Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Þakka af alhug öllum sem glöddu mig á 85 ára afmœlinu 27. ágúst, með heimsóknum, heillaskeytum og góðum gjöfum. Þó þykir mér vinátta ykkar betri. Guð blessi ykkur. Ágúst Lárusson, Skúlagötu 1, Stykkishólmi. Nýtt atvinnuhús- næði til leigu: Verslunar og/eða iðnaðarhúsnæði að Höfðabakka 3. Húsnæðið er á tveim hæðum, hvor um sig ca. 130 fm. Mjög skemmtilegt pláss á framtíðarstað, hentugt fyrir ýmiskonar starfsemi. Vel kemur til greina að leigja húsnæðið til langs tíma. Upplýsingar í símum 681860 og 681255 á skrif- stofutíma. Selljamames - Vesturbær Mánudaginn 14. september nk. hefjast 6 vikna námskeið í góðum og upp- byggjandi æfingum fyrir hressar konur á öllum aldri. Dag- og kvöldtímar. Innritun og upplýs- ingar í síma 611459. Guðbjörg Björgvins, íþróttamiðstöðinni, Seltjamamesi. stálvaskar Einfaldir eldhúsvaskar einstakir í sinni röð Innbyggð sorprenna léttir eldhússtörfin og eykur ánœgjuna Munið sýningarafsláttinn ERUM í HÖLLINNI UCDhl ntlM’Q-7 v \-i %v/v.k/n m w/ innan veggja^ufo^ LAUGARDALSHÖLL V VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SlMAR 686455 — 685966 ISSm LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 AF ERLENDUM eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON VETTVANGI Tæknibyltingin eykur velmegun ÞEGAR vélvæddu, fjarstýrðu vélmennin (robots), eða lepparnir eins og ef til vill mætti kalla tækin á íslensku, komu fyrst á vinnumarkaðinn óttuðust verkamenn í iðnríkjunum að þessar málmófreskjur í mannsmynd kynnu að taka lífsviðurværið frá þeim. Atvinnuleysi myndi aukast og þar af leiðahdi vaxandi ör- birgð hjá almenningi i iðnaðarlöndunum og þá ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Þetta hefir þó farið á annan veg. Samkvæmt rannsóknum, sem bandarisk nefnd á vegum Verkfræðiaka- demíunnar gerði, ætti vélvæðing iðnaðarins að skapa velmegun, ef rétt er á haldið með aðlögun verkamanna að breyttum vinnu- brögðum. Niðurstöður nefndarinnar eru birtar í bók, sem nýlega kom í bókaverslanir hér í Bandaríkjun- um, sem heitin Technology and -Employment. Formaður nefndar- innar, David Mowery, átti nýlega fund með blaðamönnum hér í Washington til að skýra niður- stöður nefndarinnar. „Spumingin var þessi," segir Mowery, „hafa nýtæknilegar uppfínningar eins og t.d leppar í verksmiðjum, tölv- ur í skrifstofum og heimahúsum, sjálfvirkar peningaskiptivélar í bönkum o.s.frv. aukið eða dregið úr atvinnumöguleikum fólks? Eða munu þessar tækninýjungar verða til þess, að upp rís meðal iðnaðar- þjóðanna tvennskonar vinnu- markaður, annar fyrir sérmennt- aða og vel þjálfaða einstaklinga, en á hina höndina ómenntaða, láglaunaða erfiðismenn? Sannleikurínn er sá, að nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að framfarir í tækni hafa aukið fiölda vinnandi fólks með þjóðinni og aukið lífsþægindi manna yfírleitt. Það bendir allt til þess, að það verði framhald í þessa sömu átt um ófyrirsjáanlega framtíð. For- stjórinn telur, að framfarir á tæknisviðinu séu stórt atriði í vaxandi velmegun og auknum tækifærum fyrir ameríska verka- menn. Aðalhagnaður af tækni- framförum er fyrst og fremst aukin framleiðni, sérstaklega er það áberandi á vinnustöðum, þar sem tölvur hafa verið teknar í notkun. Færri verkamenn fram- leiða betri vörur með lægri til kostnaði, sem verður til þess, að lífsþægindin aukast hjá almenn- ingi, sem hefír öðlaðst aukin peningaráð." Nýjar atvinnugreinar Nú mætti spyija hvort það sé ekki rétt, að minni vinnuaflsþörf verði til þess, að menn missi at- vinnuna og heildaratvinnuleysi þar með aukist? „Vissulega," svarar Mowery, „getur það orðið til þess, að menn missi atvinnu í bili og þurfí að leita sér annarra starfa, sem getur verið erfítt á stundum. En véltæknin verður til þess, að verðlag fer lækkandi: Það eykur eftirspum eftir vörum, sem svo skapar nýjar atvinnugreinar í nýrri framleiðslu. Formaðurinn sagði, að nefndin hefði ekki orðið vör við, að nýtæknin hefði á neinn hátt orðið til þess, að skipa verka- mönnum í hópa há-launaðra sérfræðinga og láglaunaða og ólærða erfiðisverkamenn. Það væri rétt, að breytingar í hlut- fallinu milli framleiðslu og þjón- ustu starfsgreina hefðu orðið til þess, að margir iðnaðarverka- menn hefðu neyðst til að taka að sér þjónustustörf fyrir talsvert lægra kaup í bili. Ástæðan fyrir þessu ástandi taldi David Mowery vera þær breytingar, sem orðið hafa í alþjóða- efnahagsmálum og vegna þess hve hægfara, frek- ar en ört, Bandaríkjamenn hafa Besti vinur mannsins? tileinkað sér nýjar tæknifram- farir. Það hefði aftur dregið úr samkeppnishæfni Bandaríkja- manna á heimsmörkuðunum. Andstaða gegn nýjungnm Akademíunefndin heldur því fram, að þrátt fyrir örar breyting- ar í atvinnumálum Bandaríkjanna sl. sjö ár, sé það staðreynd, að atvinnubreytingar vegna nýrrar tækni séu hægfara. Það sé ekk- ert, segir í skýrslu nefndarinnar, sem gefí til kynna, að ný tækni auki, eða dragi úr almennri verk- kunnáttu og hæfni manna til flestra almennra starfa. „Nei,“ segir Mowery, „það eru ekki tæknibreytingamar í sjálfu sér, sem er vandamál okkar núna, heldur er það andstaðan gegn breytingum, sem að nokkru leyti er orsökin að því, að menn missa atvinnu sína svo og skortur á skilningi ríkisins á því, að það er nauðsynlegt, að hið opinbera geri ráðstafanir til að aðstoða verka- menn, sem missa atvinnu sökum nýtækninnar." Þjálfun nýtæknistarfa Atvinnuleysisstyrkir ríkisins eru veittir misseri eftir atvinnu- missi og víða er einstökum ríkjum gert að styrkja þjálfun verka- manna til nýrra starfa. Gallinn er hinsvegar sá, að þótt unnið sé að því að útvega mönnum vinnu er lítið sem ekkert gert til að þjálfa þá til nýrra starfa. 20-30 prósent af atvinnulausum verka- mönnum geta ekki lagt saman 2 og 2, hvað þá skilið æðri stærð- fræði. Nefr.din leggur til, að alríkis- stjómin auki aðstoð til verka- manna, sem misst hafa atvinnuna, þjálfí þá og ráðleggi þeim á alla hugsanlega lund. Nefndin leggur til, að aðstoðin verði veitt öllum atvinnulausum hvort sem þeir hafa misst atvinnu sína vegna nýtækninnar, eða sökum innflutn- ings á vörum frá útlöndum. Efnahagsástand, sem veldur breytingum á atvinnusviðinu og uppsögnum starfsmanna er ein- staklega snúið og erfitt mál viðureignar. Það er næstum ómögulegt að greina eina sérstaka ástæðu fyrir uppsögnum. Reynsl- an sýnir, að atvinnulausir geta næstum aldrei skýrt á viðunandi hátt, hvers vegna þeir misstu vinnuna. En það veldur ævinlega töf á atvinnuleysisstyrk, ef at- vinnuleysinginn geta ekki gert góða grein fyrir hversvegna hon- um var sagt upp starfí. Fyrirfram vitneskja xim uppsögn best Aðstoðin við atvinnulausa dug- ar best, þegar mönnum er sagt með fyrirvara, að þeir muni missa atvinnu sína, svo þeim gefist tími til að líta í kringum sig eftir nýju starfí. Þetta er ástæðan fyrir því, að nefndin leggur til við ríkis- stjómina, að það verði gert að lögum, að segja beri mönnum upp vinnu með góðum fyrirvara. Nefndin leggur til, að uppsagnar- fresturinn verði ákveðinn þrír mánuðir. (Ákvæði um, að verk- smiðjueigendur tilkynni með góðum fyrirvara að þeir ætli að loka verksmiðjum sfnum er nú komið í frumvarp, sem liggur fyr- ir Bandaríkjaþingi.) Nefndin kynnti sér venjur um uppsagnarfresti og komst að þeirri niðurstöðu, að skrifstofu- fólki sé almennt sagt upp með 14 daga fyrirvara, iðnverkamönn- um með 7 daga og verkamönnum, sem ekki eru í verkalýðsfélagi, er oft sagt upp með tveggja daga fyrirvara, eða engum. Niðurstöður nefndarinnar eru í aðalatriðun eftirfarandi: Nýtæknin er þýðingarmikið at- riði á farsælli lausn atvinnumál- anna, en ekki orsök atvinnuleysis- ins. Sé tilgangurinn sá að bæta hag þjóðarinnar, skapa hagsæla framtíð og auka velmegun al- mennings er okkur eitt nauðsyn- legt í samkeppninni á heimsmark- aðnum, en það er að hlúa að og tileinka okkur aukna framleiðni með nýtækninni. En við verðum að skilja, að við getum aldrei upp- skorið ríkulegan ávöxt af ný- og hátækni, nema að við búum vel að verkamönnum okkar. Við verð- um að gera þeim kleift að læra ný störf og auðvelda þeim að að- lagast nýtækninni. Nýjustu tölur um fjölda at- vinnulausra í Bandaríkjunum voru birtar skömmu eftir að viðtalið við David Mowery fór fram. Þeir eru nú taldir vera um 6 prósent, en það er lægri tala en í ij'ölda mörg ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.