiukku- stundir á ári, sem jafngildir að störfum í fiskvinnslu hefur fækkað um tæplega 100. Gámaútflutningur var 11,6% af lönduðum afla í Eyjum árið 1985 og var kominn í 32,1% árið 1986. Fyrstu sex mánuði þessa árs fóru 35% af lönduðum afla í gámum á erlenda markaði. Fram kemur í skýrslunni að bolfiskafli til vinnslu í Eyjum hefur minnkað um 13.266 tonn á milli áranna 1984 og 1986 sem samsvarar 26,9% minnkun en á sama tímabili jókst þorsk-, ýsu-, ufsa- og karfaafli landsmanna um óna skuldum og að arðsemisút- reikningar væru jákvæðir fyrir framtíðina. Hann sagðist hafa mikla trú á hótelinu og leggja allt undir sem hann ætti til að tryggja rekstur þess. „Ég stend og fell með þessu." sagði Helgi. Hann sagði nokkra aðila hafa sýnt hótelinu áhuga þar á meðal erlenda en hann hefði ekki uppi nein áform um að taka inn meðeig- endur. — Sig. Jóns. 65.000 tonn eða um 13%. Samdrátt- ur í vinnslunni er því 19.600 tonn miðað við sömu hlutdeild í heildar- aflanum, sem jaftigildir 39%. Á þessu ári stefnir í enn frekari sam- drátt að mati skýrsluhöfundar. Hann segir að kvótakerfið hafí margfaldað aflaverðmæti margra báta eftir að gámaútflutningur hófst fyrir alvöru á árinu 1985. Greiðslustaða margra útgerða hef- ur lagast þannig að afborganir af lánum eru ekki vandamál f dag og þær hefðu ekki þurft að selja báta frá Eyjum. Skýreluhöfundur segir að fiskvinnslan í Eyjum og víða annarstaðar, sem hefur að hans mati verið þjóðnýtt mörg undanfar- in ár, þurfi að fá svipaða lagfæringu og útgerðin. Hann telur að loðnu- vinnsla í vetur hafí hreinlega bjargað frystihúsunum frá lokun. Hilmar Viktoreson segir í loka- orðum skýrslu sinnar að nauðsyn sé á að ná víðtækri samstöðu hags- munaaðila í Eyjum svo lífskjör allra stétta verði sem best. Hann telur að til að samstaða náist þurfi sjó- menn og útgerðarmenn að gefa eitthvað eftir varðandi gámaút- flutninginn, þannig að fiskvinnslan fái meiri þorek- og ýsuafla til vinnslu og fiskvinnslan verði að hækka fiskverð til hins ítrasta. Hann er hlynntur stofnun fiskmiðl- unarfyrirtækis, sem yrði í sameign útgerðarmanna og fiskvinnslu. Laun fiskvinnslufólks telur Hilmar að verði að bæta miðað við aðrar stéttir. Þá kæmu fleiri vinnufúsar hendur til starfa svo vinnuaflsskort- ur hamlaði ekki aukinni verðmæta- sköpun. Fyrirhugaður er fundur atvinnu- málanefndar með bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum um þessi mál innan tíðar. - hkj. Hótel Örk veitt þriggja mánaða greiðslustöðvun 170 milljómr hvíla á hótelinu þar af 70 milljóna skammtímalán frá byggingartímanum Selfossi. HÓTEL ÖRK var veitt þriggja mánaða greiðslustöðvun í gær 2. september og hana hyggst eigandi hótelsins, Helgi Þór Jónsson, nota til að leysa greiðsluerfiðleika hótelsins. Áhvílandi skuldir á Hótel Örk eru 170 miHjónir. Af þeim eru 70 milljónir skammtímalán frá byggingartímanum. Heildarskuldir Helga Þórs Jóns- sonar nema 270 milljónum. Eignir hans eru metnar á 430 milljónir, þar af Hótel Örk á 328 milljónir. Helgi kvaðst leysa erfiðleika hótels- ins með sölu á eignum, húsum og skuldabréfum og með nýju erlendu láni. Hann sagði greiðslustöðvunina nauðsynlega til þess að fá vinnu- frið. Kröfuhafar hefðu verið aðgangsharðir með Qámámskröfur og rafveitan hefði til dæmis lokað á hótelið í gær. Auk þess að selja eignir til að leysa mál hótelsins hyggst Helgi taka nýtt erlent lán, 125 milljónir til að greiða skammtímaskuld frá byggingartímanum. Hann sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.