Morgunblaðið - 03.09.1987, Side 37

Morgunblaðið - 03.09.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 37 9.9. STJÚRNUN STARFSMANNAFRÆÐSLU INNRITUN TIL SIMI: 621066 17.9. SÖLUTÆKNI INNRfTUN TIL 15. SEPT. SIMI: 621066 VEITIR FÆRN! í SÖLU OG SAMN- INGAGERÐ ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á MANNLEG SAMSKIPTI. EFNI: • Islenskur markaður • Uppbygging og mótun sölustefnu • Skipulagning söluaðgerða • Val á markhópum • Símsala • Starfsaðferðir sölufólks • Samskipti og framkoma • Mótbárur og meðferð þeirra • Söluhræðsla • Markaðsrannsóknir og áætlanagerð. LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TlMI OG STAÐUR: 17.-18. sept. að Ánanaustum 15 kl. 8:30-17:30. Stjómunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Jónas Ingimundarson píanóleikari og Kristinn Sigmundsson söngv- ari verða með tónleika í Mývatnssveit og á Húsavík um næstu helgi. Harmonikusveitin sem koma mun fram á harmonikuhátið í Grieg- höllinni f Bergen. Á efnisskránni eru íslensk lög, svo sem Hamraborgin eftir Sigvalda Kaldalóns, í fjarlægð eftir Karl Ó. Runólfsson, Gamansöngvamir eftir Atla H. Sveinsson og Lagaflokkur- inn Of Love and Death eftir Jón Þórarinsson. Einnig verða lög eftir Beethoven, Schumann og Schubert, svo og ítölsk lög og söngvar úr amerískum söngleikjum. Tónleikamir á Húsavík verða í Húsavíkurkirkju sunnudagskvöldið 6. september og hefjast kl. 21.00. Þar munu þeir flytja mörg fslensku laganna svo og ítölsku lögin og söngvana úr amerísku söngleikjun- um, en að auki takast þeir á við f fyrsta sinni lagaflokkinn Ástir skáldsins (Dichterliebe) eftir Robert Schumann. 0 Islenskir harmonikuleikarar til Noregs: Harmonikusveit leikur á hátíð í Grieghöllinni Kemur fram á skemmtifundi FHU í Templara- höllinni FÉLAG harmonikuunnenda hef- ur fengið boð um að senda sveit harmonikuleikara til þátttöku f harmonikuhátíð sem haldin er f Grieghöllinni f Bergen í október- mánuði ár hvert. Þetta verður í fyrsta skipti sem íslendingar eru meðal þátttakenda. Auk harmonikusveitarinnar munu koma fram í Grieghöllinni þrír einleikarar, þeir Bragi Hlíðberg, Gunnar K. Guðmundsson og Jakob Ingvason. Harmoniku- sveitin og einleikaramir munu leika ásamt ýmsum öðrum á skemmti- fundi Félags harmonikuunnenda sem verður í Templarahöllinni við Eiríksgötu næstkomandi sunnudag, 6. september, klukkan 15 en þá heíjast skemmtifundir félagsins að nýju eftir sumarhlé. Fundurinn er öllum opinn og munu eiginkonur félagsmanna bera gestum veiting- ar. Landssamband framsóknarkvenna: Rætt um stöðu kvenna inn- an Framsóknarf lokksins ÞRIÐJA landsþing Landssam- bands framsóknarkvenna verður haldið að Varmahlíð f Skagafirði dagana 5.-6. september nk. Á þinginu verður rætt um starf og stefnu LFK og stöðu kvenna inn- an Framsóknarflokksins. Auk þess verður ályktað um framboðs- og flokksmál, hollustu- stefnu og forvamir, launajafnrétti, byggðamál, atvinnu- og ferðamál og umhverfismál. Á þinginu verða varaformaður Sentekvinneme í Svíþjóð og form- aður Sentekvinneme í Noregi og munu þær segja frá starfí og ár- angri miðflokkskvenna á Norður- löndum. Kristinn og Jónas með tónleika í Mývatnssveit og á Húsavík KRISTINN Sigmundsson söngv- arí og Jónas Ingimundarson píanóleikarí halda tónleika f Mývatnssveit og á Húsavfk um næstu helgi. Tónleikamir í Mývatnssveit verða í Skjólbrekku laugardaginn 5. september og hefjast kl. 16.00. LEIÐBEINANDI: Randall Fleckenstein M.A. Ed.s. TlMI OG STAÐUR: 9.-10. september að Ánanaustum 15 kl. 8:30-12:30 STARFSMANNAFRÆÐSLA ER EINN MIKILVÆGASTI ÞÁTTUR REKSTRAR- INS OG ÞARF AÐ SKILA HÁMARKS ÁRANGRI EKKI SÍÐUR EN AÐRIR. Þess vegna þarf hún að lúta öruggri stjórn. Aðferðina lærirðu hér. ikvöld jíq.21 Hausttískan '87 * * * HVERAGERÐI Tískusýning frá Spútnik Laugavegi 66, simi 25980.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.