Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
Tóbaksreykingar og
áhættan sem fylgir þeim
eftír Knud Holst
Sagt er að tóbaksreykingar hafí
í för með sér lungnakrabbamein,
hálskrabbamein, einnig hjarta-
sjúkdóma, og getur enginn mælt
á móti því. Þá fylgja reykingum
hjartaslag, kransæðastífla, heila-
blæðing og drep í útlimum.
Ekki er það þó sjálfgefíð, að
menn sem reykja, þurfí að fá þessa
sjúkdóma, en áhættan er mikil.
Það er þess vegna rangt og ósann-
gjarnt að ráðast á Bent Henius,
vegna sjónvarpsútsendingar, þar
sem hann varaði sterklega við tób-
aksreykingum. (Bent Henius kom
fram í þætti í danska sjónvarpinu
„Livet for en smag“ (Lífínu fómað
fyrir reykingar) og varaði sterk-
lega við reykingum. Þáttur hans
var sendur út á ný 18. ágúst sl.)
Ég hef mátt sjá á bak einum
frænda mínum, er dó úr lungna-
krabbameini. Guði sé lof, að hann
leið ekki jafn mikið og margir
gera á síðustu stigum sjúkdóms-
„Sjálfur er ég inngró-
inn pípureykingamað-
ur. Ekki hóf ég þó
reykingar fyrr en ég
var orðinn hálf þritug-
ur, og það var heimsku-
legt af mér að byrja.
Ekki reyki ég ofan í
mig, en þó er engin
trygging fólgin í því.“
ins, sem í raun er ekki sjúkdómur,
heldur niðurbrot á líffærum.
í annan stað þekkti ég aldraða
menn, ágæta menn, er liðu vítis-
kvalir undir lokin. Lungnakrabba-
meinið er í raun og veru
sjúkdómur, sem kæfír fómardýrið
og aðeins slembilukka ræður því,
hversu kvalafullt helstríðið verður.
Sé maður „heppinn", stöðvast
hjartað áður en krabbameinið er
orðið verulega kvalafullt, og sjúkl-
ingurinn losnar við síðustu
mánuðina.
Þetta eru stór orð. En þau em
sönn. Ég hef hér á undan minnst
á drep sem myndast í útlimum
vegna reykinga. Vissulega getur
þetta átt orsakir í röngu fæðuvali
og of lítilli hrejrfingu eftir langan
vinnudag. Tóbakið á hinn bóginn,
sinn þátt í mörgum tilfellum.
Sjálfur lá ég á sjúkrahúsi vegna
nárakviðslits, svo að það var nokk-
uð annað mál, á stofu með
geðugum og vel gefnum gömlum
bónda. Annar fótur hans hafði
verið numinn á brott, vegna
reykinga, að því er talið var. Hann
lifði það af, en ekki er það allra
hlutskipti.
Aflimun er alvarleg aðgerð,
einkum á öldruðu fólki. Það má
ekki tala um, að verið sé að efla
hræðsluáróður með því að vekja
athygli á þessu. Það er hættulegt
að reykja ofan í sig, og á það við
um allar reykingar. Það eru ekki
Knud Holst
aðeins vindlareykingamenn, sem
fá dijúgt magn af tjöru niður í
lungun.
Af þeim þremur sem ég hefí
nefnt, var einn eingöngu smá-
vindla- og vindlareykingamaður,
auk þess sem hann reykti pípu
stöku sinnum. Þetta var frændi
minn. Annar reykti eingöngu pípu.
Sá þriðji, sem mestar þjáningar
Lambakjötið er Ijúffengur matur. Það er á mjög góðu verði
í KRON verslunum núna. Úrval af lambakjöti í allskonar rétti.
Frampartar Marinerað kjöt
Læri Úrbeinað kjöt
Lærissneiðar London lamb
Hryggur Hangikjöt
Kótilettur Saltkjöt
Svið
kkn
Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt.
v/Norðurfell v/Stakkahlið Stórmarkaður,
v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi
v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd.
leið áður en hann dó (þeir dóu
allir úr því sama: lungnakrabba-
meini) var stórreykingamaður og
reykti eingöngu vindla. Það gerði
hann jafnvel eftir að annað lungað
hafði verið ijarlægt og hann feng-
ið margar aðvaranir. En hann
sagði: „Ég get ekki hætt núna.
Það er of seint. Ég er tekinn og
nálgast áttrætt." En hann hefði
vart þurft að líða þennan kvala-
fulla dauðdaga, hefði hann ekki
verið stórreykingamaður. Þessi
sjúkdómur er í lokin svo kvalafull-
ur, að engin orð fá því lýst. Jafnvel
morfínið fær lítt linað þjáningam-
ar. Hann orgaði af kvölum allt til
loka.
Sjálfur er ég inngróinn pípu-
reykingamaður. Ekki hóf ég þó
reykingar fyrr en ég var orðinn
hálf þrítugur, og það var heimsku-
legt af mér að byija. Ekki reyki
ég ofan í mig, en þó er engin
trygging fólgin í því.
Eg hætti reykingum í tvö ár,
og mér leið langtum betur meðan
það ástand varaði. En ég byijaði
á ný, vegna þess hversu tauga-
slappur ég var. Þá hafði ég fargað
öllum mínum mörgu ágætu pípum,
víst um hundrað að tölu.
Ég nýt þess að sjálfsögðu að
reykja, en ég er alveg viss um,
að ég býð hættunum heim með
þessu háttalagi. Hræsni væri að
halda öðru fram. Fólk verður háð
tóbakinu, og mér líður enn vel í
félagsskap þess. En ég fínn eigi
að síður vel, að ég sinni líkams-
rækt minna vegna þess ama.
Nikotínið vegur að visu þungt þeg-
ar um er að ræða skaða sem
tóbakið veldur, en ennþá meira
tjón mun þó kolsýran vinna. Hún
gengur í samband við blóðið.
A ég að reyna að hætta reyking-
um enn á ný? Já, ef ég get. Eg
hef það bak við eyrað.
Amerískar rannsóknir sýna, að
jafnvel mikil minnkun reykinga,
eins og til dæmis úr 30 til 40 síg-
arettum á dag nður í 10 til 5
stykki, leysir ekki vandann.
Aðeins ein leið er til og hún er
erfið: Að hætta;
Erfíðleikamir iiggja í þvf, að
líkami mannsins hefur vanist eit-
uijafnvæginu. Víst örvar þetta
eitur. Það veit ég vel. En hættan
liggur í leyni.
Læknir einn sagði fyrir stuttu:
„Þessu má líkja við eiturlyfín
(narkotika). Tóbakið er vana-
myndandi eins og eiturlyf og
alkóhól. Það er sem sagt undir
heppni komið, hvemig maður fer
út úr þessu. Og aðeins maður sjálf-
ur er ábyrgur.
Ég hef mætur á góðu tóbaki,
einnig vegna bragðsins, og við og
við fæ ég mér góðan vindil. Það
er líka lífsnautn. En ég spila í
happdrættinu og ég verð að gera
mér það ljóst.
Þess vegna er ekki rétt að ráð-
ast á menn eins og Bent Henius.
Hann vill vel. Ekki málar hann
skrattann á vegginn í ótíma. Hann
er á hinn bóginn ósmeykur að
sýna fram á, að við reykingamenn
emm í sérstakri hættu. Það er
alveg rétt hjá honum.
Þessi umfjöllun ætti á hinn bóg-
inn að leiða til þess, að við reyking-
armenn ættum að læra að taka
tillit til þeirra, sem anda að sér
reyknum frá okkur. Viljum við
reykja áfram, verðum við að gera
það á afmörkuðum svæðum. Og
við eigum að fá að gera það. A
eigin ábyrgð.
Eftirmáli þýðandans:
Ekki er það aðeins hér á landi,
sem barátta gegn reykingum er
háð. Jafnvel Danir, sem flest vilja
gefa ftjálst, hafa hafíð baráttu gegn
þessum afleita sið, sem árlega legg-
ur flölda manns í gröfina langt fyrir
aldur fram. Reykingamenn eiga
ekki að hafa meiri rétt en þeir sem
ekki reykja, það er lóðið!
(Þýrtt úr B.T.)
Auðunn Bragi Sveinsson
Höfundur er ritböfundur.