Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Hvað þarf til að fatlað ungmenni
geti notið jafnréttis til jafns við
ófatlað til náms? Það getur þurft
mikla sérkennslu og aukakostnað
vegna aðgengis og námsgagna og
ýmiskonar ytri aðstöðu.
Hvað þarf til að fatlað ungmenni
geti notið jafnréttis í félagslífi til
jafns við ófatlað ungmenni?Það
getur þurft að auka vinnu í ungl-
ingamálum til að mæta sérþörfum
fatlaðra ungmenna í félagslífínu.
Þannig mætti raunar lengi telja
og málið er einfalt hvað þetta varð-
ar. Málið snýst um það að þeir
aðilar sem stjóma félagslegum
þáttum í þjóðfélagslífinu — bæði í
ríkisgeiranum og í sveitarfélögun-
um — skilji þessa hluti. Þetta er
reikningsdæmi sem auðvelt er að
setja inn í fjárhagsáætlanir hvers
sveitarfélags til að mynda.
Það eru í landinu mörg hundruð
fötluð ungmenni. í hveiju sveitarfé-
lagi er viss fjöldi fatlaðra ung-
menna. Það er tiltölulega auðvelt,
ef vilji er fyrir hendi, að kanna
þennan fjölda og fínna þarfir hvers
og eins. Dæmi um þetta er í sveitar-
félagi þar sem þetta hefur verið
reynt. í kjölfar slíkrar könnunar
þarf svo einfaldlega að reikna það
út hvaða kostnaður er við þá við-
bótarþjónustu sem fötluð ungmenni
þurfa á að halda. Það þarf að reikna
það út hvað það kostar að veita
þessum unglingum þetta almenna
jafnrétti.
Því miður hefur verið misbrestur
á að sveitarfélag hafí viðurkennt
þessa einföldu staðreynd í verki þó
að góðar undantekningar séu þó á
því. Víða sitja fötluð ungmenni í
meira og minni einangmn langtím-
um saman.
í upphafi var talað um það á
hvaða plani jafnréttisumræðan er í
þjóðfélaginu. Hér hefur verið drepið
á einn lítinn þátt í jafnréttismálum.
Þama er af mörgu að taka. Ég
efast samt um að skortur á jafn-
rétti sé meiri annarsstaðar en hjá
fötluðu fólki. Það er með ólíkindum
hvað það hefur dregist að veita öll-
um fötluðum sömu möguleika og
ófötiuðum í þjóðfélaginu. Að það
skuli til að mynda vera staðreynd
að hluti af mikið fötluðu fólki fær
ekki einu sinni fullnægt frumþörf-
um sínum um húsnæði og umönnun
á eðlilegan hátt, vekur áleitna
spumingu um þá siðmenningu sem
við búum við í okkar ríka þjóðfélagi.
Höfundur eratvinrwmálafulltrúi
íKópavogi.
Skólakór
Garðabæj-
ar með tón-
leika í kvöld
SKÓLAKÓR Garðabæjar býr sig
nú undir tónleikaferð til Eng-
lands og heldur kórinn tónleika
í kvöld í Hallgrímskirkju í
Reykjavík. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.30 og verða flutt verk af
kirkjulegri efnisskrá kórsins.
Kórinn mun dveljast í Hampton
í boði Hampton School Choir dag-
ana 19.-27. september og halda
þrenna tónleika. Tvenna kirkjutón-
leika í St. Mary’s Church í Hampton
og St. Peter’s Church við Eaton
Square í London og svo tónleika
með þjóðlögum og annarri verald-
legri tónlist í tónleikasal Hampton
skólans.
Með kómum verða þrír hljóð-
færaleikarar, Sigurður Halldórsson
sellóleikarí og Pétur Jónasson gítar-
leikari og Gústaf Jóhannesson
organleikari, sem bæði leikur ein-
leik og með kómum.
Eins og fyrr segir verður kórinn
með tónleika í kvöld í Hallgríms-
kirkju. Það era elstu félagar kórsins
sem taka þátt í ferðinni en kórinn
starfar í þremur deildum.
Stjómandi kórsins er Guðfínna
D. Ólafsdóttir.
43
Trésmiðjan Ösp hf.:
Sérhæfa sig í
smíði einingahúsa
Stykkishólmi.
HJA Trésmiðjunni Ösp hf. í framkvæmdastjóra fyrirtækisins
Stykkishólmi hefir verið yfirfullt hafa þeir 20—30 menn í sinni þjón-
að gera á þessu ári og framund- ustu og gætu bætt við fleiri starfs-
an er tími athafna og iðju. mönnum væra þeir á lausu.
Ríkarður segir að þeir framleiði ein-
Að sögn Ríkarðs Hrafnkelssonar ingahús í 5 stærðum og hafa þeir
sérhæft sig í þessari húsagerð og
gat Ríkarður þess að þeir sem hefðu
skipt við þá væra mjög ánægðir
með húsin, þau hefðu í einu og öllu
reynst vel.
Þá segir hann að fyrir nokkrum
árum hafi þeir hafið smíði leik-
tækja handa skólum og leikvöllum
og hafí þau notið mikillar hylli og
gengið vel að selja þau. Þeir hafa
líka verið í almennum verkefnum,
bæði viðhaldsverkefnum og öðram
og liggi nú þó nokkuð fyrir. Það
hefír ekki lítið að segja að atvinnu-
ástandið í Stykkishólmi hefír verið
ágætt á þessu ári, bæði til lands
og sjávar.
— Arni
Morgunblaðið/Árni Helgason
Ríkarður Hrafnkelsson fram-
kvæmdastjóri Trésmiðjunnar
Aspar.
Eini dansskólinn seiH kcnnir alla dansa.
Þú finnur örugglega eitthvað við þitt hæfi!
Barnadansar
Undirstaða fyrir alla samkvæmis-
dansa. Hringdansar - sungið með.
Gamlir dansar og splunkunýir dansar.
i
Disko-Jazz
Freestyle
Nýir dansar. Kennt eftir viðurkenndu
bresku keppniskerfi. Einstaklingsdans-
ar, paradansar og hópdansar. Aðeins
allra nýjustu lögin ráða ríkjum.
- Jazzballett
- Jazzdans.
Fyrir börn frá 7 ára, unglinga og ungar
konur á öllum aldri. Splunkunýir
rosagóðir dansar.
Jazzleikskólinn
Böm á aldrinum 3-6 ára læra létta
jazzleikdansa. Þau herma eftir Guffa,
Mikka mús og Jóakim. Spennandi nýir
dansar fyrir framhaldsnemendur.
r ~mm HMULtfl—
Jg^ VISA
■HB9HI
Stepp
- Tap-dans
Allir geta lært að steppa. Stepp er bæði
fyrir stelpur og stráka. Börn frá 8 ára
aldri unglingar og fullorðnir. Hver man
ekki eftir Gene Kelly og Fred Astair? Það
er enginn of gamall til að reyna.
Samkvœmisdansar
Fyrir börn, unglinga, hjón og pör.
Hagnýt spor og dansar sem við notum
þegar við förum út að dansa. - Gamlir
og nýir samkvæmisdansar.
”Kaffikvörnin ”
- danstímar fyrir
eldri borgara
Við dönsum á föstudögum í Bolholti 6,
kl. 15.00. ( hléinu er nýmalað kaffi og
heitt á könnunni. Framhaldsflokkur -
byrjendaflokkur. Innritun í síma 687580
daglega frá kl. 13.00 -18.00 eða hjá Unni
og Hermanni í síma 36141.
Dansinn lengir lífið!
Hermann Ragnar
Nýtt
Rock in Roll
Sérstakir ”Rokk-stuð” tímar verða í
fyrsta skipti í vetur. Þurrkað verður af
gömlu góðu plötunum.
Framhaldsflokkar
Nýir þrælgóðir dansar og ný spor.
Haldið verður áfram þar sem frá var
horfið. Hafið samband við okkur sem
fyrst og við finnum rétta hópinn.
Vetrarönn I
Innritun
lýkur föstudaginn 18. september.
Þangað til verður innritað daglega í
Bolholti 6 frá kl. 13.00 - 18.00.
Símar 68-74-80 og 68-75-80.
Skírteini
verða afhent laugardaginn 19. septem-
ber í Bolholti 6 frá kl. 14-17.
Kennsla hefst mánudaginn 21. septem-
ber. Greiðslukortaþjónusta. Fjölskyldu-
afsláttur.
Skrifstofan í Bolholti 6 er opin daglega
frá kl. 14-20, mánudaga til föstudaga.
Á laugardögum opnum við kl. 12 á
hádegi og lokum kl. 17.
Hermann Ragnar Unr<ur
V
Henný
<XM>
Trygging fyrir réttri
tilsögn í dansi.
llPYB#P4l
' ( I ÖC7; K :
hefst mánudaginn 21. september og lýkur með jólagleði í
veitingahúsinu EVRÓPU í desember.
Kennslustaðir:
Bolholt 6 og veitingahúsið EVRÓPA
^r) 'líc&Á.
BOLHOLTI 6, SÍMAR 68-74-80 OG 68-75-80. O