Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 -M 'fyjfarkveriiir Mf \Á6burÓir B áorlendn ■L^ gnjmj HKUNA 24. — 30. OKTÓBEH TIU NYIRÞÆTTIR í SJÓNVARPINU Hreppsnefnd Bíldudals kölluð saman vegna sláturhúsmálsins: Krafa um opinbera rannsókn á fullyrð- ingum yfirdýralæknis HREPPSNEFND Bildud&lshrepps kom saman tíl sérstaks fundar tíl að ræða ummseli Sigurðar Sigurðarsonar setts yfirdýralœknis um Bíldudal. í samþykkt fundarins er ummselum yfirdýralaeknis harð- lega mótmælt og farið fram á að ríkisstjómin láti fara fram opinbera rannsókn á þeim. Samþykktín var send í skeytí til Þorstems Pálsson- ar forsætisráðherra og afrit til Jóns Helgasonar landbúnaðarráð- herra og Matthiasar Bjarnasonar fyrsta þingmanns Vestfirðinga. Samþykktin hljóðar svo: „Hreppsnefnd Bndudalshrepps mótmælir harðlega þeim einkenni- legu ummælum sem settur yfír- dýralæknir, Sigurður Sigurðarson, hefur haft um Bfldudal í flölmiðlum. Þess er óskað að ríkisstjóm íslands láti fara fram opinbera rannsókn á þeim rakalausu fullyrðingum sem Sigurður Sigurðarson hefur látið fara frá sér í íjölmiðlum um atriði eins og „saurgerla, rottugang og matareitmn", sem gefur alranga mynd af staðnum, Bfldudal, og er fbúum hans til niðurlægingar. Ljóst er af sfðustu yfirlýsingum Sigurðar Sigurðarsonar að hann hefur ekki Qallað um sláturhúsmálið á Bfldu- dal á faglegan hátt. Þess er óskað að landbúnaðarráðuneytið stöðvi nú þegar yfírlýsingar yfírdýralæknis, Sigurðar Sigurðarsonar, um Bfldu- dal. Jafnframt að upp verði gefíð hvar kólígerlar hafa fundist f vatni hér á landi til að sýna hversu al- gengt þetta er.“ Flosi Magnússon sveitarstjóri sagði f samtali við Morgunblaðið að óstaðfestur orðrómur og rangar fullyrðingar um hreinlæti og heil- brigðismál á Bfldudal, sem fram komu í ummælum setts yfírdýra- læknis f sjónvarpsviðtali þann 21. október hafi svert ímynd Bfldudals að ósekju í augum þjóðarinnar. „Á Bfldudal er enginn rottugangur og undanfarin ár hefur gffurleg áhersla verið lögð á umhverfísmál og fegmn hér í kauptúninu. Hér býr sómakært fólk sem líður engan sóðaskap af hálfu fyrirtækja eða sveitarfélags,“ sagði Flosi. Þess má geta að á Bfldudal em starfandi tvö stór fískvinnslufyrir- tæki. Að sögn Jakobs Kristinssonar framkvæmdastjóra annars þeirra, Fiskvinnslunnar á Bfldudal, gerði Ríkismat sjávarafurða nýlega út- tekt á frystihúsinu og reyndist vatnið fullnægja settum kröftim til matvælaframleiðslu. RJ Sjá einnig fréttir um málið á bls. 29. Séð yfir Súlnasal á Bókaþingi ’87 f gær. Morgunblaðið/Sverrir Menntamálaráðherra á Bókaþingi 1987: Bókmenntirnar tryggja menn- ingarlegt sjálfstæði okkar Morgunblaðið og Þjóðviljinn í fyrsta og öðru sæti í umfjöllun um bækur sagði Ólafur Ragnarsson formaður Bókasambandsins Helzta viðfangsefni þingsins var „bækur og fjölmiðlar". Þar vom flutt átta erindi auk ávarpa Ólafs Ragnarssonar, formanns sam- bandsins, og Birgis ísl. Gunnars- sonar, menntamálaráðherra, og pallborðsumræðna um efnið: bóka- þjóð, bækur og flölmiðlar. Eyjólfur Sigurðsson, útgefandi, talaði um bókaútgefendur og fjöl- miðla. Það kom fram í erindi hans, að bóksala hafí verið í mikilli lægð árið 1983 og útgefendur þá staðið frammi fyrir miklum vanda. Hann þakkaði það brejrttri og betri um- fjöllun um bækur, að bóksala hafi aukizt árið 1984, verið góð 1985 og með allra bezta móti 1986. ólaf- ur Ragnarsson, formaður Bókasam- bands íslands, sagði, að bókakynn- ing fjölmiðla, um§öllun og gagnrýni skipti miklu máli fyrir velferð bók- arinnar í samfélaginu. Hann nefndi sérstaklega Morgunblaðið og Þjóð- viljann sem dæmi um fjölmiðla, sem sinntu þessu sviði fjölmiðlunar. Einar Már Guðmundsson, rithöf- undur, fjallaði um það, sem hann kallaði tossabandalagið og vék þar að þeim, sem stunda bókagagn- rýni. Hann sagði, að fjölmiðlar ættu að sýna bókmenntunum áhuga og ræktarsemi, ekki vegna höfunda og útgefenda, heldur vegna þess, að þeir teldu það skyldu sína í þágu INNLENT BÓKMENNTIR nútimans sýna að hér býr þjóð sem er ekki að- eins sjálfstæð í sljóraarfarslegu og efnahagslegu tilliti, heldur einnig á menningarsviðinu, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, er hann ávarpaði um 270 gesti og fulltrúa á Bókaþingi 1987, sem Bókasam- band íslands efndi tíl í Súlnasal Hótel Sögu í srær. Slysavarnafélag íslands: Merkjasalan hefst í dag Spurningakeppni grunnskóla: í dag og mun sölufólk ganga f hús um allt land f dag og næstu tvo daga og bjóða merki félags- ins tíl kaups. Það fé sem safnast vegna merkjasölunnar verður notað til eflingar sjóslysavarna og sjóbjörg- unarmála, meðal annars til kaupa á hraðskreiðum björgunarbátum. Apostrophe undir stjóm Bemards Pivot í Antenne 2. Þátturinn er sýndur á föstudagskvöldum og þar koma fram rithöfundar og fjalla um verk sín. Hrafn Gunnlaugsson, dag- skrárstjóri, ræddi um bækur í sjónvarpi og sagði, að uppi væm hugmyndir um að gera kynningar- þætti um 10 íslenska rithöfunda. Að erindum loknum vom pall- borðsumræður, þar sem fulltrúar höfunda, útgefanda, Qölmiðla og bókasafna skiptust á skoðunum og svömðu spumingum þinggesta. Var meðal annars rætt um þá spum- ingu, hvort hlutur höfunda væri orðinn meiri en bóka í kynningu menningarinnar. Sigurður Pálsson, formaður Rithöfundasambands ís- fjölmiðla á bókum. lands, sagði frá miklum vinsældum Þingforeeti var Ástráður Ey- franska sjónvarpsþáttarins steinsson, bókmenntafræðingur. í dag blaðB BLAÐ Skólar hætta þátttöku vegna óláta unglinga SELJASKÓLI hefur hætt þátttöku f spuraingakeppni grunnskól- anna og yfirkennari Breiðholtsskóla telur ngög líklegt að sá skóli muni einnig hætta keppni. Ástæðan er ólæti f sambandi við keppn- ina og hafa nokkrir unglingar meiðst í átökum. Forstöðumenn félagsmiðstöðva ákváðu á fundi sfnum f gær að færa keppnina til, þannig að hún verði haldin sfðdegis, en ekki á kvöldin. í fyrrakvöld var keppni haldin í féiagsmiðstöðinni Bústöðum. Þar kepptu fulltrúar Breiðholts- skóla, Réttarholtsskóla og Hvassaleitisskóla og sigraði síðastnefndi skólinn. „Það urðu ryskingar hér eftir keppni á mánudagskvöld og þá meiddust tveir drengir," sagði Soffía Páls- dóttir, starfsmaður Bústaða. „Við vomm því uggandi fyrir þessa keppni og sögðum unglingunum að ef einhver læti yrðu þá yrði keppninni hætt. Eftir að keppni lauk var ráðist á dreng úr Hvassa- leitisskóla, en hann gat ekki sagt til um hveijir hefðu verið að verki. Við teljum þó að sex drengir úr Breiðholti hafi ráðist á hann, en þeir hafa alla tfð haft sig mest í frammi eftir keppnir. Ég vil þó alls ekki fullyrða að Breiðhylting- ar eigi alla sök á látunum.“ Sofffa sagði að hún ætlaði að beita sér fyrir þvf að keppninni verði hætt. „Það er sorglegt, en lítill hópur unglinga hefur séð til þess að keppnin er orðin ógn- vekjandi, f stað þess að vera saklaus skemmtun," sagði hún. Aðfaranótt fímmtudags brann ljósakross á Bústaðakirlqu og sagði Soffía að unglingar f hverf- inu héldu því fram að hann hefði verið brotinn eftir keppnina og því bmnnið seinna um nóttina. Enn er verið að rannsaka oreakir bmnans og þvf ekki hægt að full- yrða hvort staðhæfingar ungling- anna em réttar. Unglingar úr Breiðholts8kóia létu skap sitt bitna á strætisvagni sem flutti þá heim eftir keppnina. Töluverðar skemmdir vom unnar á vagnin- um, meðal annars á sætum. Vegna þessa er næsta víst að Breiðholtsskóli hættir keppni. Seljaskóli hefur þegar tilkynnt að fulítrúar hans taki ekki þátt f keppninni, þar sem ráðist var á unglingsstúlku úr Seljahverfí á þriðjudagskvöld og hún handar- brotin. Jens Sumariiðason, yfirkennari Breiðholtsskóla, sagði að þó svo að skemmdarverk hefðu verið unnin f strætisvagni á leið f Breið- holt væm unglingar þar ekki verri en aðrir. „Ég held að það sé tilvilj- un að Breiðholt er nefnt sérstak- lega í þessu sambandi," sagði Jens. „Það verður að hafa í huga að f Breiðholti býr mikill fyöldi fólks og hér em fimm gmnnskól- ar. Þar sem áhangendur liða í spumingakeppni gmnnskóla hafa verið með ólæti þykir mér líklegt að Breiðholtsskóli hætti keppni, því við viþ'um ekki stuðla að slíku.“ Guðmundur Hermannsson, yfírlögregluþjónn, sagði að áður fyrr hefði lögregtan þurft að hafa afskipti af hópum unglinga f Breiðholti, sem vom með ólæti. „Þetta er liðin tfð, unglingar þar láta ekki verr en jafnaldrar þeirra annare staðar í borginni," sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.