Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 41 Tónleikar í sal Tónlistarskólans HÁVARÐIJR Tryggvason og Brynja Guttormsdóttir halda á morgun tónleika í sal Tónlistar- skólans á Akureyri. Á efnis- skránni eru verk eftir Kousse- vitzky, Bottesini, Zbar, Massenet, Fauré og Popper. Hávarður er fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann er nú við fram- haldsnám við Conservatoire Nati- onale Superieur de Musique de Paris en hefur áður numið við Ecole Normalede Musique de Paris og í Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Hann leikur á kontrabassa. Brynja leikur á píanó. Hún er fædd í Reykjavík árið 1947 og lauk píanókennaraprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1969, nam við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi á árunum 1970 til 1973 og hjá prófessor Gunnari Hallhagen 1976 til 1978. Brynja hefur stundað kennslu um árabil, lengst af hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30. Friðrik Ágústsson við vélasamstæðuna. Morgunblaflifl/Gylfi Prentar límmiða í öllum stærðum Snorrahús rifið Morgunblaðið/Gylfi SNORRAHÚS á horni Strandgötu og Norðurgötu er eitt af þeim húsum sem lengi setti svip á Akureyri. Það var reist árið 1897 af Snorra Jónssyni, sem lengi var bæjarfulltrúi og lést árið 1918. Síðan hefur það skipt nokkrum sinnum um eigendur en ekki verið haldið við sem skyldi og nú verður það að víkja fyrir nýju húsi. Iðnaðardeild Sambandsins: MIÐAR og plast nefnist nýjasta iðnfyrirtæki Akyreyrar. Eigandi þess er Friðrik Agústsson prent- ari og segir hann að hjá fyrirtæk- inu verði hægt að fá prentaða límmiða í öllum stærðum og allt að þremur litum. Miðar og plast er til húsa í Heiðalundi 7a. „Þetta er rétt að fara af stað núna,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið, vélamar komu í tveimur hlutum frá Vestur-Þýska- landi og Sviss, hluti þeirra er nýr og afgangurinn lítið notaður og nú er ég að prófa mig áfram. Miðað við undirtektimar get ég verið bjartsýnn á framtíðina. Það hafa þegar margir haft samband við mig þótt ég hafi nær ekkert auglýst. Markaðurinn fyrir svona miða fer líka sífellt vaxandi." Valdimar Gunnarsson kennslustjóri. Morgunblaðið/Gylfí Stundatöflurnar unnar á tölvu UNDIRBÚNINGUR fyrir næsta skóiaár er nú langt kominn um land aUt, enda skólar vfðast að byija. Einn þáttur undirbúnings- ins hefur verið með nýju sniði á Akureyri, en það er stundatöflu- gerð. Menntaskólinn á Akureyri hefur nú keypt forrit frá Noregi sem nota á við stundatöflugerð við skólann og f ár á auk þess að reyna það við gagnfræðaskól- ann og verkmenntaskólann. Að sögn Valdimars Gunnarsson- ar kennslustjóra, en hann og Gunnar Frímannsson konrektor hafa unnið með forritið, hafði MA skipt við höfund forritsins í nokkur ár, sent honum öll gögn til Noregs og fengið uppkast að stundatöflum til baka^^i í ár vari töflúmará Íslandí.-; í samningnum sem við gerðum að við mættum gera eina töflu í til- raunaskyni fyrir hvem skóla sem vildi kynnast þessu og við höfum því unnið að stundatöflum fyrir gagnfræðaskólann og verkmennta- skólann. Forritið hentar reyndar best fyrir skóla með bekkjarkerfi en við höfum prófað okkur áfram með verkmenntaskólann. Enn hafa ekki fleiri skólar óskað eftir að fá að nota forritið enda höfum við lítið gert af því að kynna það. Forritið gefur okkur ýmsa mögu- leika, við getum ákveðið hvað á að hafa forgang við stundatöflugerð- ina og okkur hefur tekist að láta bekkina hafa samfellda stundaskrá, sem er talsvert verk, því kennslu- stundjr yerða áároiili.700 pg.800 á Námskeið fyrir starfs- menn að hefjast NÁMSKEIÐ fyrir starfsmenn í fata- og vefjariðnaði hefjast hjá iðnaðardeild Sambandsins í næstu viku. Námskeiðin eru liður i samkomulagi aðila vinnumark- aðarins um að starfsfólki verði gert kleift að verða sér úti um starfmenntun og njóta hennar síðan í launum. Sambærileg námskeið hafa þeg- ar verið haldin víða fyrir starfsfólk í fískiðnaði. Starfsmenntunin hjá iðnaðar- deildinni er tvískipt, annars vegar bókleg og hins vegar verkleg. Byij- að verður á bóklega náminu, sem verður fólgið í níu þriggja klukku- stunda fyrirlestrum. Þeir sem sitja alla fyrirlestrana fá skjal til merkis um það og 1800 krónu launahækk- un á mánuði, vísitölutiyggða. Þessi launahækkun á að fylgja þeim þótt þeir flytji sig á milli fyrirtækja í sömu iðngrein. Meðal þess sem fjallað verður um á námskeiðinu má nefna sam- vinnu og samskipti á vinnustað, beitingu líkamans og vinnutækni, hagræðingu og skipulag, vöruvönd- un, öryggi á vinnustað og launa- kerfí. Námsefnið er skipulagt af Fræðslumiðstöð iðnaðarins og tekið saman af aðilum tengdum veij'ar- iðnaðinum og fleiri atvinnugreinum í Reykjavík og á Akureyri. Skipu- lagningu námskeiðanna á Norður- landi annast rekstrarráðgjafar hjá Ara hf. Slysið við Ráð- hústorg; Unnið að rannsókn málsins SLYSIÐ sem varð við Ráðhústorg á laugardaginn, er ungur maður sem var að sýna bjargsig féll nið- ur er kaðall hans slitnaði, er enn í rannsókn. Iðntæknistofnun hefur nú fengið kaðalinn sem slitnaði til athugunar og ei^ niðurstöður þei(rrarath)jigun- •kr Vsmtönlegar'idagf1'*1 Morgunblaðið/svpáll Akureyrarafmælið Gjafir sýndar á Amtsbókasafni I TILEFNI af 125 ára afmæli stjóm Húsavíkur, en Sigurður Akureyrar bárust bænum og Hallmarsson hefúr málað það, og bæjarbúum fjölmargar gjafir hitt frá borgarstjóm Reykjavíkur, og heillaóskir. en höfundur þess er Kristín Jóns- Meðal þessara gjafa má nefna dóttir. litskrúðugan rósakvartsstein úr Þessar gjafír eru nú til sýnis á Dyrfjöllum með áföstum silfur- lestrarsal Amtsbókasafnsins á skildi, en hann er gjöf hrepps- Akureyri og verða það næstu félaganna við Eyjafjörð, tvö daga á venjulegum opnunartíma piíumálvejrk, aimað frá bæm-- þess. < >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.