Morgunblaðið - 15.09.1987, Page 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
KVENNADEILD REYKJAVIKURD.
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Afgreiðsla - konur
Okkur vantar sjálfboðaliða til afgreiðslustarfa í sölubúð-
um okkar.
Um er að ræða ca. 3 klst. hálfsmánaðarlega, fyrir
hádegi, eftir hádegi eða að kvöldi.
Upplýsingar í sölubúðum kl. 9-12:
Sölubúðin Borgarspítala (Auður-Þóra), s. 36680,
Sölubúðin Landspítala (Ellen-lngunn), s. 29000 (501),
Sölubúðin Landakotsspítala (Lilý), s. 19600.
Heimasímar:
74062 Auður, 51752 Þóra.
23289 Ellen, 36289 Ingunn.
36817 Lilý.
Kvennadeild Revkjavíkurdeildar Rauða kross Islands
íauói Kross lslands
Kveðjuorð:
*
Aslaug Guðmunds-
dóttir, Staðarstað
+
MUPRO-RÖRAFESTINGAR
Ef þið hafió ekki MUPRO-listann undir höndum nú
þegar, þá hringið og fáið hann sendan um hæl.
LEITIÐ UPPLÝSINGA.
^ VATNSVIRKINN/l/
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 0620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMI. VERSLUN: 686455, SKRIFSTOFA: 685966
LYNGHÁLS 3, SÍMI 673415
SIEMENS
Góð og hagkvæm
þvottavél
#18 þvottakerfi.
•Sparnaðarhnappur.
•Frjálst hitaval.
•Vinduhraði 600 og 800
sn./mín.
• íslenskur leiðarvísir.
•Gömlu góðu Siemens-
gæðin.
Komið íheimsókn tij okkar:
Smith og IMorland
Nóatúni 4,
s. 28300.
Miðvikudaginn 26. ágúst andaðist
á Sjúkrahúsi Akraness Áslaug Guð-
mundsdóttir eftir stutta legu og var
hún jarðsungin frá Akraneskirkju 3.
september síðastliðinn að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Áslaug var fædd 25. júlí 1908 og
ólst upp á Bóndhól í Borgarhreppi í
Mýrarsýslu. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Jónsson kennari á
Hvanneyri og síðar bóndi á Bóndhól,
en hann lést er Áslaug var tæplega
sjö ára. Móðir Áslaugar var Soffía
Snorradóttir, systir Hjartar Snorra-
sonar skólastjóra á Hvanneyri og
síðar alþingismanns. Ætt þeirra
systkina var úr Dölum og voru þau
m.a. komin af Magnúsi Jónssyni á
Laugum (1763—1840), Lauga-
Magnúsi, sem var eitthvert afkasta-
mesta rímnaskáld sinnar tíðar og
mjög kynsæll. Annars er ekki ætlun-
in að rekja hér ætt Áslaugar. Áslaug
ólst upp við venjuleg störf eins og
þá var títt, gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík tvo vetur 1926—1928.
Hún giftist 25. júní 1931, Þorgrími
V. Sigurðssyni, sem þá var nýlega
vígður til Grenjaðarstaðarpresta-
kalls, en lýðveldisárið var honum
veittur Staðarstaður, þar sem þau
sátu uns Þorgrímur lét af prestskap
í ársbytjun 1973. Þá fluttust þau til
Reykjavíkur og bjuggu þar, þangað
til veturinn 1983 er þau fluttu upp
á Akranes, en þar lést Þorgrímur
10. júlí 1983 og hafði þá verið léleg-
ur til heilsunnar í nokkur ár.
Á Grenjaðarstað faeddust þeim
hjónum fjögur böm: Ásdís, Soffía
Margrét, Ragnheiður og Guðmund-
ur. Auk þess ólu Áslaug og Þorgrím-
ur upp Heiðar Jónsson, sem naut
ástúðar allrar flölskyldunnar. Öll eru
bömin enn á lífi nema Ragnheiður,
sem lést nú síðla vetrar eftir stranga
sjúkdómslegu. Öll voru bömin dugn-
aðarfólk, sem öll giftust og áttu
afkomendur, bamabömin urðu 17
og bamabamabömin em nú orðin
5. Öll hafa þessi systkini fengist
meira og minna við kennslu, sem
virðist mörgu af þessu fólki í blóð
borin.
Þetta em nú aðeins fáeinar stað-
reyndir um ævi Áslaugar en segja
næsta lítið um konuna sjálfa og störf
hennar. Það liggur í hlutarins eðli
að ekki hefur verið létt fyrir kom-
unga konu að fylgja nývígðum presti
á ókunnan stað í öðmm landsfjórð-
ungi, þar sem kunnugt var að áhugi
á trú- og kirkjumálum hafði um hríð
verið næsta takmarkaður. Að auki
bættist við að stjómmálaskoðanir
nýja prestsins féllu ekki í sama far-
veg og flestra Þingeyinga, enda gat
Þorgrímur þess oft að róðurinn hefði
ekki verið léttur þar í fyrstu, en
hann var alltaf einbeittur kjarkmaður
og kom það sér oft vel._
En Þorgrímur bóndi Áslaugar lét
sér ekki nægja að vera „bara prest-
ur“, þótt hann rækti það af sam-
viskusemi og kostgæfni. Þau
stunduðu alltaf vemlegan búskap
samhliða prestskapnum, en það sem
mestan tíma hans tók og lengi hlýtur
að halda nafni hans á lofti var þó
kennslan. Þorgrímur var síðasti
kennimaður, sem í vemlegum mæli
fékkst við að kenna unglingum. Þeg-
ar hann hætti kennslu féll niður
þráður, sem prestum hafði fylgt frá
upphafí kristni á íslandi, að kenna
unglingum undir skóla heima hjá
sér. Skólahald af þessu tæi var mjög
eðlilegt í dreifbýlinu hér á landi, þar
sem ekkert þéttbýli var til. Þessa
kennslu jók Þorgrímur mjög eftir að
þau hjón fluttust vestur að Staðar-
stað, en þá hélt hann skóla flesta
vetur, en stundum fór kennslan fram
annars staðar. Má segja að þá hafí
eftirspum eftir skólum verið meiri
en framboðið, en nú er breyting á
orðin. Það liggur í hlutarins eðli, að
slík heimakennsla hefur mætt mikið
á húsfreyjunni og hefði ekki verið
möguleg nema hjónin væm sam-
stillt. Ekki var nóg að hugsa fyrir
kennslu og andlegu fóðri ungling-
anna, heldur þurftu þeir líkamlegt
fóður og aðra umhirðu, sem mæddi
eðlilega mjög á húsfreyjunni. Auk
þess eiga ýmsir þéttbýlisbúar ömgg-
lega erfítt með að skilja hvemig
heimili til sveita urðu að vera sjálf-
bjarga á þessum ámm. Þetta allt
leysti Áslaug af hendi með stakri
prýði. Þótt hlutur prestskvenna væri
oftast mikill, þá varð hann eðlilega
meiri við slíkar aðstæður.
Það vita allir að minningargreinar
em oft ekki síður um höfundinn en
þá sem þeim er ætlað að fyalla um,
og mun undirritaður ekki breyta út
af þeirri venju hér. Fyrir 31 ári var
ég einn vetur nemandi séra Þorgríms
og nam landsprófsfræði og varð sá
vetur alltaf mér mjög minnisstæður
og afdrifaríkur. Mér fannst ég gera
nokkuð sem ekki átti að vera hægt
og fyrir vikið varð ómögulegt fyrir
mig að halda að ég væri einskis
nýtur. Af þessum sökum hélt ég allt-
af tryggð við þau hjón. Þau vom
notaleg heim að sækja. Þorgrímur
hafði oft ferskar skoðanir á málum
og Áslaug var alltaf skömleg og
traust. Gaman var að fylgjast með
seinustu árin sem hún lifði er hún
var af framsýni að hugsa myndarlega
um viðhald og endumýjun í íbúð sinni
á Akranesi, þar sem hún bjó í skjóli
bama sinna. Reisn sinni hélt hún til
hinstu stundar.
Einar G. Pétursson.
Hún Áslaug frá Staðastað er látin.
Þó þessi fregn hefði ekki átt að koma
neinum, sem til þekkti, á óvart og
þó við vissum að þessi aldraða kona
hefði háð vonlaust stríð við skæðan
sjúkdóm svo mánuðum skipti, brá
okkur og minningamar sóttu að.
Það var vorið 1944 að nýr prestur
kom að Staðastað. Presturinn var sr.
Þorgrímur V. Sigurðsson (látinn fyr-
ir nokkmm ámm) og kona hans
Áslaug Guðmundsdóttir, ásamt fjór-
um ungum bömum þeirra.
Fljótt kom í ljós og duldist engum
að þama fóm engar meðal manneskj-
ur. Árin þeirra á Staðastað urðu 28.
Yfir heimili þeirra hvíldi ætíð reisn
og menningarblær, sem hún Áslaug
átti svo mikinn þátt í.
Við sveitungar hennar munum
aldrei gleyma þessum glæsilegu
hjónum né verkum þeirra fyrir sveit
og hérað.
Fyrir mína hönd og sveitunga
minna sendi ég bömum Áslaugar og
sr. Þorgríms og fóstursyni innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Áslaugar
Guðmundsdóttur.
Þórður Gíslason, Ölkeldu II.
Gabríella O.E. Þor-
steinsdóttír— Minning
Fædd 22. maí 1930
Dáin 20. júni 1987
O, hve óvænt það var að heyra
lát elsku systur og frænku, Gabrí-
ellu Oddrúnar Þorsteinsdóttur. Við
söknum hennar af heilum hug.
Ella, eins og hún var kölluð í
daglegu tali, var dóttir hjónanna
Brynhildar Ólafsdóttur og Þorsteins
Magnússonar, hún var elst af sex
bömum.
Við systkinin vomm mjög sam-
hent og sérstaklega systumar, leiðir
okkar skildu er ég fór til Banda-
ríkjanna 1952, en við höfðum alltaf
náið samband fram á síðustu stund.
Á þessari stundu er hugurinn
fullur af þakklæti vegna góðra
minninga á liðnum ámm, já, ára-
tugum.
Ella mín var alltaf svo blíð og
góð í viðmóti og hæglát. Hún vildi
öllum vel. Hún var einstaklega dug-
leg við saumaskap, enda kom það
sér vel með stóra bamahópinn, en
þau vom sjö að tölu, og þurfti mik-
ið til að klæða allan hópinn, jafn-
framt saumaði hún oft á systkina-
bömin líka. Hún hafði gaman af
að sauma upp úr notuðum fatnaði
og tókst það með eindæmum vel.
Það lék allt í höndum hennar. Ella
var líka jafn fær í hannyrðum sem
saumaskap og var heimili hennar
til sóma.
Þegar komið er að kveðjustund
viljum við þakka góðri systur og
frænku einlæga vináttu. Megi góð-
ur Guð blessa minningu hennar.
Friðbjörg E. Þorsteinsdóttir
og fjölskylda