Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐDE), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 27 Cerezo forseti Guatemala. iasar forseta kann þó að dragast á langinn, ef sandinistar hafa ekki sýnt það í verki hinn 7. nóvember næstkomandi, að þeir standi við gefin loforð sín um lýðræðislegri stjórnarhætti — þeim var ekki veitt- ur lengri frestur til að uppfylla þau grundvaliarskilyrði, sem sett voru á _ forseta-ráðstefnunni. Það væri 9 heimskulega að farið af hálfu stjórn- valda Nicaragúa, ef þau reyndu ekki að minnsta kosti að koma verulega til móts við settar kröfur forsetanna og sýndu lit á því gagnvart eftirlits- nefndinni, að þeir stæðu við sín orð. Vitað er, að stjórn sandinista hefur um nokkurt skeið alls ekki verið sammála um stefnuna f innan- og utanríkismálum. Þannig lét einn af hinum níu comandantes sandinista, Victor Tirado, hafa opinberlega eftir sér fyrir nokkru: „Við endurtökum á meðan kraftar okkar endast, að núverandi pólitískt, efnahagslegt og félagslegt þjóðfélagskerfi er alls ekki til umræðu né heldur er það efni í samningaumleitanir". Nokkru síðar lét Ronald Reagan Bandaríkja- forseti til sín heyra í útvarpsstöð Kontra-skæruliða í Nicaragúa: „Borgarastyrjöldin hófst, þegar sandinistar gáfu ykkur loforð um lýðræði en létu svo vera að uppfylla þau loforð sín. Þessum átökum mun ljúka, þegar staðið hefur verið við gefin loforð". Liklegt má teljast, að nokkur hluti stuðningsmanna friðaráætlunarinn- ar sé þó reiðubúinn til vissrar málamiðlunar og tilslökunar gagn- vart sandinista-stjórninni. Sögðust þeir geta fallizt á einhvers konar ný-sandinisma, þ.e. sömu níu com- andantes við stjórnvölinn en að þvi tilskildu, að einhverjum breytingum li f Nicaragúa: Á hann lfka eftir að ta? f lýðræðisátt hefði þó verið komið á f landinu. Með þvf að heimila á nú útgáfu dagblaðsins La Prenza og slaka að öðru leyti dálftið á hafa sandinistar viljað sýna lit. Það væri of sterkt til orða tekið, ef sagt væri um þjóðir Rómönsku Ameríku að þær gerðu yfirleitt ýkja strangar kröfur til lýðræðislegra stjórnar- hátta: Um hálfrar aldar skeið hefur verið eins-flokks-kerfi f Mexíkó; það er hershöfðingi sem stjórnar Pan- ama, Brasílíubúar bfða enn eftir forsetakosningum. Ef hin alþjóðlega eftirlitsnefnd með frðaráætlun Arias f Nicaragúa getur sætt sig við eins- konar neo-sandinisma, og nægilega margir frjálslyndir stjórnmálamenn f Washington gera sig nokkum veg- inn ánægða með þá málamiðlun, þá kann svo að fara að sandinistar hafi v við lok þessa árs náð að bjarga sér út úr yfirstandandi ógöngum. BROD'SKI B6kmenntlr Jóhann Hjálmarsson í júní 1978 kom Jósef Brodskí til íslands á leið sinni frá Banda- rfkjunum til Evrópu. íslands- heimsókn hans var stutt, en eftirminnileg. Hér á landi var þá staddur náinn vinur Brodskfs og þýðandi hans og fleiri rússneskra skálda, Skotinn David McDuff. Alfreð Flóki hafði kynnt okkur McDuff og við höfðum orðið mestu mátar. Ég hafði gert til- raun til að þýða ljóð eftir Brodskí og birtist það fyrst í Lesbók Morg- unblaðsins, sfðan f ljóðaþýðinga- safni mfnu: Þrep á sjóndeildar- hring (1976). Ljóðið nefnist Gyðmgakirkjugarðurinn og í því eru m.a. þessar línur um gyðinga f kirkjugarði f Lenfngrad: Þeir sungu fyrir sjálfa sig. Þeir lifðu óbrotnu lífi. Þeir dóu fyrir aðra. En þeir borguðu alltaf skattana sina í þessum ruglingslega efnisheimi lásu þeir Talmúd „ og glötuðu ekki hugsjónum sínum. Kannski sáu þcir hilla undir eitthvað í fjarska. Kannski trúðu þeir í blindni. Hvað sem öðru líður kenndu þeir börnum sfnum að vera þolinmóð og staðfóst. Þeir lögðust einfaldlega sjálfir tiljarðar eins og sáðkorn og sofhuðu að eilffu. David McDuff sagði mér að Jðsef Brodskí vildi ekki heyra minnst á þetta ljóð framar, teldi það með verstu ljóðum sínum. Þetta var ekki uppörvandi fyrir mig. En þegar við Brodskí fórum að tala saman var þýðingin honum ekki eins leið og ég hafði haldið. En ég skildi að ljóðlist Brodskfs hafði tekið aðra stefnu en þetta ljóð vitnaði um. Hún var orðin flóknari og margræðnari og um- fram allt f henni annar hljómur en áður. Við Matthfa8 Johannessen, Eyj- ólfur bankamaður, Ólafur Gunnarsson og fleiri komum þvf í kring að efht var til dálítillar Brodskíkynningar í Regnbogan- um. Brodskf vildi ekki láta áuglýsa kynninguna, sagði að það Morgunblaðið/RAX Jósef Brodskf (fyrir miðju) f Reykjavík í júní 1978. Með honum á myndinni eru greinarhöfundur og David McDuff. nægði að geta um hana f Morgun- blaðinu og það var gert án alls bægslagangs. Ég flutti inngangs- orð um skáldið, David McDuff las eftir sig þýðingar á verkum hans og sfðast en ekki sfst flutti Brodskf nokkur ljóða sinna á frummálinu. Hann studdist ekki við bók eða blað og flutningur hans var mjög áhrifaríkur þótt fáir skildu. En þýðingar McDuffs komu að góðu gagni. Meðan á lestrinum stóð var mér hugsað til orða sem Brodskf skrifaði á eintak mitt af úrvals- ljóðum hans f enskri þýðingu George L. Kline með formála eft- ir W.H. Auden. Áritun Brodskfs hljóðar svo: Read them and weep. Matthfas Johannessen hefur skrifað um komu Brodskfs til ís- lands, sjá Félaga orð (1982). í grein Matthfasar er þess freistað að lýsa persónu Brodskfs og tekst það ágætlega. Brodskf var ekki ræðinn, en þegar honum lfkaði umræðuefnið tókst hann á loft og gat verið skemmtilega hæðinn. Stjórnmál vildi hann lftið ræða. Hann var nokkuð var um sig og vildi til dæmis ekki gefa neinar yfirlýsingar um trúmál. Matthfas spurði hann hvort hann væri trú- aður og Brodskf svaraði: Ég veit það ekki enn. Ég vil hvorki játa né neita að ég sé trúaður. En það kemur f ljós. Eðlilegt var að Matthf as spyrði um þetta þvf að trúarleg minni eru áberandi í skáldskap Brodskfs, bergmál frá Biblfunni, en stórt rúm skipar grísk goðafræði og klassfskar menntir yfirleitt. Mér þykir Brodskf stundum ofhlaða ljóð sfn með efni af þessu tagi, en aðrir heillast mjög af þessum þætti Ijóðlistar hans. Það gerði til að mynda W. H. Auden, en benti um leið á að Brodskí væri hefð- bundið skáld f þeim skilningi að ljóð hans fjölluðu um tengsl manns og náttúru, ástina, dauð- ann og tilgang lífsins. Ljóð Brodskfs hafa orðið háttbundnari en áður, en myndmálið er mjög nútfmalegt og mælskustíllinn stundum f anda stórskálda en- skrar tungu: W.B. Yeats, T.S. Eliot, W. H. Auden og Roberts Lowell. Ungur maður kynntist Jósef Brodskf skáldkonunni önnu Akh- matovu og lærði mikið af henni. Hann lenti f útistöðum við stjórn- völd í Sovétríkjunum, var um skeið f vinnubúðum, en fékk að fara til Vesturlanda 1972. Hann hefur búið lengst f Bandarfkjunum og er áberandi persóna f bók- menntalffi þar. Afköst Brodskís f Ijóðagerðinni hafa ekki verið mik- il, en það sem frá honum kemur er ákaflega vandað. Langt er sfðan farið var að tala um Brodskf sem eitt mesta skáld okkar tíma. f rússneskrí ljóðlist verður Brodskí skipað við hlið Osips Mandelstam og Borís Pasternak, en hann á fátt sameiginlegt með Vladimir Majakovskf. Fyrst og fremst er Brodskí þó sjálfum sér lfkur, syngur fyrir sig einan, en nær með þeim hætti til margra. Að Jósef Brodskf hefur nú hlot- ið Nóbelsverðlaun f bókmenntum er til marks um að sænska aka- demfan vill heiðra mikla ljóðlist sem lýtur eigin lögmálum, er dæmigerð fyrir þá viðleitni skálds að túlka heim sársauka og gleði með þeim vopnum sem best henta skáldum. Þótt ljóð Brodskfs séu einkar tilfmningarík eru þau lfka hábókmenntaleg. Þau eru þegar á allt er litið fyrst og fremst ljoð- ræn, söngur sálar sprottinn úr djúpum hugans. Strandið á Birgi RE 323: „Ýmsum spurningum ósvarað" - segir Kristján Guðmundsson hjá sjóslysanefnd EMBÆTTI bæjarfógetans í Keflavík hefur nú farið fram á sjópróf vegna strands þilfars- bátsins Birgis RE 823 fyrir utan Sandgerði. Að sögn Krisrjáns Guðmundssonar hjá Rannsókn- arnefnd sjóslysa hefur frum- rannsókn vakið spurningar um ástæðu þess að bátnum hvolfdi. Það mœtti hugsanlega rekja tíl þess að hann hafi verið óstöðug- ur, en Birgir var smf ðaður fyrir tfma hertra reglna um sjóhæfni skipa og aldrei prófaður með tilliti tíl þeirra. Þá sagði hann undrum sæta að bátnum skyldi siglt inn á grunnsœvi f því sjó- lagi sem var daginn er óhappið hentí. Eins og sjá átti á myndum sem Morgunblaðið birti af strandstað losnaði björgunarbáturinn aldrci frá Birgi. Kristján sagði að bát- sverjar hefðu ekki gert tilraun til að losa björgunarbátinn. Hann var festur með sjálfvirkum sleppibún- aði frá Ólsensbræðrum, þar sem þrýstiloki sér til þess að björgunar- báturinn losni á 1 V«-3 metra dýpi. Birgir sökk ekki og því tók sleppibúnaðurín ekki til starfa. „Til þess að björgunarbátur geti losnað frá skipi sem hefur hvolft þarf hann að vera í gálga sem skýtur bátnum örugglega út fyrir lunningu. Tilraunir og athug- anir á sjóslysum hafa leitt það f ljós að björgunarbátur skilar sér ekki upp á yfirborðið að öðrum kosti," sagði Kristján. „Það er raunar engin vissa fyr- ir því að báturinn hafi yfirleitt blásið upp. Loftkúturinn var að vísu tómur þegar brakið var skoð- að morguninn eftir strandið, en björgunarbáturinn rifinn f slitrur." Starfsmenn rannsóknarnefnd- arinnar könnuðu aðstæður á vettvangi og sendu tæki úr bátn- Morgunblaðið/RAX Birgir á strandstað. Eins og sjá má losnaði björgunarbáturinn ekki af þaki stýrishússins. um til athugunar. Skýrslur sem teknar voru af skipbrotsmönnum og sjónarvottum voru dómfestar í gær, en hafa ekki borist í hendur sjósly8anefndar. Rannsókn er því enn á frumstigi. „Höfuðatriði við rannsókn óhappsins er að finna ástæðuna fyrir því að bátnum hvolfdi. Þá er það undarlegt að skipveijar skyldu leggja f innsigiinguná und- ir þessum kringumstæðum eins varasamt og það er að fara inn á grunnsævi í miklum sjó þar sem brotin eru hættulegust," sagði Kristján. | -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.