Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987
49
Póstur og sími:
Svör við fyrirspurmim
Til Velvakanda.
Kona biður um skýringu á því
hvers vegna gjald fyrir að láta
talsímaverði Póst- og símamála-
stofnunar vekja sig hafi hækkað í
kr. 43,75 1. júlí sl. Einnig spyr hún
hvort það sé rétt hjá sér að ein
hringing í 03 teljist þijú skref. (Sjá
Velvakanda 10. október sl.)
Gjald fyrir handvirka vakningu
hækkaði nokkuð við síðustu gjald-
skrárbreytingu, en hafði verið svo
til óbreytt í krónutölu sl. fjögur ár.
Handvirka símaþjónustan hefur
verið stofnuninni kostnaðarsöm og
ekki staðið undir sér. Þess vegna
hafa gjöld fyrir hana verið hækkuð
til þess að þurfa ekki að láta aðrar
símatekjur bera hana uppi.
Þeir sem tengdir eru stafrænum
símstöðvum og hafa síma með tón-
vali og nauðsynlegum tökkum geta
aftur á móti notfært sér sjálfvirka
þjónustu stöðvar hvað varðar upp-
hringingu í því skyni að láta vekja
sig eða minna sig á. Slík þjónusta
er í hvert skipti 5 skref eða 9,75
kr. Hátt í þijátíu þúsund símnotend-
ur víða um land eiga nú kost á
þessari þjónustu.
Þeir sem láta talsímaverði vekja
sig borga eins og fyrr segir 43,75
kr. í hvert skipti. En unnt er að fá
fasta mánaðarvakningu fyrir 750
krónur.
Þeir sem hringja í upplýsinga-
þjónustuna 03 eiga að borga
samkvæmt nýjustu gjaldskrá þijú
skref eða 5,85 kr. við svar, en síðan
er talið á 24. sek. fresti. Reikna
má því með að fólk greiði almennt
5,85 kr. fyrir þessa þjónustu. Sama
gildir um 08, upplýsingaþjónustu
talsambandsins við útlönd.
Allar fyrrgreindar tölur eru með
söluskatti.
Jóhann Hjálmarsson,
blaðafulltrúi Póst- og
símamálastofnunar.
Um óskalagaþátt sjúklinga
Til Velvakanda.
Það var á haustdegi að síminn
hringir. Ég var á leið upp í útvarp
að sinna óskalagaþætti sjúklinga, jú,
það er best ég svari, hugsa ég, þó
ég hafi verið komin í kápu og stígvél.
Það var Sigurður Einarsson, starfs-
maður tónlistardeildar ríkisútvarps-
ins, og segist vera að tilkynna mér
að það hafi verið ákveðið að leggja
óskalagaþátt sjúklinga niður. Nú,
segi ég, jamm og jæja, takk fyrir að
láta mig vita. Vertu sæll. Að vísu
sngði ég Sigurði að það kæmi sér
illa bæði fyrir mig og sjúklinga. Þeg-
ar ég var búin að leggja símann á,
settist ég niður að hugsa málið og
fór í huganum dálítið aftur í tímann.
Ég var búin að sinna þessum þætti
i þijú eða flögur ár, hafði tekið við
af Lóu Guðjónsdóttur. Aldrei allan
þennan tíma hafði neitt komið upp á
þannig að ég gæti ekki mætt og mér
fannst það furðu sæta að Jón Öm
Marinósson tónlistarstjóri skyldi ekki
hringja í mig sem minn yfirmaður
og tilkynna mér þetta sjálfur, og
segja kannski svei þér fyrir þína
vinnu að ég nú ekki tala um segja
mér ástæðu fyrir því að þættinum
væri lagt. En nei, auðvitað var ekki
hafður sá háttur á, það veit ég vegna
þess að ég starfaði í 15 á tónlistar-
deildinni.
Fyrir svo sem ári var ég stödd í
þularstofu að kynna óskalögin og þá
frétti ég af tilviljun að flytja ætti
þáttinn & Rás II sem var fyrirfram
dauðadæmt, það fólk sem hlustar á
óskalagaþátt sjúklinga hlustar ekki á
Rás II. Hvaðan komu þessi skilaboð,
hver vill óskalagaþátt sjúklinga feig-
an? Ég veit það ekki, en það er
einhver sem hefir mikinn áhuga á
því. Rás II heyrðist aðeins á tveimur
sjúkrahúsum á landinu, Borgarspít-
ala og Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akjrreyri. Þátturinn týndist gjörsam-
lega. Svo fór fólk að kvarta, og eftir
nokkra mánuði gáfust þeir upp á því
að hafa hann á Rás II. Ég hitti Ólaf
Þórðarson á ganginum á Rás II og
hann tilkynnti mér að næsta laugar-
dag ætti ég að vera á Skúlagötunni,
sem sagt aftur á Rás I. Svei mér ef
það er ekki hægt að steindrepa þátt
á svona flakki, þá veit ég ekki hvem-
ig á að fara að því. Jæja, ég átti að
fá 35 mínútur á laugardagsmorgnum
frá 10.25—11.00. Þessar 35 mínútur
urðu nú brátt að 27 mínútum, vegna
tilkynningalesturs. Fók varð að leita
að þættinum eins og að nál í hey-
stakk, en samt gekk þetta sæmilega.
Rétt eftir að við fluttum í nýja út-
varpshúsið í Efstaleiti í sumar, bar
það við að aðeins barst ein kveðja í
þáttinn, en það er alltaf minna af
kveðjum á sumrin þvi þá er mörgum
deildum á sjúkrahúsum lokað. Ég var
í léttu skapi og glettist með það að
nú ætti að kalla þáttinn óskalag sjúkl-
ings en við myndum bara spila
eitthvað af góðum lögum til að bæta
upp bréfleysið. Þetta fór nú heldur
betur fyrir bijóstið á útvarpsráði því
nú er verið að hegna sjúklingum og
gamalmennum fyrir bréfletina með
því að fella þáttinn út af dag-
skránni. Ég hef lagt það tii að
aðstandendur sjúklinga mættu skrifa
eða jafnvel hringja í mig, og senda
sínu fólki kveðjur í sjúkrahús og elli-
heimili, ekki endilega að binda sig
við að sjúklingamir skrifi sjálfir en
það hefur ekki verið leyft. Hvers
vegna? Ég hef lfka stungið upp á því
að ég hefði símatíma strax að þættin-
um loknum en það hefur verið talað
út f buskann.
Þessi þáttur er elsti óskalagaþáttur
ríkisútvarpsins og á fullkomlega rétt
á sér og ég veit vegna þess að nú
hef ég undanfarin ár stjómað þættin-
um að það er stór hópur fólks sem
hefur ánægju og gleði af að heyra
lögin sín og kveðjumar, það er fólk
sem á í raunverulegum erfiðleikum,
á við erfiða sjúkdóma að strfða og
einmanaleika og þarfnast smá hlýju,
en það þykir nú bara væmið og púka-
legt að sýna þessu fólki einhveija
virðingu. En við höfum sólarhrings
útvarpsrás fyrir unga fólkið og þá
sem njóta popptónlistarinnar.
Kurteisi kostar ekkert og ég held
að rfkisútvarpið ætti að sjá sóma sinn
f þvf að koma þá með eitthvað annað
að bjóða þessu fólki úr þvf að yfir-
mönnum útvarpsins finnst Óskalaga-
þáttur sjúklinga þvf ekki samboðinn.
Helga Þ. Stephensen
HEILRÆÐI
Sjómenn
Innan skamms er áætlað að björgunarbúningar verði komn-
ir í flest íslensk skip. En eins og með önnur björgunartæki
koma þeir að litlu gagni ef menn læra ekki notkun þeirra
og umhirðu.
— Það ásamt fleiru er kennt í Slysavamaskóla sjómanna.
hægterað
gretðafyrirmeð
kreditkorti.
föstudaga
frákl. 9.00 til 17fi0
oglaugardaga
frákl. 9fl0fl 13:30.
LEIKVIKA 9 Leikir 24. október 1987 K
1 X 2
1 Arsenal - Derby 2 Coventry - Newcastle 3 Everton - Watford
4 Luton - Liverpool 5 Nott’m Forest - Tottenham 6 Oxford - Charlton
7 Q.P.R. - Portsmouth 8 Sheffield Wed. - Norwich 9 Southarnpton - Chelsea
10 Birmingham - Middlesbro 11 Reading - Bradford 12 Shrewsbury - Oldham
f'
SÍMAÞJÖNUSTUNA ! ! !
TOSHIBA
• Við fengum sendingu af þessum skemmtilega
ofni, ER 665 á aðeins 20.900 kr. - 19.900 kr
stgr. og við bjóðum 6000 kr. útborgun og eftir-
stöðvar á 6 mánuðum.
• TOSHIBA ER 665 örbylgjuofninn er búinn hinni
viðurkenndu DELTAWAVE-dreifingu og stórum
snúningsdisk.
• Góðar leiðbeiningar á íslensku fylgja með og
þér stendur til þoða matreiðslunámskeið án
endurgjalds hjá hússtjórnarkennara okkar,
Dröfn H. Farestveit. Aðeins 10 eigendur á
hverju námskeiði.
• Ennfremur býðst þér að ganga í TOSHIBA uþþ-
skriftaklúbbinn.
• Eigum ávallt ótrúlegt úrval áhalda fyrir ör-
bylgjuofninn.
GRÍPTU NÚ TÆKIFÆRIÐ
Einar Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28, sími 16995.