Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐE), PÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Hafrannsóknastofnun: Loðnuleiðangurinn mistókst Lagt er til að annar leiðangur verði farinn í nóvember NÝAFSTAÐINN loðnuleiðang- ur Hafrannsóknastofnunar mistókst og hefur stofnunin lagt til að annar leiðangur verði farinn, þegar aðstæður til leitar hafa breytzt til batn- aðar, að öllum líkiudum um miðjan nœsta mánuð. Sá leið- angur er hins vegar ekki á fjárhagsáætlun stofnunarinn- ar. Hjálmar Vilhjálmsson, físki- fræðingur, var leiðangursstjóri í árlegum leiðangri á skipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæ- mundssyni, sem stóð yfír fyrri- hluta þessa mánaðar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að í sumar hefði loðnan leitað norðu- reftir í ætisleit og kæmi seinna að norðan nú en venjulega. Hún kæmi suðureftir með landgrunn- skantinum við Grænland og sú Þrjú skip seldu í Hull og Grimsby Páll Pálsson seldi alls 138 lestir í Grimsby. Heildarverð var 10,4 milljónir, meðalverð 75,24 krónur. Páll heldur síðan til Póllands um Bremerhaven til breytinga, en hann er einn 6 togara, sem smíðaðir voru í Japan og samið hefur verið um að breytt verði í Póllandi. Frár VE seldi einnig í Hull sam- tals 24 lestir fyrir 1,4 milljónir króna, en Frár er að f ara í breyting- ar þar. Loks seldi Vöttur SU 57 lestir í Hull. Heildarverð var 4 millj- ónir, meðalverð 69,64. Verð á bræðslusíld gefið frjálst VERDL AGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur ákveðið að gefa frjálsa verðlagningu á sfld og síldarútgangi til bræðslu á nú- verandi haustvertíð. Verð á síld til bræðslu í fyrra var einnig frjálst og var þá mun hærra en á loðnu. Líklegt er að vaxandi hluti síldarinnar fari í bræðslu, þar sem leyfílegur veiði- kvóti er meiri en til þessa hefur farið í vinnslu til manneldis. Með hass ínnanklæða TVEIR ungir menn voru handteknir á Keflavfkur- flugvelli á mánudag. Annar þeira reyndist hafa falið um 560 grömm af hassi innan klæða. Tollverðir og starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík handtóku mennina, sem voru að koma frá Amst- erdam. Við leit á þeim fannst hassið í pakkningum, sem ann- ar hafði límt á sig innan klæða. Mennirnir voru í haldi í nokkra tíma og er málið að fullu upp- lýst. Það hefur nú verið sent ríkissaksóknara. hegðan hennar sýndi of lága mæl- ingu. Auk þess hefði ekki verið hægt að komast að loðnunni að miklum hluta vegna íss, þar hún væri svo norðarlega sem raun bæri vitni. Tillaga stofnunarinnar væri því sú, að nýr leiðangur yrði farinn. Hins vegar væri slíkur leiðangur ekki inni á fjárhagsáætlun stofn- unarinnar og til hans þyrfti að afla fjár, yrði ákveðin að hann yrði farinn. Staðan væri því sú, að veiðum yrði haldið áfram, þar til annar leiðangur hefði verið far- inn og endanlegur kvóti gefínn út þá. Annar möguleiki væri sá, að menn tækju mælingar, sem gæfu til kynna að veiðar væru óráðleg- ar, alvarlega og stöldruðu við. Niðurstöður þessa leiðangurs yrðu lagðar fram á fundi fískifræðinga í Kaupmannahöfn í næstu viku og þá kæmi afstaða annarra hlutað- eigandi þjóða eins og Noðrmanna fram. Útbreiðsla og dreifing loðnu samkvæmt októberleiðangrinum. Skörð- ótta línan út af austurstrðnd Grænlands táknar ísbrúnina. veiðistofn- inn hélt sig á Grænlandssundi og norður með grænlenzka landgninnskantiniun. Á svæðunum út af Noröur- og Norðausturl- andi var eingöngu ársgömul loðna. EIGNAST PEIS! Frá 19.000,-kr.útborgun. Vegna sériega hagstæðra innkaupssamninga getum við nú boðið þrjár gerðir af pelsum á svo góðu verði og með svo hagstæðum greiðsíuskil- málum að telja má til sérstakra tíðinda! Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla.þá sem dreymt hefúr um að eignast fallegan pels, til að láta nú drauminn rætast. Við bjóðum þessa glæsilegu pelsa í öllum stærðum fyrir konur á öllum aldri - en í takmórkuðu magni! Einnig bjóðum við að sjálfsögðu mikið úrval annarra pelsa auk þessara þriggja - í öllum stærðum fyrir allar konur á öllum aldri!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.