Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
Tveir Sykurmolar
Ekkert gaman að spila bara
fyrir fólk sem elskar mann
Eins og komiA hefur fram á
Rokksfðunni var lag Sykurmolanna
Ammœli valið lag vikunnar f Melody
Maker, einu stœrsta tónlistartfma-
riti Bretlands. í framhaldi af þvf
hélu þau Einar örn og Björk utan
til viðtals við MM og fleiri bresk
tónlistarblöð. Rokksfðan leitaði til
þelrra skömmu eftir að þau sneru
aftur og Innti þau eftir þvf hvað
hefði átt sár stað ytra.
Platan með Ammaeli var gefin út
af One Little Indian og fjórum dögum
síöar var hún valin Single of the
Week í MM. Það hefur gert okkur
heimsfræg á Islandi, en fólki má
benda á að það eru 52 vikur í árinu,
þannig að þetta er ekki það mikið
mál. Það komst þó ýmislegt á stað
í breska tónlistarheiminum og orð-
spor Sykurmolanna barst víða. í
kjölfar þess ákvað One Little Indian
að fá okkur út til viðtals við bresku
popppressuna. Við vorum viku ytra
og ákváðum svo að fara upp aftur,
enda ekki ástæða til að bíða. Á þess-
ari viku fórum við í viötal hjá Melody
Maker, Sounds, Record Mirror, Face
og Underground, og komum í viðtal
í sjónvarpsþátt sem sendur er út
vikulega í kapalkerfi í Bandaríkjun-
um.
Hvenær kemur næsta plata út f
Bretlandi.
Næsta plata verður með laginu
Cold Sweat og hún kemur út um
miðjan september. Stór plata kemur
síðan út í byrjun nóvember. Cold
Sweat er tilbúið til útgáfu, en það
verður látið bíða aðeins til að sjá
hvað Ammæli gerir. Það er vilji fyrir
því hjá One little Indian og okkur að
David Thomas
til íslands
David Thomas, fyrrum
söngvari bandarfsku hljóm-
sveitarinnar Pere Ubu, er
væntanlegur til íslands til
hljómleikahalds f næstu viku.
Pere Ubu var ein merkileg-
asta hljómsveit sem fram hefur
komið í Bandaríkjunum, og þá
ekki síst vegna framlags David
Thomas, sem kallaður hefur
verið fyndnasti maður rokksög-
unnar, án þess þó að vera
skemmtikraftur.
David kemur hingað til lands
einn síns liðs, en einhver
íslenskur bassaleikari verður
fenginn til að leika með honum.
Davið heldur tónleika hér 10.
og 11. september, í Casa-
blanca og Abracadabra.
gera hljómsveitina ekki hljómsveit
sem á bara eitt lag. Við höfum þeg-
ar náð að vekja athygli fyrir sér-
stæða ímynd og sérstæða texta og
framhaldiö er að nýta það skipulega
og halda haus.
Stóra platan er reyndar líka fullbú-
in, en hún bíður einnig eftir rettum
útgáfudegi. Við eru ekki að bíða eft-
ir jólamarkaði, hjá okkur eru jól á
hverjum degi.
Stendur það til að þið haldið
tónleika f Bretlandi á næstunni?
Æskilegt og hefðbundið framhald
af þeim viðtökum sem Ammæli hef-
ur fengið væri það að við myndum
halda kynningartónleika í Bretlandi
á næstunni. Það er einmitt verið að
meta það núna hvort ástæöa sé til
og ef af því verður, þá verður það nú
í enda september.
Hvað varðar tónleikaferðina um
meginland Evrópu, þá er það á allt
annarri línu. Það verður einskonar
hljómsveitapakki One Little Indian,
kynning á því sem það fyrirtæki er
að gefa út.
En hvað með Hollywoodtónleik-
Það verður af nógu að taka
fyrir þá er hyggjast hlusta á lif-
andi tónlist í Reykjavfk í kvöld.
Sex hljómsveitir og einn söngv-
ari koma fram á fjórum stöðum, á
Hótel Borg, í Casablanca, Holly-
wood og Norræna húsinu.
Á Borginni leikur Stuðkompaníið
með Blátt áfram sem gest kvölds-
ins. Stuðkompanfið þarf vart að
kynna í Ijósi vinsælda fyrstu plötu
hljómsveitarinnar sem kom út í
vor, en Blátt áfram varð í öðru
sæti hljómsveitarkeppninnar í
Húsafelli í sumar og þótti standa
sig með ágætum á Rykkrokktón-
leikum Fellahellis.
Mosfellingarnir í Gildrunni hafa
spilað mikið undanfarnar tvær vik-
ur eða svo og þeir verða í Casa-
blanca í kvöld. Víst er að þar verður
spilað hart rokk að hætti Gildrunn-
ar.
í Hollywood verður mikið um-
stang, en þar leika Óðmenn
endurreistir rokkblús ættaðan frá
John Mayall og frumsamda tónlist
sem var á meðal þess áhugaverð-
asta sem hér var gert á árum áður.
Tríó Björns Thoroddsen mun einn-
ig leika með heiðursgestinum
Halldóri Péturssyni, saxistanum
kunna, sem kemur frá Svíþjóð
gagngert til að spila þetta kvöld.
Sykurmolinn í pylsuendanum verð-
ana? Hvernig komu þelr til?
Við erum tónleikahljómsveit og
við þurfum aö spila á tónleikum til
þess að geta unnið okkar lög. Okkar
tónlist er ekki samin með plötuupp-
töku í huga, enda er flest það sem
viö tökum upp tekiö upp sem á tón-
leikum væri. Okkur þótti þaö síðan
skemmtilega biluð hugmynd að spila
með Óðmönnum og jasshljómsveit
Björns og það átti sinn þátt í að við
létum til leiðast. Það er ekkert
spennandi að spila bara fyrir fólk
sem elskar mann.
Auk þess er enginn munur á því
að spila á Hótel Borg eða spila í
Hollywood, það er ekki par munur á
þessum stöðum.
Það verður ögrun fyrir okkur að
spila fyrir fólk sem ekki hefur heyrt
í okkur og við fáum svörun frá áhey-
rendum sem hvetur okkur áfram.
Nú er auglýstur leynigestur.
Það kemur fram með okkur hinn
ótrúlegi Johnny Triumph, sem kynnir
nýtt dansspor, dansspor framtíðar-
innar og sá sem ekki lærir það, hann
er ekki með.
ur síðan bílskúrshljómsveitin
Sykurmolarnir hverrar liðsmönn-
um hefur nýlega hlotnast sá heiður
að eiga lag vikunnar í breska blað-
inu Melody Maker.
[ Norræna húsinu leikur Hörður
Torfason fyrir tónleikagesti og
kynnir þá eflaust væntanlega
hljómplötu sem hann hefur þegar
lagt síðustu hönd á, en kunnugir
herma að plata sú eigi eftir að
koma mörgum á óvart.
Ljósmynd/BS
Birgir Haraldsson, gítarleikari
Gildrunnar.
Tónleikar íkvöld
Dada
Spilagleðina má
ekki vanta
Hljómsveitin Dada hefur ekkl
verið áberandi í íslenska popp-
heiminum að undanförnu, en
sveftarmeðlimir hafa verið f
hljóðverí að vinna að plötu. Nú
er platan tilbúln og kemur út á
næstu dögum. í kjölfar þessa
ætla Dadamenn að fá til liðs við
sig fleiri hljóðfæraleikara og
fara að halda tónleika af miklu
kappi. Hefst sú tónleikalota á
tónleikum f Evrópu f kvöld og
föstudags- og laugardagskvöld
einnig.
Rokksíðan náði tali af Dada-
mönnum og bað þá segja frá
tilurð hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin var stofnuð í vor
og þá til að vinna úr því efni sem
kemur út nú næstu daga. Af
þeim þrem sem í hljómsveitinni
eru koma tveir úr hljómsveitinni
Bogart, þeir ívar og Jón Þór, en
Bjarni hefur víða verið.
í hinni eiginlegu hljómsveit er
þrír, eins og áður sagði, en í
hópinn bætast þrír aðstoðar-
hljóðfæraleikarar, þau Edda Borg
Ólafsdóttir, Kjartan Valdimars-
son og Jón Borgar Þorstéinsson.
Þau verða einskonar tónleikavið-
bót fyrst um sinn, en við þrír
verðum áfram sem hljóðvers-
kjarni og vinnum þar aö því efni
sem spilað veröur. Eins og er
kemst ekkert annað að en að
spila og kynna þaö sem við erum
að gera og plötuna sem út kem-
ur.
Nú eru textar á plötunni á
ensku sem sejnt verður talið
söluvænlegt á íslandi.
Við vorum ekki mikið að hugsa
um það þegar við vorum að taka
þessi lög sem á plötunni verða.
Það má segja að það hafi verið
nærri tifviljun að texatrnir urðu á
ensku en ekki á íslensku. Það
eina sem við vorum að hugsa’var
að gera tónlistina eins vel úr
garði og unnt væri. Textar og
tónlist féllu vel saman og því
varð þetta eins og það varð.
En hvað neð annað sem þið
hafið á efnisskránni, eru þau lög
einnig með enskum textum?
Já, að vísu. Það er þó ekki svo
að það sé meðvituð stefna hljóm-
sveitarinnar að semja lög með
enskum textum. Það má allt að
því segja sem svo að við tókum
ekki eftir því fyrr en eftirá. Það
má alls ekki líta svo á aö við
séum að gera okkur vonir með
að komast á erlendan markað.
Hver semur tónlist og texta?
ívar og Jón Þór semja allt.
Lftið þið á hljómsveftina sem
tónleikasveit eða sem dans-
hljómsveit?
Frekar tónleikasveit, en við
leggjum áherslu á að spila van-
daða tónlist sem getur allt eins
kallast danstónlist.
Hvað heldur ykkur við ef nið?
Það er tvímælalaust spila-
gleði. Það er almennt aö fólk
heldur að hljómsveitir fari á stað
til þess eins aö komast áfram,
það er að byrja á vitlausum enda.
Tónlistarmenn verða að hafa í
sér spilagleðina til þess að geta
gert eitthvað sem á möguleika á
að ná vinsældum.
Bjöm Thoroddsen er að undirbúa ferð til Norðurlandanna með trfói
sínu.
Stuðkompanfið fagnar sigrí á Músfktilraunum Tónabæjar. Upphaf
frægðarferilsins.