Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐEE), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 © 1985 Universai Prws Syndicate ,Er þettailfyrstoiámistirtt \fÚ6k\tvt ?" Ast er... ... að gleðjast heim á leið. TM Rag. U.S. Pm Ott.—tí nghu raMfwd " 1987LoiAn9^TiT»tSyndKJt. Þér er óhœtt að láta sjá þig, því það hefur enginn hér f húsinu hringt í mein- dýraeyði... Þetta eru svo nýorpin egg að hænurnar eru ekki einu sinni farnar að sakna þeirra... HÖGNI HREKKVISI , ungfrO guðrúnH " Flytjið góða tónlist í stað- inn fyrir dægurlagagarg Til Velvakanda Það er oft skammast út í sjón- varpið en nú verð ég að hrósa þvf fyrir ágætan þátt, þáttinn Eins og þeim einum er lagið sem var á dag- skrá sjónvarps miðvikudagskvöldið 14. október. Þar voru kynntir þrír efnilegir óperusöngvarar. Greinilega er þjóðin ekki á flæðiskeri stödd í menningarlegu tilliti, við eigum stór- kostlegt hæfiieikafólk, það kom fram { þættinum á miðvikudagskvöldið. En það kemur á óvart hversu sjald- an heyrist f þeim sem leggja stund á tóntist ( alvöru. Poppgargið, skrílmenningin og lágkúran hljómar stöðugt f fjölmiðlunum. Ðagskrá nýju útvarpsstöðvana einkennist af und- anrennumúsík og sjaldan kemur fyrir að þar sé flutt tónlist sem stendur undir nafni. Þess f stað er erlendu og innlendu dægurlagarusli hampað daglega og látið sem um merkilega tónlist sé að ræða. Hver áhrif hefur þetta á tónlistarmenningu þjóðarinn- ar til frambúðar? Við 'skulum vona að þessum ósköpum linni áður en langt lfður og skrúfað verði fyrir öskurapana og sorpgargið. Rfkisfjölmiðlarnir ættu að nota betur fjárhagslega stöðu sfna og verja meiri tfma til að kynna alvar- lega listamenn. Börn og unglingar mega ekki alast upp f þeirri trú að dægurlagagargið sé merkileg tónlist og skrílmenningin sé ffn eða eftir- sóknarverð á nokkurn hátt. Við íslendingar eigum stórkostlegt tón- li8tarfólk sem vakið hefur athygli víða um heim. Hvers vegna veitum við því ekki aukið rými f fjölmiðlum okkar? 6.S. Þessir hringdu ... íslenski dans- flokkurinn frá- bær Kona í Garðabæ hringdi: „Mig langar til að þakka ís- lenska dansflokknum fyrir frábæra sýningu. Það var mikil upplifun að sjá sýninguna Ég dansa við þig og stóðu dansararn- ir sig með miklum sóma. Egill Ólafsson stóð sig mjög vel og einnig söngkonan Jóhanna Lin- net. Eg vil hvetja íslenska dans- flokkinn til að halda fleiri sýningar." Slæm umgengni í Víðidal Bryndís hringdi: Eg er með hest í geymslu f Víðidal eins og margir aðrir. Að undanförnu hafa verið haldnir þarna popptónleikar og hefur umgengni verið fremur slæm, til dæmis eru glerbrot víða um svæð- ið. I þessu sambandi langar mig til að koma á framfæri tveimur fyrirspurnum. Hver á að greiða lækningakostnað ef hestur særist á hóf vegna glerbrotana þarna? Hver ber ábyrgð á þvf að svæðinu þarna sé haldið hreinu og glerbrot fjarlægð?" Reiðhjól Krómað BMX reiðhjól með blá- um hnakk og án afturbrettis var tekið að Gaukshólum 2 fyrir skömmu. Þeir sem hafa orðið var- ir við hjólið eru beðnir að hringja f sfma 72286. Ofögur íþrótt Friðrík E. Friðríksson - hringdi: „Eg var staddur á Reykjalundi sl. mánudagskvöld og sá þá held- ur ófagra fþrótt f sjónvarpinu fyrir fréttir. Þarna var um einhvers konar fjölbragðaglfmu að ræða °g byggðist hún á miklum fanta- skap. Þarna spörkuðu menn f andlitið á hverjum öðrum ef því var að skipta og lágu sumir blóð- ugir í valnum. Fðlkið sem þarna var að horfa á sjónvarpið hafði lítið gaman af þéssu. Margt af því þekkir vel afleiðingar svona áverka, hvað þær geta verið þung- bærar. Ég er almennt á móti boðum og bönnum en „íþróttir" sem þessa ætti að banna og þær eiga ekkert erindi í sjónvarp. Menn geta slegist ef þeir vilja en útaf fyrir sig og það er engin ástæða til að halda sýningar á slíku." Læða Svört og hvft læða er í óskilum. Eigandi hennar er beðinn að hringja í síma 651993. BMX torfæruhjól . Svartur högni BMX torfæruhjól, hvítt með svörtum púðum, var tekið fyrir utan veitingastaðinn Barón á Laugarvegi föstudaginn 9. októ- ber milli kl. 17 og 18. Stellnúmerið er 384948. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjólið vinsamleg- ast hringi í síma 16908 eða 14060. Drengjaúlpa Grá drengjaúlpa tapaðist í ágúst eða september við Laugar- nesveg eða þar í grennd. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja f sfma 33J13. Hildur hringdi: „Ég er með tveggja eða þriggja mánuða gamlan alsvartan högna í óskilum. Þetta er heimilisdýr, hann er ákaflega blíður, elskuleg- ur og þrifinn. Síminn hjá okkur er 18905." Bröndóttur kött- ur Bröndóttur fressköttur, gulur og hvítur, með grænbláa 61 er í óskilum að Krummahólum 4. Eig- andi hans er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 77267 sem fyrst. Víkverji skrifar Hjá útgafufyrirtækinu Frjálsu framtaki stendur nú yfir sér- stök áskrifendasöfnun og bök býðst nýjum áskrifendum í kaupbæti. Meðal tímaritanna, sem Frjálst framtak stendur að er barnablaðið ABC, sem er gefið út í samvinnu við skátahreyfinguna. Ungur vinur Víkverja hafði hug á að gerast áskrifandi og vildi auðvitað njóta boðsins um bók í leiðinni. Þar stend- ur valið milli fjögurra bóka. Reyndar er vinur Víkverja á þeim aldri, eins og áskrift að barnablaði ber með sér, að hvorki bókin með leiðbeiningum um gott kynlíf, jafn- vel þótt hún sé eftir dr. Ruth Westheimer, né skáldsögurnar um nýju konuna eða hvíta hótelið höfð- uðu til hans. Er þá ein bók eftir Fimmtán kunnir knattspyrnumenn. Nú hefur vinur Víkverja engan áhuga á knattspyrnu, en auðvitað er þessi bók betri en engin. Þannig stendur hans val ekki á milli fjög- urra bóka, heldur milli þess að fá eina eða enga. Þannig er alltaf komið fram við okkur krakkana, sagði hann mæðulega, þegar hann rakti Víkverja raunir sfnar. Annars eru pabbi og mamma voða spennt, bætti hann við. Þeir segja nefnilega í auglýsingunni, að sumar bókanna séu f takmörkuðu upplagi og þess vegna sendi þeir ef til vill aðra bók en nýi áskrifandinn vill helzt. Ef knattspyrnumennirnir eru uppseldir þá fæ ég annað hvort „betra kynlíf" fyrir mömmu eða „nýja konu" fyrir pabba. N ú stendur yfir sérstök herferð til tryggingar umferðaröryggi og ber þar hæst viðleitni lögregl- unnar til að draga úr umferðar- hraðanum. En fleira er til. Mikil umræða hefur verið um bflbeltin og notkun þeirra. Og í þriðjudagsblaði Morg- unblaðsins vekur Óli H. Þórðarson, framkvæmdastióri umferðarráðs, máls á því, hvort tfmabært sé að huga sérstaklega að traustleika bfla varðandi innflutning og verðlag. Segir hann m.a. að við styrkleika- flokkun kæmi ef til vill í Ijós, að hingað til lands séu fluttir bflar, sem annars staðar eru bannaðir af því að þeir eru ekki nógu traust farar- tæki. Það leiðir af sjálfu sér að til lftils eru bílbelti spennt, ef f arþegarýmið sjálft er ekki nægilega traust til að standast álagið, þegar óhappið dynur yfir. Vonandi verða þessi orð Óla til einhvers fyrst. fe*'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.