Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 13 Talið frá vinstri: Auður Hafsteinsdóttir, Guðriður S. Sigurðardóttir og Pétur Jónasson. ur léku G-dúr-sónötuna (op. 78) eftir Brahms. í slíku verki, þar sem Brahms kveður oftlega mjög dýrt, þarf túlkunin að vera þrungin skáld- skap og djúpstæðri íhygli. Það er í raun til of mikils ætlast að ungir tónlistarmenn hafí náð valdi á því sem Brahms var alla ævi að ígrunda og reyna að skilja. Hvað svo sem segja má um túlkun og annað í sambandi við efnisval, er ljóst að hér eru á ferðinni efnilegir tónlistar- menn, sem sumir hafa þegar vakið verulega athygli. Það sem kom nokkuð á óvart var ágætur leikur Guðríðar S. Sigurðardóttur í Brahms-sónötunni, en það verk er ekki sem auðveldast fyrir píanóið. Auður lék margt fallega, bæði í Brahms og í glansverki eftir Wien- iawski, sem aðeins er þó skemmti- leg tónlist í höndum „virtúósa". Um leik Péturs er óþarfi að fjölyrða en hann mun hafa einna mesta reynslu í tónleikahaldi af þeim sem tóku þátt í þesari samspiisraun. í heild voru báðir tónleikarnir skemmtilegir og auk þess sem ungu fólki er gefíð tækifæri til að sýna getu sína, fá áheyrendur nokkra vitneskju um framgang tónmenntar í landinu. Þá er það einnig mikil- vægt, að slíkir tónleikar ættu að vera öðrum ungmennum, sem síðar eiga eftir að klífa þrítugan hamar- inn, lærdómsrík upplifun. Townsend: „Við fáum aldrei hlutverk Rambóa fyrr en við hættum að leika Sambóa.“ Robert Townsend er einmitt að reyna að sigra kerfíð og fá þau eftirsóttu hlutverk sem hann dreymir um. En það eru ýmis ljón í veginum. Framleiðendur telja hann of ljósan en NAACP, (samtök þeldökkra í Norður-Ameríku), hins- vegar of dökkan! Vinir hans telja hann of stoltan en amma gamla segir hann alltof metnaðarlausan. Þegar hlutverkin liggja ekki á lausu verður Bobby að bijóta odd af of- læti sínu og selja pylsur. Þess á milli lætur hann sig dreyma hlut- verk í anda Bogarts, hlaða af Oscarsverðlaunum, o.s.frv. Þá fá gagnrýnendumir Ebert og Siskel sinn skammt af háðinu. En að því kemur að Bobby býðst í rauninni hlutverk og telur sig nú vera að „meikaða". Og það dæmigert, af- leitt negrahlutverk, eitt af „tabú- um“ ömmu gömlu, „það eina sem þið fáið að leika eru emjandi götu- strákar, melludólgar, úrþvætti og þjófar". Hvort verður ofaná, stoltið eða auraleysið? Robert Townsend setur þetta vesældarástand kynflokks síns upp af gráthlægilegri meinfyndni í frumraun sinni sem leikstjóri og handritshöfundur, en það tók hann á annað ár að koma þessari ódým, farsakenndu ádeilu saman. Það er alls ekki að sjá á leiknum, sem er ótrúlega fyndinn, hinsvegar eru að sjálfsögðu ýmsir vankantar á mynd- inni, sem kostaði smáaura á Hollywood-mælikvarða. Tekin upp í smápörtum á rösku ári þannig að ekki kemur á óvart þó hún sé ekki fínpússuð. En það leynist engum sem gaman hefur af fyndni sem þræðir kannski ekki með logandi ljósi niðurtroðnar slóðir hversdagsleikans að Robert Townsend er búinn að „meikaða" að sinni. Það verður gaman að fylgj- ast með þessum frumlega lista- manni í framtíðinni, við meiri auraráð. En hann ætti að gæta sín á Murphy sem, ef svo heldur áfram sem horfír, verður útbrunninn innan nokkurra ára. Starfsmenn Þjóðleikhússins á nýhöfnu leikári Þjóðleikhúsið: Sjö stór verk frum- sýnd á nýju leikári Þjóðleikhúsið er nú að hefja nýtt starfsár. Á stóra sviðinu verða sjö frumsýningar í vetur og er sú fyrsta hinn 19. septem- ber. Þá verður sýnt verkið Rómúlus mikli eftir Friedrich Dílrrenmatt. Rúrik Haraldsson leikur aðalhlutverkið, en Gísli Halldórsson leikstýrir. Sala að- gangskorta fyrir leikárið hefst á morgun, fimmtudag. í október verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Guðmund Steinsson og heitir það Brúðarmyndin. í stærstu hlutverkum verða Erlingur Gísla- son, Kristbjörg Kjeld og Guðný Ragnarsdóttir. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Jólasýning Þjóðleik- hússins verður söngleikurinn Vesalingamir eftir Alain Boublil og Claude-Michel Shönberg, eftir sam- nefndri skáldsögu Victors Hugo. Um þijátíu leikarar koma fram í sýningunni, en með stærstu hlut- verk fara Egill Ólafsson, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Siguijóns- son, Sverrir Guðjónsson, Aðalsteinn Bergdal og fleiri. Benedikt Ámason leikstýrir. Nýtt leikrit eftir bandaríska leik- ritahöfundinn Sam Shepard verður frumsýnt í marsbyijun. Það ber heitið A lie of the mind. Ekki er enn ljóst hveijir fara með helstu hlutverk, en Gísli Alfreðsson leik- stýrir. Annað verk verður fmmsýnt í mars, en það er Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Siguijónsson. Þetta leikrit var eitt þeirra sem Þjóðleik- húsið tók til sýninga við vígsluna 1950, en það var fyrst sýnt í Iðnó 1911. Bríet Héðinsdóttir leikstýrir. Síðasta verkið saem tekið verður til sýninga á stóra sviðinu í vetur er Lygarinn eftir Carlo Goldoni hinn ítalska. Til að setja upp þennan farsa hefur Þjóðleikhúsið fengið til liðs við sig ítalskan leikstjóra, Gio- vanni Pampiglione. Verkið verður frumsýnt í aprfl. Auk þeirra verka sem hér eru talin verða sýnd tvö íslensk verk á Litla sviðinu. Hið fyrra heitir Bfla- verkstæði Badda og er eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þórhallur Sig- urðsson leikstýrir þessu verki, sem að öllum líkindum verður frumsýnt í lok október. Eftir áramótin verður sýnt nýtt leikrit eftir Þorvarð Helgason á Litla sviðinu og ber það heitið Kvennafár. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. íslenski dansflokkurinn starfar í vetur sem endranær og hefur leik- árið á því að taka upp aftur sýningar á verkinu Ég dansa við þig...Fyrstu sýningar verða í sept- emberlok, en alls verða aukasýning- ar þessar sex. í nóvember setja Hlff Svavarsdóttir og Angela Linds- en, Hollandi, upp ballettsýningu. Þá verður einnig frumsýnd ballett- sýning í febrúar. Hlíf Svavarsdóttir hefur verið ráðin listdansstjóri, en hún hefur starfað í Hollandi undan- farin ár, meðal annars við Het National Ballet í Amsterdam. Bamaleikritið í ár er eftir Njörð P. Njarðvík og nefnist Hvar er ham- arinn? Það flallar um för Þórs þrumugoðs í dulargervi á fund Þryms til að endurheimta hamarinn sinn. í helstu hlutverkum eru Erl- ingur Gíslason, Öm Ámason, Randver Þorláksson og Lilja Þóris- dóttir. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir og heflast sýningar eftir áramót. Auk þeirrar starfsemi sem greint hefur verið frá hefur Þjóðleikhúsið ráðið tvo höfunda til að semja ný verk, þá Birgi Sigurðsson og Áskel Másson. Birgir mun skrifa leikrit en Áskell semja ópera. Þeir era báðir ráðnir í sex mánuði. Leikfélag Reykjavíkur: Fimm ný verk frum- sýndleikárið 1987-88 Dagur vonar og Djöflaeyjan tekin upp að nýju FIMM ný leikverk verða frum- sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur á næsta ieikán. Það er verkin Faðirinn eftir Ágúst Strindberg, Hremming eftir Barrie Keefe, Síldin kemur, sQdin fer eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur, Algjört rugl eftir Christopher Durang og nýtt íslenskt leikrit sem kynnt verður siðar á leikár- inu. Tvö verk frá fyrra leikári verða einnig tekin upp að nýju. Dagur vonar eftir Birgi Sigurðs- son og Djöflaeyjan, leikgerð Kjartan Ragnarssonar á bragga- skáldsögum Einars Kárasonar. Starfsemin verður með mesta móti hjá Leikfélaginu í vetur og verður leikið á tveimur leiksvið- um allt leikárið. Ákveðið var að taka upp verkin Dag vonar og Djöflaeyjuna vegna mikillar aðsóknar á síðasta ári. Mikil aðsókn var á bæði verkin þegar leikárinu lauk en þá hafði hvort þeirra um sig verið sýnt um 60 sinnum. Dagur vonar er eftir Birgi Sig- urðsson en leikstjóri er Sigurður Karlsson. Með aðalhlutverk fara þau Sigurður Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar Öm Flyg- enring. Hitt verkið sem tekið verður upp að nýju, Djöflaeyjan, er leik- gerð Kjartans Ragnarssonar á bragga-skáldsögum Einars Kára- sonar og er Kjartan jafnframt leikstjóri. Karl Guðmundsson tekur nú við hlutverki Tomma af Guð- mundi heitnum Pálssyni. Sveinn Einarsson mun leikstýra verkinu Faðirinn eftir Águst Strind- berg, eitt helsta leikskáld Svía, sem frumsýnt verður 22. september. Þýðandi er Þórarinn Eldjám og leik- endur era Sigurður Karlsson, Ragnheiður E. Amardóttir, Jón Hjartarson, Guðrún Stephensen, Guðrún Marínósdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Jakob Þór Einars- son og Valdimar Flygenring. Faðirinn var fyrst framsýnt í Danmörku 1887. Þetta er harmleik- ur í klassískrí merkingu þess orðs og fjallar öðram þræði um sam- skipti kynjanna og heiftarlegt til- fínningauppgjör Qölskyldu og einstaklinga við sjálfa sig og sína nánustu. Hremming (Gotcha) er eftir ungt breskt leikskáld, Barrie Keefe, og er þetta fyrsta verk hans sem sett er upp á íslandi. Verkið lýsir því er ungur ráðvilltur skólastrákur, sem hvergi á höfði sínu að halla í tilfinningalausu og sjálfsánægðu velferðarþjóðfélagi nútímans, held- ur tveimur kennurum sínum og skólastjóra í gíslingu og hótar þeim lífláti ef ekki verður farið að kröfum hans, sem hann sjálfur veit síst hveijar era. Leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson en leikendur Helgi Bjömsson, Har- aldur G. Haraldsson, Inga Hildur Haraldsdóttir og Guðmundur Ólafs- son. Hremming verður framsýnd í október. Sfldin kemur, sfldin fer nefnist söngleikur eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur sem framsýnt verður í bjnjun janúar á næsta ári. Það var framsýnt hjá Leikfélagi Húsa- víkur á liðnum vetri og var einnig sett upp á Seyðisfirði. Söngleikur- inn gerist í íslensku sjávarplássi á sfldaráranum og lýsir með gaman- sömum hætti öllum þeim öfgum, þeirri gleði og þeirri sorg sem allt venjulegt fólk verður fyrir þegar vasar þess fyllast af silfri. Þá tryll- ast menn af gleði og læra þá lexíu að það sem einu sinni kemur, það fer aftur. Valgeir Guðjónsson hefur samið söngtexta og tónlist en leikstjóri er Þórann Sigurðardóttir. Á fjórða tug leikara koma fram í sýninguni. Algjört ragl nefnist fjórða nýja verkið sem Leikfélagið hyggst setja upp á næsta ári og er höfundur þess Bandaríkjamaðurinn Christop- her Durang. Leikrit Durangs hafa notið mikilla vinsælda í Banda- rflq'unum og unnið til fjölda verð- launa þar og víðar. Öll era leikrit Durangs n.k. „svartar kómedíur". Leiksljóri verður Bríet Héðinsdóttir. Fimmta verkið er loks nýtt íslenskt leikrit er kynnt verður síðar.-----------------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.