Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐE), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 -m AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Uwe Barschel: Var hann myrtur eða vildi hann villa um fyrir mönnum? VAR Uwe Barschel, fyrrverandi forsætisráðherra Slésvík-Hol- stein, myrtur eða framdi hann sjálfsmorð? Fjölskylda hans telur að hann hafi verið myrtur, en vestur-þýsku vikutímaritin Spiegel og Stern, sem bæði tengjast dauða hans, telja að hann hafi framið sjálfsmorð. Bæði tímaritin greina ítarlega frá andl- áti hins fallna stjórnmálamanns i nýjustu heftum sínum. Þau komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi undirbúið sjálfsmorð sitt gaumgæfilega og reynt vísvitandi að villa um fyrir mðnnum svo talið yrði að hann hefði verið ráðinn af dögum. Barschel kom til Genfar á laug- ardagseftirmiðdag, 10. október, með vél frá Kanarfeyjum. Blaðamaður á vegum Stern, Frank Garbely, sá hann á flugvellinum og yrti á hann. Barschel þóttist vera einhver annar, svaraði á ensku og tók leigubíl. Næsti leigubílstjóri á eftir neitaði að elta hann, svo blaðamaðurinn missti sjónar á honum. Garbely hringdi nokkru seinna til hótels í borginni og spurði hvort Barschel væri staddur þar. Hann reyndist vera nýfluttur inn á Beau-Rivage-hótel- ið, eitt glæsilegasta hótel Genfar, og var í herbergi 317. Athyglisverðir minnispunktar Sebastian Knauer, blaðamaður Stern, kom til Genfar á laugardags- kvöld. Hann gisti á Beau-Rivage og reyndi nokkrum sinnum að hríngja í Barschel. En enginn svar- aði. Skömmu fyrir miðnætti fór hann upp á loft og sá miða á dyrun- um sem á var letrað: „ónáðið ekki". Hann ákvað að leyfa Barschel að sofa i friði, en sitja fyrir honum f bftið morguninn eftir. Knauer vaknaði fyrir allar aldir og sat lengi morguns ásamt ljós- myndara f morgunverðarsal hótels- ins. En Barschel lét ekki sjá sig. Upp úr hádegi missti Knauer þolin- mæðina og fór upp og barði að dyrum hjá Barschel. Enginn svar- aði. Hann tók f húninn og dyrnar voru ólæstar. Hann leit inn og sá skó liggja á miðju gólfi. Hann hik- aði, sótti myndavél og fór inn í herbergið, samkvæmt frásögn hans sjálfs í Spiegel. Herbergið var mannlaust og enginn hafði sofið f rúminu. Á náttborðinu lágu minnis- miðar sem Barschel hafði skrifað f flugvélinni á leiðinni til Genfar og á hótelinu daginn áður. Á minnismiðunum stóð að ein- hver ókunnur Þjóðverji, sem kallaði sig Robert Ro(h)loff, hefði haft samband við Barschel f Þýskalandi og á Kanarfeyjum og sagst hafa sönnunargögn undir höndum sem gætu hjálpað Barschel að hreinsa mannorð sitt af ásökunum Reiners Pfeiffer í Spiegel, en frásögn tfma- ritsins af kosningabrögðum forsæt- isráðherrans urðu Barschel að falli. Af miðunum að ráða virðist Barsc- hel hafa verið vonglaður og þar gefur hann lýsingu á manninum sem hann ætlaði að hitta. Hann skrifar sfðan klukkan 17.10 að stefnumótið hafi gengið vel og „RR" hafi gefið sér mikilvægar upplýsingar um Pfeiffer og skjala- falsara sem hann starfaði fyrir. Barschel skrifaði að litlu hefði mun- að að allt færi út um þúfur þegar blaðamaður þekkti hann á flugvell- inum. „Tók leigubíl, keyrði nokkra hringi f kringum flugvöllinn og hitti síðan RR f friði. Hann þekkti mig strax. Samræðurnar tóku um 20 mfnútur. Gengum f nágrenni flug- vallarins," skrifaði Barschel. Knauer rakst einnig á opna bók með ritgerðum eftir franska heim- spekinginn Jean-Paul Sartre f herberginu. Barschel virðist hafa lesið um frelsi og dauða skömmu áður en hann lést. Knauer leit loks inn f baðherbergið eftir að hafa hnýstst f minnisblöð Barschels. Þar sá hann alklætt likið liggja í vatni f baðkerinu með handklæði vafið um hægri handlegginn. Skór lá á baðherbergisgólfinu. Knauer brá í brún, en þó ekki svo mjög að hann gleymdi að taka mynd af hinum látna áður en hann kallaði á hjálp. Myndinni var dreift um allan heim, og var hún sérstaklega merkt Stern, eins og sjá mátti hér f blaðinu. „Hannskýturmigvarla" Við krufhingu á lfkinu kom í ljós að Barschel hafði neytt fímm mis- munandi svefh- og taugalyfja. Pakkarnir utan af töflunum fundust hvergi, en könnun leiddi í Ijós að hann hefði getað sturtað þeim nið- ur. Hann pantaði rauðvfnsflösku á laugardagskvöld, en það fundust engin merki um áfengi f blóði hans og flaskan hefur ekki fundist. Eng- in skjöl fundust í hótelherberginu. Fjölskylda Barschels neitar að trúa að hann hafi framið sjálfs- morð. Hann hljómaði mjög vongóð- DieletxtenFotosausGertf DerTodeines Da1ͧÍI>AM ruiiuKers Das trogiscbe Ertde des Dr.UweBarschei Forsiða Stern er segir frá dauða Barschels. ur í sfmtölum við systkini sfn á laugardag og ætlaði að hreinsa mannorð sitt í yfirheyrslum f Slés- vfk- Holstein á mánudag með hjálp Roloffs. Kona hans og systir réðu honum frá því að hitta hinn ókunna mann. Hann gerði lftið úr ótta þeirra og sagði að varla myndi hann skjóta sig. Fjölskyldan telur að Barschel hafi veriQ myrtur af þvf að hann bjó yfir upplýsingum sem óvinir hans vildu koma í veg fyrir að hann greindi frá. Þegar fréttirnar af andláti Barschels bárust þótti ólíklegt að hann hefði lagst alklæddur í bað- kerið ef hann hefði haft sjálfsmorð f huga. En við nánari athugun hef- ur komið í ljós að flestir sem fremja sjálfsmorð f baðkeri hátta sig ekki. Talið er að Barschel hafi skrifað minnismiða sfna til þess að villa um fyrir mönnum. Garbely segir að það sé útilokað að hann hafi ekið nokkr- um sinnum f kringum flugvöllinn (til þess hefði hann þurft að fara inn f Frakkland) og tálað við Roloff í tuttugu mfnútur áður en hann flutti inn á Beau-Rivage. Lögreglan hefur ekki fundið nein vitni sem sáu Barschel á tali við hinn ókunna Roloff f nágrenni flugvallarins og leigubflstjórinn, sem telur sig hafa ekið Barschel, segist hafa keyrt hann beint á hótelið. Drengskaparorð reyndist iítilsvirði Barschel var 43 ára þegar hann lést. Hann var framagjarn og komst ungur til valda f Slésvík-Holstein Hann varð varaþingmaður 25 ára gamall og kjörinn þingmaður tveim- ur árum seinna. Hann varð þing- flokksformaður kristilegra demókrata (CDU) fyrir þrítugtr og 36 ára gamall varð hann fjármála- ráðherra í stjórn Gerhards Stolten- berg f Slésvík-Hoistein. Stolten- berg, núverandi fjármálaráðherra vestur-þýska sambandslýðveldisins, hafði mikla trú á honum og lagði til að hann tæki við starfi sfnu sem forsætisráðherra þegar hann tók við ráðherraembættinu í Bonn árið 1982. Barschel var sjálfkjörinn f embættið. Hann var lögfræðingur að mennt. Hann var greindur, iðinn og affarasæll, en þótti heldur litlaus leiðtogi. Skjótur frami hans kom Líbanon: „Heilagt stríð" hefur í hótunum við vestræn ríki Beirút, Reuter. SAMTÖKIN Heilagt stríð i Líbanon sem eru á bandi írana hótuðu í gær að standa fyrir sjálfsmorðsárásum á herlið og herstöðvar Bandarfkjanna og evrópskra ríkja f borgum múhameðstruarmanna. „Á næstu dögum mun koma í ekki betri," segir í fjögurra sfðna ljós hversu ófær Bandarfkin eru um að standa upp f hárinu á múslímum ... staða Evrópubúa verður heldur vélritaðri tilkynningu frá samtök- unum. Yfirlýsingin barst alþjóðlegri fréttastofu í gær. Tilkynningunni San Francisco: Minniháttar jar ðskjálfti Saa Frnncaco, Benter. Aðfararnótt miðvikudagg varð vart við minniháttar jarð- skjálfta á svæðinu umhverfis San Francisco. Skjálftinn mœldist 4.1 stig á Richter. Lögreglu er ekki kunnugt um tjón af vðldum skjálftans sem átti sér stað klukkan 8:48 að staðar- tírna. Fyrr f þessum mánuði olli stærri jarðskjálfti allmiklu tjóni f Los Angeles og sex manns létust. fylgdu tvær svart-hvítar ljósmyndir af gfslunum sem samtökin hafa f haidi, Bandaríkjamanninum Terry Anderson og Frakkanum Jean-Paul Kauffmann. Einnig fylgdu tilkynningunni tvær litmyndir af herstöðvum Bandarfkjamanna og Frakka f Beir- út. Þær voru teknar áður en sjálfs- morðssveitir gerðu sprengjuárás á herstöðvarnar þann 23. október árið 1983. í þeim árásum létust 300 manns og samtökin Heilagt strfð lýstu ábyrgð á hendur sér. I yfirlýs- ingu Heilags stríðs er hótað fleiri slfkum árásum f borgum múha- meðstrúarmanna. Herlið Bandarfkjamanna er nú f viðbragð88töðu vegna hótana írana um hefndaraðgerðir við Persaflóa eftir árásir Bandarfkjamanna á franska olfupalla á mánudag. Ballet- dansari yfirgefur Sovét- ríkin Sovéski ballet- dansarinn Andrei Ustinov handleikur eft- irmynd frelsis- styttunnar með bros á vör. Ust- inov bað um hæli f Banda- rfkjunum i siðustu viku þegar ballet- flokkur frá Moskvu kom við f Dallas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.