Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
|
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
37
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
Hvað stendur
góðærið lengi?
að er gömul saga og ný,
að þegar við búum við
góðæri hættir okkur til að
gleyma því, að góð afkoma
okkar byggist á atvinnuvegi,
sem er svo einhæfur, að þar
getur orðið snögg breyting til
hins verra nánast á einni nóttu.
Grózkan í sjávarútvegi hefur
verið með eindæmum síðustu
tæp tvö árin. Saman hafa farið
lækkandi olíuverð, hækkandi
fískverð og mikill afli. Þetta
hefur leitt til stórbættrar af-
komu fyrirtækja í sjávarútvegi,
sem hafa getað greitt upp tap
fyrri ára að verulegu leyti á
skömmum tíma. Jafnframt
hafa sjómenn notið hækkandi
fískverðs í ríkum mæli og vöxt-
urinn í sjávarútvegi hefur
breiðst út um allt efnahagslífíð.
Vonandi heldur þessi þróun
áfram. Þó er ástæða til að
íhuga tvennt sem gerzt hefur
nú á undanfömum vikum.
í Morgunblaðinu um helgina
var frá því skýrt, að veruleg
verðlækkun hefði orðið á rækju
á nokkrum mánuðum og jafn-
framt hefur sölutregða ieitt til
umtalsverðrar birgðasöfnunar
innanlands. Mikill uppgangur
hefur verið í rækjuveiðum og
vinnslu á síðustu ámm og
margir aðilar hafa lagt út í
verulega fjárfestingu til þess
að nýta hagstæð skilyrði á
rækjumörkuðum. Verðlækkun
og sölutregða á rækju sýnir,
að breytingin frá velgengni til
erfíðleika getur verið mjög
snögg. Raunar má segja, að
þessi þróun á rækjumörkuðum
sýni í hnotskum það, sem gerzt
getur í sjávarútvegi okkar al-
mennt.
Á undanfömum vikum hefur
töluvert verið rætt um þau
miklu umskipti sem urðu á físk-
markaði í V-Þýzkalandi í
kjölfar sjónvarpsþáttar þar í
landi. Eftirspum eftir físki
stórminnkaði og mikil verð-
lækkun varð eftir sjónvarpsþátt
þar sem fjallað var um orma í
físki. Það er skoðun sérfróðra
manna, að það geti tekið físk-
markaðinn í V-Þýzkalandi tvö
ár að ná sér á strik á ný. Þessi
óvænta breyting sýnir hvað
matvælaframleiðsla er við-
kvæm og að lítið má út af bera.
Að þessu er vikið hér nú
vegna þess, að margt bendir
til þess að við séum að gleyma
okkur í góðærinu og gætum
ekki að okkur. Við getum geng-
ið út frá því sem vísu, að
einhvem tíma á næstu misser-
um geti orðið sú breyting á
fískmörkuðum okkar eða veið-
um, að afkoma þjóðarinnar
snöggversni. Það hefur alltaf
gerzt og engin ástæða til að
það gerist ekki á ný meðan
afkoman byggist á svo ein-
hæfum atvinnuvegum sem
raun ber vitni. Þess vegna er
skynsamlegt að ganga hægt
um gleðinnar dyr.
Samkvæmt gildandi kjara-
samningum hefur verkalýðs-
hreyfíngin það í hendi sér,
hvort laun hækka um næstu
mánaðarmót um 7,25% hjá öll-
um launþegum í landinu eða
hvort sú hækkun verður minni.
Það er nánast hægt að full-
yrða, að launahækkun af þessu
tagi muni leiða til nýrrar koll-
steypu í efnahagsmálum. Sá
árangur, sem náðst hefur í
baráttu við verðbólguna frá
árinu 1983 verður eyðilagður
að töluverðu leyti. Jafnframt
er hætta á að gengislækkun
krónunnar verði óhjákvæmileg.
Áður en verkalýðshreyfingin
tekur ákvörðun, sem haft getur
slíkar afleiðingar á almenning-
ur í landinu kröfu á að forsvars-
menn verkalýðssamtakanna
sýni fram á það með rökum,
að Iægstlaunaða fólkið verði
betur sett eftir slíkar aðgerðir
en áður. Það er ákaflega erfítt
að sjá hvemig það getur verið
í þágu þeirra sem verst eru
settir að kalla yfír þjóðina nýja
verðbólguöldu. Þegar við bæt-
ist að góðærið kann að vera
að renna sitt skeið á enda er
nánast ómögulegt að skilja
hvað geti vakað fyrir foringjum
verkalýðssamtakanna ef þeir
taka ákvörðun um að hleypa
þessari miklu kauphækkun út.
Góðærinu getur lokið snögg-
lega af ástæðum sem við ráðum
ekki við svo sem vegna sam-
dráttar í afla eða verðlækkunar
á erlendum fískmörkuðum. En
við getum líka sjálf séð til þess
að endalok þess komi fyrr en
ella hefði orðið með röngum
ákvörðunum um grundvallar-
mál eins og launamál. Þess
vegna fer ekki hjá því, að at-
hygli þjóðarinnar beinist mjög
að Ásmundi Stefánssyni for-
seta ASÍ á næstu dögum. Hann
getur ráðið meiru um það en
flestir aðrir hver framvindan
verður í efnahagsmálum okkar
á næstu mánuðum og misser-
um.
Ég hef lítinn
áhuga á
spennusögum
- segir norski spennusagnahöfund-
urinn Jon Michelet
EINN af fulltrúm Norðmanna á Bókmenntahátíð 1987 er rithöfund-
urinn Jon Michelet. Upphaflegt starfsval hjá Michelet er sjómennska
og hefur hann skipstjórnarréttindi og hefur verið mörg ár til sjós.
Árið 1969 lauk hann prófum frá Norsk Journalistskole og hefur
unnið sem blaðamaður, útgáfustjóri, hafnarverkamaður og blaða-
maður. Rithöfundaferil sinn hóf hann árið 1975.
Þórarínn Þórarinsson:
Opið bréf til Geirs
HaUgrímssonar
fyrrv. utanríkisráðherra
„En ég hef haldið skipstjómar-
réttindum mínum,“ segir Michelet,
„og ég fer alltaf öðru hveiju á sjó-
inn. Síðast í sumar var ég fenginn
til að stýra skipi sem gerði út frá
Spitzbergen, nyrst í Noregi, afpví
ég þekki eyjamar mjög vel. Mér
hefur alltaf líkað vel á sjónum og
ég vil viðhalda réttindum mínum
ef svo færi að ég fengi leið á rit-
störfum."
En nú virðast manni sjó-
mennska og ritstörf mjög ólíkar
greinar. Er ekki sjaldgæft að
sjómenn gerist rithöfundar?
„Jú, reyndar er það frekar sjald-
gæft, en þó hefur sú braut verið
mdd fyrir löngu af höfundum eins
og Melville, Conrad og Jack Lon-
don. En ég skrifa ekki sögur um
sjómennsku, þótt ég hafi skrifað
sögulega skáldsögu um seglskip.
Aðallega skrifa ég spennusögur."
Nú eru spennusögur sjaldnast
settar í flokk „góðra bók-
mennta,“ þótt þær séu vinsælar
og mikið lesnar. Hver er þín
skýring á því?
„Ég veit í rauninni ekki afhveiju
þær em svo mikið lesnar, því flest-
ar spennubækur sem skrifaðar em
í dag em mjög lélegar. Ég hef sjálf-
ur lítinn áhuga á þeim, les kannski
eina eða tvær á ári. Sjálfur kýs ég
að bijóta sögumar upp þegar ég
skrifa spennusögur, til að uppfylla
þau skilyrði sem ég set mér sem
rithöfundur. Þegar ég skrifaði
„Járnkrossin," sem þýdd hefur ver-
ið á islensku og fjallar um gömlu
og nýju nazistahreyfinguna í Nor-
egi, braut ég söguna upp með
staðreyndum úr pólitískum skýrsl-
um og sögulegri þróun hér og þar
í gegnum bókina.
Annars er oft erfítt að vera
spennusagnahöfundur vegna þess
að spennusögur, eða það sem við
Morgunblaðið/Sverrir
Norski rithöfundurmn Jon Mic-
helet
getum kallað „þrillerar" em ekki
gjaldgengar í flokknum „fagurbók-
menntir." Ég er til dæmis viss um
að Graham Greene hefði fyrir löngu
fengið Nóbelinn ef hann skrifaði
ekki spennusögur. Vegna þess var
hann settur í flokk rithöfunda sem
ekki kemur til álita þegar velja
skal nóbelshöfund. Samt er hann
einn af vinsælustu og vönduðustu
höfundum okkar tíma.
Vissulega vefjast þessir hlutir
fyrir manni. Ég hef reynt að leggja
áherslu á að skrifa góðan og van-
daðan texta. Útgefendur mínir vildu
auglýsa mig upp sem Alistair
Maclean Noregs og þeir gerðu það,
þótt ég væri ekki hrifinn af hug-
myndinni. Því varð ég ákaflega
glaður þegar ég fékk þá umsögn í
ensku dagblaði að ég skrifaði góðan
texta og væri ekkert líkur Macle-
an.“
Það væri íslenskur ósiður ef ég
drægi að svara bréfí þínu til mín,
sem birtist í Morgunblaðinu 12.
þ.m.
í þeirri grein minni, sem þú vitn-
ar til, lagði ég áherslu á, að íslend-
ingar eigi að sýna festu og einbeitni
í skiptum við aðrar þjóðir. Ég vil
nefna dæmi til að skýra þetta sjón-
armið mitt betur, en það er ráð-
herrafundurinn í London í janúar
1976, þegar þú varst fomstumaður
okkar í íslensku sendinefndinni. Við
áttum þá yflr höfði okkar hótun
um vaxandi hemaðarlegan yfír-
gang á íslandsmiðum, ef samningar
tækjust ekki. Þú talaðir máli þjóðar
þinnar af festu og einbeitni. Mér
féll mjög vel málflutningur þinn.
Við létum ekki undan. Festa og
einbeitni okkar á þessum fundi átti
ríkan þátt í því, að fullur sigur
vannst í landhelgismálinu fyrr en
nokkum gmnaði í janúar 1976.
Mér flnnst að slíka festu og ein-
beitni hafí oft skort í sambandi við
vamarmálin, einkum þó hin síðari
ár. Þú virðist draga þá ályktun af
grein minni, að ég telji þig aðal-
sökudólginn og svo ef til vill þá
Olaf Jóhannesson og Steingrím
Hermannsson. Þetta er misskilning-
ur. Ég nefni ekki neinn sérstaklega
í grein minni, en ég tel sökina
margra og í sumum tilfellum tel
ég sjálfan mig ekki undanskilinn.
Ástæðan er sú, að við höfum oft
verið andavaralausir um of, þótt
mest brögð hafi verið að því síðustu
árin.
Ég átti minn þátt í því, að við
gengum í Nató á sínum tíma og
er enn fylgjandi þeirri þátttöku. Ég
álít samstarf okkar innan samtaka
vestrænna þjóða eðlilegt af land-
fræðilegum, sögulegum og hug-
sjónalegum ástæðum, en þótt þetta
samstarf sé eðlilegt, verðum við að
gæta þess, að láta það ekki leiða
okkur til talhlýðni og undirgefni.
Þess gættum við í landhelgismálinu.
Þessa hefur ekki verið gætt
nægilega í vamarmálum síðustu
árin eða eftir að hin nýja flota-
stefna kom til sögunnar á fyrra
kjörtímabili Reagans forseta.
Þessi nýja stefna er m.a. fólgin
í því að færa hina svonefndu norð-
urvíglínu frá siglingaleiðum milli
Grænlands, íslands og Skotlands
norður fyrir ísland og byggja þar
upp flotastyrk, sem sé fær um að
gera árásir á Kolaskagann og fleiri
staði í Sovétríkjunum og fylgja þeim
eftir með beinni innrás, ef þurfa
þykir. Þessi flotastyrkur, sem aðal-
lega byggist á flugmóðurskipum,
nægir þó ekki, nema hann njóti
stuðnings frá flugvöllum, höfnum,
ratsjárstöðvum og birgðageymslum
á Islandi, Noregj, Skotlandi og
Danmörku (Grænland).
Þessi nýja flotastefna hefur leitt
pg mun leiða til aukins þiýstings á
ísland. Síðan hafíst var handa um
framkvæmd hennar hefur olíu-
birgðastöðin í Helguvík verið
stóraukin frá því sem fyrst var
gert ráð fyrir, hafíst handa um
byggingu tveggja langdrægra rat-
sjárstöðva og loks lögð áhersla á
að komið verði upp svokölluðum
varaflugvelli, með fjárstyrk frá
Nató, sem ekki er kunnugt um að
boðið hafi verið áður, enda er þess-
um varaflugvelli ætlað að breytast
í algeran herflugvöll á átakatímum.
Vafalaust mun fleira fylgja á
eftir.
Sá galli er á þessari flotastefnu,
að hún byggir á þeirri bamalegu
óskhyggju, að Rússar taki þessu
þegjandi og aðgerðalaust. Slíkt er
vitanlega fullkominn misskilningur.
Þeir keppast nú við að auka vígbún-
að sinn til að mæta þessum fyrirætl-
unum. Norður-Atlantshafíð er því
að verða það svæði, þar sem nú fer
fram mesta vígbúnaðarkapphlaupið
í heiminum og bæði risaveldin búa
sig þar undir stórkostlegustu átök-
in, ef til stríðs kæmi, sem á tækniöld
getur hafíst hvenær sem er vegna
svokallaðra mannlegra mistaka.
Ég tel mig ekki þurfa að lýsa
því, hvaða hætta fylgir jiessu
vígbúnaðarkapphlaupi fyrir Island
og íslensku þjóðina.
Þórarinn Þórarinsson
„Þú talaðir máli þjóðar
þinnar af festu og- ein-
beitni. Mér féll mjög vel
málflutningur þinn. Við
létum ekki undan.
Festa og einbeitni okk-
ar á þessum fundi átti
ríkan þátt í því, að full-
ur sigur vannst í
landhelgismálinu fyrr
og nokkurn grunaði í
janúar 1976. Mér finnst
að slíka festu og ein-
beitni hafi oft skort í
sambandi við varnar-
málin, einkum þó hin
síðari ár.“
Þeim fer nú fjölgandi í Banda-
ríkjunum, sem eru andvígir þessari
flotastefnu. Þeir telja t.d. hina fyrir-
huguðu fjölgun flugmóðurskipa
meira en hæpna, því að þau geti
orðið óvininum auðveld bráð. Þeim
fer líka fíölgandi sem vilja ná sam-
komulagi milli risaveldanna um
samdrátt vígbúnaðar á Norður-
höfum. Sá eðlilegi ótti fer lfka
vaxandi, að samningur um sam-
drátt eldflauga á landi geti orðið
til þess að kjamorkuvopnum verði
fjölgað í hafinu.
íslendingar eiga að snúast til ein-
dregins stuðnings við þá stefnu að
samið verði um samdrátt vígbúnað-'
ar á Norðurhöfum og beita til þess
áhrifum sínum innan Sameinuðu
þjóðanna og Atlantshafsbandalags-
ins. Þeir eiga að árétta þetta viðhorf
sitt með því að hafna öllum hemað-
arframkvæmdum hér á landi, sem
ekki hefur þegar verið samið um.
Þeir eiga ekki að láta telja sér trú
um, að slíkar framkvæmdir auki
öryggi íslands eða Atlantshafs-
bandalagsríkjanna, heldur gera sér
ljóst að þær verða aðeins til að
auka og herða vígbúnaðarkapp-
hlaupið á Norðurhöfum, sem er
andstætt hagsmunum íslands.
Islendingar eiga ekki aðeins að
beita sér fyrir kjamorkuvopnalaus-
um Norðurlöndum, sem getur leitt
til þess að kjamorkuvopnum fjölgi
í hafínu, heldur miklu frekar fyrir
kjamorkuvopnalausu norðurhveli
jarðar, enda er það stuðningur við
þá stefnu Reagans og Gorbachovs
á Reylgavíkurfundinum að útiýma
öllum kjamorkuvopnum fyrir alda-
mót.
Við eigum að vinna að fram-
kvæmd á þeirri tillögu Steingríms
Hermannssonar, að á íslandi geti
risið miðstöð fyrir friðarviðleitni og
fundi stjómarleiðtoga um friðar-
gerð.
Þetta bréf er þegar orðið lengra
en ég ætlaði í upphafi. Ég lýk því
með þeirri von að við getum átt
samleið um framangreind sjónar-
mið og að þú fylgir þeim fram með
sömu festu og einbeitni og á Lund-
únafundinum.
Morgunblaðið/Sverrir
Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, ávarpar gesti við seteángu Bókmenntahátíðar 1987
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, tekur á móti Isabel AUende við setningu hátiðarinnar, en Thor hefur
nýlokið við að þýða bók Allende, „Hús andanna."
Kanadíski flautuleikarinn, Robert Aitken
Birgir Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, við setningu Bókmenntahátíðar 1987:
Anægjuleg nýbreytni í
menningarlífí Islendinga
Meðal gesta á setningu Bókmenntahátíðar 1987 má hér, meðal annarra, sjá Poul Borum frá Dan-
mörku, Isabel Allende frá Chile, Regin Dahl frá Færeyjum, Felix Thoresen frá Noregi, Dorrit Willumsen
frá Danmörku og hjónin Sigurð Pálsson, rithöfund og Kristínu Jóhannesdóttur, kvikmyndaleikstjóra,
frá íslandi.
BÓKMENNTAHÁTÍÐIN 1987
var sett i Norræna húsinu
síðastliðinn sunnudag að við-
stöddu fjölmenni. Knut
Ödegárd bauð gesti velkomna
og flutti kveðju frá forseta ís-
lands, frú Vigdísi Finnbogadótt-
ur, sem er vemdari hátíðarinn-
ar. Frú Vigdís er, sem kunnugt
er, í Japan og verður þvi ekki
viðstödd Bókmenntahátíðin hér
að þessu sinni.
Knut Ödegárd minnti viðstadda
á orð guðspjallamannsins Jóhann-
esar: „í upphafí var orðið," og
sagði í því sambandi „Orðið geym-
ir sögu okkar, sögu þjóðar okkar,
fomsögur okkar og goðsagnir.
Rætur samtímans liggja í þessum
bókum og smíði framtíðarinnar
getur aðeins orðið í ljósi þekkingar
á því sem ritað hefur verið." Síðan
þakkaði Knut samstarfsmönnum
sínum í framkvæmdastjóm hátí-
ðarinnar, þeim Áma Sigurjóns-
syni, Einari Kárasyni, Halldóri
Guðmundssyni, Ingibjörgu Bjöms-
dóttur, Sigurði Valgeirssyni, Thor
Vilhjálmssyni og Omólfi Thors-
syni, fyrir að gera þessa bók-
menntahátíð að veruleika.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, flutti síðan
stutt ávarp, bauð hina erlendu
gesti velkomna og sagði að bók-
menntahátiðir væru ánægjuleg
nýbreytni í menningarlífí okkar
íslendinga. Sú bókmenntahátíð
sem hér væri að hefíast væri
óvenjulega glæsileg og vel að
henni staðið.
Þvínæst flutti Ámi Siguijóns-
son heiðursgesti hátíðarinnar,
Halldóri Laxness, kveðju, þakkaði
honum framlag hans til íslenskra
bókmennta og fyrir að hafa tengt
okkur við hinn stóra heim með
verkum sínum.
Sigurður Pálsson, formaður Rit-
höfundasambands íslands, flutti
einnig ávarp. Hann hóf mál sitt á
því að rifja upp söguna um Babels-
tuminn sem mannfólkið byggði til
himna og hlaut að launum reiði
Guðs, sem ákvað að fólkið í tumin-
um skyldi ekki tala sama tungu-
mál. Frá þeim degi hafí mennimir
átt erfítt með að skilja hver ann-
an. „Bókmenntir em gerðar úr
tungumáli," sagði Sigurður, „fyrir
rithöfunda byijar og endar allt á
tungumálinu." Vegna ólíkra
tungumála heims sagði Sigurður
að hátíðir sem Bókmenntahátíð
1987 væri stór liður í að brúa bil
milli tungumála, og eðlilegt fram-
hald af þeirri vinnu sem þýðendur
erlendra bóka hefðu þegar hafið.
Síðan þakkað Sigurður þeim sem
stóðu að hátíðinni og lagði áherslu
á að hún væri ekki aðeins mikil-
væg fyrir höfunda, heldur líka
fyrir lesendur.
Sara Lidman frá Svíþjóð flutti
stutt ávarp sem hún vildi kalla
„Vöm fyrir litlu tungumálin." Hún
benti á hversu stórt tækifæri hátíð
sem þessi væri fyrir þá sem kæmu
frá smáþjóðum, jafnvel þjóðarbrot-
um, til að koma bókum sínum á
framfæri.
Næst lék Kanadíski flautuleik-
arinn, Robert Aitken, einleik á
flautu, meðal annars verk eftir
Þorkel Sigurbjömsson. Að lokum
þakkaði Knut Ödegárd þeim sem
höfðu flutt ávörp og gestum fyrir
komuna og sagði Bókinenntahátíð
1987 setta.