Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 10
10 H MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Jarð Þjó' eigi un arðhitaskóli sameinuðu þjóðanna er rekinn sam- eiginlega af Orkustofn- og Háskóla Saméinuðu þjóðanna. Til- gangur skólans er að veita sérf ræðingum um jarðhita og nýtingu hans, framhalds- menntun. Skólinn er kostaður af Sameinuðu þjóðunum og af framlagi íslenska ríkisins til þróunaraðstoðar. A síðasta ári var til skólans var- ið 10 milijónum króna. Fastir íslenskir starfsmenn eru fjórir en þess fyrir utan kenna og leiðbeina nemendum fjöldi sérfræðinga frá Háskóla íslands, Orkustofnun og fleiri stofnunum. Jarðhitaskólinn hefur starfað f níu ár. Nemendur hafa komið víða að t.d. frá Búrúndí, Indónesíu og Mexíkó. Til að fá inngöngu í skól- ann þarf nemandi að hafa lokið háskólaprófi í verkfræði eða jarð- fræði eða jarðhitavísindum, einnig þarf hann að hafa að baki tveggja til þriggja ára starfsreynslu við rannsóknir eða nýtingu jarðhita. Forstöðumaður Jarðhitaskólans dr. Jón-Steinar Guðmundsson.verk- fræðingur, tjáði Morgunblaðinu að skólinn hefði nú orðið nokkuð góða vitneskju um hvaða stofnanir og fyrirtæki í heiminum stæðu fremmst á sviði jarðhita. Þessir aðilar tilnefndu svo hugsanlega nemendur. Einhver frá Jarðhita- skólanum ætti viðtal við umsæk- jendur. Það getur tekið allt að tveimur árum að fá inngöngu í skól- ann. Árlega væru u.þ.b. 10-12 nemendur valdir úr 45-50 manna hópi. Námsefni skólans er skipt niður í átta svið: Jarðfræði, jarðeðlis- fræði, borverkfræði, borholujarð- fræði, borholumælingar, forða- fræði, jarðefnafræði og jarðfræði. Á hverri námsönn væru 3-4 af fyrr- nefndum sviðum kennd; með því móti nýttust starfskarftar nemenda og leiðbeinenda betur. Kennsla nemenda hæfist í lok apríl eða maí og stæði fram til októ- berloka. Til að hýsa nemendur hefur Jarðhitaskólinn tekið á leigu 5 íbúð- ir víðsvegar um bæinn og deila 2-3 nemendur saman íbúð. Nemendur frá sama menningarsvæði eru yfir- leitt saman. A fyrsta hluta námsannarinnar sitja fyrirlestrar f fyrirrúmi. Síðan væri tekið til við að skoða jarð- hitasvæði og heimsækja ýmsar stofnanir og fyrirtæki, víðsvegar um Iandið. Að þessu afloknu gætu nemendur loksins hafið vinnu að fullum krafti við sérverkefni sín undir handleiðslu leiðbeinenda. Verkefnin væru ýmist tengd heima- landi nemenda eða íslandi. J6n- Steinar sagði: „Það má segja að þetta sé kaup-kaups, það er ekki bara að við kennum nemendunum, verkefnavinna þeirra skilar okkur miklum fróðleik og reynslu um okk- ar land og þeirra." Jón-Steinar bauð Morgunblaðinu að spjalla við nokkra nemendur. Nemendur báru skólanum vel sög- una. Það kom þó fram að þótt að á pappfrum standi að skóli starfi frá níu til fimm; þá sé vinnan tölu- vert meiri, Jón-Steinar táði Morg- unblaðinu að yfirleitt væru nemendur að fram á rauðar nætur. Þar sem frístundir nemenda væru svo takmarkaðar gefast þeim fá tækifæri til að „kynnast landi og þjóð." Aðspurðir báru nemendur Islendingum vel söguna, sögðu ís- lendinga yfirleitt vera viðmótsgóða. Filippseyingurinn, Rene T. Soriao, sagði einnig að íslendingar væru þolinmóðir. I samtölum við Morgun- blaðið kom fram að Suðaustur- asíubúar væru kvað félagslyndastir og bæru sig eftir þvf að kynnast landi og landsmönnum. Skortur á kókos- hnetum var tíl baga Rene T. Soriao er 37 ára gamall Filippseyingur, kvæntur og þriggja barna faðir, hann er fæddur í Zuz- orn 300 km frá Manilla. Hann lauk Rene T. Soriao frá FiIIipseyjum. Chen Xinming sem starfar f Sugíarto Ganda frá Indónesíu. Sommai Techawann frá Tail- Tfbet. andi. Nemendur vinna fram á rauðar nætur Spjallað við f orstöðumann og* nemendur í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna verkfræðiprófi frá Mapua Institute of Technology. Soriao starfar í Þró- unardeild orkumála, hjá Ólfufélagi Filippseyja sem er rfkisrekið fyrir- tæki og sinnir fleiri sviðum orkumála heldur en olfunni einni saman. Soriao sagði mikinn jarðhita vera á Filippseyjum, aðallega væru háhitasvæðin hagnýtt en aftur á móti nýttist lághiti síður, t.a.m. væri engin þörf á hitaveitum í sínu föðurlandi. Soriao sagði kominn tfma til að nota jarðhitann til fleiri hluta. Sérsvið Soriao er varðveisla mat- væla með þurrkun. Verkefni hans við Jarðhitaskólann fjallar um nýt- ingu á jarðhita til að þurrka kókoshnetur. Hér á íslandi hefur hann starfað með sérfræðingum Orkustofnunar og Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins en Soriao sagði reynslu íslendinga við að þurrka fisk koma sér að góðum notum. Það eina sem Soriao sagði að sér hefði orðið til mæðu og ama á íslandi væri það, að erfitt væri að fá nóg af kókoshnetum og þess fyrir utan hefði hann haft svo mik- ið að gera að hann hefði bara einu sinni komist á danshús. Þrátt fyrir ofangreinda erfíðleika taldi Soriao nú ljóst að það væri mögulegt og hagkvæmt fyrir Filippseyinga að nota jarðhita til að þurkka matvæli ýmis konar s.s. kókoshnetur, mangó, og fisk. Hingað til hefur tíðkast að sólþurrka matvæli eða nota eldivið en með því að nota jarðhita væri hægt að stytta þurrk- unartímann og stórauka afköstin og gæðin. Sitt takmark a Filippsey- jum, væri að hanna og byggja alhliða verksmiðju til þurrkunar matvæla. Aðspurður kvaðst Soriao reikna með að taka sér eins til tveggja vikna frí þegar heim væri komið. Nemendur við Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna, starfsárið 1987. Morgunblaðifl/Árni Sœberg Safcerg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.