Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
41
Fulltrúar á 8. þingi Landssambands íslenskra sam vinnustarfsmanna.
70 manns á þingi LÍS
DAGANA 4.-6. september var haldið að Bifröst i Borgarfirði átt-
unda landsþing LÍS, Landssambands íslenskra samvinnustarfsmanna.
Þingið sátu fulltrúar starfsmannafélaga samvinnuhreyfingarinnar
og gestir þeirra, alls um 70 manns víðsvegar að af landinu.
Þingsetning var föstudagskvöldið
4. september og voru þá fluttar skýrsl-
ur stjómar og teknar til afgreiðslu.
Af starflnu kom það fram að sumar-
búðir bama samvinnustarfsmanna
vom reknar í tíunda sinn í ár en þær
hafa notið mikilla vinsælda. Forstöðu-
maður sumarbúða hefur verið _Ann
Marí Hansen úr Hafnarfirði. LÍS á
svæði undir orlofshús í landi Breiðu-
mýrar í Reykjadal í S-Þing. Er stefnt
að þvi að það land verði fullskipulagt
og hafnar framkvæmdir þar enda
hafa þegar borist umsóknir um hús.
Einnig hefur mikið verið unnið í lífeyr-
ismálum.
Ávörp fluttu Þórir Páll Guðjónsson
fyrrverandi formaður LÍS og Claes
Bjurá sem var á þinginu fulltrúi KPA,
Kooperativa Personal Alliansen, sem
em samtök samvinnustarfsmanna á
hinum Norðurlöndunum. Þess má og
geta að þau samtök héldu upp á 40
ára afmæli sitt í ágúst sl. í Karlstad
í Svíþjóð. Þangað fór knattspymulið
íslenskra samvinnustarfsmanna og
vann það til silfurverðlauna. Fékk lið-
ið líka mikið hól fyrir prúðmannlega
framkomu innan vallar sem utan.
Aðalmál landsþingsins vom málefni
samvinnustarfsmanna en starfandi
var nefnd sem lagði fram tillögur í
tíu liðum varðandi þau mál. Þær til-
lögur birtust í síðasta tbl. Hlyns,
tímarits LÍS. Þar er lögð áhersla á
að mennta og þjálfa starfsfólk svo
að vinnuaðstaða og kjör séu ekki lak-
ari hjá samvinnuhreyfingunni en
öðmm og helst sé gert betur. Lögð
er áhersla á virka stjómun, gott upp-
lýsingastreymi og tillögur em um
nýráðningar og tilfærslur milli starfa.
Loks em settar fram tillögur um að-
búnað, almenn kjör og frístundir.
Einnig var rætt um lífeyrismál, en
Lífeyrissjóður Sambandsverksmiðj-
anna á Ákureyri hafði sótt um aðild
að Samvinnulífeyrissjóðnum sem var
samþykkt. Mörg fleiri mál komu til
umræðu og vom þingfúllrúar ófeimn-
ir að viðra skoðanir sínar.
Að lokum var gengið til kosninga
og var Páll Leósson frá Akureyri end-
urkjörinn formaður. Með honum í
framkvæmdastjóm em Kristín Guð-
rún Helgadóttir, Guðmundur Logi
Lámsson, Jóhann Sigurðsson og Jak-
ob Bjömsson öll frá Akureyri. Auk
þess vom kosnir sex menn í aðal-
stjóm sem í sitja fulltrúar víðsvegar
að af landinu, auk kosninga til ýmissa
annarra starfa og fulltrúa í stjóm
Samvinnulífeyrissjóðsins, en þar eiga
sæti af hálfu LÍS Matthías Guð-
mundsson, Reykjavík, og Birgir
Marinósson, Akureyri.
Að þingi loknu þáðu kaffi í Bifröst
nokkuð á annað hundrað lífeyrisþegar
samvinnuhreyfingarinnar sem vom í
skemmtiferð um Borgarfjörð í laugar-
daginn 5. september.
(Fréttatílkynning)
Vegna flutninga seljum við
á spreng-hlægilegu verði t.d.:
Gólfteppi frá kr. 295.- m2 — Flísar á góif og veggi
frá kr. 770.- m2 — Hreinlætistækjasett í litum
(baðkar, handlaug, W.C.) frá kr. 15.000.- —
Handlaugar frá kr. 1.000.- — Baðkör frá
kr. 1.500.- — Ennfremur blöndunartæki,
baömottur, baðhengi, baðljós, o.m.fl.
Þetta stórkostlega tækiiæri
má enginn láta Iramhjá sér fara.
13 ÚTSÖLUMARKAOUR
iarma
Reykjavíkurvegi 64
— S:652285
X
jtaiBifTHt!
■c >
-i
VIÐ BJÓÐUM UPP Á EINSTAKA FERÐ TIL ÍSRAELS OG EGYPTALANDS, ÞAR SEM M.A.
VERÐUR FERÐAST UM SÖGUSLÓÐIR BIBLÍUNNAR.
MIÐVIKUDAGUR, 28. 0KT0BER.
Flogiö Irá Keflavlk tll
Heathrow flugvallar. Þar blöur
langferöabill tll að flytja
hópinn til Gatwick flugvallar
og þaðan verður flogið til
Tel Aviv.
FIMMTUDAGUR, 29. 0KT0BER.
Skipulögö skoöunarferö um
Tel Aviv.
FÖSTUDAGUR, 30. OKTOBER.
Farið af staö frá Tel Aviv og
keyrt sem leið liggur til
noröurs meðfram strönd
Miöjaröarhafsins og komið
til Sesareu, borgar sem
Herodes konungur lét reisa
til heiðurs keisaranum,
en varð slðar krossfaraborg.
Komiö til Karmel fjalls og
þaðan til Haifa, sem er
helsta hafnarborgin I israel
mjög falleg og nýtiskuleg.
Þá er ekið til Meggidó og
Taborfjalls. Þessa nótt
veröur gist á gistihúsi á
samyrkjubúi.
LAUGARDAGUR, 31. 0KT0BER.
Heildagsskoðunarferö til
Gólanhæöa og Gallleuvatns.
Farin veróur bátsferð yfir
vatnið. Glst á samyrkjubúi.
SUNNUDAGUR, 1. NÓVEMBER.
Fariö til Nasareth og
Boöunarkirkjan skoöuö, sem
byggö er yfir helli Jósefs
og Marlu. Þaöan veröur haldió
áfram til Are og Rosh Hanikra
Gist á samyrkjubúi.
MÁNUDAGUR, 2. NÓVEMBER.
Ekiö sem leið liggur til
suóurs eftir Jordandalnum,
meöfram ánni Jordan til
Jerikó sem er eins og vin
I eyóimörkinni og talin vera
ein elsta borg I heimi. Komiö
til Betaniu og fleiri staöa.
Gist I Jerúsalem.
ÞRIÐJUDAGUR, 3. NÓVEMBER.
Deginum eytt vió aö skoóa
Jerúsalem og Ollvufjalliö.
MIDVIKUDAGUR, 4. NÓVEMBER.
Frjáls dagur i Jerúsalem.
FIMMTUDAGUR, 5. NÓVEMBER.
Farió til Betlehem og
grafhýsi Rakelar, til
Zlónsfjalls og Musterisfjalls.
Gist i Jerúsalem.
FÖSTUDAGUR. 6. NÓVEMBER.
Frjáls dagur í Jerúsalem.
LAUGARDAGUR, 7. NÓVEMBER.
Áfram veróur haldiö I
suöurátt til Dauöahafsins.
Massada og Qumran.
SUNNUDAGUR. 8. NÓVEMBER.
Ekió til Kaíró.
MÁNUDAGUR. 9. NÓVEMBER.
Skoóunarferó um Kaíró.
ÞRIÐJUDAGUR, 10. NÓVEMBER.
Skoöaöir veröa Pýramídarnir
og Memþhis, hin forna höfuóborg
neöra Egyptalands, þar sem hinn
frægi Alabasturs—Sfinx, sem
Ramedis II lét reisa, stendur.
MIÐVIKUDAGUR. 11. NÓVEMBER.
Fariö til baka til israel.
FIMMTUDAGUR. 12. NÓV. - 18. NÓV.
Eilat. Þessa daga veröur boöið
upp á sól og baöstrandarlif
viö Rauöahafið.
MIÐVIKUDAGUR. 18. NÓV.
Haldiö at staö til London
Kl. 22:30, en þar veróur gist
i tvær nætur. Komió veröur til
Keflavlkur föstudaginn
20. nóvember.
VERÐ AÐEINS KR. 75.000,-
Ath. að hálft fæói er innifaliö
I verðinu.
Ferdaskrifstofan
ifFarandl
Vesturgotu 5. Reykjavik simi 622420