Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 V70 Fjölmenni var við vigsluna og á myndinni má sjá Harald Sturlaugsson afhenda þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Akranes: Ný félagsaðstaða íþrótta- manna tekin í notkun Akranesi. Knattspyrnufélag ÍA og Sundfélag Akraness tóku i notkun nýja félagsaðstöðu við íþróttavöllinn á Akranesi sl. sunnudag og i tilefni þess var nokkrum gestum boðið til vigslunnar. Allir þeir sem mættir voru áttu það sammerkt að hafa á einn eða annan hátt tekið þátt i þvi að ljúka fram- kvæmdum á aðeins 30 dögum. Þessi nýja félagsaðstaða er til húsa í nýrri íþróttamiðstöð sem er að rísa við íþróttavöllinn og með tilkomu hennar batnar mjög öll aðstaða félaganna til félags- starfs. Það voru þeir félagar Gunnar Sigurðsson og Haraldur Sturlaugsson sem voru í forsvari fyrir þessum framkvæmdum og hafa þeir staðið í ströngu á þessu ári en eins og kunnugt er beittu þeir félagar sér fyrir því að ljúka við tvo grasvelli fyrr í sumar. Við vígslu hins nýja félags- heimilis tóku nokkrir viðstaddir til máls og færðu íþróttafélögun- um hamingjuóskir í tilefni dags- ins. Ymsar gjafír bárust til félagsheimilisins, m.a. gaf for- eldrafélag 6. flokks fullkomin útbúnað til móttöku sjónvarpsefn- is frá gervihnöttum ásamt sjón- vaipi og myndbandi. I dag mun síðan fara fram knattspymuleikur í Evrópukeppni bikarhafa á Akranesvelli og eru mótheijar Akraness sænska liðið Kalmar. Hin nýja aðstaða mun Hin nýja aðstaða er einstaklega glæsileg og þar er hægt að sjá glæsilegt verðlaunasafn og rifja upp minningar frá liðnum tíma. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Gunnar Sigurðsson(t.h.) og Haraldur Sturlaugsson ánægðir við vigsluna. því strax verða notuð við stórvið: burði á knattspymusviðinu. í félagsaðstöðunni hefur verið kom- ið fyrir verðlaunagripum, fánum og myndum úr löngu og giftu- dijúgu starfi íþróttabandalags Akraness sérstaklega á sviði knattspymu og sunds. — JG Á myndinni eru talið frá vinstri: Árni Guðbjörnsson með Lísu Mána, Davíð Oddsson borgarstjóri, Sigurð- ur Hreinn Hilmarsson með Meistara Labba Trölla, Guttormur B. Þórarinsson með Týru, Helga Finns- dóttir með Coru. Fyrir framan þau stendur Öivind Asp, dómari sýningarinnar. Hundaræktarfélag íslands: Hundasýningar á Ak- ureyri og í Reykiavík Hundaræktarfélag íslands gekkst fyrir hundasýningum á Akureyri ( sjá frásögn á bls. 40 ) og í Reykjavík um helg- ina. Norski hundadómarinn Öivind Asp, sem hefur rétt til að dæma öll hundakyn, dæmdi hundana á báðum sýningunum. Á sýningunni í Reykjavík voru hátt í tvö þúsund manns en hún var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudaginn. Þar vom sýndir 118 hundar og bestur þeirra var valinn Golden Retriever hundurinn Lísu Máni Áma Guðbjömssonar. í öðm sæti varð Labradorinn Meistari Labbi Trölli í eign Sigurðar Hreins Hilmarssonar, í þriðja sæti varð íslenski fjárhundurinn Týra Gutt- orms B. Þórarinssonar og í fjórða Cora sem er Cocker Spaniel í eigu Helgu Finnsdóttur. Besti íslenski fjárhundurinn á sýningunni í Reykjavík var Týra, eigandi Guttormur B. Þórarinsson og í öðru sæti í þeim flokki var Garða Óðinn II í eigu Guðrúnar Guðjohnsen. Besti írski Setterinn var valinn Ríkharður ljónshjarta, eigandi Þorgrímur Sveinsson og í öðm sæti í þessum flokki varð Skrugga sem Asta Fr. Bjömsdóttir á. í fyrsta sæti af Cocker Spaniel- hundum varð Cora, sem Helga Finnsdóttir er eigandi að, en í öðru sæti af þeim varð Comet Önnu Þorkelsdóttur. Besti Greifíngja- hundurinn var talinn Meistari Guttormur Roi, sem Þuríður Berg- mann Jónsdóttir á. í fyrsta sæti af Labradomnum varð Meistari Labbi Trölli, í eign Sigurðar Hreins Hilm- arsonar, eins og áður sagði, en í Heiðursgestur sýningarinnar, Davíð Oddson borgarstjóri, veitir Árna Guðbjörnssyni, eiganda Golden Retrieverhundsins Lisu Mána, verð- laun fyrir besta hundinn á sýningunni. öðm sæti í þeim flokki varð Lísu Tara Erlends Eysteinssonar. Fyrstu verðlaun í flokki Toy Púðla fékk Mína í eigu Njálu Vídalín og Prins Lilju Hallgrímsdóttur fékk önnur verðlaun í þeim flokki. Sú Miniat- ure Púðla, sem talin var best á sýningunni, var Hörgár Héla Fríðu Bjömsdóttur en í öðm sæti varð Hörgár Puzcas Steinunnar Jóns- dóttur. Besta ungviðið á sýningunni var íslenski fjárhundurinn Skonsa frá Kolsholti en eigandi hennar er Kol- brún Jónsdóttir. Golden Retriever- hundurinn Igor, sem er í eigu Viggós S. Pálssonar, var hins vegar valinn besti hvolpurinn. Virginia Tania var síðan valin besti öldung- urinn (eldri en sjö ára); Hundaræktarfélag íslands var stofnað 4. september 1969 og em félagamir nú rúmlega tólfhundmð talsins, að sögn Guðrúnar Guðjohn- sen, formanns félagsins. Guðrún telur það vera mjög slæmt fyrir hundaræktun hér á landi að ekki skuli vera leyft að flytja hunda inn í landið. Til dæmis sé Setterinn kominn í mikla hættu vegna skyldleikaræktunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.