Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 67^ KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI OLYMPIULEIKANNA Sætursigur ÞAÐ voru ánœgðir en fáir — allt of fáir — áhorfendur sem yfir- gáfu Laugardalsvöllinn f gærkvöldi eftir aö íslenska ólympíuliðið hafði lagt það austur-þýska að velli með tveimur mörkum gegn engu í bráðskemmtilegum og vel leiknum leik. íslensku áhuga- mennirnir, og Guðmundur T orfason, láku allir af mikilli tilfinningu og gáfu sig alla f leikinn. Frækilegur sigur var uppskeran af 90 mfnútna þrotlausri baráttu liðsheildarinnarog áhorfendurfóru ánægðir heim af góðri skemmtun. Fyrstu mínútumar fóru í að finna sig á vellinum, eða í þreyfingar eins og sagt er um stjómmálamenn. Það var greinilegt strax að hafa þurfti SkúliUnnar góðar gætur á þeim Sveinsson þýsku, sérstaklega skrifar vonl kantmennimir fljótir hjá þeim en íslenska vömin, sem var vel studd af miðjumönnunum og framheijun- um ef því var að skipta, lét hina fljótu Þjóðvetja ekki slá sig út af laginu og reyndar hafði enginn neitt að gera í Guðna Bergsson sem virð- ist alltaf geta hlaupið aðeins hraðar en næsti maður. Á 33. mínútu dró heldur betur til tíðinda. Þjóðveijar komust í dauða- færi en Friðrik varði meistaralega og boltinn barst út til Guðmundar Torfasonar. Hann gaf á Halldór sem síðan gaf á Guðmund Steinsson á markteig en hann var aðeins of steinn og vamarmanni tókst að bjarga í hom. „Ekkl hendl" Undir lok fyrri hálfleiksins fengu strákamir tvö góð færi en inn vildi boltinn ekki fyrr en Guðmundur Torfason renndi honum á réttan stað. Guðni tók aukaspymu út á miðjum velli, Guðmundur Steinsson framlengdi inn í teiginn með höfð- inu og þar var nafni hans Torfason og renndi í netið af stuttu færi. Þjóðveijar töldu að boltinn hefði farið í hönd Guðmundar en dómar- inn dæmdi mark. „Ég kom ekki við boltann með hendinni. Gummi Steins skallaði inn fyrir og ég tók hann nokkmm sinnum á lærið, svona eins og í knattþraut KSÍ, og renndi honum inn,“ sagði Guð- mundur brosandi eftir leikinn. Skömmu síðar komst Halldór einn í gegn en markvörður Þjóvðeija varði mjög vel. íslenska liðið lék mjög vel um þetta leyti og það var greinilegt að sjálfstraustið var í góðu lagi hjá leikmönnum. Fljótlega þjmgdist þó sókn þýskra og íslenska liðið bakkaði óþarflega mikið um tíma. ísland - A-Þýskaland 2 : 0 Laugardalsvöllur, forkeppni Ólympíu- leikanna í knattspymu, miðvikudaginn 2 september 1987. Mörk íslands: Guðmundur Torfason I (51.) og Ólafur Þórðarson (79.) Gult spjald: Damian Halata (78.) og Frank Pastor (90.) Dómari: Howard King frá Wales og dæmdi hann vel. Áhorfcndur: 1321. Lið fslands: Friðrik Friðriksson, Þor- steinn Þorsteinsson, Guðni Bergsson, Viðar Þorkelsson, Ólafur Þórðarson, Ingvar Guðmundsson, Haildór Áskeis- son, Pétur Amþórsson, Heimir Guðmundsson, Guðmundur Steinsson, (Sveinbjöm Hákonarson vm. á 76. mln.), Guðmundur Torfason. Lið A-Þýskalands: Weissflog, Pesch- ke, Schlössel, Schulz, Halata, Mothes Bredow, Steinmann, (Wittke vm. á 74. mtn.), Pastor, Doll, (Richter vm. & 62. mfn.), Wiickel. „Hittl hann rosalega vel“ Tvívegis varð Friðrik að sýna hvers hann er megnugur, varði meistara- lega skot af stuttu færi og við náðum aftur undirtökunum. Guð- mundur Torfason skaut í hliðametið úr aukaspymu og síðan kom seinna markið. Pétur gaf fyrir, Guðmundur Torfa- son lagði út á Ólaf, rétt utan vítateigs, sem skaut úr kyrrstöðu og knötturinn söng í netinu. Stórglæsieigt mark. „Ég hitti bolt- ann rosalega vel, ég hef ekki hitt hann svona vel í sumar - jú ann- ars, einu sinni gegn KA,“ sagði Ólafur eftir leikinn. Þjóðveijar sóttu það sem eftir var leiksins, en meira af kappi en for- sjá og átti íslenska liðið ekki í erfiðleikum með að veijast þeim. Allirgóðlr Það léku allir fslensku leikmennim- ir hreint ljómandi vel, en Guðmund- ur Torfason og Friðrik Friðriksson voru þó bestir. Guðmundur eins og kóngur, vann alla skallabolta og hélt boltanum vel. Friðrik varði eins og hann gerir best og var auk þess mjög ömggur í öllu sem hann gerði. í vöminni voru Viðar, Guðni og Þorsteinn og léku þeir allir vel. Guðni var þó sterkastur og batt vömina vel saman. Það er þægileg tilfinning að sitja í stúkunni þegar Guðni er aftastur því hann virkar svo öruggur að menn fá það á til- fínninguna að það sé aldrei hætta á ferð. Á miðjunni voru vinnuhestamir og baráttujaxlamir Ólafur og Pétur. Halldór vann einnig vel og spilaði mikið fyrir liðið. Ingar gætti stöðu sinnar vel og því máttu hinir leika fijálsar fyrir vikið. Heimir byijaði frekar illa en óx með hverri mínútu. Naftiamir Guðmundur Torfason og _ Morgunblaðið/Júlíus Isinn brotinn! Guðmundur Torfason skorar hér fyrra mark íslands í leiknum í gær gegn A-Þjóðveijum og braut þar með ísinn. Guðmundur lék stórvel og það má mik- ið vera ef hann verður ekki í hópnum næsta miðvikudag þegar A-landsliðið mætir Norðmönnum. Leikurinn í gær var mikil og góð skemmtun. Allir leik- menn liðsins börðust vel og gáfu sig alla f leikinn. Steinsson léku einnig vel og Svein- bjöm var frískur þegar hann kom inná. Allir börðust af krafti í 90 mínútur og það var reglulega gaman að vara áhorfandi. Til hamingju strák- ar og takk fyrir skemmtunina. Los Angeles Lakera Litir: Hvítt/svart smrvowíRSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á HORNIKIAPPARST/GS 0G GRETTISGÖTU s:iimr Hvítt/blátt Heildsölubirgðir Hvítt/rautt sími 10330 Verð kr. 5.910,- póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.