Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 33 Margt óljóst eftir flugslysið í Detroit KENNINGAR sem í upphafi voru settar fram um að vélarbilun hafi átt sér stað þegar farþega- flugvél bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines fórst við Detroit hafa verið afsannaðar eftir að báðir Pratt & Whitney- hreyflar vélarinnar fundust á slysstað nokkurn veginn í heilu lagi. Fundust engin merki um stórvægilega vélarbilun. Um þetta mál er fjallað í tímaritinu Flig’ht, sem kom út í síðustu viku. Oryggismálanefnd samgöngu- málaráðuneytis Bandaríkjanna sagði fyrir skömmu að svo virtist sem hreyflamir hefðu báðir verið knúnir áfram af nánast sama afli þegar flugvélin skall til jarðar. Vísbendingar um stöðu væng- barða stangast á og verður því erfitt verkefni að komast að því hvað olli slysinu og þarf að rann- saka hvert brot úr flaki vélarinnar nákvæmlega. Gæti það tekið allt að því eitt ár. Þeir sem rannsaka flugslysið hafa beint sjónum sínum að hinum svokölluðu svörtu kössum, sem fundust fljótlega. Hvorki segul- bandsupptaka, sem skráir notkun tækjabúnaðar, né hljóðupptaka úr flugstjómarklefa bera því vitni að vængbörðin hafi verið í réttri stöðu fyrir flugtak. Það væri í samræmi við gögn, Reuter Afdrifarík mótmæli Maður einn varð fyrir jám- brautalest er hann var að mótmæla vopnasendingum Bandaríkjamanna til Mið- Ameríkuríkja ásamt skoðana- bræðmm sínum á þriðjudag. Fólkið hafði raðað sér á brautar- teinana og hugðist knýja lestar- stjórann til að nema staðar með þeim hætti. Þegar ljóst var að lestarstjórinn hafði ekkert slíkt í huga vék fólkið sér undan í ofboði, en forsprakki mótmæl- anna, S. Brian Willson, var seinn í svifum og varð undir lestinni. Missti hann annan fótinn við nára og hlaut höfuðáverka. Myndin sýnir skelfingu lostna eiginkonu hans, Holly Rauen, grípa um höfuð sér í angist og örvæntingu. sem benda til þess að stöðugar við- varanir hafi borist, þann skamma tíma, sem vélin var á lofti. Hún komst aðeins í um 16 metra hæð. Sjónarvottar hafa greint frá því að nef flugvélarinnar hafi risið óvenju mikið eftir að vélin var hafín á loft. En í lok síðustu viku sögðu vitni að þeir hefðu séð vélina fara á loft og þá hefðu vængbörðin verið í réttri stöðu. Flugmaður annarrar vélar frá Northwest-flugfélaginu, sem beið flugtaksleyfís, kvaðst handviss um að ekkert hefði verið athugavert við stöðu vængbarð- anna. Öryggiskerfi um borð á að vara áhöfn véla af gerðinni MD-80 við ef eitthvað er að vanbúnaði fyrir flugtak. Bæði heyrist viðvörunar- hljóð ef ekki er allt með felldu og sérstök tölvustýrð rödd gellur við. Ekkert slíkt var að heyra á hljóð- upptökunni úr flugstjómarklefan- um. Annað hvort var viðvömnar- kerfið bilað eða vængbörðin í réttri stöðu. Einnig vaknar sú spuming hvort gengið hafi verið úr skugga um öll nauðsynleg tækniatriði fyrir flug- tak. í hljóðupptökunni kemur hvergi fram að athugað hafí verið hvort tæki væm í lagi og ekki heyrist að tekið hafi verið í handfangið til að stilla vængbörðin. Reuter Finnska dómsmálaráðuneytið vill gjaraan fá nánari upplýsingar um ferðir Mathias Rusts innan finnskrar lofthelgi. Myndin sýnir for- eldra Rusts og bróður koma til réttarhaldanna yfir honum í Moskvu í gærmorgun. Finnar vilja yf ir- heyra Mathias Rust Helsinki, frá Lars Lundsten, frétt&ritara FINNSK stjórnvöld undirbúa nú beiðni til yfirvalda í Sovétríkjun- um um að fá að yfirheyra vestur-þýska ofurhugann Mathi- as Rust. Réttarhöld yfír Rust em hafin í Moskvu en sem kunnugt er lenti hann einkaflugvél sinni á Rauða torginu þar í borg í maímánuði. Finnska dómsmálaráðuneytið er í þá mund að ljúka við formsatriði beiðninnar, að því er fréttastofa Morgunbladsins. fínnska ríkisútvarpsins sagði í gær. Ráðuneytið vill fá upplýsingar um ferðir Rusts innan fínnskrar loft- helgi en um hana þurfti hann að fljúga til að komast til Sovétríkj- anna. Finnska loftferðaeftirlitið missti af Rust er hann var staddur við suðurströnd Finnlands. Var þá hafín leit þar eð óttast var að hann hefði hrapað í hafíð. Skömmu síðar bámst fréttir um að hann hefði lent flugvél sinni á Rauða torginu. Sviss: Græn engi urðu að hijóstri á einni nóttu Ferðir um Gotthard hefjast að nýju ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Járabrautasamgöngur milli norður og suður Evrópu um Gotthard- göngin í svissnesku Olpunum hefjast að nýju í dag. Þær féllu niður fyrir rúmri viku vegna flóða, en úrhellisrigning oUi skemmdum beggja vegna ganganna. Járnbrautateinar og vegir fóra á kaf og straum- þungi vatnsins sópaði burtu vegarköflum á nokkrum stöðum. Astandið var verst í kantónunni Uri, sem er í miðhluta Sviss. Lestir komast enn ekki leiðar sinnar norðan við Gotthardgöngin, en farþegar, sem vilja heldur fara um þau en taka á sig krók og fara um S. Bemardino eða Simplon, em fluttir með rútubílum milli Fluelen og Göschenen, en það er um 30 km leið. Þetta tefur ferðina yfír fjall- garðinn um klukkustund. Búist er við að viðgerðum á einu spori jámbrautarinnar verði lokið á þriðjudaginn kemur og þá eiga sam- felldar lestarferðir um eina mikil- vægustu samgönguæð Evrópu að hefjast á ný. Leiðin er enn lokuð fyrir almenna bílaumferð. Hávaðinn og lyktin af ánni barst langar leiðir Göschenen stendur við norðurhlið Gotthardganganna í kantónunni Svíþjóð: Bofors seldi Irönum byssupúður Stokkhólmi, Reuter. f GÆR sökuðu sænsk tollayfirvöld Bofors-fyrirtækið og önnur fyrir- tæki Nobel-samsteypunnar um að hafa tekið þátt í að flytja 6000 tonn af byssupúðri til íran á áranum 1984-’87 í trássi við alþjóðleg- ar reglur. Hans Olsson starfsmaður tolla- lögreglunnar sagði fréttamönnum að skipsfarmar með byssupúðri, sem keypt hafði verið í Hollandi, hefðu hafnað í íran. Sænsk yfírvöld fengu falsaðar skýrslur í hendur sem sýndu Júgóslavíu sem ákvörð- unarstað. í öðm tilviki keypti Nobel Kemi, sem er angi af Nobel-samsteypunni eins og Bofors, byssupúður í Júgó- slavíu og sendi það til íran með viðkomu í S-Afriku. Einnig keypti fyrirtækið sprengjuefni frá Frakk- landi undir því yfírskyni að það væri handa sænska hemum. Eftir mánuð í höfninni í Gautaborg var efnið lestað um borð í íranskt skip. Ákærumar era byggðar á rann- sóknum á vopnasölu ýmissa fyrir- tækja Nobel-samsteypunnar. Uri. Guðrún Vemharðsdóttir, íslensk stúlka sem er gift svissneskum jám- brautastarfsmanni, er búsett þar. Hún sagðist hafa gáð oft til veðurs á mánudaginn fyrir viku og vonað að rigningunni myndi linna af því að þau hjónin ætluðu að leggja upp í gönguferðalag á þriðjudagsmorg- un. En það rigndi stanslaust og um miðnætti aðfaranótt þriðjudags hrökk hún upp frá svefni við hávað- ann í þramu sem fylgdi eldingu sem sló niður í miðju þorpinu. „Spennan og ókyrrðin í loftinu þessa nótt var gífurleg. Við búum hátt yfír ánni Reuss í 200-300 metra fjarlægð en hávaðinn í henni var svo mikill að við heyrðum hann alla leið inn til okkar," sagði Guðrún. „Það var jarðhran um allt og áin reif gróð- ur og steina á árbakkanum með sér. Þriggja metra háir hnullungar ultu með henni. Það var sterkur fnykur af ánni og jörðinni sem hún bar með sér. Rafmagnið fór af í þramuveðrinu og það var símalaust. Upp úr klukk- an eitt um nóttina kom hingað maður og sagði okkur að það hefði flætt yfír jámbrautateinana og inn í stöðina. Eftir það gátu engar lest- ir farið um Gotthardgöngin. Almannavamakerfið fór í gang klukkan rúmlega tvö þar sem óttast var að uppistöðulón hér fyrir ofan myndi bresta. Mesta hættan var yfír- staðin um hálffjögur og þá fór ég út til að hjálpa til við að hreinsa í járnbrautastöðinni." Maður Guð- rúnar stjómar brottferðum járn- brautalesta í Göschenen. „Næsta dag gengum við út til að sjá ummerkin um óveðrið. Það var ótrúlegt um að litast. í dal nokkrum þar sem áður vora græn engi var gtjót í hrúgum og ekkert grænt að sjá. Vegir voru sundurgrafnir og þorpin sambandslausar eyjur. Við hittum Þjóðvetja sem skildu ekki af hvetju þeir gátu ekki haldið ferð sinni áfram. Þeir skildu að það hefði flætt yfír vegina en gátu ekki trúað því að á sumum stöðum var alls enginn vegur lengur. Ain hrifsaði þtjár af fjóram akreinum hraðbraut- arinnar með sér á nokkuð löngum kafla og jámbrautir eyðilögðust. Ein jámbrautagöng hér fyrir ofan era full af sandi og gróðri. Það mun taka marga mánuði að hreinsa þau. Skaðinn sem óveðrið olli er smátt og smátt að koma í ljós. Mikill snjór og snjóskriður bráðna en það er erf- iðara að ráða við jarðskriður. Fólkið tók hættunni með stillingu. Það er vant snjóflóðahættu á þessu svæði og er oft sambandslaust við umheiminn í nokkra daga á hveijum vetri. Það veit að þyrlan kemur fyrr eða seinna með allar nauðsynjar. En það hefur aldrei liðið svona lang- ur tími milli lestarferða frá Göschen- en síðan Gotthardgöngin vora opnuð árið 1882.“ Rigningarnar hafa valdið milljarða skaða Kýr, geitur og svín drápust í óveðrinu í Uri og nokkrar fjölskyldur misstu allt sitt í flóðinu en ekkert mannslíf glataðist. Reuss hefur oft áður flætt yfír bakka sína en fjár- skaðinn hefur aldrei verið eins mikill og nú. Rigningunum í vor og sumar er kennt um flóðið fyrir rúmri viku. Sérfræðingar telja að tijádauði og þéttriðið samgöngunet kantónunnar hafi einnig stuðlað að ósköpunum. Skógar og gróðurlendi taka við mun meiri vætu en hijóstur og malbikað- ir vegir. Vatnið streymir óhindrað eftir þeim og eykur vatnsmagnið í lækjum, ám og vötnum til muna I miklum rigningum. Hundruð sjálfboðaliða aðstoða nú við að hreinsa eftir flóðin í Sviss. Söfnun er hafín til stuðnings þeim, sem verst urðu úti, og milljónir franka hafa þegar safnast. Uri er aðeins síðasta og versta dæmið um tjónið sem illviðrið í sumar hefur valdið víða í landinu. Frakkland: Skart- gripa- þjófnaður Cannes, Reuter. SKARTGRIPUM að verðmæti 1,7 milljónir Bandaríkjadala var stolið í borginni Cannes sl. laugardag. Brotist var inn í hús al-Saud Nawaz bin Abdulaziz, bróður Fahds, konungs Saudi-Arabíu og þaðan stolið skartgripum og 410.000 dölum í peningum. Franska lögreglan telur að vit- orðsmaður sé í þjónaliði húss- ins. Kína: Rottur sólgnar í eitur Peking, Reuter. BÓNDI í Kína segist hafa fund- ið upp rottueitur sem laði rottur úr holum sínum á innan við 15 mínútum. Uppfínningamaðurinn, Qiu- Mantun, hefur ræktað og rannsakað rottur og mataræði >eirra í 28 ár. Blaðamaður, sem fór með Mantun í komgeymslur, segir að eftir að eitrinu hafi verið hellt við rottuholur hafí liðið innan við 15 mínútur þar til rottumar tóku að flykkjast að. Tveimur tímum seinna var safnað saman 21 rottuhræi. Prófessor við Hebei-tækni- háskólann hefur staðfest þessa virkni eitursins. A-Þýskaland: Landamæra- vörður flýr Berlin, Reuter. AUSTUR-þýskur einkennis- klæddur landamæravörður notaði tækifærið þegar lög- reglumenn voru annars hugar og komst óséður yfír landa mærin til Vestur-Þýskalands. Maðurinn sem er 41 árs og hefur starfað við landamæra- vörsiu sl. 15 ár segist óánægð ur með stjómmálaástand heimalandi sínu. Stuðningsmenn Liverpool fram- seldir til Belgíu Brussel, Rcuter KRÖFUNNI um að réttarhöld in yfír mönnunum 26 sem svara til saka fyrir lát á 39 manns á íþróttavellinum í Heysel í Belgíu yrðu haldin í Bretlandi var haftiað. Mennimir vora í hópi stuðningsmanna Liverpool Lögfræðingur 11 þeirra sem sakaðir eru, telur að þeir muni ekki fá réttláta meðferð í Belgíu. Ekki er vitað hvort hver og einn mannanna verður látinn svara til saka fyrir öll morðin eða fyrir lát einstakra stuðningsmanna Juventus-liðs ins. Belgískar herflugvélar flytja mennina frá Bretlandi um helg- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.