Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Frábær frammistaða Dómkórsins og Skólakórs Kársness á 6. alþjóð- legu söngvikunni í Namur í Belgíu Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins Friðrikssonar í Kirkju vorrar Frúar í Namur. eftir Hrafn Harðarson Kirkja vorrar Frúar í Namur í Belgíu. Það kvöldar og fólk situr eða er að koma sér fyrir á bekkjun- um. Hljóðnemar eru umhverfís og yfír altarinu. Glymur á steingólf- inu. Mikill kliður frá masandi áhugafólki um söng. Líkneski og píslarsögumyndir á veggjum, kerti í stjökum. Hávaðinn minnir meira á haustréttir heima á íslandi en guðs hús á kaþólskum bæ. Ég sit og hleð myndavél og leift- urlampa milli þess sem ég nudda lúna fætur. Klukkan er að verða og hljóðtæknimenn toga til snúrur og kapla, dangla í hljóðnema, stilla ljós og upptökuvélar. Skvaldrið eykst jafnt og þétt. Skyndilega dregur niður í því, fyrst á fremstu bekkjunum og síðan eins og dómínó aftur alla kirkjuna uns þögnin ein tekur við af hægt líðandi endurómi frá háum hvelfíngum og inn um steinda glugga berst þytur af vængjablaki einmana dúfu, sem hefur sig til flugs af sillu. Jafnskyndiiega brestur á dynj- andi lófatak, sem deyr jafnharðan aftur út er bömin ganga í röð inn kirkjugólfíð syngjandi „Gefðu að móðurmálið mitt...“ Þau raða sér upp við altarið hvítklædd eins og logndrífa, prúð eins og englar, og tónaflóðið virðist koma úr öllum áttum. Þórunn kórstjóri stígur á pall, snýr sér að áheyrendum og hneig- ir sig hoffmannlega. Hún gripur tónkvíslina, slær henni við fingur og leggur að eyra, lyftir höndum til hæða og kirkjan fyllist aftur af skipulögðum hljóðbylgjum úr 30 öguðum börkum jafnmargra bama, sem einblína á sijómanda sinn og syngja eins og þau hafí aldrei gert annað frá fæðingu. Við, aðstoðarmennimir fjórir, foreldrar bama í kómum, sitjum eins og límd við bekkinn — í fyrstu kvíðin og áhyggjufull — en smám saman nær frábær söngur Skóla- kórs Kársness að sannfæra okkur um að engin ástæða sé til kvíða. Og við hlýðum ásamt nokkur hundrað öðram áheyrendum hug- fangin á fogur og skemmtileg verk eftir Jón Ásgeirsson, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjömsson og Martein Friðriksson og fleiri góð tónskáld. Algleymin á vanda heimsins. Hrifningin brýst út í einlægum fögnuði með kraftmiklu lófataki eftir hvert verk og lengi og ákaft að loknum tónleikunum. Og svo lengi að þegar bömin koma út úr safnaðarheimilinu eftir að hafa skipt um föt er beðið eftir þeim fyrir utan kirkjuna og þau era hyllt með klappi og hrópum svo þau sjá sitt óvænna og syngja nokkur aukalög. Það var sannarlega gaman að vera íslendingur á þessu alþjóð- lega kóramóti í Namur og við voram öll stolt af þessum ungu fulltrúum íslands. Dómkórinn í Reykjavík tók einnig þátt í þessu móti undir stjóm Marteins Frið- rikssonar og flutti m.a. verk eftir Bach, Hjálmar Ragnarsson, Þorkel Sigurbjömsson, Benjamin Britten og Knut Nystedt. Báðir kóramir stóðu sig mjög vel og fengu góða dóma í blöðum. Um Dómkórinn sagði m.a.: „Þetta er ungur og viðkunnaniegur kór með fallegum röddum, frísklegur og samstæður. Umfram allt lýstu andlitin af söng- gleði, jafnvel langt fram á nótt...“ Kórinn naut sín.veralega í nútímatónlistinni, eins og í verk- um íslensku tónskáldanna Hjálm- ars Ragnarssonar og Þorkels Sigurbjömssonar, mjög áhugaverð tónlist og ekki laust við að hún minni á verk landa okkar Vic Nees. í L’Adoro te, átta radda verki Norðmannsins Knut Nystedt, ekki síður áhugavert tónverk, sem hann tileinkaði Dómkómum, sannaði kórinn svo ekki varð um villst nákvæmni sína, enda þótt verkið 13.30 MEISTARA FJÖLTEFLI VIÐ ÚTITAFLIÐ Jóhann Hjartarson stórmcist- ari teflir klukkufjöltefli gegn heimsmeisturunum, Hannesi Hlífari Stefánssyni og Héðni Steingrímssyni, meisturunum Davíð Ólafssyni og Þresti Þórhallssyni, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, íslandsmeistara kvenna, og Norðurlandameist- urunum í skólaskák, skáksveit Seljaskóla. Davíð Oddsson borgarstjóri leikur fyrsta leikinn! 14.30 UTIGRILL Á torginu verður opnað risa- stórt grill og á boðstólunum verða gómsætar og safaríkar lambasteikur frá Kjötvinnslu Jónasar á aðeins 50 krónur skammturinn! • w 15.00 INGÓ TÖFRAMAÐUR Töfrandi en hrögðóttur: Ingó sýnir gömul og ný töfrabrögð á þann hátt sem honum einum er lagið. Atriði sem börn á öllum aldri ættu ekki að láta fara framhjá sér. ppjaL 15.45 FERÐAGETRAUNIN Dregið verður úr ferðagetraun Tomma hamborgara og ferðaskrifstofunnar Polaris. Spurningin er: Hver fær að bjóða fjölskyldunni með sér í Sólarlandaferð? TOMMA HAMBORGARAR 16.00 DUNDURKONSERT Fram koma STUÐKOMPANÍIÐ DADA MEGAS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON OG EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON með atriði úr söngleiknum ,,Allt vitlaust" GREIFARNIR BRÆÐURNIR MAGNÚS OG EYJÓLFUR LAUFDAL koma í heimsókn 18.45 STERKASTI MAÐUR ALLRA TÍMA JÓN PÁLL SIGMARSSON lyftir verðlaunabíl Stjörnunnar Missið ekki af þessari einstæðu aflraun! AUSTURSTRÆTISDÆTUR verða þarna „með æskuléttan svip og granna fætur“ og svo auðvitað öll bekkjarskáldin mfdcB JÓN AXEL ÓLAFSSON OG GUNNLAUGUR HELGASON þeir einu og sönnu kynna dagskrána & é&M * W '•'k&'' j&T fe BJARTASTA VONIN — ÞÚ SJÁLF (UR) mætir auðvitað á staðinn í fullum skrúða Pað verður líf og fjör í gamla góða miðbænum! m-, wm&m• M r LÆKJARTORGIÁ MORGUN ■■■ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.