Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 15
+ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2ð. OKTÓBER 1987 15 VERUM MEDI ÞJOÐARATAKI! 23., 24. og 25. október 1987. Þrir merkisdagar í sögu íslenskra sjóslysavarna. "-"ro^jRfc."* .'-?»- Gerum merkjasöludagana i október að merkisdögum í sögu íslenskra sjóslysavarna Slysavarnafélag íslands var stofnað í ársbyrjun 1928 og hefur starfsemi þess markast af tveim meginþátt- um. Annars vegar af útbreiðslu- og fræðslustarfi um slysavarnir en hins vegar hefur félagið skipulagt al- hliða leitar- og björgunarstörf. Landinu er nú skipt í 10 umdæmi sem telja 94 slysavarna- sveitir. Slysavarnafélag íslands hefur ávallt kappkostað að sinna öryggis- málum sjómanna. Um árabil veitti félagið nemendum sj ómannaskólanna fræðslu um öryggis- mál en árið 1985 urðu þáttaskil er Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður og er miðstöð hans um borð í Sæbjörgu, sem áður var varðskipið Þór. f slys- avarnaskólanum eru meðal annars kennd björgunar- tækni, eldvarnir, skyndihjálp og „björgun með þyrlu". Hraðbátar af þessari gerð eru aflmiklir og gefa mikla möguleika við erfiðar aðstœður. Fjólmargar sveitir Slysavarnafélagsins hafa brýna þörffyrir slíka báta. Tilkynningaskylda íslenskra skipa tók til starfa í maí árið 1968 og var Slysavarnafélaginu frá upphafi falin skipulagning hennar og framkvæmd. Slysavarnafélagið starfrækir nú 46 skipbrotsmanna- skýli við strendur landsins. Vitaskuld þarf mikinn og traustan búnað til þess að slysavarna- sveitir geti sinnt sínum margvís- legu verkefnum. Þörfin fyrir nýjan og betri björgun- arbúnað er víða brýn, því réttur búnaður getur skipt sköpum á örlagastund. Slys og óhöpp gera ekki boð á undan sér en máttur okkar felst í því að treysta varnarvegginn. Slysavarnafélag íslands treystirþvíá stuðning þinn þessa merkisdaga. ÞESSI AUGLÝSING ER STYRKT AF SPARISJÓÐI VÉLSTJÓRA-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.