Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Ebba Þorsteinsdóttir frá Laufási—Minning Fædd 19. mai 1927 Dáin 13. október 1987 Ebba Þorsteinsdóttir er látin, langt um aldur fram. Andlátsfregn hennar kom okkur ekki að óvörum. Hún hafði barist af hetjuskap við banvænan sjúkdóm um hríð, bar- áttu, sem hlaut að enda á einn veg. í veikindum sínum sýndi hún ótrú- legan kjark og hélt sáluþreki sfnu og æðruleysi óskertu til hinstu stundar. Ekki kann ég að rekja ættir Ebbu, en hún fæddist 19. maí 1927, dóttir hjónanna Þorsteins Jónssonar skipstjóra og útgerðar- manns í Laufási í Vestmannaeyjum og Elfnborgar Gísladóttur. Voru þau hjón annáluð fyrir dugnað og myndarskap. Þau settu svip sinn á bæinn. Ebba var yngsta bam þeirra hjóna og það sjötta er kveður þenn- an heim. Það gefur augaleið að á svo mannmörgu heimili, sem Lauf- ásheimilið var, var ærið nóg að starfa, enda vandist Ebba fljótt á að hjálpa til. Hún var dugleg og vel verki farin. Það var sama að hveiju hún gekk, allt lék í höndum hennar. Eftir að gagnfræðaskóla- námi lauk starfaði hún á símstöð- inni í Eyjum, en tók sér frí einn vetur til að stunda nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Þann 20. nóvember 1948 gekk Ebba það mikla gæfuspor að gift- ast Bárði Auðunssyni skipasmíða- meistara, miklum sómadreng. Hún lifði í farsælu hjónabandi, bar heim- ili þeirra hjóna þess ljósastan vott. Þar ríkti gagnkvæmt traust, vænt- umþykja og virðing. Þangað var gott að koma. Þau eignuðust fímm böm, sem öll hafa komist vel til manns. Þau em: Steinunn hár- greiðslukona, gift ísak Möller verkstjóra, Herjólfur bátasmiður, hans kona er Ragnhildur Mikaels- dóttir, Auður hjúkrunarfræðingur, Elínborg læknanemi, sambýlismað- ur ólafur Gunnarsson, sem einnig er í læknisfræði, og Asta háskóla- nemi, gift Páli ísberg bankastarfs- manni. Við eldgosið í janúar 1973 varð mikil breyting á högum þeirra, sem og allra Eyjaskeggja. Þau fluttust til að byija með til Hafnarflarðar. En fljótt var hafíst handa um að byggja sér nýtt hús í Garðabæ, rækta fallegan garð, sem þau höfðu yndi og ánægju af. Bárður stofn- setti ásamt félögum sfnum smíða- vérkstæðið Bása í Hafnarfírði. Þau undu vel sfnum hag, höfðu mikla ánægju af að ferðast um landið og einnig erlendis, að maður tali nú ekki um að renna fyrir lax í góðri Blaðburóarfólk óskast! AUSTURBÆR VESTURBÆR Stigahlíð 49-97 Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 63-115 o.fl. Hörgshlíð Háahlíð Hamrahlíð ÚTHVERFI Aragata SKERJAFJ. Básendi Einarsnes Sogavegur101-212 o.fl. í 6 o t W^TorfaÓ^ t**$tt*>*,d* k etnur . Aa\fWtíendapá\rt"VCr iA»a»°n" S\9ut?. S •K Oun«íí* *<S9“'&sSOn POSTKROFUR S. 29544 ★ LAUGAVEGI 33 ★ BORGARTÚNI 24 ★ KRINGIUNNI á. Ebba var félagslynd, starfaði meðai annars f Kvenfélaginu Lfkn f Vestmannaeyjum og hér í Odd- fellowreglunni, var m.a. í stjóm Rb.st nr. 7 Þorgerði um skeið. Hún hafði forkunnarfagra rithönd og var stílfær vel, enda var oft leitað til hennar þegar skrifa þurfti fallega á bók eða tækifæriskveðjur. 011 verk vann hún af stakri alúð, þótti . sem hvert verk væri betur ógert en illa. í allri daglegri umgengni var Ebba glaðlynd og jafnlynd, en þó fremur hlédræg, reyndi aldrei að vekja á sér athygli að fyrra bragði. Þeim mun betur naut hún sín í fámennum vinahópi. Nú skiljast leiðir, ég þakka af alhug góða vináttu um 36 ára skeið. Manni hennar, bömum, tengdabömum, bamabömum, systkinum og öllum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau og blessa í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Gunnarsson Ebba móðursystir mín er dáin. Þetta er staðreynd, þó erfítt sé að sætta sig við að eiga ekki oftar eftir að „slá á þráðinn" til hennar Ebbu sem alltaf var svo hress og dugleg. I hálft annað ár barðist hún hetjulega við þennan sjúkdóm, sem heggur ótt og títt í fjölskyldunni okkar. Ebba var yngst af tólf bömum hjónanna í Laufási, Elínborgar Gísladóttur og Þorsteins Jónssonar útvegsbónda. Ebba giftist 20. nóv- ember 1948 Bárði Auðunssyni, skipasmfðameistara frá Sólheimum í Eyjum. Eiga þau fímm böm, Stein- unni, Heijólf, Auði, Elínborgu og Ástu, hafa þau öll stofnað heimili og eru bamabömin orðin 7. Ebba var ákaflega rösk til allra verka og lék allt f höndum hennar, hún var ágætur teiknari og skrifaði sérlega vel. Sár harmur er í hjörtum systkina hennar sem fyrir aðeins þremur mánuðum kvöddu Gísla bróður sinn. En sárastur er harmur eiginmanns og bama en það er gott að ylja sér við minningar um góða konu, sem var sterkust þegar mest á reyndi. Megi hún hvíla í friði. Elínborg Jónsdóttir Mágkona mín Ebba Þorsteins- dóttir, frá Laufási í Vestmannaeyj- um, andaðist aðfaranótt 14. október síðastliðinn, að heimili sínu Hofs- lundi 9, f Garðabæ. Hún verður jarðsungin í dag frá Garðakirkju. Ebba fæddist 19. maí 1927 og var hún yngst 12 bama þeirra Elín- borgar Gfsladóttur og Þorsteins Jónssonar útvegsbónda í Laufási. Hún lauk námi við Gagnfræða- skólann í Vestmannaeyjum með ágætis vitnisburði. Fljótlega eftir það réðist hún á Landssímastöðina f Eyjum og starfaði þar við góðan orðstír, um nokkurra árabil. Þá stundaði hún nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur einn vetur. Ebba giftist 20. nóvember 1947 Bárði Auðunssyni skipasmið, frá Sólheimum í Vestmannaeyjum. Þau hófu búskap að Kirkjubóli í Eyjum, en byggðu sér fljótlega hús að Austurvegi 4. Þar eignuðust þau myndarlegt heimili, sem ekki hvað síst bar góðri smekkvísi Ebbu fag- urt vitni. En þar kom að þau urðu að yfirgefa hús sitt, eins og raunar margir aðrir íbúar Eyjanna máttu þola örlaganóttina 23. janúar 1973. Þau örlög vom vissulega þungbær og brottförin frá Eyjum tregabland- in. Með samstilltu átaki og dugnaði byggðu þau Ebba og Bárður sér myndarlegt hús að Hofslundi 9. Ebba og Bárður eignuðust 5 böm, sem öll em hin mannvænleg- ustu, en þau em: Steinunn gift ísak Möller verkstjóra og em þau búsett í Reylqavík, Heijólfur húsa og skipasmiður giftur Ragnhildi Mika- Ingólfur Guðmunds- son — Minningarorð Fæddur 12. febrúar 1910 Dáinn 10. október 1987 í dag, föstudaginn 23. október, verður til moldar borinn tengdafað- ir okkar, Ingólfur Guðmundsson. Ingólfur er fæddur og uppalinn að Lómatjöm í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð. Foreldrar hans vom hjónin Val- gerður Jóhannesdóttir og Guð- mundur Sæmundsson, bóndi. Ingólfur var þriðji yngstur í hópi ellefu systkina þeirra hjóna. Hann ólst upp við gott atlæti á myndar- heimili og lærði ungur til verka eins og í þá daga þurfti á mannmörgu heimili. Þar fékk hann það vega- nesti sem hann bjó að alla sfna tfð og var f blóð borinn dugnaður og sjálfsbjargarviðleitni. Ungur að ámm hneigðist hann til sjómennsku sem varð hans aðal- starf næstu áratugi. Á sjómanns ámnum lá leið hans til Vestmanna- eyja. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Jónfnu Sigrúnu Helgadóttur frá Steinum í Vestmannaeyjum, en hún lést í apríl 1980. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Helgu Þómnni og Guðmundu Öldu. Árið 1948 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur, og bjuggu þar alla tíð sfðan. Það var mikið lán fyrir okkur að kynnast þeim sæmdarhjónum. Það var greinilegt að dætur þeirra vom aldar upp við mikinn myndarskap og reglusemi, sem einkenndi heim- ili þeirra, og bera þær þess glöggt merki. Það má með sanni segja að aldr- ei hefur borið skugga á samband okkar við þau. Sjaldan sáum við Ingólf öðm vísi en hressan og kátan. Hann var að eðlisfari glaðvær og hressilegur maður í umgengni. Hann var söng- elskur og söngmaður góður, eins og hann átti ættir til, þó aðeins þeir sem þekktu hann best fengju að njóta þess. Það raskaði aldrei ró hans og æðruleysi þó svo að síðustu nær- fellt þijátfu ár hafí hann glímt við kölkun í mjöðm, sem háði honum mjög og var þess valdandi að um síðir varð hann að hætta sjó- mennsku. Eftir að Ingólfur hætti til sjós starfaði hann við matreiðslustörf, lengst af á Keflavíkurflugvelli og á Hótel Sögu, og nú síðustu árin hjá Veitingahölíinni í Reykjavík. Hann var ósérhlífinn og dró aldr- ei af sér við störf sín þrátt fyrir þennan heilsubrest. Hann var vel liðinn af samstarfsfólki sínu, og hreif samferðamenn sína með sinni léttu lund. Þegar við lítum til baka, vöknum við upp við þann raun- vemleika að þó árin færðust yfír, elsdóttur. Þau búa í Vestmannaeyj- um. Auður hjúkmnarfræðingur búsett í Reykjavík. Elínborg býr með Óla Þór Gunnarssyni en þau eru bæði við nám f læknisfræði. Asta nemandi f Háskólanum gift Páli Kolka ísberg bankastarfs- manni í Reykjavík. Bamabömin em 7 og tvö þeirra aðeins fárra vikna gömul. Fyrir um tveimur ámm kom í ljós að Ebba hafði fengið alvarlegan sjúkdóm, sem hún bar af æðmleysi og dugnaði. Við sem fylgdumst með líðan hennar dáðumst að því hug- rekki er hún sýndi í þessum raunum og þá jafnframt þeirri ástúð og umhyggju er Bárður, böm og tengdaböm sýndu henni til ninstu stundar. Á æskuheimili Ebbu ríkti ávallt umsvif, sfjómsemi og ákveðinn menningarblær, sem ijölskyldan öll var samhent um að varðveita og var þeim fjölmörgu er því kynntust á margan hátt heillavænlegt vega- nesti. Með Ebbu Þorsteinsdóttur er gengin óvenju fíngerður og heil- steyptur persónuleiki, sem skilur eftir góðar minningar. Við Bera kveðjum hana með kærri þökk og einlægum óskum um Guðs blessun henni og fjölskyldunni allri til handa. Ingólfur Amarson Elskuleg kona og nágranni er horfín sjónum okkar. Fyrir tæpum 13 árum birtist þessi kona í dyrun- um hjá mér, til þess að óska mér til hamingju með nýfædda dóttur. Þessi kona nýflutt úr hamfömm í Vestmannaeyjum, var óðum að koma sér upp myndarlegu heimili og dásamlegum garði. Éftir að ég kynntist henni nánar kom í ljós að hún var ein af þessum persónum, sem lét ekki stress og pijál hafa áhrif á sig. Hún stóð sem traustur stólpi á sínu stóra heimili, með sér- stökum myndarskap og gestrisni. Nú stendur stóri, fallegi garður- inn þeirra sem minningarreitur um hana og er hin mesta prýði hér í götunni. Ég þakka Ebbu allar samvem- stundimar. Við Bárð og Qölskyld- una langar mig að segja eins og hinn mikli spámaður Kahil Gibran: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Blessuð sé minning hennar. Nágrannakona fannst okkur hann aldrei í raun eldast, því hugur hans var ætíð ungur og þannig var hann allt fram á sfðasta dag. Ingólfur fór ekki hátt með hugs- anir sínar og það var ijarri honum að koma áhyggjum sfnum og vandamálum yfir á aðra. Alla tíð var umhyggja og hjálpsemi við dætur sínar og afaböm honum efst f huga. Á þessari kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir samfylgd- ina og allt það góða sem hann hafði að gefa. Blessuð sé minning hans. Tengdasynir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.