Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 FIMLEIKAR / HM I HOLLANDI Varvariotou meö forystu í kvennaf lokki Bandaríkjamaðurinn Tim Daggettfótbrotnaði og gæti það komið í veg fyrir að Bandaríkin kæmust með lið sitt til Seoul HÖRÐ keppni er nú á heims- meistaramótlnu ífimieikum sem nú stendur yfir í Rotter- dam, því aðeins 12 hœstu liðin á móti komast á Ólympíuleikana í Seoul á næsta ári. Eins og stigin standa í dag eru liðin í 7. tii 15. sœti það jöf n að þau eiga öll möguleika. Lið frá 15 löndum hafa lokið keppni í kvennaflokki. Gríski meistarinn Fofo Varvariotou, sem er einn af yngstu keppendunum á mótinu (13 ára), hefur nú forystu í kvennaflokki með 75,45 stig. Gríska liðið er einnig í >rsta sæti í liðakeppninni. Þær Jónas Tryggvason skrífar Reuter Andrew Morrls sést hér keppa í skylduæfingum á bogahesti. Morris er besti fimleikamaðurinn í breska liðinu sem er nú f 12.'sæti á HM. hafa 364,95 stig og hafa tölu- verða forystu á næsta lið sem er frá ísrael, 356,875. Belgísku stúlkurnar eru í priðja sæti með 356,525 stig og Svfar koma næst- ir með 356,425 stig. Sænsku tvfburamir vekja athygli Þátttaka sænsku tvfburanna Chris og Ann Olsen vakti mikla athygli og eins stóð Marfa Granström sig vel, eins má geta þess að sænska klappliðið er mjög fjölmennt á mótinu. Af öðrum Norðurlandaþjóðum má nefna að Noregur er með 346,80 stig og Danmörk með 345,375 stig. Finnar og íslendingar sendu ekki lið á mótið. Fimmtán þjóðir munu ljúka keppni í kvennaflokki í dag og þar á meðal eru flest efstu liðin eftir skylduæfinguna, t.d. Sov- étríkin, Rúmenía, Austur-Þýska- land, Kína o.fl. Nú þegar þetta er skrifað (í gærkvöldi) stendur yfir keppni síðustu liða í flokka- keppni karla. Daggettfótbrotnaðl Af keppni piltanna í dag er það helst að frétta að Tim Daggett frá Bandaríkjunum fótbrotnaði þegar hann kom illa niður úr stökki yfir hest. Daggett er reynd- asti maðurinn í bandariska liðinu, hann var meðal annars í Ólympíu- liðinu 1984. Eins var hann efstur í sínu liði og í 17. sæti á mótinu eftir skylduæfínguna. Bandaríska liðið var í 7. sæti eft- ir skylduæfinguna og þess vegna gæti þetta slys sem gerðist í þriðju umferð komið f veg fyrir að þeir komist til Seoul. Meiri fréttir af karlakeppninni verða í blaðinu á morgun og þá ætti að vera hægt að spá fyrir um úrslit í einstakl- ingskeppninni. OlgaKorbuthelðruð Ýmislegt hefur verið að gerast í kringum mótið, meðal annars hef- ur verið í gangi ráðstefna Al- Cben CuKliig, helsta von Kfnverja f lcvennaflokki, sést hér á flugi hátt yfir jafnvægisslánni. þjóðafímleikasambandsins, þar sem verið er að hreinsa til f nafn- giftum á fimleikaæfingum, og setja reglur f sambandi við það hvernig fimleikamenn geta fengið nöfn sín skráð á hinar ýmsu æf- ingar. Eins hafa margir valin- kunnir fimleikamonn verið heiðraðir og þar má helsta nefna Olgu Korbut sem var heiðruð fyr- ir hennar tillegg til þróunar fimleikanna. Nýjarsafingar Ýmsar nýjar æfingar eru að líta dagsins ljós í fyrsta sinn á mót- inu, meðal annars hafa tvær kanadískar stúlkur tilkynnt að þær verði með nýjar æfingar. Lori Strong hyggst framkvæma á tvíslánni hopp af efri ránni yfir á þá neðri með IV2 skrúfu. Janine Rankin ætlar að gera uppstökk á jafnvægisslána og enda í hand- stöðu á annarri hendi. En það kemur í ljós í kvöld hvort þær útfæra æfingar sínar nógu vel til að fá þær kenndar við sig. SKIÐI ;j Marc Girardelli má keppa á ÓL MARC Girardelli, austurríski skfðakappinn sem keppt hefur fyrir Luxumborg undanfarin ár 1" alpagreinum, er nú orðinn löggildur rflcisborgari f Luxem- borg. Hann má þvf keppa fyrir Luxemborg á Ólympfuleiknum sem fram fara f Calgary f Kanda fvetur. Girardelli er fæddur í Austurríki en hætti að keppa fyrir land sitt er hann komst ekki í aust- urrfska skíðalandsliðið 1980. Sfðan hefur hann keppt fyrir Luxemborg f heimsbikarnum í alpagreinum með góðum árangri. Þó svo að Girardelli hafi keppt fyr- ir Luxemborg í heimsbikarnum var hann ekki með vegabréf og því ekki gjaldgengur á ÓL f Sarajevo i Júgóslavfu 1984. Hann sótti um að gerast ríkisborgari í Luxemborg í fyrra og nú hefur það verið sam- þykkt. Hann fær því að keppa á ÓL í Calgary fyrir Luxemborg í vetur. „Þetta er stór stund fyrir mig," sagði Girardelli er hann hafði feng- ið nýja vegabréfið í hendurnar á fímmtudaginn. Hann sagðist hefja undirbúning sinn fyrir ÓL í Calgary innan fárra vikna, en vildi ekKert segja um sigurmöguleika sfna þar. Girardelli hefur unnið yfír 20 mót í heimsbikarnum á sfðustu fjórum árum og virðist jafnvfgur á allar fjórar greinamar, svig, stórsvig, risastórsvig og brun. HANDKNATTLEIKUR Pokrajac þjálfar lands- lið Bandaríkjamanna JÚGOSLAVINN Branislav Pokrajac hef ur verlð ráðinn þjálfari bandaríska landsliðs- ins fram yf ir ólympi'uleikana f Seoul næsta haust. Pokrajac er fyrrum landsliðs- þjálfari Júgóslavíu. Hann gerði liðið að ólympíumeisturum í Los Angeles 1984, gerðíst sfðan þjálfari spánska límdsliðsins í skamman tfma eftir það og tók þá á ný við s^órn landsliðs Júgóslavíu. En Pokrajac var látinn hætta með liðið í sumar. Pokrajac, sem er fertugur, hefur Frá Jóhannilnga Gunnarssyni iÞýskalandi starfað sem prófessor við háskól- ann í Belgrad, en heklur til Bandarfkjanna f næsta mánuði. Samningur hann við bandaríska handknattleikssambandið gildir frá þeim tíma og þar til ólympíu- leikunum næsta haust lýkur. Bandarfkjamenn eru sem kunnugt er í riðli með íslendingum, Jú- góslövum, Sovétmönnum, Svíum og Alsírbúum á leikunum í Seoul. Talið er að Pokrajac fái um 200.000 dollara fyrir samninginn við bandaríska sambandið, en það er andvirði rúmlega 7,7 mil\jóna íslenskra króna. Mllkovlc til Egyptalands? Annar júgoslavneskur þjálfari, Josep Milkovic, sem einnig hefur þjálfað lándslið Júgóslavfu, hefur fengið tilboð frá handknattleiks- sambandi Egyptalands um að taka að sér þjálfun landsliðs þess. Milkovic er 44 ára. Talið er líklegt að hann taki tilboðinu. Milkovic sijórnaði landsliði Júgoslavíu þeg- ar Hðið varð í 3. sæti heimsmeist- arakeppninnar 1974 í Vestur- Þýskalandi og sfðan hefur hann þjálfað lið Gönaburg, Berlin og Schwabing hér f landi; og varð Schwabing bikarmeistari undir hans slg'órn f fyrra. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.