Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
33
Skoðanakönnun innan Repúblikatiaflokksins:
Sj ónvarpstrúboði
vann óvæntan sigur
Ames, Iowa, Reuter.
Sjónvarpstrúboðinn Pat Robertson vann um heigina óvæntan
sigur í skoðanakönnun Repúblikanaflokksins í Iowa-fylki vegna
forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári. Robertson skaut
þeim Robert Dole, öldungadeildarþingmanni frá Kansas, og George
Bush varaforseta báðum aftur fyrir sitr.
Að sögn kunnugra hleypir þessi
sigur Robertsons spennu í forkosn-
ingar Repúblikanaflokksins vegna
forsetakosninganna. Mesta athygli
vakti að Bush skyldi ekki njóta
meira fylgis en staða hans þykir
einkar traust auk þess sem hann
hefur fengið hina hæfustu menn
til að skipuleggja baráttu sína.
Bush lenti í þriðja sæti á eftir þeim
Dole og Robertson en tæplega
4.000 stuðningsmenn repúblikana
tóku þátt í skoðanakönnuninni.
Robertson fékk 33,7 prósent at-
kvæða, Dole 25 prósent og Bush
tæp 23.
Mike Mahaffey, formaður
Repúblikanaflokksins í Iowa-fylki,
lýsti yfir undrun sinni vegna niður-
stöðu skoðanakönnunarinnar og
sagði Robertson hafa treyst stöðu
sína þar sem augljóslega væri ekki
unnt að vanmeta framboð hans.
Kosningastjóri Georges Bush tók
í sama streng og sagði að óvæntur
sigur Robertsons sýndi að virkja
þyrfti rótgróna stuðningsmenn
flokksins.
Sjónvarpstrúboð Robertsons
nær til um fjögurra milljóna
Bandaríkjamanna. Sjálfur segist
hann iðulega taja við Drottin alls-
herjar auk þess sem hann kveðst
einnig hafa stýrt fellibyljum, sem
ógnað hafa íbúum Bandaríkjanna,
frá ströndum landsins.
Jamaika:
Lögregla
leitar morð-
ingja Tosh
Kingston, Jamaika, Rcuter.
SÉRSVEITIR lögreglunnar í
Jamaika sem leita morðingja
reggisöngvarans Peter Tosh
hafa grunaða menn undir eft-
irliti en þeir hafa ekki enn
verið handteknir.
Hinn 43 ára gamli listamaður
var skotinn í höfuðið á föstu-
dagskvöld að sögn talsmanns
lögreglu. Ræningjar réðust inn
á heimili Tosh í Kingston og
heimtuðu peninga en hann neit-
aði. Morðingjamir drápu auk
þess vin Tosh, Wilton „Doc“
Brown, og særðu fimm aðra,
þar á meðal Marlene Brown
lífsförunaut Tosh.
Ofbeldisverkin hafa vakið
mikinn ugg meðal íbúa höfuð-
borgar reggísins, tónlistarinnar
sem Tosh notaði til að beijast
gegn ranglæti og fátækt. Tosh
stofnaði hljómsveitina Wailers
ásamt Bob Marley á sjöunda
áratugnum. Þegar hún var leyst
upp á áttunda áratugnum hóf
Tosh sjálfstæðan popptónlistar-
feril við góðan orðstír.
Verdens Gang
Áreksturinn varð klukkan 10.56 að norskum tima á sunnudag.
Norska vélin kom frá Banak og eftir áreksturinn fylgdu tvær F-16
herþotur henn til baka. Sovéska herþotan kom frá flugvelli nærri
Murmansk á Kóla-skaga.
Mynd þessa af sovésku orustuþotunni tók Jan Salvesen ,flugmaður
norsku vélarinnar, áður en áreksturinn varð.
Reuter
Sovésk orustuþota flýgur á norska yfir Barentshafi:
Skalf af hræðslu og ótt-
aðist að vélin myndi hrapa
- sagði flugmaður norsku vélarinnar
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
SOVÉSK herþota af gerðinni SU-27 „Flanker" flaug á sunnudag
á norska eftirlitsflugvél í alþjóðlegri lofthelgi yfir Barentshafi.
Norska flugvélin, sem er af gerðinni Orion, var í reglubundnu
eftirlitsflugi er óhappið átti sér stað. Einn hreyfill norsku vélarinn-
ar eyðilagðist og málmflísar gengu inn í skrokk hennar. Engin
slys urðu á mönnum.
Orion-vélin var stödd 48 sjómíl- vélamar samsíða nokkra stund
ur utan sovéskrar lofthelgi þegar áður en sú sovéska hvarf. Hálftíma
herþotan kom upp að henni. Flugu síðar kom sovéska herþotan aftur
Nýja-Kaledónía:
Nær algjör eining
um stj órn Frakka
Noumea á Nýju-Kaledóníu, Reuter.
YFIRGNÆFANDI meirihluti kjósenda á Nýju-Kaledóníu staðfesti
að eyjamar skildu áfram vera undir stjóm Frakka. Það gefur þó
ekki fullnægjandi mynd af stöðu mála, því Kanakar, frambyggjar
eyjanna, sniðgengu kosningarnar. 98,3% vom fylgjandi áframhald-
andi sambandi við Frakkland, en 1,7% vildu láta lýsa yfir sjálfstæði.
58,9% þeirra sem vora á kjörskrá neyttu kjörréttar síns, en það er
talsvert meira en búist hafði verið við.
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, sagði að þessi úrslit
væm „lýðræðinu og Frakklandi
mikill sigur" og sagði kjörsóknina
sýna svo ekki væri um villst hver
hugur manna væri.
Talsmenn Sósíalískrar þjóðfrels-
isfylkingar Kanaka (FLNKS)
sniðgengu kosninguna og sögðu að
hún hlyti að hafa í för með sér að
sambandssinnar ynnu, þar sem
Frakkar hefðu flust í slíkum mæli
til Nýju-Kaledóníu að þeir væru nú
í meirihluta. Þeir hefðu verið þar
sem nýlenduherrar, en þegar sjálf-
stæði eyjanna væri til umræðu hlyti
slíkt að vera mál frumbyggjanna.
Því kröfðust þeir þess að kjörrétt
hefðu einungis Kanakar og þeir sem
rakið gætu ættir sínar til eynna í
a.m.k einn mannsaldur. „Við höfn-
um eindregið hvaða niðurstöðu
þessara gervikosninga sem er,“
sagði Yann Celene Uregusi, með-
limur í stjórnmálaráði FLNKS.
Kanakar eru í minnihluta á eyj-
unum, um 43%, en afgangurinn er
frá Frakklandi, Asíu og Eyjaálfu.
Ekki kom til neinna átaka eins
og talin hafði verin hætta á og
þeir 8.400 hermenn og lögreglu-
þjónar, sem kvaddir höfðu verið til,
áttu náðuga daga. Þeir héldu þó
uppi eftirliti með helstu vegum og
gættu lqörstaða, en óttast var að
aðskilnaðarsinnar myndu reyna að
hindra Kanaka í hópi sambands-
sinna í að ganga til kosninga.
Ákjörskrá 85.022
Kjörsókn 50.250
Ógildatkvæði 797
GÖd atkvæði 49.453
Adskilnadarsinnar 842
Sambandssinnar 48.611
á vettvang og flaug mjög nærri
norsku vélinni. Herþotan flaug
undir væng norsku vélarinnar og
jók síðan skyndilega ferðina. Við
þetta rakst þotan utan í ysta hreyf-
il Orion-vélarinnar. Brak úr
hreyflinum gekk inn í skrokk
norsku vélarinnar og fjarskipta-
búnaður aftast á flugvélinni eyði-
lagðist.
Orion-vélin sendi strax út neyð-
arkall. Tvær þotur af gerðinni F-16
voru sendar af stað og fylgdu þær
norsku vélinni til flugvallar í Banak
í Finnmörku. Að sögn áhafnar
norsku vélarinnar varð sovéska
þotan ekki fyrir neinum skemmd-
um. Fylgst var með þotunni á
ratsjá þar til hún lenti á flugvelli
á Kóla-skaga. „Þetta er það hræði-
legasta sem ég hef upplifað. Ég
skalf af hræðslu og óttaðist að
vélin myndi hrapa," sagði Jan Sal-
vesen, flugstjóri Orion-vélarinnar.
„Skömmu áður en vélamar rák-
ust saman tók sovéski flugmaður-
inn af sér hanskana og baðaði út
höndunum. Ef til vill var hann að
sýna okkur hvað hann væri fær
flugmaður. Hann flaug vélinni
undir annan væng okkar og jók
skyndilega ferðina," sagði Salves-
en. „Flugvélin hristist og skalf.
Við urðum að drepa á einum
hreyflinum vegna þess jafnvægi
vélarinnar raskaðist. Brak úr ónýta
hreyflinum rauf gat á skrokkinn
og við það féll loftþrýstingurinn.
Við urðum því að steypa okkur
niður í 10.000 feta hæð til þess
að forðast súrefnisskort , “ bætti
hann við. Yfirmenn Salvesens hafa
lofað framgöngu hans og sagt
hann hafa sýnt einstaka rósemi
og yfirvegun á hættustund.
„Villimennska", sagði Alf Gran-
viken, yfírmaður herafla Noregs.
„Ég fæ ekki betur séð en að so-
véski flugmaðurinn hafi ofmetið
eigin hæfni og hagað sé dólgs-
lega,“ bætti hann við.
Norskar og sovéskar flugvélar
fljúga oft samsíða í alþjóðlegri loft-
helgi er flugmenn þeirra bera
kennsl hvorir á aðra. Vanalegt er
að vélamar haldi sig minnst í 150
metra fjarlægð.
Norskir herforingjar telja
óhugsandi að sovéski flugmaður-
inn hafi flogið viljandi á norsku
flugvélina til þess hafí hann sjálfur
verið í of mikilli hættu. Norska
ríkisútvarpið sagði í gær að so-
véska flugmanninum kynni að hafa
verið falið að hindra norsku flug-
vélina í að koma nær Sovétríkjun-
um vegna þess að hugsanlega hafí
Sovétmenn verið að reyna nýtt
farartæki eða flugvél, sem ráða-
mönnum innan Atlantshafsbanda-
lagsins væri ekki kunnugt um.
Norðmenn hafa komið kröftug-
um mótmælum á framfæri við
stjómvöld í Sovétríkjunum. Fáein-
um klukkustundum eftir árekstur-
inn kölluðu starfsmenn utanríkis-
málaráðuneytisins Alexander
Teterin, sendiherra Sovétríkjanna
í Noregi, á sinn fund. „Ríkisstjóm-
in lítur þetta atvik mjög alvarleg-
um augum," sagði Thorvald
Stoltenberg utanríkisráðherra og
lét í það skína að hann hefði talað
rækilega yfir hausamótunum á
sovéska sendiherranum. Stolten-
berg krafðist skjótra svara og
útskýringa á því hvemig atvik sem
þetta gæti gerst.
„Ég heiti því að svar mun ber-
ast um hæl og það verður itarlegt,“
sagði Teterin í viðtali við frétta-
menn í gær. „Ég veit það eitt að
flugmenn beggja vélanna höfðu
fengið sínar fyrirskipanir," bætti
hann við.