Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 15.09.1987, Qupperneq 72
/ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði: Verkfall hófst ~á miðnætti VERKFALL Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði kom til fram- kvæmda á miðnætti í nótt. Samningaf undir hafa verið haldnir í deilunni hjá ríkissátta- semjara um helgina og fundur hófst að nýju klukkan 17 í gær. Kristbjöm Ámason, formaður félagsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið seint í gærkveldi að mikið bæri á milli samningsaðila. Félagið hefði verið til með að fresta verk- falli í tvo til þijá daga, ef tilboð kæmi frá vinnuveitendum sem gæti orðið viðræðugrundvöllur, en ekkert tilboð hefði litið dagsins ljós. Hann sagði að mikil samstaða væri í fé- laginu og fundur yrði í húsnæði þess í dag, þar sem staða mála yrði skýrð. Félag starfsfólks í húsgagnaiðn- aði gerði samning við vinnuveitend- ur í vetur. Hins vegar tókst ekki samkomulag um fastlaunasamning fyrir 1. september, en frá þeim tíma var hægt að segja upp samningum og boða verkfall með hálfs mánaðar fyrirvara. “^Skógrækt ríkisins: Lengsti árssproti 87 sm í Skorradal ÁRSSPROTI á sitkagreni í girðingu Skógræktar ríkisins í Skorra- dal hefur mælst allt að 87 sm eftir sumarið að sögn Ágústs Árnasonar __skógarvarðar. í Hallormsstaðarskógi er vöxturinn um og yfir meðal- -^•iagi allt eftir tegundum að sögn Jóns Loftssonar skógarvarðar. „Það er mjög fallegur vöxtur á sitkagreni þar sem það stendur á góðu landi og fann ég 87 sm árs- sprota eftir sumarið, sem er með því besta sem gerist," sagði Ágúst Ámason. Árssproti á stafafuru er svipaður og á síðasta ári en hún tekur ekki jafn mikið tillit til tíðar- fars og aðrar tegundir. Næsta sumar má þó búast við góðum vexti því sumarið á undan hefur áhrif á árssprotann hveiju sinni, sérstaklega ef veðrið er gott síðari hluta sumars. Aðal tekjulind skógræktarinnar er jólatréssala og hefur mest verið > Hvalveiðideilan: Búist við samkomu- lagi í dag HALLDÓR Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra væntir þess að samkomulag náist í dag milli Bandaríkjamanna og íslendinga um hvalveiðar hér við land. Ekki var gengið frá samkom- laginu í gær eins og búist hafði verið við. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöld að verið væri að vinna að texta samningsins og sagðist ekki vera reiðubúinn til að ræða málið efnis- lega fyrr en því væri lokið. Aðspurður um hvort frestur sá er íslendingar hefðu gefíð Banda- ríkjamönnum væri ekki útrunninn sagði Halldór að talað hefði verið ~~:um að ljúka málinu á þremur til fímm dögum. „Þessi tímamörk eru að líða, en meðan við trúum að málinu sé um það bil að ljúka verður því haldið áfram. Ég vænti þess að samkomu- lag náist á morgun og sé fulla ástæðu til að ætla að svo verði,“ sagði sjávarútvegsráðherra í gær- kvöldi. tekið um 4.600 tré eitt árið. Á vor- in er það plöntusalan sem sífellt verður umsvifameiri. Hafa verið seldar hnausplöntur frá 70 sm og allt upp í 2ja metra tré. „Það er svo mikil eftirspum eftir þessum stóru tijám að ekki er hægt að anna henni," sagði Ágúst. „Vöxtur hefur verið mjög jafn á öllum tegundum í sumar og munar mest um hvað vorið sem kom snemma var gott. Sumarið var aft- ur á móti ekki eins og við best þekkjum," sagði Jón Loftsson. „Meðalsproti á greni og lerkitijám er á bilinu 40 til 60 sm en þetta óvenjulega góða vor gerir það að verkum að sitkalúsin fékk mjög góða byijun og hrellir okkur núna ásamt köngulingnum." Hallormsstaðarskógur er þó ekki illa farinn nema nokkrir reitir og mun það hafa einhver áhrif á jóla- tréssöluna í ár. Árleg sala er á bilinu 1000 til 1500 tré sem seld eru á Austurlandi auk þess sem nokkuð er um að tré fari á markað sunnanlands. DREGIÐIDILKA Morgunblaðið/Helgi Bjamason Nú er réttað um land allt, og hér er dregið í dilka í Jaðarsrétt, aðalskilarétt Akureyringa, á laugardaginn. Sjá frásögn af réttum Akureyringa á bls. 40 og fleiri fréttir frá Akureyri, Hrísey og Ólafsfírði á þeirri síðu og blaðsíðu 39. Alþjóðlega sjávarútvegssýningin: Gjaldeyristelgiir um 200 miUjónir ÁÆTLUÐ gjaldeyriseyðsla er- lendra gesta á alþjóðlegu sjávar- útvegssýningunni, sem hefst um helgina, er nálægit 200 milljónum .—r Slátrunhafin víða um land LEYFI hefur verið veitt til slátrunar í 43 sláturhúsum í haust. Enn eiga nokkur hús eftir að fá leyfi til að slátra, en það eru hérðasdýralæknir og yfirdýralæknir sem veita slík leyfi. Slátrun er hafín í mörgum slát- urhúsum á vegum kaupfélaganna um land allt, í Borgamesi, Búð- ardal, á Sauðárkróki, Húsavík, Vopnafirði, Egilsstöðum, Fos- svöllum og Reyðarfírði. í gær var byijað á Breiðdalsvík og á Akur- eyri, en slátrun hefst almennt í þessari viku. Hjá Sláturfélagi Suðurlands var slátrað í fjórum sláturhúsum af sex í nokkra daga samkvæmt óskum bænda. Síðan hefur verið gert hlé á slátrun vegna frjallskila og rétta en nú eru sláturhúsin að byija aftur eitt af öðru. Slátrun hófst á Hvolsvelli í gær, í dag hefst slátrun á Kirkjubæjar- klaustri og á morgun í slátur: húsinu við Laxá í Leirársveit. í gær lauk fyrri slátrun á Selfossi en hún byijar aftur næsta mánu- dag. Slátrað var í Vík í Mýrdal í síðustu viku og verður byijað aft- ur í næstu viku. í Laugarási hefst slátrun á miðvikudaginn í næstu viku. Sláturfélag Suðurlands áætlar að slátra um 135.000 ipár í haust og er það svipaður fjöldi og í fyrra. króna og kemur það að mestu leyti inn í íslenzka þjóðarbúið. Stærsti pósturinn í eyðslunni er talinn gisting og uppihald, en ferðamenn sem tengjst sýningum sem þessari eyða að jafnaði mun meiru en almennir ferðamenn. Auk þessa má nefna liði eins og flugfargjöld, flutningsgjöld á tækjum, raforkusölu, húsaleigu í Höllinni og vinnulaun. Til marks um umfang sýningarinnar má nefna að um miðja vikuna verður sýningarsvæðið einn stærsti vinnustaður landsins með um 1.000 manns í vinnu. Áætlað er að um 2.000 erlendir menn tengist sýningunni, ýmist sem sýnendur og starfsmenn þeirra eða sem gestir. Talið er að dagleg eyðsla hvers og eins geti numið um 12.000 krónum eða alls um 60.000 krónum sýningardagana fimm. Það eru um 120 milljónir króna. Þar að auki koma þeir nær undantekningarlaust með íslenzkum flugfélögum til landsins og miðað við fargjald að meðaltali á um 25.000 krónur gerir það 50 milljónir alls. Leiga fyrir sýningarbása og höllina sjálfa er veruleg upphæð, en stór hluti bása- leigu rennur til hins érlenda fyrir- tækis, sem að sýningunni stendur. Þá er raforka mikið notuð á sýning- unni og gæti Laugardalshöllin á þessum tíma verið einn stærsti raf- orkukaupandinn á höfuðborgar- svæðirtu. Að sögn stjómenda sýningarinnar gengur uppsetning hennar vel og eru þeir sérstaklega ánægðir með hve vel gengur að fá tæki og tól ýmis konar í gegnum tollinn, en af- greiðsla tollyfírvalda gekk hægt fyrir sig fyrir síðustu sýningu haust- ið 1984. Alls er reiknað með að vamingur vegna sýningarinnar verði fluttur hingað í 50 til 60 gámum, flestum af stærri gerðinni. Fyrsti snjór- inn fallinn Fyrsti snjórinn féll í fyrrinótt allt frá norðanverðum Vestfjörðum tíl Austfjarða. Snjóföl var á fjall- vegum og nokkur hálka á Norðaustur- og Austurlandi. Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands er gert ráð fyrir heldur mildara veðri á næstunni. I Reykjavík var næturfrost í fyrri- nótt. Þá mældist 6,7 stiga frost niðri við jörð. Þetta er í þriðja sinn í þess- um mánuði sem næturfrost hefur mælst í höfuðborginni. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.