Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Pólýf ónkórínn: Fjölbreytt vetrarstarf á 30 ára afmæli í NÆSTA mánuði eru 30 ár liðin frá því Ingólfur Guðbrands- son hóaði saman nokkrum tónlistarnemendum sínum til fyrstu æfingar í Pólýfónkómum. Af því spratt kór, sem hefur bo- rið orðstýr ísiands viða og umfangsmesta kórstarf í landinu til þessa, þegar litið er á fjölda og fjölbreytni viðfangsefna, sem spanna sögu kórtónlistar frá 1500 til nútímans. Hafinn er undirbúningur að afmælisriti kórsins. Þar sem við- fangsefni hans eru rakin á hljómleikum innan lands og utan og m.a. birt skrá með nöfnum allra söngfélaga frá upphafí. Um 50 einsöngvarar hafa komið fram með kómum á þessum starfsferli, innlendir og erlendir. Nokkrir af þekktustu einsöngvurum Islend- inga í dag eru komnir úr röðum Pólýfónkórsins og hófu þar söng- feil sinn. Undanfama 2 áratugi hefur kórinn átt gott samstarf við fjölda hljóðfæraleikara,_ einkum úr Sin- fóníuhljómsveit ísl. og í nokkur skipti haldið hljómleika í nafni S.í. t.d. á 300 ára afmæli J.S. Bachs og nú síðast í des. 1986 þegar Messías eftir G.F.Haendel var fluttur í nývígðri Hallgríms- kirkju. Fyrirhuguð er aðild S.í. að 30 ára afmælishlómleikum kórsins. Allt frá upphafí hefur sérstök áhersla verið lögð á raddþjálfun og stíl í flutningi Pólýfónkórsins. Hefur það reynst mörgum gott veganesti í frekara námi. Kórinn hefur gengist fyrir námskeiðum í raddbeitingu og fengið til_ hina hæfustu þjálfara, þ.á.m. frá Ítalíu. Kórstarf afmælisársins hefst ein- mitt með slíku námskeiði hinn 25. þ.m. Hinn þekkti söngvari og kór- stjóri frá ópemnni í Torinó á Ítalíu, Mauro Trombetta, kemur nú í annað sinn til landsins til að leiðbeina Pólýfónkómum, en af leiðsögn hans fór hið besta orð í fyrra. í meira en áratug hefur Pólý- fónkórinn rekið kórskóla fyrir áhugafólk um söng og undirstöðu- atriði tónlistar. Slík námskeið Pólýfónkórinn syngur íslenska þjóðsönginn fyrir Jóhannes Pál páfa í Vatikaninu í júlí 1985. hafa staðið í 10 vikur og skilað ótrúlegum árangri. Hafín er inn- ritun á slíkt námskeið, sem hefst í byijun október og verður kennt eitt kvöld í viku. Segja má að afmæli Pólýfón- kórsins standi frá hausti til vors. A dagskrá haustmánaða er útgáfa afmælisritsins og valinnar hljóm- plötu með söng kórsins. Valdir kaflar úr „Messíasi" Haendels verða á hátíðarhljómleikum 12. des. þ.á.m. allur jólaþátturinn. Aðrir afmælistónleikar verða í Hásklabíói 9. apríl 1988 en þá eru rétt 30 ár liðin frá því að Pólýfón- kórinn kom fyrst fram undir nafni á sjálfstæðum tónleikum, sem haldnir vom í Laugameskirkju. Þetta verða hátíðartónleikar með blandaðri efnisskrá af völdum verkum fyrir kór einsöngvara og hljómsveit. Efnisskrá kórsins er tiitölulega stutt en glæsileg með tilliti til þess að ná þátttöku sem allra flestra kórfélaga, sem ekki þurfa að fóma of löngum tíma til æfínga. Á fyrrihluta efnisskrár er fyrirhugað að flytja eitt feg- ursta verk J.S. Bachs, Magnifícat, en í síðari hluta kórar og aríur úr ópemm og að síðustu lokakór- inn úr hinu geysivinsæla verki Carls Orff, Carmina Burana. Nú heitir Pólýfónkórinn á lið- sinni allra góðra afla til að manna kórinn til veglegs afmælishalds. Eldri kórfélagar og nýir umsæk- endur em beðnir að gefa sig fram í síma 72797 (Kristján), 656799 (Ólöf), 35052(Auður), 26525/ 84610 (Ingólfur). Tekið er við nýjum kórfélögum í allar raddir. Tónlistarkunnátta er æskileg en ekki skilyrði, ef umsækjendur taka þátt í söngn- ámskeiði og em með frá byijun. (Fréttatilkynning). Hjálparstofnun kirkjunnar: Hátt í 50 tonn af fatnaði söfnuðust „SÖFNUNIN gekk mjög vel, mim betur en ég bjóst við í upphafi, og munu hafa safnast á milli 40 og 50 tonn af fatn- aði,“ sagði Sigriður Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar í samtali við Morgunblaðið, en söfnunin fór fram dagana 27. 28. og 29. ágúst. sl. Tekið var á móti fatnaðinum í kirkjum landsins og nú vinna sjálfboðaliðar að því í Breiðholts- kirkju að ganga frá fatnaðinum og koma honum í gáma, sem fara munu til Suður-Afríku. Fatnaðin- um verður dreift á meðal flótta- fólks frá Mósambik. Sigríður sagði að þó nokkrir fjármunir hefðu einnig safnast og væru þeir ætlaðir í flutnings- kostnað, sem næmi um 700.000 krónum. Hún sagði að vænta mætti að fatnaðurinn kæmist á áfangastað í lok mánaðarins. „Nokkur hörgull var á sjálfboða- liðum í byijun vikunnar, en bæði safnaðimir og æskulýðsfélögin hafa verið að hjálpa til við frá- gang.“ Sigríður sagði að næsta verk- efni Hjálparstofnunarinnar væri hin hefðbundna jólasöfnun auk þess sem seld yrðu svokölluð frið- arkerti fyrir jólin. Ólafur Jónsson. Borgarráð: Olafur Jónsson ráðínn upplýs- ingafulltrúi BORGARRÁÐ hefur samþykkt með öllum atkvæðum að ráða Ólaf Jónsson upplýsingafulltrúa Revkjavíkurborgar. Olafur er 33ja ára gamall og hefur um nokkura ára skeið gengt starfí forstöðumanns Tónabæjar, félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborg- ar. Fjalls- tindarmeð hvítar hettur Borg1 í Miklaholtshreppi. í FYRRADAG var hér norðaustan rigningarspýja og veruleg úrkoma og mun kaldara en undanfama daga. Þetta minnir á að nú sé haustið að nálgast. Okkur bregður óneitan- lega við eftir blíðviðri sumarsins. í gærmorgun voru Elliðatindar, Rauða- kúla, Ljósuflöll, Kattareyra og Skyrtunna með hvítar hettur. Mikil beijaspretta er hér allstaðar, og hafa berin verið mikið nýtt til matar, enda enginn matur betri en ber og ijómi. - Páll. Norræna háskólamannaráðið: Erindi um gildi menntunar og fjall- að um launamál SAA: ÁRSFUNDUR Norræna há- skólamannaráðsins verður haldinn í dag, 3. setptember og á morgun á Hótel Sögu. Norr- æna háskólamannaráðið er samstarfsvettvangur banda- laga háskólamanna á Norðurl- öndum. urstöðum hagfræðinganefndar NAR úr samanburði á kjörum háskólamanna í hinum einstöku löndum og samanburður á kjörum háskólamanna og annarra stétta. Að loknum framsöguerindum verða stutt innlegg um áhrif skatta og námskostnaðar á launa- samanburð. 100.000 pennar. seldust um helgína Skipulag fór úrskeiðis í Reykjavík Auk hefðbundinna ársfundar- starfa verða á fundinum rædd mál er varða háskólamenn sérs- taklega. Haraldur Ólafsson, lektor mun flytja erindi um gildi mennt- unar og ijallað verður um launa- samanburð. Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur BHMR, mun hafa aðalframsögu um það mál þar sem hann mun meðal annars gera grein fyrir nið- Lagðar verða fram skýrslur ráðsins og hinna einstöku banda- laga fyrir síðasta ár ásamt skýrslum starfsnefnda ráðsins. Gengið verður frá starfsáætlun fyrir næsta ár og kjörinn formað- ur fyrir næsta starfsár. Núverandi formaður ráðsins er Grétar Ólafs- son læknir, formaður BHM. (Úr frettatilkynningu) „MÓTTÖKUR fólks voru mjög góðar og við áætlum að hafa selt um 100.000 penna um helg- ina. Það er þó ekki eins mikið og við ætluðum okkur. Sölu- skipulagið fór úr skorðum í Reykjavík og ekki tókst að koma pennum til allra þeirra sem vildu styrkja okkur," sagði Pétur Ma- ack, framkvæmdastjóri SÁÁ i samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður hvernig sölu- herferð helgarinnar hefði gengið. „Við eigum ennþá eftir óselda um 100.000 penna þar sem við ætluðum okkur að selja allt að 200.000 penna um helgina. Það er ekki alveg ljóst hvemig við snúum okkur í þeim efnum þar sem við erum bundnir ákveðnum leyfum frá dómsmálaráðuneytinu. Ég býst þó við að við munum bæði skipuleggja okkur betur í Reykjavík og bjóða fyrirtækjum penna til sölu. Endar náðust þó saman og vel það. Það er því glatt í okkur hljóð- ið og við emm mjög þakklát þeim sem studdu okkur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.