Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 * Aslaug Guðmunds■ dóttir - Minning Fædd 25. júli 1908 Dáln 26. ágúst 1987 Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá fiiðlausum öldum lífeins, svo að hann geti risið upp i mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja §allgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa i fyrsta sinn. (Spámaðurinn, Kahlil Gibran) Það var að vorlagi, strax að lokn- um síðasta skóladegi, sem lítill ljóshærður drengur með herraklipp- ingu og í nýjum gúmmískóm lagði af stað í sveitina til ömmu og afa á Staðastað. Amma tók á móti hon- um með þerri hlýju og ástúð sem henni var áskapað og drengurinn átti eftir að njóta í samskiptum hennar þar til yfír lauk. Fyrsta sumarið í sveitinni voru tímamót í lífi drengsins því fyrir honum opn- aðist nýr heimur. Amma í sveitinni átti allt — fullt af kúm, kindum, hænsnum og öndum og fyrr en varði varð Staðastaður besti staður í heimi. Á hveiju sumri og hvenær sem tækifæri gafst var drengurinn mættur til ömmu sinnar — þar sem hann undi sér best. Hjá henni fann hann hlýju, hún kom honum í kynni við dýrin og saman fóru þau í fjós- ið kvölds og morgna. Drengurinn var stoltur þegar hann sótti kýmar er degi tók að halla og uppáhalds- kusan hans, hún Bleikja, var jafnan fremst í flokki. Amma umgekkst dýrin með sömu nærgætni og manninn og naut virðingar beggja. Ósjaldan eltu endumar hana í halarófu niður að snúrustaurum eins og andamömmu, þegar hún hengdi út þvott. Heim- alningamir áttu jafnan von á volgri mjólk þegar amma birtist og márí- erluparið í kirkjutuminum sem kom á vorin gat reitt sig á að fá að unga út án áreitni. Sumrin í sveitinni á Staðastað lifa lengi í minningu drengsins og vart lfður sá dagur að hann sjái ekki ömmu sfna fyrir sér standa í hlaðinu með svuntuna um sig miðja veifa mannskapnum sem var í hey- skap á túninu, til merkis um að nú væri kominn „drekkutími" eins og bamabömin tóku jafnan til orða. Kleinumar voru á sínum stað á borðinu, kleinur sem enginn gat bakað nema amma. Það var alltaf sérstakur andi á Staðastað hjá ömmu og afa. Ætt- ingjamir voru þar jafnan f hópum og hvergi leið bamabömunum bet- ur. Sameiginleg jól ættingjanna á Staðastað er hátíð sem líður aldrei úr minni þeirra sem hlut áttu að máli enda var um prestsetur að ræða og jólin hátíð bamanna. Á þessum tímum vom ferðimar á brúsapallinn ævintýri líkastar, það að fara niður á fióa og vitja netanna var enn meira spennandi því þá fékk amma nýja bleikju í pottinn. Sporðinn tók hún jafnan frá fyrir drenginn en sjálfri fannst henni hausinn bestur. Amma var sérstök! Litla rúmið í hjónaherberginu var ætlað drengnum þegar hann var í sveitinni en þegar það var orðið of lítið var grátið yfir því að fá ekki að sofa hjá ömmu. Atburðimir gerðust hratt sfðustu ár afa og ömmu á Staðastað og þótti mörgum súrt í broti. Kýmar vom seldar, Lubbi gamli dó og amma og afí fluttu til Reykjavíkur. Sá heimur sem drengnum var kær- astur var nú aðeins til í endurminn- ingunni. En hann hafði enn ömmu sína og það var fyrir mestu. Á menntaskólaárum drengsins bjó hann hjá ömmu og afa á Kleppsveg- inum og samskipti þeirra urðu enn nánari. Þau skildu hvort annað þótt oft væri eingöngu um augnaráð að ræða og þann eiginleika hefur drengurinn frá henni, að gera góð- látlegt grín að sjálfum sér. Amma tók sjálfa sig sjáldnast hátfðlega, var hláturmild og hafði gaman af að gantast. Bömin í blokkinni hændust ósjálfrátt að henni og kölluðu hana jafnan ömmu. Alltaf átti hún sæt- indi í skápnum þegar litlu krílin hringdu dyrabjöllunni og kunnu þau gott að meta. Amma var jafnan forvitin um hagi drengsins, spurði oft hvort ekki væri eitthvað að frétta og átti þá við hvort hann hefði fest ráð sitt. Honum var óljúft að segja að svo væri ekki en lofaði þó að hún skyldi vera sú fyrsta sem fengi tíðindin þegar þar að kæmi. Árin liðu og ekkert gerðist og sagði amma jafnan að hún væri orðin úrkula vonar um að fá að sjá kvon- fangið áður en yfir lyki. Drengurinn var viss um að það væri aldreilis ekki kominn tími á hana og þyrfti hún engu að kvíða. Til allrar hamingju höguðu örlög- in því þannig að drengnum varð að ósk sinni og stoltur í bragði hélt hann á fund ömmu sinnar sem lá þá á sjúkrahúsinu á Akranesi. Fallegt bros lék um andlit ömmu þegar hún leit Ragnhildi augum og létti honum mikið. Upp frá því ræddu þau oft um fallegu stúlkuna með myndarlega nafnið og var amma ánægð en drengurinn enn ánægðari að geta staðið við orð sín. Amma var góð eiginkona og helgaði iíf sitt algjörlega honum afa. í veikindum hans hlúði hún að honum af fremsta megni og gaf honum allan þann kraft sem hann þurfti með. Fram til hans síðasta dags hélt hún í hönd hans og þegar afi var borinn til grafar fann dreng- urinn til með henni. Það hlýtur að vera sárt að fylgja þeim sem maður unnir mest síðustu sporin. Þegar knattspymuiðkun drengs- ins færðist í aukana tók hún þátt í sigrum hans, sorgum og oftar en ekki fylgdist hún með Val þegar leikir voru sýndir í sjónvarpinu eða þeim lýst í útvarpi. Þrátt fyrir það að amma bjó í knattspymubænum, Akranesi, síðustu ár ævi sinnar, stóð hún jafnan með Val og drengn- um sínum í keppni. Félagar hans í Val brostu ætíð út í annað þegar kleinumar hennar ömmu bárust til hans fyrir leiki upp á Akranesi en þeir nutu góðs af að leik loknum þegar hver og einn fékk að smakka. Æviárin voru ekki átakalaus hjá ömmu og þeim fylgdi bæði sorg og gleði. Hún gladdist þegar öðmm leið vel og þegar bamabömin skriðu upp í kjöltu hennar hvert á fætur öðm. Sorgin var þó aldrei langt undan og í sumar sem leið varð amma að horfa á eftir yngstu dótt- ur sinni, henni Ragnheiði, sem hvarf á vit feðra sinna fyrr en nokkur átti von á. Sáttumaðurinn gerir ekki boð á undan sér en honum fylgir jafnan mikil sorg. Skömmu eftir lát Ragnheiðar kenndi amma sér meins og þurfti hún að gangast undir skurðaðgerð. Oftar en ekki hafði hún leitað sér læknisaðstoðar en fékk jafnan þau svör að hún gæti ekki verið veik miðað við þann kraft og hressleika sem geislaði frá henni. En smám saman breiddist meinið út eins og eldur í sinu og var það lúnum líkama um megn. Þrátt fyrir veikindin var amma alltaf sama yndislega manneskjan heim að sækja. Einatt spurðist hún fregna, hvort eitthvað væri títt og hvort öllum liði ekki vel. Ef einhver átti um sárt að binda stóð henni ekki á sama og gerði hvað sem í hennar valdi stóð til að betrumbæta hlut- ina. Ömmu var margt til vina, hún var hvfvetna vel liðin enda sóma- kona. Síðustu dagar ömmu á sjúkra- húsi Akraness voru ættingjum þungbærir en drengnum þótti gott að halda í hönd hennar og saman brostu þau, rifjuðu upp gamla tíð og horfðust í augu. Hún virtist lú- in, var jafnvel hvfldinni fegin úr því sem komið var og hræddist ekki dauðann. Hún og drengurinn ræddu um lífið og tilveruna og voru sam- mála um að ástæðulaust væri að óttast. Amma sagðist hafa fundið fyrir návist afa síðustu dagana sem líklegt hefur verið að sækja hana. Þó sagðist hún hafa vænst þess að fá að njóta þess meira að deyja. Allt fram á síðasta dag sló hún á létta strengi og þrátt fyrir að eiga erfitt með mál vildi hún vita hvort öllum liði ekki vel. Eins og ástatt var fyrir henni gaf hún sér tíma til þess að vera með áhyggjur af öðr- um. Hún vildi sem minnst láta fyrir sér fara á sjúkrahúsinu og var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Vart hefur amma haft nægan mátt til þess að þakka starfsfólki sjúkrahúss Akraness nógsamlega fyrir alúðlega um- hyggju og geri ég það hér með fyrir hennar hönd. Þegar náinn ættingi fellur frá, einhver sem manni þykir vænt um, finnst manni sem margt sé enn ósagt og óréttlátt sé að taka ástvin í burtu. Aldrei fær drengurinn full- þakkað ömmu sinni fyrir hennar þátt í mótun hans sem einstaklings og alla þá hlýju sem hún veitti hon- um. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og sannarlega er stórt skarð höggvið f líf drengsins sem og annarra ættingja. Þegar drengurinn heimsótti ömmu í hinsta sinn minnti hún hann á nokkuð sem hún hafði áður minnst á — prúð- mennsku og reisn. Hún bað hann að halda prúðmennsku sinni og reisn sem hann hafði jafnan gert og mun ætíð gera. Síðustu orð ömmu til drengsins voru kveðja til Ragnhildar og þau orð glöddu hann meira en orð fá lýst. Amma er nú dáin og minningin um yndislega konu mun lifa svo lengi sem drengurinn lifir. Stund- imar sem hann átti með ömmu sinni verða aldrei teknar frá honum en meiri virðingu bar hann ekki fyrir nokkurri manneskju. Sú hugsun um að henni líði vel í öðrum heimi, heimi sem örlögin ein ráða hvenær menn kynnast, róar hann því hún mun fylgjast með og vemda þá sem henni voru kærastir. Allir eiga bestu ömmu í heimi en okkar amma var ekki bara sú besta heldur var hún öðruvísi. Hún mun lifa svo lengi sem minning hennar lifir og fyrr en síðar rata ieiðir ömmu og drengsins saman að nýju. Þorgrímur Þráinsson Þann 26. ágúst síðastliðinn lést í Sjúkrahúsi Akraness amma mín, frú Áslaug Guðmundsdóttir. í mars síðastliðnum sat hún yfír dánarbeði dóttur sinnar Ragnheiðar og skömmu síðar kom í ljós að hún var sjálf haldin illkynja sjúkdómi sem læknvísindin réðu ekki við. Amma var gift séra Þorgrími V. Sigurðssyni en hann var í nærri þijá áratugi prófastur á Staðastað á Snæfellsnesi. Þau fluttu því næst til Reykjavíkur og vorið 1983 fluttu þau til Akraness þar sem þau ætl- uðu að eyða ævikvöldinu hjá Guðmundi sjmi sínum. Þá um sum- arið dó afi Þorgrímur. Amma og afi eignuðust fimm böm. Elst er Ásdís. Hún var gift Guðbjarti Gfslasyni, sem nú er lát- inn. Soffía Margrét er næst elst, hún er gift Þráni Þorvaldssyni. Ragnheiður var yngst systranna en hún lést í mars síðastliðnum, henn- ar maður var Leifur Halldórsson, og Guðmundur, en hann er giftur Jónfnu Rafnar. Amma og afi tóku sér son f fóstur og ólu hann upp sem sinn eigin og heitir hann Heið- ar. Hans kona er Bjarkey Magnús- dóttir. Bamabömin em orðin 17 og bamabamabömin orðin 5. Við systkinin eigum það til þegar við hittumst að rifja upp gamlar minningar frá því á Staðastað en þangað fómm við í sveit á hverju sumri. Og hvflfkur fjársjóður sem þessar minningar em. Hjá mér standa jólin á Staðastað upp úr. Þá kom öll fjölskyldan saman í sveitinni og naut helgi jólanna. Afi las úr jólaguðspjallinu og við döns- uðum í kringum jólatréð sem var skreytt með lifandi ljósum og sung- um alla þá sálma sem við kunnum. Nóg var til af mat og öðm góð- gæti, heimatilbúnu marsípani, ís og ávöxtum, en á þessum tíma vom þeir ekki á borðum daglega eins og nú er. Á gamlárskvöld var kveikt í bálkesti og skotið upp flugeldum. Það fór undarleg tilfinning um bamssálina þegar staðið var úti í náttmyrkrinu og horft á hina bál- kestina í sveitinni. En hvað lífið var yndislegt. Og nú þegar ég er orðin fullorðin sé ég svo vel hversu stóran hlut amma átti f bemskuminningum mínum. Amma og afí á Staðastað, Gummi frændi og Dída vom orðin svo fastur punktur í tilveru okkar að ég man eitt sinn, þegar við gerð- um okkur grein fyrir því að svona gæti þetta ekki alltaf verið óskuðum við okkur þess að pabbi okkar gæti orðið prestur og tekið við af afa. Af þessu gat auðvitað ekki orðið enda var þetta bara draumur lítilla bama. Amma Áslaug bar hag okkar í Qölskyldunni fyrir bijósti sér. Hún mátti ekki vita af neinum erfíðleik- um, þá vildi hún koma til hjálpar. Megi góður guð styrkja böm henn- ar og bamaböm nú þegar þau mega horfa á eftir öðmm ástvini með aðeins fimm mánaða millibili. Blessuð sé minning hennar. Bryndís Þráinsdóttir Með andláti frú Áslaugar Guð- mundsdóttur fv. prestfrúar á Staðastað er lokið sérstökum kafla í kirkjusögu þjóðarinnar þar sem frú Áslaug er síðasti fulltrúi þeirrar kynslóðar er stóð að viðamiklu skólastarfi á prestsetri. Allt fram á þessa öld höfðu prestsheimilin víða um land verið nánast einu mennta- og skólasetrin í iandinu. Og þótt til kæmu ný fræðslulög í upphafi aldarinnar leystu þau ekki vanda fátækra en efnilegra námsmanna sem hugðu á langskólanám. Því var ásókn áffarn mikil að komast til náms hjá hinum lærðustu klerkum. Einn af þeim fremstu var hugsjóna- maðurinn og fjölhæfi kennarinn sr. Þorgrímur V. Sigurðsson prófastur á Staðastað. Traust og dugmikil eiginkona hans var þess hvetjandi að þau héldu skóla á prestsetrinu f tæp 30 ár þrátt fyrir þröngan húsakost og flárhagslega byrði sem af því hlaust. Lengst af var einnig um að ræða umsvifamikinn bú- rekstur. Sú metnaðarfulla menning- arstefna sem þau hjónin mörkuðu þar vestra með skólahaldinu kom ekki aðeins sókninni til góða heldur og öðrum byggðarlögum. Mér er kunnugt um að margir vel lærðir hæfileikamenn eiga frú Áslaugu að þakka hvað dýrmætasta þáttinn á þroskaferli sínum, vegna þess að hún var ekki aðeins hús- móðir sem á hvfldu hin umfangs- miklu störf á fjölmennu heimili heldur var hún vandalausum mönn- um náinn vinur og innileg móðir sem lét sig varða um andlega heill þeirra og líðan. Sem nágrannar fylgdumst við hjónin vel með skólahaldinu á Staðastað og fyrir hvatningu vina okkar þar fórum við að bjóða ungl- ingum úr nágrenninu, sem fysti að halda áfram námi, nokkra tilsögn, þótt við treystum okkur ekki til að stofna til heimavistar. Þannig varð menningarheimilið á Staðastað okkur mikill aflgjafi og hvati til uppfræðslu meðan enn var ekki búið að reisa heimavistarskólann í Laugargerði. Á öðrum sviðum sóttum við hjón- in okkur margvfslegan andlegan og tilfinningalegan auð til hjónanna ágætu á Staðastað sem ávallt voru bjóðandi okkur heim og veitandi af nægtarbrunnum sfnum. Kjarkur, dugnaður og óeigingimi þeirra hjóna var undraverður svo og hjartahlýja húsmóðurinnar, sem ávallt var gefandi af sjálfri sér. Allt er þetta mér ógleymanlegt og hjálpar til að auðga minningamar frá starfsámnum í Miklaholtsþing- um. Slíkra hjóna er sælt að minnast, ekki aðeins fyrir bömin þeirra kæru og afkomendur, sem við biðjum blessunar Guðs, heldur einnig fyrir alla þá fjölmörgu sem lærdóm hlutu í húsi þeirra og nutuverka þeirra. Arni Pálsson í dag fer fram jarðarför Áslaug- ar Guðmundsdóttur, ekkju séra Þorgríms Sigurðssonar, prófasts á Staðastað. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. ágúst sl. Áslaug var fædd í Trönu (Feiju- bakka) í Borgarhreppi 25. júlí 1908, dóttir hjónanna Soffiu Snorradóttur frá Skerðingsstöðum í Hvamms- sveit í Dölum og Guðmundar Jónssonar frá Fossi f Grímsnesi, búfræðings og bónda í Trönu í Borgarhreppi og síðar í Bóndhól f sömu sveit og kennara við bænda- skólann á Hvanneyri. Áslaug ólst upp hjá foreldmm sínu, en Guð- mundur faðir hennar lést fyrir aldur fram árið 1915. Soffia bjó áfram í Bóndhól um langa hríð með bömum sínum. Áslaug stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík, sem eflaust hefur rejmst henni notadijúgt við stjóm og framfærslu stórs heimilis, sem hún hafði löngum fyrir að sjá. Ekki kjmntist ég Áslaugu neitt í æsku hennar, enda langt á milli heimkynna okkar og samgöngur og samskipti fólks milli héraða minni en nú em. Þó sá ég hana á meðal margs fólks á skemmtun í Borgar- firði snemma árs 1931; er mér enn í minni hversu glæsileg hún var og þótti mér sem fáar ungar stúlkur jöfnuðust á við hana. Þegar árið, sem hún giftist séra Þorgrimi, fluttust þau hjónin norður í Þingeyjarsýslu, þar sem þau sett- ust að á Grenjaðarstað, en séra Þorgrímur fékk veitingu fyrir Grenjaðarstaðarprestakalli 1931 og þjónaði því til 1944, en þá fluttust þau hjón að Staðastað á Snæfells- nesi, þar sem séra Þorgrímur hafði verið kosinn sóknarprestur og þar bjuggu þau í 29 ár, allt þar til hann lét af embætti og þau fluttu til Reykjavíkur. Árin sem þau hjónin bjuggu á Grenjaðarstað hafa eflaust verið þeim góð starfsár, enda bæði í blóma lífs síns og þar fæddust bömin þeirra fjögur. Eftir að þau hjón fluttust að Staðastað hófust kjmni mín af þeim. Þau kjmni urðu margvísleg og ánægjuleg þau tuttugu og fjögur ár, sem ég var þeim samtíða í Stað- arsveit. Það flýtti fyrir kynnum mínum af þeim hjónum, að ég var þá er þau komu kirkjubóndi á einni annexíu hans og formaður sóknar- nefndar þeirrar kirkju. Flest þau ár, sem séra Þorgrímur bjó á Staðastað, hélt hann skóla á heimili sínu, sem var nokkurs konar grunnskóli unglinga og framhalds- skóli. Höfðu þau hjónin verulegan hluta þessara nemenda í heimavist. Þá kom vel í ljós, hvflík rausnar- kona Áslaug var og stjómandi á þessu stóra heimili. Aðstaða var löngum mjög erfið til þvflíks heimil- ishalds, miðað við það sem nú þykir við þurfa, en ekki var annað að sjá að allt þetta gengi vel og er mér kunnugt um að unglingar sem stunduðu nám hjá þeim hjónum bundu ævarandi vináttu og tiyggð við heimili þeirra á Staðastað. Árið 1955 var leitað til séra Þorgríms um að hann tæki að sér að vera skólastjóri við Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann varð við þeirri beiðni og stjómaði og kenndi við Reykjaskóla veturinn 1955—1956. Áslaug kona hans tók að sér að vera ráðskona skólans og sjá um mötuneyti hans, en þar voru á ann- að hundrað nemendur. Vann hún þar sjálf fyrst og fremst öll ábyrgð- armestu störfin og fórst það vel eins og allt annað, sem hún tók sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.