Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum Bette Davis heiðruð Bandaríska leikkonan Bette Davis var sæmd orðu nú á fðstu- daginn af franska menningar- málaráðherranum, Francois Leotard. Orðuveitingin fór fram í tilefni af bandarískri kvik- myndahátíð, sem nú stendur yfir í borginni Deauville í Frakklandi. Reuter Bette Davis þiggur orðuna af franska menningarmálaráð- herranum. STENI - VEGGKLÆÐNING STENi-veggklæðning er frábær fyrir flestar gerðir nýbygginga, t.d. einbýlishús, fjölbýlishús, skóla, iðnaðar- og verslunarhúsnæði, svo eitthvað sé nefnt. Andlitslyfting fyrir gamla húsið. STENI-veggklæðning er tilvalin þegar endurnýja þarf gamla húsið, ekki síst vegna þess hve vel hún gengur með öðrum efnum, s.s. bæsuðu eða máluðu timbri og gefur þannig ýmsa möguleika. Orkusparnaður og einangrun- argildi. Mörg eldri hús eru illa einangruð og þ.a.l. dýr í upphitun. Með STENI-klæðningu og glerullar- einangrun á útveggi fæst hlýtt og notalegt hús og stórum minni upphitunarkostnaður. STENI - VEGGKLÆÐNING - Sannkallað „steinefni“ fyrir húsið ^ BYGGINGAVÖRUVERSLUN BYKO KÓPAVOGS jO TIMBURSALAN SKEMMUVEGI 2 SlMI:41000 Morgunblaðið/Þorkell Finnsku krakkarnir í Hvassaleitisskóla. Kennarar þeirra, Helene Karmelind Jftrvinen, og Ronnie Rehn sitja aftast fyrir miðju. Skrítið að hér séu engin tré - segja finnskir nemendur í Islandsheimsókn Nú í síðustu viku voru stödd hér á landi 20 finnsk böm á aldrinum 11-12 ára, sem unnu að verkefni um ísland í tengslum við nám sitt. Þau gistu'í Hvassa- leitisskóla, og þar hitti Fólk í fréttum þau ásamt kennurum þeirra, þeim Helene Karmelind Járvinen, og Ronnie Rehn. í finnskum grunnskólum er það algengt að nemendur fari í sk. „lágerskola", þar sem farið er með kennurum út á land, og unn- ið að verkefni um náttúru og menningu einhvers ákveðins stað- ar. Foreldrar nokkurra bamanna sem hér voru stödd, fengu þá hugmynd að það væri gaman að senda þau til íslands í „láger- skola", og var strax hafíst handa við undirbúning ferðarinnar fyrir tveimur ámm. Það var síðan í upphafí síðasta skólaárs að íslenskur nemandi, Hildur Ingvarsdóttir, kom inn í bekkinn í Cygnaeusskóla í Hels- inki, og komst þá á samband nemenda þar og nemenda í Hvas- saleytisskóla, gamla skólanum hennar Hildar. Finnsku nemend- umir gerðu verkefni um ísland í skólanum, og stóðu í bréfaskrift- um við gestgjafa sína hér, þannig að þau vom vel undirbúin þegar þau komu til landsins sunnudag- inn 6. september. Hver dagur í íslandsferðinni var þaulskipulagður, og fóm böm- in meðal annars upp I Heiðmörk, til Þingvalla, Gullfoss og Geysis, og í sund í Bláa Lóninu. Þegar þau vom spurð hvað þeim hefði þótt skemmtilegast, vom þau ekki í vafa, mest gaman var að fara á hestbak í Laxnesi, en einnig þótti þeim mikið til koma að sjá hvera- svæðið í Haukadal, og að sjá Strokk gjósa. Þeim þótti veðrið gott, nema að sumum þótti nokk- uð kalt. Þá þótti þeim mjög skrítið að sjá land þar sem em engin tré, enda öðm vön á heimaslóðun- um. Finnsku bömin heilsuðu upp á 'forseta íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur, á Bessastöðum, en þau áttu inni heimboð hjá forset- anum frá heimsókn hennar til Finnlands í apríl sl. Þau heimsóttu einnig fjölskyldur nerpendanna í Hvassaleitisskóla sem þau höfðu skrifast á við. Þau sögðu að það hefðu ekki verið neinir teljandi tungumálaerfíðleikar, þau hefðu talað saman á „skandinavísku", en aðallega samt á ensku. Þá sögðust krakkamir skilja pínulftið í íslensku, og sumir sýndu blaða- manni fram á kunnáttu sína með því að telja upp að tíu, eða segja „góðan daginn", „gjörðu svo vel", „hvað er klukkan", og „bless, bless“. íslandsferðin var engin lysti- reisa, enda er markmiðið með „lágerskola" að sameina gagn og gaman, og bömin skrifuðu dag- bók og unnu að ýmsum verkefn- um á meðan að á dvöl þeirra hér á landi stóð. Þau Helene og Ronnie létu mjög vel af öllum aðbúnaði í Hvassaleitisskóla, og gestrisni og skipulagningu gest- gjafa; og þau sögðu að þrátt fyrir alla vinnuna og kostnaðinn sem á bak við íslandsferðina liggur, þá væri það svo sannarlega þess virði að koma hingað. Bömin hafa eignast marga góða kunningja hér á landi, og er hugmyndin að 6.-K í Hvassa- leitisskóla, „vinabekkur" fínnsku krakkanna, endurgjaldi heim- sóknina, og fari til Helsinki í Finnlands næsta sumar. Morgunblaðið/Þorkell Það var ofsalega gaman á íslandi, sögðu þessar tvær stöllur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.