Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 18
-ti 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Dagur Sameinuðu þjóðanna: Kirkjuklukkum hringt og þagnarstund við Höf ða DAGUR SAMEINUÐU Þjóðanna er á laugardag og verður kirkju- klukkum hér á landi hríngt af því tilef ni í finun mínútur klukk- an 12 á hádegi. Einnig verður haldin þagnarstund og meðan á henni stendur taka þátttakendur hðndum saman og mynda friðar- merkið framan við Höfða i Reykjavík klukkan 17. Með þessu Fyrirlestrar á fíindi sjóréttarfélagsins HIÐ ÍSLENSKA sjóréttarfélag gengst fyrir frœðafundi laug- ardaginn 24. október f stofu 103 í Lögbergi og hefst hann Drengjakór í Garða- kirkju VID guðsþjónustu í Garðakirkju næstkomandi sunnudag mun enskur drengjakór, Hampton School Choar, syngja undir stjórn Michael Newton. Kórinn er hér á vegum skó Jakórs Garða- bæjar. kl. 14.00. Nicholas Hambro framkvæmdastjóri Nordisk Skibsrederforening í Osló flyt- ur tvo fyrirlestra. Nicholas Hambro er lögfræð- ingur að menntun og aðalfram- kvæmdastjóri Nordisk Skibsreder- forening í Osló sem hefur innan sinna vébanda eigendur 1300 kaupskipa í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Hann er sérfræðingur í sjórétti og hefur einkum fengist við lögfræðileg vandamál varðandi farmsamninga og skyld svið. í frétt frá félaginu segir að efni fyrirlestranna sem fluttir eru á ensku hafi mikla þýðingu fyrir alla þá sem á einn eða annan hátt fást við gerð farmsamninga og hvers konar viðskipta sem tengjast kaupskipaútgerð. Fundurinn er öllum opinn. Söngbandið syngurá sunnudag HÓPUR sem kallar sig Söng- bandið kemur f ram á Holiday Inn hótelinu á sunnudaginn, i Lundi i hádeginu og um kvöldið í Teigi. í Söngbandinu eru Ingibjörg Marteinsdóttir, Stefanía Valgeirs- dóttir, Einar Örn Einarsson og Eirfkur Hreinn Helgason. Söngskráin er létt og fjölbreytt, innlend lög og erlend, m.a. úr Fiðl- aranum á þakinu, dr. Zivagó ofl. Undirleikari er Jónas Þórir. Söngbandið: Einar örn Einars- son, Eiríkur Hreinn Helgason, Ingibjörg Marteinsdóttir og Stef- anía Valgeirsdóttir. viija tíu samtök og hreyfingar minna á friðarhugsjónina. Á blaðamannafundi sem fulltrúar þessara samtaka héldu kom fram að klukkuhringingarnar verða liður í alþjóðlegri aðgerð, Friðarbylgj- unni, sem hefst í Hírósíma og Nagasaki klukkan 12 að staðar-. tíma, gengur í vesturátt yfir jörðina og endar þar sem hún hófst. Það er misjafht hvað gert verður í hverju landi, en í nokkrum löndum, svo sem Póllandi, Finnlandi og ísíandi, hefur verið ákveðið að hringja klukkum. Einnig verður haldin þagnar- stund víðsvegar um heim á vegum Félaga Samvinnu Þjóðanna og Sri Chinmoy friðarsamtakanna. Slikar þagnarstundir hafa verið haidnar á degi Sameinuðu þjóðanna erlendis síðan 1984 en ekki áður hér á landi. Hér verður safnast saman við Höfða klukkan 16.45 og séra Gunnar Kristjánsson prestur að Reynivöllum ávarpar viðstadda. Þögn verðu klukkan 17 og meðan á henni stendur taka þátttakendur höndum saman og mynda friðar- merki fyrir framan Höfða. Þagnar- Morgunblaðið/Júlíus Steinunn Harðardóttir með merki Friðarbylgjunnar, Ragnar Ólafs- son og Eymundur Matthíasson. stundin er upphafið að friðar- og afvopnunarviku Félaga Sameinuðu Þjóðanna. Séra Gunnar Kristjánsson sagði meðal annars á blaðamannafundin- um að kirkjuklukkur væru sterkt friðartákn sem tengist ekki aðeins jólum og stórhátíðum, heldur lika stríði. Veraldleg yfirvöld hefðu allt frá 15. öld krafist að fá kirkjuklukk- ur til að bræða þær og gera fall- byssur úr koparnum á stríðstímum. Þegar kirkjuklukkurnar hefðu síðan hljómað aftur hefði hljómur þeirra minnt stríðsþjáðar þjóðir á frið. Séra Gunnar sagði einnig að þagn- arstund væri einföld og sterk aðferð til að fá fólk til að íhuga, til dæm- is frið og afvopnun. Þá væri Höfði orðinn einskonar tákn um von um frið og því væri vel við hæfi að efna til þessara friðaraðgerða þar. Eftirfarandi samtök og hreyfing- ar standa að þessum aðgerðum: Friðarhópur listamanna, Félag Sameinuðu Þjóðanna, Samtök eðlis- fræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök um kjarnorkuvopnalaust ísland, Friðarhópur fóstra, Samtök herstöðvaandstæðinga, Sri Chin- moy friðarsamtökin, Islenska frið- arnefndin, Menningar og friðar- samtök íslenskra kvenna, Friðarhreyfing íslenskra kvenna. Jafnréttisráð: Veruleg fjölgun kvenna í bæjarstjórnum JAFNRÉTTISIiÁD hefur kannað hlutfall kynja í borgar- og bæjar- stjórnum og i nefndum, stjórnum og ráðum á vegum borgar og kaupstaða eftir sveitarstjórnarkosningarnar 1986. Athugunin Ieiðir f Ijós að konur eru 30% borgar- og bæjarfulltrúa en voru eftir kosn- ingar 1982 rúm 19%. í niðurstöðum könnunarihnar kemur fram að hlutur kvenna i borgar- og bæjarráðum hefur einn- ig aukist nokkuð eða úr 10% árið 1982 f 13% árið 1986 en aukningin er ekki í samræmi við hlut kvenna f borgar- og bæjarstjórnum. Engin kona er borgar- eða bæjarstjóri en tæp 22% kenna eru forsetar borg- ar- eða bæjarstjómar og tæp 39% eru varaforsetar. Hlutur kvenna á yfirstandandi kjörtímabili f nefndum, stjórnum og ráðum er rúm 27% og er það nokk- ur aukning frá sfðasta kjörtímabili. Yfirleitt er hlutur kvenna svipaður f öllum borgar- og bæjarfélögum utan í Neskaupstað. Þar eru meiri- hluti kjörinna bæjarfulltrúa konur og tæp 42% þeirra sem kjörnir hafa verið í hinar ýmsu nefndir á vegum bæjarfélagsins eru konur. Þegar fjöldi kvenna í borgar- og bæjarstjórnum er borinn saman við fjölda kvenna í nefndum kemur fram að svo virðist sem þær eigi auðveldara með að komast áfram í gegn um „örugg sæti" á listum stjórnmálaflokkanna en að komast í rað, stjórnir og nefndir fyrir þessa sömu flokka. A vegum þeirra 23 bæjarfélaga sem könnunin nær til eru starfandi 727 nefndir, stjórnir og ráð að meðtöldum borgar- og bæjarstjórnum. í tæplega 48% nefnda sitja engar konur. Konur eru hins vegar í meirihluta í 17 af 23 félagsmálaráðum og í 18 af 23 grunnskólanefndum. Al- gengt er að þær hafi meirihluta í ýmsum nefndum sem tengjast heil- brigðismálum, menningarmálum, umhvefis- og náttúruvemdarmálum og málefnum baraa og ungmenna. HTTHVAÐ FYRIR BRACÐUUKANA SAFARÍKTIAMBAKJÖT Kryddlínan okkar lokkar fram Ijúffengt bragðið. Safaríkt lambakjöt í ofninn, á pönnuna og ípottinn. lAMBAKJÓT-ÞEGARÞIGLANGARÍEITTHVAÐGOTT ^DFmR^Ð^ ZÁJZ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.