Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Gl9M Unlv«rui Pre»« Syndtcat* þú getur kornist cé> i ba&herberginu nónaí' Þetta er tnamma! HÖGNI HREKKVÍSI ,/OF þUWGT... EINHVER. I/ERBOR AÐ FARft AF." Lífeyrissjóður verzlimarmaiiiia -Fyrirspurn svarað Ágæti Velvakandi. Fyrir helgi varpar Eggert E. Laxdal fram þeirri spumingu hveij- ir komi til með að njóta spamaðar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hlutverk Lífeyrissjóðs verzlunar- manna er að tryggja sjóðfélaga sína og fjölskyldur þeirra gegn áfollum af völdum dauða (með maka- og bamalífeyri) og af völdum örorku (með örorkulífeyri) og þegar sjóð- félaginn hefur náð 65 til 75 ára aldri, fær hann greiddan ellilífeyri. Flokka má lífeyrisgreiðslur í tvennt, söfnunarlífeyri (þ.e. ellilíf- eyri) og áhættulífeyri (örorku-, maka- og bamalífeyri). Söfnunarlíf- eyrir heitir svo, vegna þess að sjóðfélaginn er að safna réttindum til þess tíma að taka lífeyris hefst á meðan áhættulífeyrir er lífeyrir, sem fellur til við ófýrirsjáanleg at- vik, dauða eða örorku. Áhættulíf- eyrir er ekki aðeins veittur fyrir þau ár, sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins heldur eru einnig tekin með í reikninginn ókomin ár, svokallaður framreikningur. Þó er bamalífeyrir óháður greiðslum til sjóðsins. Lífeyrir er veittur án skilyrða um að sjóðfélagi hafi greitt til sjóðsins í ákveðinn fjölda ára. Þó er bama- lífeyrir háður því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sé síðasti sjóður- inn, sem hinn látni hafí greitt til. Allar lífeyrisgreiðslur samkvæmt reglugerð Lífeyrissjóðs verzlunar- manna em fullverðtryggðar. Ég vona að framangreind lýsing á hlutverki lífeyrissjóðsins megi verða lesendum dálksins til einhvers gagns. Þorgeir Eyjólfsson, Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Yíkverji skrifar Víkveiji las lesendabréf í DV á dögunum um svokallaða 68- kynslóð, „eymingjaárganginn", sem sumir nefna svo. Bréfritari setur fram þá kenningu að 68-kynslóðin hafi verið ofdekruð. Hún hafi feng- ið allt á silfurfati: uppeldi, fæði, klæði, menntun, skemmtun og betri aðbúð í hvívetna en nokkur önnur íslenzk kynslóð á undan henni. Kynslóðin hafi bókstaflega verið hönnuð til kröfugerðar - á hendur öllum öðrum en sjálfri sér. Hún hafi síðan ílenzt í opinberum stofn- unum, að því marki sem hún sé vinnandi, og haldi þar áfram síbylju kröfugerðar á hendur ríkinu, sam- félaginu og skattborgurum. Hér er að sjálfsögðu ofsagt, en sjaldan er reykur nema að eldur sé undir. xxx Mannréttindi er orð, sem spann- ar frumréttindi einstaklings- ins til mannsæmandi lífs. Innifalið í þessum réttindum, sem tryggja eiga jarðveg fyrir mannlega ham- ingju, eru réttur til náms, vinnu, skoðanamyndunar, tjáningar, bú- setubreytingar, ferðalaga og til áhrifa á umhverfið - samfélagið. Minnihluti þjóða og mannkyns býr að slíkum réttindum lýðræðis- og þingræðisríkja. 68-kynslóðin er ekki frábrugðin öðrum árgöngum mannfólks að því leyti, að hver kjmslóð gerir kröfur til samfélagsins um að halda uppi ákveðinni lágmarksþjónustu: í upp- eldi, í fræðslu, í heilsugæzlu, í málum sjúkra, aldraðra og fatlaðra, í samgöngum, í löggæzlu og á ýmsum öðrum sviðum. Flestar kynslóðir einstaklinga gera sér hinsvegar grein fyrir því, að þær verða, jafnframt kröfugerð- inni á samfélagið, að gera þær kröfur til sjálfrar sín, að þjóðarbú- skapurinn skili þeim verðmætum sem duga til að rísa undir kostnaði við hina samfélagslegu þjónustu. í þeim efnum hafa samkeppnisríki skilað verulega meiri árangri en ríki sósíalismans. XXX Ríkisbúskapurinn og samneyzl- an sækja, að dómi Víkveija, allan sinn kostnað til þeirra verð- mæta, sem verða til í þjóðarbú- skapnum, hjá fólki og fyrirtækjum. Þeim mun meiri gróska sem er í atvinnulífí þjóðar þeim mun betur árar fyrir ríkisbúskap og sam- neyzlu. 68-kynslóðin, sem fyrr er getið, er hinsvegar alsaklaus af þeirri kröfu, sem að hæst ber um þessar mundir, það er kröfunni um það að ríki og sveitarfélög - hið opin- bera - setji þak á heildarskatt- heimtu sem hlutfall af þjóðartekj- um. . Þessi krafa styðst við margskon- ar rök að dómi Víkveija. í fyrsta lagi er fólki og fyrirtækjum betur treystandi til að fara með, ávaxta og ráðstafa íjármunum en svoköll- uðum opinberum aðilum. í annan stað eiga þeir, sem verðmætin skapa og teknanna afla, rétt á því að halda eftir til eigin ráðstöfunar nægilegum hluta tekna sinna til að geta mótað eigin lífsstíl, haft þokkalega afkomu og tryggt efna- hagslegt sjálfstæði sitt. I þriðja lagi hefur reynslan hvarvetna leitt til einnar og sömu niðurstöðu, það er að frjálsræði og framtak einstakl- inga er bezta trygging þess að þjóðarbúskapurinn skili þeim heild- artekjum sem duga til viðhlítandi samneyzlu og samhjálpar. XXX Víkveiji er þeirrar skoðunar að dijúgur meirihluti 68-kynslóð- arinnar hafi, þegar grannt er gáð, skilað vinnuframlagi hugar og handar til samfélagsins, rétt eins og aðrar kynslóðir. Það kann hins- vegar að hafa borið meira á þeim minnihluta (kaffíbollakommum) þessa árgangs mannfólksins, sem krefst „bijóstgjafar" fram á efri ár. Við skulum ekki amast við sífri þessa meinlausa fyrirbæris. Krafa þess um byltingu er eins og aðrar kröfur frá því komnar - á hendur öðrum. Og þegar allt kemur til alls jók fyrirbærið á fiölbreytni tilver- unnar og gerði hana eilítið litríkari. Og Víkveija er spum: Átti 68- kynslóðin ekki ótvíræðan rétt á því að fá að vera obbolítið öðmvísi en þessir sístritandi skattgreiðendur: fósturlandsins freyjur og táp og Q'ör og frískir menn? Hvað eru þessir skattborgarar alltaf að tuðra? Næg- ir það ekki lengur venjulegum Hvunndags-Grámanni í Garðshomi samfélagsins að fá að borga skatt- ana sína?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.