Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
55
fyrir hendur. Þau prestshjónin voru
bæði framúrskarandi fús til allra
félagsstarfa meðal safnaða sinna,
bæði hvað varðaði kirkjulegt starf,
svo sem kirkjusöng, sem ég tel að
hafi staðið með verulegum blóma í
tíð séra Þorgríms í prestakalli hans.
Það er mér enn í minni, hve
ánægjulegt var að koma á heimili
þeirra hjóna á Staðastað til söngæf-
inga, þar sem þau bæði tóku þátt
í þeim með fúsleika, sem var ómæl-
anlega örvandi fyrir árangur starfs-
ins._
Áslaug starfaði í Kvenfélagi
Staðarsveitar og var lengi í stjóm
þess og um árabil formaður. Studdi
hún starf félagsins eftir bestu getur
eins og allt annað sem henni var
falið að gera. Eftir að þau fluttust
til Reykjavíkur hrakaði heilsu séra
Þorgríms mjög og reyndi þá mikið
á þrek Áslaugar við að annast um
eiginmann sinn í hans veikindum,
enda heilsu hennar einnig tekið að
hnigna.
Þau hjónin fluttust til Akraness
í júnímánuði 1983, til Guðmundar
sonar þeirra og tengdadóttur,
Jónínu Rafnar. Mun sú ráðstöfun
einkum hafa byggst á þvi að þar
mundu þau njóta aðstoðar Guð-
mundar og Jónínu.
Ekki þurfti séra Þorgrímur lengi
að bíða síns skapadægurs. Hann
lést í Sjúkrahúsi Akraness 10. júlí
1983 og var jarðsunginn frá Akra-
neskirkju og jarðsettur í grafreitn-
um í Görðum. Pjölmenntu
sóknarböm hans úr Staðastaðar-
prestakalli til útfararinnar, og
sýndu þar með vinarhug sinn til
þeirra hjóna fyrir öll góðu árin, sem
þeim auðnaðist að vera með þeim
og njóta þjónustu þeirra og leið-
sagnar.
Eftir lát séra Þorgríms bjó Ás-
laug áfram á Akranesi og keypti
íbúð á Vesturgötu 70, sem er í sama
húsi og Guðmundur og Jónína búa.
Naut hún aðstoðar þeirra fram á
síðustu stund. Einnig hefur Ásdís
dóttir hennar búið á Akranesi tvö
sl. ár og veitti hún móður sinni einn-
ig stuðning eftir bestu getu. Það
var mikið áfall fyrir Áslaugu, til
viðbótar við undangengna sjúk-
dómserfíðleika manns hennar og
við þverrandi eigið þrek, að Ragn-
heiður yngsta dóttir hennar veiktist
af alvarlegum sjúkdómi, sem ekki
fékkst bót á og leiddi hana til dauða
í marsmánuði á þessu ári, svo að
segja í blóma lífsins.
Eins og að framan greinir, áttu
þau hjónin Áslaug og Þorgrímur
Qögur böm. Auk þess tóku þau
ungan dreng í fóstur, Heiðar Jóns-
son, sem ólst upp hjá þeim til
fullorðinsára. Bömin em þessi, í
aldursröð: Ásdís, áður kennari í
Ólafsvík, Borgamesi og Staðar-
sveit, húsmóðir á Ölkeldu í Staðar-
sveit og nú á Akranesi. Gjft
Guðbjarti Gíslasyni, bónda á Öl-
keldu, hann er látinn. Þau áttu tvö
böm. Soffía, kennari áður í Ólafs-
vík, nú í Hafnarfírði. Gift Þráni
Þorvaldssyni, múrarameistara. Þau
eiga ijögur böm og eina fósturdótt-
ur. Ragnheiður, kennari í ísaks-
skóla og í Ólafsvík. Nú látin. Gift
Leifí Halldórssyni, skipstjóra. Þau
eiga fjögur böm. Guðmundur,
kennari á Akranesi. Áður skóla-
stjóri við Lýsuhólsskóla, kenndi auk
þess á nokkmm öðmm stöðum.
Kvæntur Jónínu Rafnar, húsmóður.
Þau eiga þrjú böm. Heiðar Jónsson,
fóstursonur, snyrtir. Kvæntur
Bjarkeyju Magnúsdóttur, húsmóð-
ur. Þau eiga þijú böm.
Ég held að það sé varla tilviljun,
að öll böm séra Þorgríms og Ás-
laugar hafa orðið kennarar og þijú
þein-a vom það að fullu lífsstarfí.
Áhrifin frá föður þeirra hafa trú-
lega haft nokkuð að segja um
afstöðu þeirra til starfsins, þar sem
hann stundaði nærri samfellt
kennslu meðfram preststarfínu og
raunar nokkuð áður. Einnig virðist
kennara- og leiðbeiningarstarf hafa
verið kynlægt í ættum þeirra, næg-
ir þar að nefna í föðurætt afa þeirra
Sigurð Þórólfsson, stofnanda og
skólastjóra Hvítárbakkaskólans, og
í móðurætt afa þeirra, Guðmund
Jónsson, kennara á Hvanneyri, og
ömmubróður, Hjört Snorrason,
skólastjóra á Hvanneyri, auk fjöl-
margra annarra ættmenna þeirra,
sem starfað hafa við kennslu.
ils so anis
Ég tel að Áslaug Guðmunds-
dóttir hafí verið mjög vel gerð kona,
traust og hreinlynd, sem lagði allt
í sölumar til þess að eiginmaður
hennar og bömin gætu sem best
notið sín og þá hafí hún verið
ánægðust, þegar hún taldi þeim vel
famast. Ætti þar við, sem skáldið
kveður til móður sinnar:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna,
þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda,
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stefánsson)
Ég tel mig hafa þakkir að gjalda
til Aslaugar og fjölskyldu hennar
fyrir góða vináttu og tryggð við
mig og mína fjölskyldu sem hefur
verið ljós á þeim ferli, sem við áttum
samleið. Ég bið guð að blessa böm-
um hennar, tengdabömum, bama-
bömum og bamabamabömum
minninguna um góða móður og
ömmu. Óðmm ættingjum og vinum
Áslaugar sendi ég samúðarkveðjur.
Kristján Guðbjartsson
í dag er til moldar borin Áslaug
Guðmundsdóttir fymim prestsfrú á
Staðastað (1944—1972) áður á
Grenjaðarstað (1931—1944), ekkja
séra Þorgríms V. Sigurðssonar.
Áslaug fæddist á Feijubakka í
Borgarfírði 25. júlí 1908 og var því
nýorðin 79 ára þegar hún lést hinn
26. ágúst sl. Ekki veit ég náið um
æsku og uppvöxt hennar í Borgar-
fírðinum en þegar hún var sjö ára
keypti faðir hennar jörðina Bóndhól
og ólst hún þar upp. Sjálfsagt hefur
lífsbaráttan verið hörð þar eins og
víðast hvar á íslandi í byijun þessar-
ar aldar, vélvæðing landbúnaðarins
átti enn langt í land og flest öll
verk unnin með berum höndum
ungra sem gamalla.
Að öllum líkindum hafa viðhorf
Áslaugar til lífsins og vinnunnar
mótast af því umhverfi sem hún
ólst upp við, hver og einn lagði af
mörkum eins og hann gat og eng-
inn mátti skorast undan ef hann á
annað borð var vinnufær og ekki
dró Áslaug af sér.
Ung kynntist hún Þorgrími Sig-
urðssyni frá Hvítárbakka, líklega
þegar hann var heimiliskennari í
Amarholti ekki langt frá Bóndhóli
þar sem Þorgrímur las með Snorra
Hjartarsyni skáldi, frænda Áslaug-
ar, til stúdentsprófs. Áslaug og
Þorgrímur gengu í hjónaband árið
1931.
Snemma fór ég undirritaður á
Staðastað til Þorgríms frænda og
Áslaugar, ekki nema 6—7 ára, fyrst
var nú farið mildum höndum um
mig en þegar árin liðu og ég var
farinn að geta tekið til hendinni
eftir að hafa klárað úr grautarpott-
unum hjá Áslaugu, skildist mér
fljótt að ekki var ætlast til að menn
lægju of lengi í koju heldur gengju
til verka. Ég tel mig svo sannarlega
hafa notið góðs af dvöl minni á
Staðastað í umsjá Áslaugar og
Þorgríms og hið mesta happ að
komast í sveit þegar vélvæðingin
var ekki að fullu gengin í garð, því
þá var nóg fyrir krakka að gera;
snúa (með hrífu!), raka saman,
dreifa í hlöðunni, koma súrheyinu
í gryfjumar og troða o.s.frv. o.s.frv.
Minningamar hrannast upp og af
ýmsu er að taka, t.d. þegar ég var
12—14 ára og Gummi frændi og
Baddi heitinn á Ölkeldu, sem síðar
varð eiginmaður Dídu frænku,
skruppu bæjarleið helgi eina, þá
átti ég að vitja um netin niðrí Vatns-
flóa og snúa og taka saman heyin.
Nú átti ég að bera ábyrgð og ekki
neita ég þvi að ég var dálítið mont-
inn þegar heim var komið og Áslaug
hrósaði mér fyrir vænan afla. Án
efa eru þeir fleiri en ég sem hafa
notið góðs af dvöl sinni á Staða-
stað. Ofáir voru þeir skólapiltamir
sem sóttu skóla hjá séra Þorgrími
og þá mæddi mikið á Áslaugu en
skóla hélt Þorgrímur heima á
Staðastað allan búskap þeirra þar.
Því skóli er ekki bara staður þar
sem nemandi lærir það námsefni
sem kennarinn setur fyrir, allra síst
heimavistarskóli, þar verður nem-
andinn að læra að taka tillit til
•go nfigslbnj? nsi}9lgi\raxsfn isdWo ni
annarra, læra að umgangast fólk
og það er ef til vill mikilvægast af
öllu. Við slíkar aðstæður eru störf
húsmóðurinnar og ábyrgð síst minni
en læriföðurins og átti Áslaug hin
bestu samskipti alla tíð við skóla-
piltana. Og ekki má gleyma því að
ættingjar og síðar bamabömin
dvöldust öll sumur á Staðastað.
Eftir 28 ára búskap á Staðastað
fluttu Áslaug og Þorgrímur til
Reykjavíkur og bjuggu þar í 11 ár.
Síðustu ár þeirra í Reykjavík stund-
aði Áslaug eiginmann sinn í erfiðum
veikindum hans og nutu þau góðs
af að hafa hjá sér Þorgrím son
Döddu dóttur þeirra og Þráins en
hann bjó hjá þeim öll sín mennta-
skólaár.
Árið 1983 var ákveðið vegna
veikinda séra Þorgríms að flytja
upp á Akranes til að vera í sam-
býli með Gumma syni þeirra og
Jónínu tengdadóttur. Ekki naut
Þorgrímur þess þó lengi því hann
dó skömmu eftir að þau fluttu þang-
að. En ekki lagði Áslaug árar í
bát, hún stóð fyrir meiriháttar
breytingum á íbúð sinni, lét gera
nýtt eldhús og baðherbergið var
gert upp. Þetta fínnst mér lýsa
Áslaugu vel, aldrei féll henni verk
úr hendi og ekki kom maður að
tómum kofanum hjá henni, alltaf
voru til kökur og kleinur hjá ömmu
Áslaugu, eins og strákarnir mínir
kölluðu hana, og létu þeir aldrei
undir höfuð leggjast að fara niður
til hennar þegar við fórum upp á
Skaga. Síðast var það á afmælis-
degi hennar 25. júli og þá sungu
krakkamir fullum hálsi: Hún á af-
mæli i dag ...
Ekki grunaði okkur þá að hún
ætti svona stutt eftir sem raun bar
vitni, okkur fannst hún enn vera
hress þrátt fyrir veikindin, sem að
öllum líkindum höfðu ágerst eftir
að Ranka, yngsta dóttir hennar,
lést langt fyrir aldur fram í vor.
Áslaug undi sér vel á Akranesi hjá
syni, tengdadóttur og dóttur sinni
Dídu og bömum þeirra.
Nú eru Þorgrímur og Áslaug
horfin úr þessari jarðvist en minn-
ing þeirra lifír í börnum þeirra,
bamabömum og bamabamaböm-
um.
Þorgrímur og Áslaug eignuðust
fimm böm og einn fósturson. Þau
em Ásdís, Soffía, Ragnheiður (dáin
1987), Guðmundur og Heiðar. Ég
og fjölskylda mín þakka fyrir sam-
verustundimar og allt það sem
Áslaug hefur veitt mér og mínum.
Blessuð sé minning Áslaugar
Guðmundsdóttur. Við sendum öll-
um aðstandendum einlægar
samúðarkveðjur.
Sigurður Þ6r Jónsson
í Spámanninum segir: „Þú skalt
ekki hryggjast þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið
þér ljósara í ijarvem hans, eins og
fjallgöngumaðurinn sér fjallið best
af sléttunni." Þrátt fyrir þetta heil-
ræði Spámannsins, býr okkur
þryggð í hjarta, er við kveðjum
Áslaugu frá Staðastað hinstu
kveðju. En okkur er nú ljósara en
áður, hve dýrmætt það hefír verið
að fá að eiga hana að, á stundum
sorgar og gleði. Með okkur lifír
björt minning um höfðinglega konu
með reisn í fasi, styrka lund, hrein-
an svip og fogur augu, sem jafnan
geisluðu af blíðu og kærleika.
Okkur er efst í huga þakklæti
fyrir óbilandi vinarhug hennar í
garð móður okkar, Stefaníu frá
Krossum, en hjá Áslaugu og manni
hennar, séra Þorgrími, átti hún
jafnan traust athvarf og gat sótt
til þeirra huggun og styrk. Við
minnumst með virðingu og þökk
látinna ástvina Áslaugar, sem vom
okkur einnig mjög kærir.
Spámaðurinn segir enn: „Að gefa
af eigum sínum er lítil gjöf. Hin
sanna gjöf er að gefa af sjálfum
sér.“ Við þökkum Aslaugu hennar
sönnu gjafír, sem við fengum óspart
að njóta á erfiðum tímum, ekki síst,
þegar hún gekk Heiðari okkar í
móður stað, og hann fékk að dafna
í skjóli hennar og fjölskyldunnar á
Staðastað, umvafinn ástúð og skiln-
ingi. Veri hún góðum Guði falin,
okkar kæra vinkona, og megi bless-
un hans fylgja fjölskyldu hennar.
Vinafólkið frá Krossum
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
GUÐJÓNS KLEMENZSONAR
læknis,
Flyðrugranda 8,
sem lést 26. ágúst fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4.
sept. kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Margrét Hallgrímsdóttir,
Margrét J. Guðjónsdóttir, Ólafur Marteinsson,
Auðbjörg Guðjónsdóttir, Guðmundur Arnaldsson,
Hallgrímur Guðjónsson, Ragnheiður Haraldsdóttir,
Guðný Védis Guðjónsdóttir, Ólafur Marel Kjartansson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGILEIF MALMBERG,
Smyrlahrauni 56,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. september
kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnan-
Halldór E. Malmberg,
Otto J. Malmberg,
Svend-Aage Malmberg,
Gunnar S. Malmberg,
Inga Dagný Malmberg,
SigriðurO. Maimberg,
Ásta Antonsdóttir,
Helga Ragnarsdóttir,
Halldór Ólafsson
og börn.
t Móðir okkar og tengdamóðir, ■
VALGERÐUR J. ÍVARSDÓTTIR,
Reynihvammi 2, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. sept. kl.
15.00.
Ingveldur Sigurðardóttir, Garðar Jóhannesson,
Guðrún Sigurðardóttir, Ásbjörn Guðmundsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Ásgeir Skúlason,
Kristin Þórðardóttir,
Valgerður Sigurðardóttir, Sigurður í. Sigurðsson, Magnús Björnsson, Guðrún Emilsdóttir, Jóhann Á. Gunnarsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Auður Sigurðardóttir, Bjarni Bjarnason.
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORKELL HALLDÓRSSON
skipstjóri,
Grundartúni 6,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 4. september
kl. 11.30.
Ingibjörg Þorkelsdóttir,
Halldóra Þorkelsdóttir, Olgeir Ingimundarson,
Kristjana Þorkelsdóttir, Kristján Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir færum við öllum sem heiðruðu minningu móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
við andlát hennar og útför. Bestu þakkir til starfsfólks Hrafnistu
í Hafnarfiröi.
Guðrún Guðgeirsdóttir,
Einar Guðgeirsson,
Sigrún Frederiksen,
Ásbjörg Guðgeirsdóttir,
Jón Guðgeirsson,
Eyjólfur Jónsson,
Jónína Einarsdóttir,
Willy Frederiksen,
Guðrún Einarsdóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐMUNDÍNU EINARSDÓTTUR
frá Dynjanda.
Kristín Ólafsdóttir,
Inga Hanna Ólafsdóttir,
Hallgrímur Ólafsson,
Magna Ólafsdóttir,
Samúel Ólafsson,
Kristján Ólafsson,
Kristmundur Bjarnason,
Sigurður Tryggvason,
Guðný Sigurðardóttir,
Margrét Ingimundardóttir,
Fjóla Sigurðardóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
börn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR
Ijósmóður,
Þorvaldsstöðum.
Guð blessi ykkur öll.
Vandamenn.
lenni
íirifir
Bis5 6t
ffsnétí fi