Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 62

Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Gl9M Unlv«rui Pre»« Syndtcat* þú getur kornist cé> i ba&herberginu nónaí' Þetta er tnamma! HÖGNI HREKKVÍSI ,/OF þUWGT... EINHVER. I/ERBOR AÐ FARft AF." Lífeyrissjóður verzlimarmaiiiia -Fyrirspurn svarað Ágæti Velvakandi. Fyrir helgi varpar Eggert E. Laxdal fram þeirri spumingu hveij- ir komi til með að njóta spamaðar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hlutverk Lífeyrissjóðs verzlunar- manna er að tryggja sjóðfélaga sína og fjölskyldur þeirra gegn áfollum af völdum dauða (með maka- og bamalífeyri) og af völdum örorku (með örorkulífeyri) og þegar sjóð- félaginn hefur náð 65 til 75 ára aldri, fær hann greiddan ellilífeyri. Flokka má lífeyrisgreiðslur í tvennt, söfnunarlífeyri (þ.e. ellilíf- eyri) og áhættulífeyri (örorku-, maka- og bamalífeyri). Söfnunarlíf- eyrir heitir svo, vegna þess að sjóðfélaginn er að safna réttindum til þess tíma að taka lífeyris hefst á meðan áhættulífeyrir er lífeyrir, sem fellur til við ófýrirsjáanleg at- vik, dauða eða örorku. Áhættulíf- eyrir er ekki aðeins veittur fyrir þau ár, sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins heldur eru einnig tekin með í reikninginn ókomin ár, svokallaður framreikningur. Þó er bamalífeyrir óháður greiðslum til sjóðsins. Lífeyrir er veittur án skilyrða um að sjóðfélagi hafi greitt til sjóðsins í ákveðinn fjölda ára. Þó er bama- lífeyrir háður því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sé síðasti sjóður- inn, sem hinn látni hafí greitt til. Allar lífeyrisgreiðslur samkvæmt reglugerð Lífeyrissjóðs verzlunar- manna em fullverðtryggðar. Ég vona að framangreind lýsing á hlutverki lífeyrissjóðsins megi verða lesendum dálksins til einhvers gagns. Þorgeir Eyjólfsson, Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Yíkverji skrifar Víkveiji las lesendabréf í DV á dögunum um svokallaða 68- kynslóð, „eymingjaárganginn", sem sumir nefna svo. Bréfritari setur fram þá kenningu að 68-kynslóðin hafi verið ofdekruð. Hún hafi feng- ið allt á silfurfati: uppeldi, fæði, klæði, menntun, skemmtun og betri aðbúð í hvívetna en nokkur önnur íslenzk kynslóð á undan henni. Kynslóðin hafi bókstaflega verið hönnuð til kröfugerðar - á hendur öllum öðrum en sjálfri sér. Hún hafi síðan ílenzt í opinberum stofn- unum, að því marki sem hún sé vinnandi, og haldi þar áfram síbylju kröfugerðar á hendur ríkinu, sam- félaginu og skattborgurum. Hér er að sjálfsögðu ofsagt, en sjaldan er reykur nema að eldur sé undir. xxx Mannréttindi er orð, sem spann- ar frumréttindi einstaklings- ins til mannsæmandi lífs. Innifalið í þessum réttindum, sem tryggja eiga jarðveg fyrir mannlega ham- ingju, eru réttur til náms, vinnu, skoðanamyndunar, tjáningar, bú- setubreytingar, ferðalaga og til áhrifa á umhverfið - samfélagið. Minnihluti þjóða og mannkyns býr að slíkum réttindum lýðræðis- og þingræðisríkja. 68-kynslóðin er ekki frábrugðin öðrum árgöngum mannfólks að því leyti, að hver kjmslóð gerir kröfur til samfélagsins um að halda uppi ákveðinni lágmarksþjónustu: í upp- eldi, í fræðslu, í heilsugæzlu, í málum sjúkra, aldraðra og fatlaðra, í samgöngum, í löggæzlu og á ýmsum öðrum sviðum. Flestar kynslóðir einstaklinga gera sér hinsvegar grein fyrir því, að þær verða, jafnframt kröfugerð- inni á samfélagið, að gera þær kröfur til sjálfrar sín, að þjóðarbú- skapurinn skili þeim verðmætum sem duga til að rísa undir kostnaði við hina samfélagslegu þjónustu. í þeim efnum hafa samkeppnisríki skilað verulega meiri árangri en ríki sósíalismans. XXX Ríkisbúskapurinn og samneyzl- an sækja, að dómi Víkveija, allan sinn kostnað til þeirra verð- mæta, sem verða til í þjóðarbú- skapnum, hjá fólki og fyrirtækjum. Þeim mun meiri gróska sem er í atvinnulífí þjóðar þeim mun betur árar fyrir ríkisbúskap og sam- neyzlu. 68-kynslóðin, sem fyrr er getið, er hinsvegar alsaklaus af þeirri kröfu, sem að hæst ber um þessar mundir, það er kröfunni um það að ríki og sveitarfélög - hið opin- bera - setji þak á heildarskatt- heimtu sem hlutfall af þjóðartekj- um. . Þessi krafa styðst við margskon- ar rök að dómi Víkveija. í fyrsta lagi er fólki og fyrirtækjum betur treystandi til að fara með, ávaxta og ráðstafa íjármunum en svoköll- uðum opinberum aðilum. í annan stað eiga þeir, sem verðmætin skapa og teknanna afla, rétt á því að halda eftir til eigin ráðstöfunar nægilegum hluta tekna sinna til að geta mótað eigin lífsstíl, haft þokkalega afkomu og tryggt efna- hagslegt sjálfstæði sitt. I þriðja lagi hefur reynslan hvarvetna leitt til einnar og sömu niðurstöðu, það er að frjálsræði og framtak einstakl- inga er bezta trygging þess að þjóðarbúskapurinn skili þeim heild- artekjum sem duga til viðhlítandi samneyzlu og samhjálpar. XXX Víkveiji er þeirrar skoðunar að dijúgur meirihluti 68-kynslóð- arinnar hafi, þegar grannt er gáð, skilað vinnuframlagi hugar og handar til samfélagsins, rétt eins og aðrar kynslóðir. Það kann hins- vegar að hafa borið meira á þeim minnihluta (kaffíbollakommum) þessa árgangs mannfólksins, sem krefst „bijóstgjafar" fram á efri ár. Við skulum ekki amast við sífri þessa meinlausa fyrirbæris. Krafa þess um byltingu er eins og aðrar kröfur frá því komnar - á hendur öðrum. Og þegar allt kemur til alls jók fyrirbærið á fiölbreytni tilver- unnar og gerði hana eilítið litríkari. Og Víkveija er spum: Átti 68- kynslóðin ekki ótvíræðan rétt á því að fá að vera obbolítið öðmvísi en þessir sístritandi skattgreiðendur: fósturlandsins freyjur og táp og Q'ör og frískir menn? Hvað eru þessir skattborgarar alltaf að tuðra? Næg- ir það ekki lengur venjulegum Hvunndags-Grámanni í Garðshomi samfélagsins að fá að borga skatt- ana sína?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.