Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Þ Ú ÞARFT EKKI LENGUR A Ð LEITA
LANGT YFIR SKAMMT!
í SKEIFUNNI 17 ER
SÉRVERSLUN MEÐ
TÖLVUVÖRUR,
HUGBÚNAÐ OG
SKRIFSTOFUVÉLAR.
Allar helstu tegundir PC tölva. Margs konar hugbúnaður. Tölvuprentarar af mörgum gerðum,
tölvuteiknarar, skjásiur, disklingar, tölvuborð, hljóðdeyfar fyrir prentara, prentborðar,
disklingageymslur. Ritvélar, reiknivélar, vasatölur. Ljósritunarvélar.
Allt á einum stað.
TÖLVU
IfPlDI ID HUGBÚNAÐUfí
VftiiLVIL SKRIFSTOFUTÆKI
SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175
Þekking — Reynsla — Þjónusta
VINDMYLLUR
GUÐANNA
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Sidney Sheldon: Windmills of the
Gods
Útg.Fontana/Cotlins 1987
Sidney Sheldon er þekktur reyf-
arahöfundur hérlendis og allmargar
bækur hans verið þýddar á íslenzku.
Vindmyllur guðanna er ágætis af-
þreyingarbðk og þótt ég sé ekki
sérfræðingur í Sheldon er hún
skemmtilegust þeirra bóka hans,
sem ég hef gluggað í.
Sagan gerist í tíð næsta eða
þamæsta forseta Bandaríkjanna
eða svo. Stanton Rogers hefur
keppt lengi að því að verða forseti,
en einkamálavafstur hans bindur
enda á það og fomvinur hans Paul
Ellison hefur hlotið hnossið. En
hann veit sem er, að Rogers er
betri en enginn og skipar hann
nánasta ráðgjafa sinn.
Stjómmálasamskipti við Rúm-
eníu sem hafði verið slitið eru
ofarlega í huga Ellison forseta og
almennt er honum umhugað um að
bæta sambúðina við kommúnist-
aríkin. Nú þarf að velja snjalla
manneslqu til að verða sendiherra
Bandaríkjanna í Búkarest.
Um þær sömu mundir og þeir
Ellison og Rogers vinna baki brotnu
við að endurskipuleggja utanríkis-
þjónustuna kemur öðruhveiju
saman dularfullur hópur manna,
sem leggur á ráðin um hryðjuverk
og hvers konar glæpaverk. I þessum
hópi er enginn nefndur með nafni
og 'enginn veit hver Stjómandinn
er í raun og vem. Þeir sem fá ein-
hvem pata af þessum hóp em
umsvifalaust gerðir höfðinu styttri.
Síðan er leidd fram á sögusviðið
Mary Ashley, háskólakennari og
OSRAM
Kápumynd
hamingjusamlega gift læknisfrú og
hún er til allrar hamingju af rúm-
enskum ættum. Hún nýtur álits
hvarvetna þótt hún sé ekki fræg
um öll Bandaríkin. En hinn snjalli
Stanton Rogers fær þá hugmynd
að hún verði skipuð sendiherra í
Búkarest. Hún tregðast við, en eft-
ir að maður hennar ferst af slys-
fömm(?) lætur hún undan.
Þá kemur við sögu persónan
Angel í Argentínu, frækinn laun-
morðingi, sem áðumefnd samtök
leita oft til þegar þau þurfa að láta
ryðja einhveijum úr vegi. Hann
hefur samstarf við mddalega og
óræstilega gleðikonu í Buenos Aires
og það er hún sem kemur til hans
boðunum hveiju sinni(?).
Það bíður Mary Ashley mikið og
erfítt starf, þegar til Búkarest er
komið. Ekki bætir úr skák, að henni
semur ekki við næst æðsta manninn
í sendiráðinu Mike Slade. En sem
betur fer getur hún alltaf leitað til
Stantons Rogers, sem gefur henni
holl ráð og leiðbeiningar(?).
Hún verður þess vísari, að njósn-
að er um hana, og einhver virðist
sækjast eftir lífí hennar. Líklega
Mike Slade, alla vega ekki hinn
góði og glæsilegi læknir Louis Des-
forges, sem hún verður dálítið hrifin
af. Og líkar ekki par vel, þegar
Mike Slade skýtur Desforges með
köldu blóði. Varla getur það hafa
verið Desforges, sem sóttist eftir
lífí hennar.
Samtökin fyrirskipa að Mary
verði myrt í Búkarest og Angel
kemur á vettvang til að framkvæma
það. Og er nú betra að segja ekki
meira að sinni.
Þetta er sem sagt spennandi bók,
vel sögð og söguþráðurinn ekki of
æsikenndur.