Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 69 —an VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UJtW 'U If Þesslr hrlngdu . . . Tekjur sjómanna eru síst of háar Guðmundur hríngdi: „Að undanfömu hefur verið rætt um telcjur sjómanna í Vel- vakanda og er öll sú umræða á nokkrum misskilningi byggð. Tal- að er um aflaverðmæti í metveiði- ferðum og iátið eins og kostnaðurinn við veiðamar sé enginn. Ef við tökum handfæra- menn sem dæmi taka þeir flestir allar tekjur sínar yfir sumarmán- uðina. Þann tíma sem þeir em að gera báta sína upp og mála þá em þeir t.d. alveg kauplausir. Eins þá daga sem ekki gefur eða afli er iítill sem enginn. Margir grásleppumenn ríða net sín sjálfir og em að sjálfsögðu kauplausir við það verk. Þegar hins vegar aflast vel á sjónum hlaupa fjöl- miðlar til og segja að þessir menn hafi tugi þúsunda á dag upp úr veiðunum. Annað, sem ber einnig að hafa í huga varðandi þetta, er kostnað- urinn við útgerðina. Jafnvel litlar trillur em mjög dýrar. Það sama er að segja um veiðafærin sjálf - tölvustýrðar rúllur, dýptarmælar og siglingartæki. Olíukostnaður em mikill svo og viðgerðakostnað- ur þegar bilanir verða. Allt þetta -verða fiskimenn að ijármagna með veiðunum. Ég held að tekjur sjómanna séu síst of háar. Þeir vinna erfítt og stundum áhættu- samt starf. Ég held að mörgum sem sitja í þægilegum stöðum og fá há laun mánaðariega myndi bregða illa í brún ef þeir þyrftu að gerast sjómenn og eiga allt undir því hvemig aflast." Góð þjónusta hjá ísbúðinni á Melunum Ein ánægð hringdi: „Mig langar tii að gera athuga- semd við dálítið furðuleg skrif sem birtust í dálkinum „Þessir hringdu" í Velvakanda fyrir nokkm. Þar kvartar kona yfir þjónustunni í ísbúðinni á Melunum og segist hafa fengið þar heitan mjólkurhristing. Ég hef oft versl- að í þessari ísbúð, mjólkurhrist- ingurinn þar er þykkur og góður, og þjónustan á allan hátt til fyrir- myndar. Svona í lokin langar mig til að vekja athygli konunnar á því að mjólkurhristingurínn kem- ur úr ísvél. Hvemig getur hún hafa fengið heitan mjólkurhrist- ing?“ Barnabakpoki Bamabakpoki með bamaúlpu í gleymdist í Laugavegs Apóteki fyrir skömmu og getur eigandinn hringt eða sótt hann þangað. Þríhjól Rautt og hvítt þríhjól fannst fyrir skömmu. Eignandi þess get- ur hringt í síma 74536. Lyklakippa Lyklakippa með bíllykil og tveim- ur húslyklum fannst í Miðbænum fyrir skömmu. Eigandinn getur hringt í síma 27557. Hindra þarf hrað- akstur um Kleppsveg - háskalegar misfellur í umferðarskipulagi Til Velvakanda. í Morgunblaðinu 9. september eru birtar nokkrar myndir af illa leiknum bifreiðum eftir bflslys á síðustu vikum. Þær eru allar alvar- leg viðvöran og fullmargar mynd- anna era einnig ægileg áminning um þær skelfílegu fómir sem um- ferðin krefur. Tvær þessara mynda era af slys- um á Kleppsvegi. Fáa íbúa við þá íbúðagötu mun undra, að myndir af slysum þar séu auðfundnai, enda líður vart sá dagur, að þeir verði ekki vitni að stærri eða smærri óhöppum og slysum. Hitt vekur mér og fleiri íbúum við þessa götu meiri furðu, að þessi mikla tíðni slysa við Kleppsveg og Elliðavog skuli ekki óróa yfírvöld skipulags og umferðarmála í borginni meira en virðist. Alltént er ekki að sjá að neitt sé gert til að greina síaukna umferð þungaflutninga og dráttarvagna, sem leið eiga að og frá höfninni inn á íbúðagötuna Kleppsveg, frá þeim mikla flaumi fólksbfla sem skipu- lagið hefur beint inn á sama veg síðustu misseri. Mér er það illskilj- anlegt, að ekki skuli fjölgað akrein- um, a.m.k. við neðanverðan Kleppsveg og enn óskiijanlegra að þeir, sem málum ráða, skuli ekki leggjast á eitt að eyða þeirri slysa- gildra, sem beygjan á mótum Sæbrautar og Kleppsvegar hefur reynst. Þá finnst mér furðu gegna hve lítil viðleitni er til þess að hindra hraðaakstur um Elliðavog og Kleppsveg, einkum á því svæði, þar sem íjölfarin gönguleið liggur yfir veginn norðan við Hrafnistu og furðulegt má vera, ef umferðaryfir- völd era sátt við hve illa sést tii gangbrautarinnar er ekið er að henni. Ef ekki er unnt að koma við hraðahindranum þar og raunar víðar á Kleppsvegi skil ég ekki hvers vegna lögreglan er ekki tíðari gest- ur þar til gæziu og hraðamælinga. Og á ég að þurfa að trúa því að ráðamenn gatnamála hér séu ánægðir með það, hvemig gang- brautin yfir Dalbraut sunnan Kleppsvegar er máluð, sumar eftir sumar, fullkomlega á skjön við gangstéttir og stöðvunarmerki á akbrautinni. Ég undraðist hve lengi dróst að setja upp umferðarljós við þau miklu slysagatnamót og er þau vora komin, skildi ég ekki og skil ekki enn, hvers vegna þau vora ekki með beygjuörvum, sem drægju án vafa úr tíðni smærri og stærri óhappa er þar verða er bflar vestan að beygja ofan að höfninni. Það verður aldrei um of brýnt fyrir ökumönnum og öðrum vegfar- endum að sýna fulla tillitssemi og aðgæslu í umferðinni og öll viðleitni til þess er lofsverð því ábyrgð öku- manna er vissulega mikil. En það er ekki síður mikið í húfi að þeir, sem með skipulag umferðar og gatna fara, haldi vöku sinni og láti einskis ófreistað að lagfæra aug- ljósar og háskalegar misfellur eins og þær sem við blasa á Kiepps- vegi. Ég hef bent á fáeinar, sumar stórháskalegar, sem við sem hér búum og aðrir, sem um veginn fara, geta vart sætt sig við lengur, svo auðvelt sem það hlýtur að vera að baeta úr. Árni Bergur Sigurbjörnsson SIEMENS Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. 'fi Kjörinn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo vitaskuld á venjuleg heimili. íslenskur leiðarvísir. (liifeíí®QQD®DD@ SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 VATNSLAGNIR HEILDSALA — SMÁSALA LEITIÐ UPPLÝSINGA. VATNSVIRKINN/if ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVlK SlMI: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA: 685966 LYNGHÁLS 3, SÍMI 673415 ALLT FYRIR SMIÐINN RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. -----------------------—____{
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.