Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 51 Ofurhugi á mótorsvifdreka NÝLEGA var frá því sagt á síðum Morgunblaðsins að hol- lenskur „ofurhugi" að nafni Eppo Harbrink Numan hyggist fljúga mótorsvifdreka yfir Norð- ur-Atlantshafi sumarið 1988 og þá með viðkomu á íslandi. Les- endum Morgunblaðsins til glöggvunar birtist hér mynd af farartækinu sem var til sýnis á flugsýningunni miklu í Paris í júní sl. Það sést að ekki fer mik- ið fyrir farartækinu hans Numans, sem heitir „Charcoal" í höfuðið á veitingahúsi sem Numan rekur í heimabæ sínum, Den Haag í Hollandi. Það er hálf ótrúlegt að nokkrum manni skyldi detta það í hug að ferðast á þennan máta yfír Norður- Atlantshaf þegar hægt er að ferðast mun ódýrara og með mun minni fyrirhöfn milli heimsálfa, t.d. með breiðþotu þar sem þægindin eru mun meiri. Mótorsvifdrekinn „Charcoal" er knúinn fjögurra strokka Limbach- fjórgengishreyfli sem er talinn mjög gangþýður og sparneytinn. I bátn- um þar sem flugmaðurinn situr hefur annað sætið verið fjarlægt og þar komið fyrir 125 lítra elds- neytisgeymi. Meðal siglingatækja verða Loran-C-mótttakari og sjálf- virkt stefnumiðunartæki, eða ADF eins og það nefnist á flugmáli. Sjálf- ur verður Numan vel klæddur að hætti kafara og orrustuþotuflug- manna ef ske kynni að hann þyrfti að nauðlenda á leiðinni og fá sér óvæntan sundsprett. Ennfremur verður hann með neyðarbúnað alls- konar með sér, þar með talið gúmmíbjörgunarbát, neyðarblys í öllum regnbogans litum, vítamín- bætt drykkjarvatn, veiðibúnað og 357 magnum-skammbyssa af Smith & Wesson-gerð, sem er liklegast ætluð til notkunar ef Nu- man og ísbjöm skyldu verða samferða á ísjaka einhvers staðar á leiðinni. Numan ráðgerir að leggja af stað frá Rotterdam í júlí nk. og verður fyrsti viðkomustaður hans í Cranfí- eld í Englandi þar sem fram fer stór og mikil flugsýning heimasmíð- aðra flugvéla. Þaðan ætlar hann um Skotland, Benbecula og Stomoway til Voga í Færeyjum og áfram til Homafjarðar. Frá Homa- fírði mun leiðin liggja um Selfoss og þaðan til Látravíkur þaðan sem hann ætlar að fljúga til Kulusuk á austurströnd Grænlands. Frá Kulu- suk hyggst hann þræða strendur Grænlands suður að Nassarssuaq og þaðan áfram norður með vestur- ströndinni um Nuuk til Syðra- Straumíjarðar. Frá Syðra-Straum- firði mun leið hans liggja til herstöðvarinnar við Cape Dyer á Baffínslandi, síðan til Frobisherflóa og þaðan áfram suður um óbyggðir Kanada. Lokaáfangastaður Nu- mans verður í Oshkosh í Wiscons- in-fylki í Bandaríkjunum og áætlar hann að vera kominn þangað í byrj- un ágúst en þá fer fram hin árlega flugsýning Experimental Aircraft Association, sem er ætluð flug- áhugamönnum og er stærsta og fjölsóttasta flugsýning í heimi og stendur í vikutíma. Upphaflega ætlaði Numan að verða fyrstur manna til að fljúga mótorsvifdreka hringinn um hnöttinn en það vom alltof mörg ljón í veginum fyrir því að hans sögn, fyrst og fremst af stjómmálalegum ástæðum. Það verður eflaust gaman að fylgjast með hvemig áformum hollenska ofurhugans líður og hvemig honum tekst til við að verða fyrstur manna yfír Atlantshaf á mótorsvifdreka. Mynd og texti: PPJ < cn 5 ö [ KRINGLUNNI Radial stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 o SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < KSI UEFA EVRÓPUKEPPNI BIKARMEISTARA Akranes Kalmar á Akranesvelli í dag klukkan d ^R.30 Akranes hefur skorað flest mörk allra liða í sumar. Verða sænsku meistararnir slegnir út? Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.