Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Foreldrar krefjast
aðgangs að skóla
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðar Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FORELDRAR 25 barna í bænum Dewesbury, hafa neitað að fallast
á ákvörðun fræðsluyfirvalda um hvar börn þeirra skuli sækja skóla.
Alla síðustu viku hafa þeir mætt í skólann Overthorpe til að leita
þar inngöngu en neita að senda börnin i Headfield-skólann, en báð-
ir þessir skólar eru í sama bæ. Menntamálaráðherrann hefur lýst
því yfir að hann hafi ekki vald til að grípa inn í þessa deilu.
Seint síðastliðinn vetur var for- múhameðstrsúar. Foreldramir
eldrunum tilkynnt að bömin yrðu
að sækja Headfield-bamaskólann,
en engin þeirra höfðu æskt þess.
En bamaskólar taka böm af tiltekn-
um svæðum. Nú varð breyting á
því hvaða svæði tilheyrði Overt-
horpe-skólanum, sem leiddi til þess,
að öll þessi böm gátu ekki sótt
þennan skóla. Foreldrunum var því
sagt að senda böm sín í Headfield.
Þegar ljóst var að foreldramir
fengju ekki vilja sínum framgengt
tóku þeir að skipuleggja til hvaða
aðgerða yrði gripið. Þeir komust
að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkast
yrði að mæta með bömin í skóla,
sem foreldramir vildu að þau fengju
aðgang að, og auglýsa þannig mál-
stað sinn. Þau reystu á að kosninga-
loforð íhaldsflokksins frá því í
sumar um að auka valfresli foreldra
í menntakerfinu yrði til þess að
málið kæmist í fjölmiðla. Það reynd-
ist rétt og um fátt hefur verið meira
fjallað að undanfömu.
Þrýst var á menntamálaráðherrann,
Kenneth Baker, að grípa franm
fyrir hendumar á skólayfírvöldum
í Dewesbury, sem er í Vestur-
Jórvíkurskíri. En hann komst að
þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki
heimild til þess í lögum, en lýsti
yfir skilningi á málstað foreldrana
og sagði að þegar ný lög, sem
væri verið að undirbúa, yrðu komin
I gegnum þingið, ættu svona vanda-
mál að vera úr sögunni. En fyrstu
tillögur ráðherrans um nýskipan
fræðslumála þar sem hrinda á
stefhumálum íhaldsflokksins í
framkvæmd, hafa mætt mikilli and-
stöðu kennarasamtaka og fræðslu-
yfirvalda víða um land.
98% nemenda í Overthorpe em
hvítir en um 90% nemenda í Head-
fíeld em af asísku bergi brotnir og
neita því að þeir séu haldnir kyn-
þáttafordómum, en segja að þau
vilji að böm sín fái vandaða, hefð-
bundna brezka skólagöngu, sem
þau telja að ekki sé að fá í Head-
field. Yfírvöld neita því og segja
að nemendur í þeim skóla standi
jafnfætis öðram.
Reuter
Eþíópía:
Þúsundir manna voru við hátíðahöld í Addis Ababa á sunnudag þegar lýst var yfir stofnun alþýðulýð-
veldisins Eþiópiu. Hergögn og alls kyns vígtól voru sýnd af þessu tilefn.
Herlög afnumin o g
lýðveldi sett á stofn
Addis Ababa, Reuter.
ÞÚSUNDIR manna komu saman á götum Addis Ababa, höfuð-
borgar Eþíópíu, á sunnudag til að fagna afnámi herlaga og
stofnun lýðveldis. Leiðtogar þjóðarinnar hafa rikt í skjóli her-
laga allt frá árinu 1974 þegar Haile Selassie keisara var steypt
af stóli. Á fimmtudag sór Mengistu Haile Mariam embættiseið
forseta lýðveldisins, sem áfram mun lúta stjórn marxista.
Forsetinn verður yfírmaður her- samkvæmt má starfa í landinu.
afla landsins og fær hann einnig Vestrænn sendimaður í Addis
völd til að velja ráðherra stjómar- Ababa sagði í viðtali við Reuters-
innar með fyrirvara um samþykki
þingsins. Hið nýja þing landsins
valdi Mengistu forseta ríkisráðsins
í síðustu viku en ráðið mun hafa
alla stjóm ríkisins með höndum.
Mengistu mun áfram gegna emb-
ætti aðalritara Verkamannaflokks
Eþíópíu, sem er marxískur flokkur
og er eini flokkurinn sem lögum
fréttastofuna að Mengistu myndi
hafa meiri völd en nokkur annar
leiðtogi þeirra ríkja Afríku sem lúta
stjóm marxista. Mengistu hyggst
áfram vinna að framgangi sósíalis-
mans og lagði hann áherslu á þetta
helsta markmið sitt í sjö klukku-
stunda langri ræðu á miðvikudag í
síðustu viku. Að sögn vestrænna
sendimanna hafa verið gerðar
nokkrar breytingar á stjóm landsins
en almennt er talið að stefnan verði
óbreytt. 23 ráðherrar vom í fyrri
stjóminni og fengu sex þeirra ekki
embætti í fyrstu stjóm alþýðulýð-
veldisins Eþíópíu.
Athygli hefur vakið að nafn Leg-
esse Asfaw, sem átti sæti í stjóm-
málaráði flokksins og þykir hallur
undir Sovétmenn, er ekki að finna
á lista með nöfnum háttsettra emb-
ættismanna hinnar nýju stjómar.
Legesse skipulagði steftiu stjómar-
innar varðandi búferlaflutninga á
smábændum, sem fjölmörg erlend
ríki hafa fordæmt og lagt að jöfnu
við nauðungarflutninga. Rúmlega
átta milljónir bænda hafa verið
fluttar til nýrra heimkynna þar sem
þeim er gert skylt að starfa í sam-
ræmi við samyrkjustefnu stjómar-
innar.
Ekki er ljóst hvaða hlutverki þing
landsins mun gegna. í hinni nýju
stjómarskrá landsins segir að það
sé ,æðsta valdastofnun ríkisvalds-
ins“ en að sögn vestrænna sendi-
manna mun það aðeins staðfesta
ákvarðinir leiðtoga Eþíópíu llkt og
kom á daginn er það kom fyrst
saman í síðustu viku. Þingmenn
vom kosnir í júnímánuði en þá fóm
fram fyrstu þingkosningar í landinu
frá árinu 1974.
V estur-Þýskaland:
Flokkur Kohls tap-
ar í ríkiskosnineum
Rnnn. R*»utpr.
KRISTILEGI demókrataflokkurinn (CDU) tapaði
talsverðu fylgi í kosningum í Slésvík-Holstein og
Bremen á sunnudag og verður flokkurinn því að
reiða sig í auknum mæli á frjálsa demókrata (FDP).
Fylgi frjálsra demókrata tvö-
faldaðist í Bremen. Bættu þeir
einnig talsvert við sig í kosningum
til þingsins í Slésvík-Holstein, þar
sem þeir em nú í oddastöðu, og
kveðast ætla að mynda stjóm með
kristilegum demókrötum, flokki
Helmuts Kohls, kanslara Vestur-
Þýskalands.
Fijálsum demókrötum hefur
vaxið fískur um hrygg í ríkiskosn-
ingum víðar um Vestur-Þýska-
land og situr flokkurinn nú í
stjómum fjögurra ríkja ásamt
CDU.
Kristilegir demókratar misstu
tæplega þriðjung fylgis síns í
Bremen og fengu 23,4 prósent
atkvæða. Misstu þeir sex prósent
í Slésvík-Holstein og fengu 42,6
prósent. Höfðu þeir áður 49 pró-
sent og meirihluta á þinginu þar.
Ljóst er að innan flokksins rílq'a
miklar áhyggjur vegna þessa
fylgistaps. „Urslitin í Slésvík-
Holstein og Bremen em mikil
vonbrigði, á því leikur enginn
vafi,“ sagði Kohl í sjónvarpsvið-
tali þegar atkvæði höfðu verið
talin.
Jafnaðarmenn (SPD) í Slésvík-
Holstein, sem hefur verið vígi
hægri manna, vom sigri hrós-
andi. Þeir fengu 45,2 prósent
atkvæða og er Jafnaðarmanna-
flokkurinn nú stærstur flokka
þar. „CDU hefur tapað miklu fylgi
og SPD bætti talsvert við sig,“
sagði Hans Jochen Vogel, formað-
ur Jafnaðarmannaflokksins.
„Eftir þijá áratugi höfum við náð
þeim árangri að vera stærsti
flokkurínn í fylki, sem þekkt er
fyrir íhaldsemi að uppbyggingu
og samsetningu."
Jafnaðarmenn í Bremen héldu
meirihluta sínum þótt þeir töpuðu
tæplega einu prósenti fylgis.
Fengu þeir 50,5 prósent atkvæða.
Kohl kenndi því um að margir
neyttu ekki atkvæðisréttar síns í
kosningunum í landbúnaðarfylk-
inu Slésvík-Holstein. Kohl viður-
kenndi að deilur innan stjómar
sinnar um afvopnunarmál, mann-
réttindi í Chile og stefnu hennar
hefðu einnig átt mikinn þátt í
tapi kristilegra demókrata.
Gerigi græningja var misjafnt
í kosningunum. Þeir tvöfolduðu
fylgi sitt f Bremen og fengu 10,5
prósent atkvæða, en í Slésvík
Holstein tókst þeim ekki að ná
þeim fimm prósentum fylgis, sem
þarf til þess að fá þingsæti f fylk-
inu.
Hægri öfgaflokkurinn Þýska
þjóðarfylkingin (DVU) fékk Qög-
ur sæti á þinginu í Bremen. Klaus
Wedemeyer, borgarstjóri í Brem-
en, sem telst eitt sambandsríki,
sagði að sókn öfgamanna yst á
hægri væng stjómmáianna væri
alvarlegt mál. Það væri hlutverk
hinna rótgrónu flokka að stemma
stigu við sókn nýnasisma.
Kohl sagði í gær að árangur
Þýsku þjóðarfylkingarinnar væri
aðeins bundinn við Bremen og
bæri þvf ekki vitni að nýnasistar
væm að komast til áhrifa í Vest-
ur-Þýskalandi. Fréttaskýrendur
sögðu að DVU hefði f kosninga-
baráttu sinni náð stuðningi
óánægðra verkamanna í Bremen,
þar sem orðið hefur afturkippur
í efnahagslífí. Eins og áður segir
þurfa flokkar að njóta fímm pró-
senta fylgis tii þess að koma
mönnum inn á ríkisþing og var
þessi regla sett eftir heimsstyij-
öldina síðari til þess að koma í
veg fyrir að öfgaflokkar næðu
ítökum. Bremen er undantekning
þar á. Atkvæði í Bremen annars
vegar og Bremerhaven hins vegar
em talin í sitt hvom lagi. þótt
borgimar teljist eitt ríki. I Bre-
Reuter
Uwe Barschel, forsætisráðherra Slésvík-Holstein, tekur utan um
konu sína Freyju á kosningahátíð kristilegra demókrata á sunnu-
dag. Kristilegir demókratar töpuðu fimm prósentum fylgis í
ríkiskosningum, en fijálsum demókrötum óx fiskur um hrygg
og verður Barschel því áfram við völd.
merhaven fékk Þýska þjóðarfylk-
ingin 5,4 prósent atkvæða og
nægði það til þess að koma ijórum
þingmönnum að.
Kohl kanslari hvatti til þess í
gær að þegar í stað yrði hafin
rannsókn á ásökunum um að
kristilegi demókratinn Uwe
Barschel, forsætisráðherra
Slésvík-Holstein, hefði fyrirskipað
að öllum brögðum yrði beitt í
kosningabaráttunni til þess að
ófrægja Bjöm Engholm, fram-
bjóðanda jaftiaðarmanna. Ásak-
anir þessar birtust í vikuritinu
Der Spiegel og vom hafðar eftir
aðstoðarmanni í blaðafulltrúa-
deild Barschels, sem heldur því
fram að þær hafí kostað hann að
minnsta kosti eitt sæti f kosning-
unum.
Barschel, sem nær að halda
velli í Slésvík-Holstein með stuðn-
ingi ftjálsra demókrata, hefur
stefnt vikuritinu og aðstoðar-
manninum. „Það var ekkert hæft
í greininni í Spiegel, utan hvað
nafnið mitt var rétt stafsett,"
sagði Barschel.