Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 Á jasshátíð í Montr eal Rætt við hljómsveitarmeðlimi í Súld sem þátt tóku 1 einni af stærstu jasshátíðum í heimi íslenska hljómsveitin Súld vakti mikla athygli er hún lék í ríkissjónvarpinu um áramótin. Bæði var að allir hljómsveitameðlimir eru framúrskarandi hljóðfæraleik- arar og síðan hitt að þeir léku tónlist sem var ólík því sem áður hefur heyrst hérlendis. Upp frá því hefur margt gerst hjá Súld og þar einna merkast að hljóm- sveitinni var boðið að leika á djasshátíðinni í Montreal sem fulltrúi Norðurlandanna, en djasshátiðin í Montreal er með stærstu djasshátiðum. í framhaldi af þvi var Súld einnig boðið að leika á djasshátiðinni í Toronto. Hljómsveitina Súld skipa þeir Tryggvi Hubner gítar- leikari, Steingrímur Guðmundsson trommuleikari, Szymon Kuran fiðluleikari og Stefán Ingólfsson bassa- leikari. Blaðamaður leitaði til tveggja hljómsveitarmeð- lima, þeirra Steingríms og Szymon, og bað þá að segja ferðasöguna og einnig að segja frá því hvað varð þess valdandi að Súld varð fyrir valinu. Súld í Toronto Yið vöktum fyrst athygli þegar hljómsveitin spilaði í beinni útsendingu í Breiðvangi. Hljómsveitin var þá fjögurra mánaða. Hún verður bara eins árs í haust svo það er búið að gerast mikið á einu ári. Tiiboðið um að spila í Montreal má rekja til þess að ég spilaði þar nóvember með fólki sem ég var með í námi í San Fransisco. Þá höfðum við samband við forráða- menn djasshátíðarinnar og þeim leist mjög vel á að fá tónlistar- menn frá íslandi þar sem þeir hafa verið með þáttaröð um tón- list frá öllum heimshomum. Svo sendi ég kassettu, sem reyndar týndist eins og oft vill verða, en fannst að lokum. Það var hlustað á hana og tónlistin féll í kramið. Þetta var upptaka frá þætti á rás eitt, sæmilegasta upptaka, en hljómsveitin var mjög ung þegar hún var gerð. Þessi kassetta varð til þess að ákveðið var að Súld fengi að vera með. Ekki bara vegna þess að við vær- um frá íslandi heldur vegna þess að þeim leist vel á tónlistina. Það er ekki margar hljómsveitir sem leika þessa gerð tónlistar, né held- ur margir fíðluleikarar sem það gera. Við fórum síðan til til Toronto 24. og héldum þar hljómleika. Það kom til vegna sambands sem er á milli hátíðanna í Montreal og Toronto, en ein hljómsveit sem hafði átt að spila í Toronto, frest- aði hljómleikum. Toronto Jass- festival hringdi til mín og spurði hvort við gætum komið við í Tor- onto. Það var auðvitað ekkert nema ánægjulegt fyrir okkur. Þar spiluðum við í litlum klúbbi, sem var skemmtilegur reggíklúbbur með grænmetisfæðu og skemmti- legum bar. Það urðu um tvö hundruð manna hljómleikar. Góð upphitun fyrir stóru hátíðina. í Montreal Við vorum tvo daga í Montreal áður en við áttum að spila og náðum að slappa aðeins af. Við náðum meira að segja að æfa, en við fengum inni með æfíngar- húsnæði hjá kunningjafólki Steingríms. Framkvæmd hátíðarinnar var til fyrirmjmdar. Það var lítill hóp- ur af ungu fólki sem skipulagði hátíðina og tókst það mjög vel. Greinilegt var að allir voru þaulæfðir og gert ráð fyrir öllu, enda er hátíðin orðin átta ára. Dagskráin var þannig skipulögð að fólk hafði góðan tíma til að fara á milli atriða, og það var bara ein hljómsveit að spila í einu svo ekki þurfti að gera upp á milli. Og frá því að við komum Súld á sviðinu í Motreal. Szymon Kuran og Stefán Ingólfsson. Aujour lejour VtNDREOI JUIN SAMEDI JUIN DIMANCHE JUIN LUNDI JUIN MAROI JUIN MERCREDI JEUDi JUIILET JUILLET VENDREDI JUILLET SAMEDI OIMANCHE JUILLET JUILLET midi afiMKSSí1™ MMK.MMOO AOCOU. BWTOM oaccmo f uunoux AOCOIO. SRS5K,1“^|{™ MIDI MIDI tí&XSCl1**1 WCKAmt i«o««o«0 \tZZ'S!l,AZZ MIDI 16h00~STCfeK!. - 17hÖ0 iOuMorvtiAM Sm""' Aim cmom focrpomr ÍScTi'1 tmotrrct Sí— 16h00 17h00 SKÍÍÍZÍm* STmSXÚm 3HS!sEaÉE=*~ 17h30 ishóoaaSK.^. TS'rtnSSSvnu mmícHn- - . ZSíSSmI— uuhn.um TSTuSTJje ootbtcoHo KÍP.“-y5Vi 18h00 18h00 19h00 ÍÍ, Git5STco«e«im AIR CAMAOA (S) IkélnMOM |js5; szszZT' sspsz ESK. jocmciMm “ÍSSaT Ut CRANDS CONCIRTS AIR CANAOA (Sr) ThlAra 1,0—••> 19h00 i9höösgaa- •urcmiMB “““ iS3S«. SÍtiií.o rMMjvrro tooHtmumtoi 19h00 19h00aay?uru«.(HMl uHntnSún S5USS?' sBass,' SEYiSSZr** sasísr sisrisSr otm, utotor 19h00 i9hoo«ra5ítís*‘ r»»C.Th /Ujcr. &««• Tu,rsssom Zmi'tXw SS3<'2SL*' cfítz’L i’uSi'SSL, SSÍSmm praBv«*‘ 19h00 20h00ÖStóKt^. %£££. S1"' UMTtr° mmU SÍÍSS7" ocíSEo isgœn«™ ISI 0—«VM#ROOO*u^l CrmuA 20h00 20H30 . "iSTo, ccmrn»m “O* oZ’intr"' UPtKUiUOH **”''***- 20h30 20h30KS2EÍSIKítf^~ O0.MMMI H51£S‘U' fwT VSVXtm íí»',"3S,.,c 'íH'Sjto 20h30 20h30 21 hOO ^2X7? ‘F4c,AUX y&xxr** issasr PP^ ‘^Sísssí Hf; “ ZZgSXg' nooovm ÍSu*"” ItiSmwiÍAÍlol .aStíSSarst— suul ÉVtNEMENTS SftCIAUX ALCAN 21h00 zihoop^;^ ssSr 7zzrouu rScSTtSSS, i£í McCAM, wSrU» SSSSÍ-- AMcm, uttm uomoaonuc HOOACt mOLAM om„ ÍpE— 21h00 21h30lg.35^‘—.. æET' tmxtu, m"'~ iSSSsr" 21h30 ÍSmowÍÍi 'TSÍS~“- zBsrZ. 1, mu,7 ssHs? SiSaJevi 22h00 - ■),Lnn <•>»« Z dnuu Nurr SSHr2” UXTIT w- 23h00 MMJmioi ^ HfSJS’!*! SZLSTS SZZSnu Ttlt-JAZZ OmmSUmm Q OJAUH, M J CMM I (•" ntfnol 23h30 1 footÍrmu, Dagrskrá Montrealhátiðarinnar. í dagskránni má lesa nöfn eins og Herbie Mann, Billy Cobham, Keith Jarret, Dexter Gordon, Dave Brubeck, Ella Fitzgerald, Winton Marsalis og Súld, sem reynar er skrifað SUld. og þar til við fórum var hugs- að fyrir öllu, hvað okkur varðaði. Það sást vel þegar við fórum í hljóðprufu, þar voru valdir sviðs- menn til dæmis var einn maður bara við mónitora og annar í að bjarga málum. Steingrímur kvart- aði yfír snerli sem var hálfgerður byijandasnerill og ekkert með það að það var bara kallað í talstöð og stuttu síðan kom sendi- ferðabíll með nýjan sneril. Annað sem nefna má er að við vorum með fímmta meðlim hljómsveitar- innar með okkur sem var Bjami Harðarson. Hann hefur unnið með okkur hér heima og þekkir vel til hljómsveitarinnar og til þess sem við viljum ná fram. Það var ætíð komið fram við hann af fullri virð- ingu og farið eftir öllu því sem hann sagði. Það má segja að heilu hverfí hafi verið lokað beinlínis vegna hátíðarinnar. Ókeypis aðgangur, götum var bara lokað og fólk gat farið að vild um svæðið. Á aðalgö- tunni, sem er svona álíka löng og Laugarvegurinn, voru 10-15 litlir djassklúbbar eða krár og 3-4 stór- ir salir sem helstu nöfnin spiluðu f, eins og Billy Cobham og John McFarane og Stanley Jordan og álíka. Við spiluðum síðan þann 28. á stóru útisviði, en það voru þijú svið á þessu útisvæði, og við spiluðum á því stærsta. Það var töluvert af fólki þama og þegar við spiluðum voru svona 15-20 þúsund manns sem söfnuðust við sviðið. Undirtektir voru mjög góðar og fólk kunni greinilega vel að meta tónlistina. Allir vom með á nótunum þegar ég tók trommu- sóló, og þegar Szymon dansaði kósakkadans með fiðluleiknum ætlaði allt að verða vitlaust. Þetta var skemmtileg tilbreyt- ing frá því að spila á íslandi, þvi þama vomm við að spila okkar eigin tónlist, sem öll var fmmsam- in, og enginn spurði okkur af hveiju við væmm að spila einmitt þessa tónlist. Fólk tók okkur og tónlistinni án skilyrða. Hér á ís- landi höfum við stundum verið spurði af hveiju við leikum ekki léttari tónlist, sem er í raun að spyija af hveiju við hættum ekki að vera listamenn og gemmst iðn- aðarmenn í tónlist. Okkur bauðst að halda aðra tónleika í Montreal, en það hefði þýtt viku lengri dvöl og óhemju pappírsvinnu vegna dvalarleyfís Szymons. Stefnum á Skandinaviu í framhaldi af þessari ferð hef- ur okkur verið boðið að spila aftur á djasshátfðinni í Toronto að ári og líklega verðum við einnig með í Montreal. Þá verðum við reynsl- unni ríkari og eitt af því sem við þurfum að gera til undirbúnings er að gera plötu til að hafa í far- teskinu, enda vomm við mikið spurðir um plötur ytra. Við byij- um á upptökum nú í september. Næst á dagskrá hjá okkur er sfðan ferð um Skandinaviu. Við stefnum á Porre Jassfestival í Finnlandi og Moldu í Noregi og kannski Stokkhólm og Kaup- mannahöfn. Okkur var einnig boðið í hljómleikaferð til Kanada næsta sumar, en við eigum eftir að segja af eða á hvað þá ferð varðar. Við höfum síðan ekki gefíð ís- land upp á bátinn og ætlum okkur að spila víða í vetur, í félagsmið- stöðvum sem og á skemmtistöð- um, til að kynna tónlist okkar sem vfðast. Okkur langar einnig að spila úti á landi. Það vom margir sem eiga þakkir skildar fyrir aðstoð við okkur með þessa för og þeim verð- ur öllum seint fullþakkað. Einna mestar þakkir fær kanadíski konsúllinn á íslandi, Kristbjörg, sem vann mikið verk í að verða Szymon út um áritun og atvinnu- leyfi í Kanada. Viðtal: Árni Matthiasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.