Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
63
Minning:
Indriði R. Kristins-
son frá Leirá
Fæddur 30. júlí 1955
Dáinn 8. september 1987
í dag er til moldar borinn mágur
minn, Reynir Kristinsson. Útför
hans er gerð frá Leirárkirkju. Reyn-
ir hafði átt við erfiðan sjúkdóm að
striða undanfarin tæp þrjú ár. Þótt
vitað væri að hveiju drægi kemur
andlátsfregnin alltaf óvænt, alltaf
jafn miskunnarlaus.
Reynir var fæddur 30. júlí 1955.
Hann ólst upp í foreldragarði á Leirá
hjá þeim Kristni Júlíussjmi og Sigur-
ást Indriðadóttur. Reynir var fjórði
elstur sjö systkina. Ég kynntist
Reyni veturinn 1974—1975 er hann
leigði með systur sinni og síðar konu
minni íbúð við Laugaveginn, en
bæði lásu þá undir stúdentspróf.
Halla konan mín við framhaldsdeild
Samvinnuskólans en hann við Verzl-
unarskólann. Það var reyndar
þennan sama vetur sem ég og Sissí,
eftirlifandi kona Reynis, tengdumst
Leirárfjölskyldunni. Eftir stúdents-
próf vann Reynir lengst af hjá
Skýrsluvélum ríkisins. Hugurinn
stefndi þó'hjá þeim báðum, Rejmi
og Sissí, til frekari mennta og að
afla sér meiri þekkingar og reynslu.
Til Danmerkur var stefnt þar sem
Reynir hóf nám við Viðskiptaháskól-
ann í Kaupmannahöfn. Það var
síðan að loknu einu misseri og í
jólafni hér heima sem sjúkdómur
sá uppgötvaðist sem nú hefur sigrað
góðan dreng. Það var á gamlársdag
sem Reynir gekk fyrst undir hnífinn
til að reyna að fá bót. Allan þennan
tíma brást kjarkurinn aldrei. Aldrei
var að sjá örvæntingu. Allan þennan
tíma veit ég að Reynir hefur hugs-
að, ég skal sigra. Jafnvel eftir seinni
aðgerðina var enn þessi óbilandi trú
og kraftur fyrir hendi. E_n dauðinn
varð að lokum sterkari. Ég tel það
mikla gæfu að fá að kynnast svo
heilsteyptum og góðum dreng sem
Reynir var. Hann var traustur og
öruggur í öllu. Með þessum fátæk-
legu orðum vil ég þakka samfylgd-
ina.
Sissí mín, Guð styrki þig og dæt-
ur ykkar, Margréti og Astu.
Björn Jónsson
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið
og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(T.G.)
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins i Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er
birtur. Meginregla er sú, að
minningargreinar birtist undir
fullu nafni höfundar.
í dag kveðjum við hinstu kveðju
kæran vin, Indriða Reyni Kristins-
son, sem alltof snemma yfirgaf
okkur. Minningamar um ógleyman-
legar samverustundir á uppvaxtar-
árum koma í hugann. Þakklæti og
samhygð með nánustu ástvinum
hans er okkur efst í sinni á skilnað-
arstundu. Megi sá sem öllu ræður
styrkja konu hans og dætur, for-
eldra og systkini og fjölskyldur
þeirra.
Fríða, börnin og fjölskyldur
þeirra, Vestri-Leirárgörðum.
Látinn er okkar kæri félagi og
vinur, Indriði Reynir Kristinsson,
aðeins 32 ára að aldri. Reynir átti
síðustu þijú árin við alvarlegan sjúk-
dóm að stríða og síðustu mánuðina
var sjúkdómurinn kominn á það al-
varlegt stig að ljóst var hvert
stefndi. Ávallt einkenndi þó æðru-
leysi alla hans framkomu, er
fundum okkar bar saman þessa
síðustu mánuði. Reynir stóð þó langt
því frá einn í þessari baráttu, því
eiginkona hans, Sissí, var honum
ómetanleg stoð og sýndi hún mikinn
dugnað og styrk þennan erfiða tíma.
Þegar vinur hverfur á braut kem-
ur rót á hugann og minningar frá
liðnum tíma knýja á. Minningar frá
skóladögum okkar í Heiðarskóla og
síðar í Reykholti, einnig frá sumrun-
um er við vorum vinnufélagar í
hvalstöðinni í Hvalfirði. Allar þessar
minningar ylja, en kærust er þó
minningin um glaðværan og góðan
félaga sem ávallt var hægt að
treysta og leita til.
Við viljum hér kveðja Reyni og
þakka allar þær mörgu og góðu
stundir er við áttum saman.
Okkar dýpstu samúð vottum við
Sissí og dætrum þeirra, Margréti
og Ástu, einnig /oreldrum Reynis,
þeim Kristni og Ástu, svo og systk-
inum og öðrum aðstandendum.
Blessuð sé minning góðs drengs
og megi hann hvíla í friði.
Jóhann, Doddi og Siggi.
Um sólarupprás ævi þinnar
þig árla kallar Drottinn þinn,
í árdögg skærri skímarinnar
hann skírir þig sem verkmann sinn
og vígir þig til víngarðsmanns,
að vinna fyrir rikið hans.
(Vald. Briem.)
Mér þungt er um hjarta og hug
er ég sest niður til að færa minning-
ar um vin minn og æskufélaga í
letur. Indriði Reynir Kristinsson var
fæddur 30. júli 1955 á Leirá í Leirár-
sveit. Foreldrar hans, Kristinn
Júlíusson og Sigurást Indriðadóttir,
bjuggu honum og systkinum hans
þar notalegt og fijálslegt heimili.
Reynir, en undir því nafni gekk
hann alla tíð í mínum huga, var
fjórði elsti í hópi sjö systkina. í
sveit, hvar þétt er byggt og stór
hópur bama og ungmenna er, verða
samskiptin bæði mikil og náin.
Þannig var á milli æskuheimila okk-
ar Reynis Leirár og Vestri-Leirár-
garða. Systkini mín níu áttu og eiga
systkini hans að vinum og vinkon-
um. Á Leirárbæjunum þremur
vorum við fimm strákar á svipuðum
aldri og mynduðust mjög góð tengsl
okkar á milli. Samskipti okkar og
vinátta hófst á unga aldri.
Allt fram til 1965 var farskóli í
Leirársveit og var skólinn til skiptis
viku í senn á heimilum okkar og
Beitistöðum. Af þessu leiddi ennþá
meiri samvera og vinátta okkar
krakkanna. Á bls. 39 í íslandssögu-
bók 2. hefti, eftir Þorleif Bjamason,
er mynd af brúnni yfir Leirá og sér
einnig heim til bæjarins og kirkjunn-
ar á Leirá. Eftir að ég varð kennari
og tók til við að miðla og leiðbeina
nemendum í íslandssögu staldra ég
alltaf við þessa blaðsíðu. Ástæðan
fyrir þessu er sú að sá atburður sem
átti sér stað undir brúnni situr
fastast í hugskoti mínu þeirra minn-
inga er tengjast Reyni.
Það var að sumarlagi á sunnu-
degi að við strákamir söfnuðumst
saman á Leirá. Það var afmælis-
veisla og við spariklæddir. Á
sunnudögum var og er mikil umferð
bíla, en fólk tekur þá gjaman sunnu-
dagsbíltúrinn frá Akranesi um
Leirársveitarveg í Svínadal. Leikur
okkar þennan sunnudag þróaðist
þannig að við gripum til heimatilbú-
inna vopna, settum hjálma á höfuð
og hugðumst sitja fyrir bílum og
krefja fólk er færi um brúna um
sælgæti. Felustaðurinn var undir
brúnni. í hvert sinn sem bíll ók um,
stukkum við fram og vömuðum fólki
umferð. Oft höfðum við góðgæti út
úr fólki. Þetta gekk svona nokkum
tíma uns samviskan fór að segja til
sín. Þá var það Reynir sem ákvað
að nú væri mál að hætta og halda
heim. Reynir var alltaf tilbúinn að
vera með en jafnframt næmur fyrir
því sem væri rangt og rétt. Hann
var alltaf reiðubúinn að rétta þeim
hjálparhönd sem yngri voru og
minna máttu sín í starfi og leik.
Glaðlegri og jafnkátari vin hef ég
ekki eignast. Þau eru ótal mörg
atvikin sem rifjast upp fyrir mér sem
og öðmm vinum og æskufélögum
við þessi leiðarlok. Minningar um
skólagöngu okkar í Heiðarskóla,
smalamennsku og réttir og sumar-
vinnu á heimaslóðum. En þar kom
að leiðir skildu, báðir stofnuðum við
heimili og fjarlægðin varð meiri
okkar á milli, en vináttan hélst óslit-
in.
Reynir eignaðist góðan lífsföru-
naut, Sigrúnu Magnúsdóttur, og
eignuðust þau tvær dætur, Mar-
gréti, 6 ára, og Ástu, 5 ára.
Veturinn 1984 til 1985, en þ4í
dvöldu þau í Danmörku við nám,
fór að bera á þeim sjúkdómi sem
nú, 8. september, hefur borið Reyni
ofurliði. Allan þennan tíma sem lið-
inn er hefur ijölskylda hans staðið
sem klettur i hafi, bjargföst og
æðrulaus í þessari löngu og erfiðu
baráttu. Öll héldum við í vonina um
bata, því Reynir átti svo margt eft-
ir að gera, hann var alltaf svo glaður
og bjartsýnn en jafnframt raunsær.
Þó svo að endalokin væru ráðin og
biðin löng eru viðskilnaðurinn og
leiðarlokin alltaf jafn erfið og sár.
Um hinstu stundu hann þig kallar,
er hnigin senn er ævisól,
þá degi lífs að húmi hallar,
er hálfgjört enn það Guð þér fól.
Þar til hin hinzta dagsbrún deyr,
í Drottins nafni vinn þú meir.
(Vaid. Briem.)
Þér, Sissí mín, og dætrum þínum,
Margréti og Ástu, sendum ég og
fjölskylda mín okkar dýpstu samúð-
arkveðjur. Kidda, Ástu og systkin-
unum frá Leirá votta ég innilega
samúð. Megi kraftur ykkar og trúin
á lífið styrkja ykkur öll á þessari
stundu. Eg kveð góðan vin.
Sveinbjöm Markús Njálsson ^
t) ANSSKOLI
ASTVALOSSONAR
OOO
Samkvæmisdansar (aiiir dansar kenndir). Suður-amerískir
dansar. Barna- og samkvæmisdansar (yngst 4 ára)
Freestyle - diskó ~ jazz
Tangónámskeið (argentískurog
nútíma)
Gömlu
dansa
námskeið
• A Einkatímar
Innritun daglega.
Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær frá kl. ijr’fgrf
símum 20345 og 74444.
Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Garður, Sandgerði, sími 92-68680 kl. 20-22 daglega.