Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 19
vser aaaMa'Tíaa .8 auoAauTMMia .siaAxiaviuoaoM MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 NÝ SPENNANDIFERÐAUEBÐ UM SUÐURRÍKIBANDARÍKJANNA Florida, Louisiam, Texas 27. SEPT. -14. OKT. (hægt að framlengja) Nú hafa margir velt fyrir sér spurn- ingunni: Hvernig er hægt að búa á bestu hótelum heimsins fyrir 1000-2000 kr. á dag? Svarið er hjá heimsreisuklúbbi Út- sýnar, m.a. í eftirfarandi áætlun: í Ijósi hinnar miklu eftirspurnar eftir góð- um ferðum hefur Útsýn undirbúið nýja ferð í heimsreisustíl, sem aldrei hefur staðið til boða áður. Ferðin er farin í stutt- um og auðveldum áföngum. Hún er spennandi, full af ævintýrum, fróðleik, skemmtun, lúxusgistingu og Ijúffengum mat. í henni má rekja sögu Bandaríkjanna frá upphafi gegnum daga þrælahaldsins til háþróaðs lýðræðis og tæknifullkomn- unar, sem er fyrirmynd flestra frjálsra þjóða í dag. Fólkið í suðurríkjum Bandaríkjanna er glaðvært, opið og alúðlegt, greiðvikið og gestrisið og gott heim að sækja. „Enginn getur sagt að hann þekki Banda- ríkin fyrr en hann hefur kynnst suðurríkj- unum og þeirri blöndu fólks sem þar býr.“ En fyrst og fremst er ferðin ótrúlega ódýr — þér gefst sjaldan tækifæri til að kaupa jafnmikið fyrir jafnlítið! ORLANDO - NEW ORLEANS - DALLAS - ST. PETERSBURG BEACH 27. sept. í léttu heimsreisu- skapi hefst ferðin með brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 18.45. Flug Fl 669, kvöldverður um borð. Lent í Orlando kl. 22.30 og ekið beint til hins glæsilega fimm stjörnu gististaðar Stouffer Orlando Resort (20 mín. ferð frá flugvelli), þar sem gist verður næstu 5 nætur. 28. sept. — 2. okt. Dvai ist á hinu stórskemmtilega hóteli, sem byggt er i ferhyrning kringum stórt svæði með glerhvolfi, svo fullrar dagsbirtu nýt- ur. Úr glerlyftunum má virða fyrir sér hið litríka svið með veitingastöðum, setu- stofu í suðrænum aldingarði, landslags- garð með tilbúnum fossi og fiskatjörn, en svalirnar allar sem inn snúa í þennan fagra garð, eru skreyttar blómagróðri. Herbergin eru sérlega rúmgóð og vel búin, öll með tveim 2ja manna rúmum, sér loft- og hitastilli, litasjónvarpi, síma, stóru baðherbergi og þjónustu allan sól- arhringinn. Gestir geta valið um 5 matsölustaði á jarðhæð. Morgunverður á glæsilegu hlaðborði er innifalinn og nægir flestum til næringar daglangt, en á kvöldin geta gestir valið fjölþjóða mat- staði innan hótelsins eða utan. Fullkomin líkamsræktaraðstaða er í hót- elinu, nuddpottur, sauna, nudd og stór útisundlaug með rúmgóðu sólbaðssvæði. Frá hótelinu eru reglubundnar ferðir með loftkældum vagni í Disney World og Epcot Center, sem er aðeins um 15 mín. akstur, en beint á móti gististaðnum er hægt að virða fyrir sér „undur hafsins" í hinum stórfenglega sjávardýragarði Sea World (í göngufæri). Frjálst er að eyða tímanum að eigin vild í Orlando en eftirtaldar kynnisferðir standa til boða og eru ómissandi. 1. DISNEY WORLD - MAGIC KINGDOM Af mörgum talið glæsilegasta sýn- ingar- og skemmtisvæði heimsins í dag, fyrir börn og fullorðna, ótrú- legra en orð fá lýst. Disney World heldur nú upp á 15 ára afmæli og frá opnun hafa yfir 200 milljónir gesta af öllum þjóð- ernum heims heimsótt garðinn í undrun og aðdáun. 2. EPCOT CENTER ER VIÐBÓT VIÐ Disney World, opnað fyrir 5 árum og sýnir annars vegar „heim í hnot- skurn“ með ótrúlega sannfærandi eftirlíkingum frægra bygginga frá 10 leiðandi þjóðum heimsins og dæmigerðu þjóðlífi þeirra, hins vegar innsýn í framtíðina, framtíð- arsamskipti og samgöngur geim- aldar og útvíkkun mannlífsins i lofti og legi í framtið, sem kannski er skemmra undan en menn grunar. 3. CYPRESS GARDENS Um 45 mín. akstur frá gististað er heimsfrægur aldingarður og skemmtigarður, sem ekki á sinn líka. Nafn dregur staðurinn af Kýpur- trjánum, sem umiykja 223 ekrur lands og vatns, þar sem 8000 teg- undir trjáa og blóma og fjölda sjaldgæfra dýra og fugla gleöja augað í undurfögru umhverfi. Skauta- og vatnsskíðaballettinn, skíðastökkin og dýfingarnar af háum pöllum vekja slíka undrun og aðdáun að áhorfendur standa á öndinni af spenningi. Ógleyman- leg heimsókn. 4. SEA WORLD Hvergi í veröldinni er jafnauðvelt að kynnast hinu fjölbreytta dýralífi sjávarins og furðuheimi veraldar neðansjávar og í hinum vel skipu- lagða sjávardýragarði í Orlando, sem er í göngufæri frá gististað okkar. Fjöldi skemmtiatriða þar sem menn og dýr leika listir sínar. Úti- leikhúsið Atlantis rúmar 5.000 áhorfendur. Einnig kvöldskemmt- un með barbeque-kvöldverði og dans og skemmtiatriðum frá Kyrrahafseyjum (Luau). 5. ROSIE O’GRADYS — Downtown Orlando Ómissandi er að eyða einu kvöldi á þessum einstaka stað, þar sem andrúmsloftið er eins og við ímyndum okkur Ameríku fyrir einni öld eða meir. Hér hefur heill borg- arhluti við Church Street Station verið endurreistur í stíl „villta vest- ursins” með börum, matstöðum, krám, leikhúsum, músík, búðum og húllumhæ. 2. okt. Eftir sólríka ævintýradaga í Orlando fljúgum við með Delta Airlines, DL 1091, til hinnar frægu borgar við ósa Mississippi, New Orleans. Eftir 1 'h stundar flug lendum við og ökum til hins nýja og vistlega Crown Plaza, Holiday Inn: Staðsetningin getur naumast verið betri, í göngufæri (10 mín.) frá Riverside Walk og franska hverfinu, handan við Canal Street. New Orleans er ein sérstæðasta borg Ameríku, bæði hvað snertir sögulega fortið, mannlíf og byggingarstil. Byggingarnar kringum Jackson Square eru allt frá fyrri hluta 18. aldar, þegar Frakkar stofnuðu þar nýlendu og hófu að reisa borg við hina miklu lífæð lands- ins, Mississippi ána, „The Great River". Gamli borgarhlutinn, sem í daglegu tali nefnist „franska hverfið" er engu öðru líkt, þótt áhrifin frá Evrópu og einkum Frakklandi séu augljós. Þegar franska ríkið varð gjaldþrota 1762, seldi það borgina í hendur Spánverjum og yfirráð skiptast á í nærri heila öld. Borgin verður ótrúlegt sambland af menningu creola, blöndu svartra, hvítra og indíána, cajun-mállýsku og menningar mð kanadísku ívafi og ýmissa Evrópu- þjóða, s.s. ítala, Þjóðverja og íra. Allt að helmingur borgarbúa, sem nú eru nærri milljón, er þá af afrísku bergi brot- inn og þeir fluttu með sér frumstæða tónlist og sterkt hljóðfall heimalandsins. Upp úr þessum jarðvegi spratt jazztón- listin í New Orleans og flestir frægustu fulltrúar hennar, s.s. Louis Armstrong og Benny Goodman, eru þaðan komnir. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í hjarta New Orleans verður boðið upp á siðdeg- is skoðunarferð um borgina til að veita yfirsýn og kynnast sögu hennar og sér- stæðum byggingarstíl. Sjálfsagt leggja margir leið sína í Presentation Hall um kvöldið til að hlusta á fræga jazz-spilara leiða saman hesta sína í léttri sveiflu, en þar hafa helstu stjörnur jazzins komið fram áratugum saman. Aðalglaumur mannlífsins er í Bourbon Street. 3. okt. Á öðrum degi dvalarinnar verður boðið upp á sýningu á nýju glæsi- legu skipi, Cajun, eftir Mississippi-ánni og rifjast upp saga sykur- og baðmullar- ekranna á dögum forríkra plantekrueig- enda. 4. okt. Síðasta daginn gefst gott tækifæri til að rölta um franska hverfið á eigin spýtur eða versla í Riverside Walk, þar sem tugir glæsilegra verslana eru undir hvolfþaki. Næturhrafnar sjá um sig, enda er úr nógu að velja. 5. okt. Við kveðjum hina sjarm- erandi hálf-frönsku New Orleans og fljúgum áfram. Flug DL 193. Nú tekur Texas við og við lendum eftir 1 '/2 klst. í sjálfri Dallas, sem flestum er að nokkru kunn af hinum frægu sjónvarpsþáttum um baráttu Ewing-fjölskyldunnar um auð og völd. Mörgum mun þykja gaman að standa í sporum heimsfrægra leikara á Southfork Ranch, sem við auðvitað heim- sækjum og skoðum og snæðum hádegis- verð við sundlaugina, eftirað hafa skoðað búgarðinn, svefnherbergi J.R. og eldhúsið hennar Miss Elly. En Dallas er annað og meira en South- fork. Hún er 7. stærsta borg Banda- ríkjanna með milljón íbúa og óvenju kraftmikið viðskipta- og menningarlíf, höfuðstaður margra íþróttakeppna og listviðburða í heimsklassa. Dallas er miklu meiri heimsborg en íbúa- fjöldi hennar gefur til kynna og geysivin- sæll ferðamannastaður. Hér er á ýmsan hátt hápunktur þessarar ferðar, þú hefur varla nokkurn tíma búið á jafnstóru hóteli né jafn glæsilegu og Loews Anatole. Ekki aðeins forseti Bandaríkjanna hefur búið hér, heldur fjöldi annarra þjóðhöfð- ingja. Turnþygging hótelsins er aðeins tveggja ára gömul og þar búum við. í hótelinu eru 25 lyftur og 2.000 manna starfslið. Talið er að ekkert hótel í heimi hýsi jafn- marga dýrmæta listmuni, t.d. 11 Picasso-málverk. Það er ævintýri í sjálfu sér að búa hér, þú getur valið milli 19 veitingastaða, auk bara, diskóteks og stundað hvaða sport sem þig lystir i 12 milljón dollara íþrótta- og líkamsræktarstöð. Fólk verður að sjá Loews Anatole og búa þar til að sannfærast. Þarna er ósvikinn Texas-bragur yfir hlutunum, „the best and biggest”. Hér er gist i 3 nætur. Eftir- taldar kynnisferðir standa til boða: 1. Kynnisferð um Dallas síðdegis. 2. Kvöldferð um Dallas með kvöldverði á þekktum veitingastað. 3. Heimsókn á Southfork. 4. Síðdegis- og kvöldferö í „villta vestr- ið“ með heimsókn á dæmigerðan búgarð þar sem cowboys og cow- girls sýna karlmennsku og kvenlega töfra. Étið er og drukkið af hjartans lyst, heimsóttar knæpur og verslanir að ógleymdu Billy Bob’s Texas með stærstu Honky Tonk-sýningu verald- ar. 8. okt. Nú er að kveðja Dallas með stjörnur i augunum og fljúga í sjálft fríið á drifhvítri strönd Mexico- flóans. Flug DL 286 til Tampa, en þaðan er tæplega klukkustunda- rakstur til St. Petersburg Beach, þar sem dvalist verður næstu 5 daga við bestu skilyrði á hinu fræga fimm stjörnu hóteli Don Ce Sar. Hótelið er byggt í spænskum kastalastil árið 1928, en nú er nýlokiö að endur- byggja það allt að innan. Glæsilegar vistarverur og gistiher- bergi, afbragðsveitingasalir, ss. Le jardin og King Charles, gott sund- laugarsvæði í fallegum garði og frábær baðströnd skipa Don Ce Sar i flokk bestu sumarleyfishótela, og á þessum árstíma er veðrið og hitinn upp á það besta. 13. okt. Síðdegis ekið til Orlando og flogið heim þaðan um kvöldið. Hægt er að framlengja og/eða fljúga heim um New York gegn aukagjaldi. Verð: kr. 79.000,- á mann, miðað við 2 í herbergL Gisti 3—4 saman í herbergi lækkar verðið um 8.000 á mann. Enn geta örfáir bæst í hópinn í þessa ævintýraferð, en pöntun verður að staðfesta í síðasta lagi 7. þ.m. Feröaskrifstofan ÚTSÝN ^Austurstræti 17 sími 26611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.