Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 35 Mynd/jóh. Hörður Steinbergsson og örn Einarsson sigruðu í Bautamóti Brids- f élags Akureyrar sem lauk fyrir nokkru. Þeir tóku forystu í mótinu og héldu henni til loka, hlutu 1.495 stig. Helztu keppinautar þeirra i mótinu voru Frimann Frimannsson og Pétur Guðjónsson sem hlutu 1.450 stig. Á myndinni hampa þeir félagar farandbikar auk bikara sem þeir unnu til eignar. Brids Amór Ragnarsson Minning-armótið á Selfossi Eins og áður hefur komið fram fylltist fljótt skráningin í Minning- armótinu um Einar Þorfinnsson sem Bridsfélag Selfoss gengst fyrir nk. laugardag. 36 pör taka þátt í mótinu, alls 70 spil. Vakin er sér- stök athygli á því að spilamennskan hefst tímanlega kl. 9 (níu) um morguninn. Spilað er á Hótel Sel- fossi og sér Hermann Lárusson um stjórnun. Verðlaun í mótinu eru sem hér segir 1. verðlaun kr. 30.000, 2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr. 14.000, 4. verðlaun kr. 10.000 og 5. verðlaun kr. 6.000. Þátttöku- gjald er kr. 3.000 fyrir parið (inni- falið er kaffi allt mótið). íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvimenningi 1987 Frestur til að tilkynna þátttöku f íslandsmót kvenna og yngri spil- ara í tvímenningi, sem spilað verður í Sigtúni helgina 7.-8. nóvember nk., rennur út um mánaðamótin næstu. Rétt til þátttöku hefur allt kvenfólk og spilarar fædd 1963 og síðar. Lágmarksþátttökugjald. Spil- að um gullstig auk verðlauna frá Bridssambandinu. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen en Vigfús Pálsson mun annast tölvuútreikn- ing para. Spilaður verður barometer í báðum flokkum með 3—5 spilum rnilli para og hefst spilamennska kl. 13 á laugardeginum. Skráð er hiá Bridssambandinu. Núverandi Islandsmeistarar í kvennaflokki eru þær Esther Jak- obsdóttir og Valgerður Kristjóns- dóttir en í yngri flokki þeir Bernódus Kristinsson og Þórður Björnsson. AMNESTY-VIKAN FANGAMALIV PARAGUAY NAPOLEON ORTIGOZA er 55 ára gamall yfirforingi f hern- um. Hann hefur verið innilok- aður í 24 ár og er í hópi þeirra pólitískra fanga, sem lengst hafa setið í fangelsum í róm- ónsku Ameríku, að þvi talið er. Lengst af hefur hann verið í einangrun og haft litið sam- band við umheiminn. Hann var handtekinn í desember 1962 sakaður um þátttöku f samsœri um að steypa stjóminni og um víg Uðsforingjaefnis. Sumir töldu hann þá pólitískan kep- pinaut Stroessners forseta. Hann var dæmdur til dauða áríð 1963 ásamt öðrum meint- um ffjmnwriamnnni, en dómur- inn var mildaður f 25 ára f angavist, þegar prestur nokk- ur hótaði að birta persónulegar upplýsingar, sem myndu hreinsa mennina báða af morðákæru. Réttarhöldin fóru fram fyrir herrétti, enda þótt sakborningar væru áktcrðir fyrir brot á ahnennum hegn- ingarlögum. Sakbomingar voru ekki viðstaddir réttar- höldin, sem voru f hæsta máta óvenjuleg. Yfirlýsingar fengnar með pynt- ingum, að þvf er sagt er, voru notaðar sem sönnunargögn og verjanda Napoleons var ógnað. Eftir að hafa afplánað þrjá fjórðu refsingarinnar átti Napoleon rétt á skilorðsbundinni reynslulauBn, en til þess þurfti hann að veita lögmanni umboð. En þar sem hann fékk aðeins heimsókmr ná- inna skyldmenna var ekki hægt að fullnægja þessu formskilyrði fyrr en í byrjun þessa árs. Þá sótti hann um að vera látinn laus, en var synjað vegna slæmrar hegðunar. Synjunin er talin byggð á því, að Napoleon hefði þá ítrek- að reynt að svipta sig lffi. Við synjunina hrakaði geðheilsu Napoleons Ortigoza, sem ekki var of góð fyrir. Hann truflaðist snögglega á geði og þjáist nú af svefnleysi og er með hljóðum í köstum. Hann fær litla sem enga læknishjálp og heilsu hans hrakar stöðugt. Hann dvelur nú f öryggis- fangelsi f Asuncoin — rammgerðu varðhaldsfangelsi — og Amnesty International telur aðkallandi að hann sé látinn laus þegar í stað. Vinsamlegast sendið kurteis- legt bréf og farið fram á að Napoleon Ortigoza sé látinn laus þegar í stað og án allra skilyrða. Skrifiðtil: Exmo Sr. Presidente de la Republica General de Ejercito Alfredo Stroessner Palacio de Gobierno Asuncion Paraguay. Orðstöðulykill að Bilbíunni FRÆÐIMENN frá fjórum há- skólastofnunum undirbúa ¦ nú tölvuvinnslu orðstöðulykils að Bibliunni, sem kom út 1981. f frétt Morgunblaðsins 17. októ- ber sl. féll niður nafn Jóns Svein- björnssonar prófessors, sem tilnefndur var í Biblíulykilsnefndina af stjórn Guðfræðistofnunar Há- skólans. í fréttatilkynningu Biblíulykils- nefndarinnar segir m.a.: „Stefnt er að þvf að gera einn heildarlykil að allri Biblíunni, en byrjað verður á Nýja testamentinu og er fyrsti áfangi hafinn. Verið er að fara yfir frumdrög að orðstöðulykli. Fyrst er skipað saman þeim orðmyndum sem saman eiga, svo að ekki þurfi að leita á mörgum stöðum að mis- munandi beýgingarmyndum eins og sama orðs, t.d. sagnarinnar ala (elur, 61, ölum o.s.frv.). Einnig þarf að sundurgreina samyrði. Þá Pósthús í Leif sstöð NY ALMENN póst- og símaaf- greiðsla verður opnuð f Flugstöð Leifs Eiríkssonar föstudaginn 23. október kl. 9. Afgreiðslan sem er á fyrstu hæð verður opin frá kl. 9-17 alla virka daga. Þar gefst viðskiptavinum kostur á allri helstu póst- 6g sfma- þjónustu. Póst- og sfmaafgreiðslan á ann- arri hæð verður áfram opin flugfar- þegum við komu og brottför flugvéla. Fyrirlestur um kvikmynda- greiningu MARTIN Danfel, sem heldur um þessar mundir námskeið í gerð kvikmyndahandrita á vegum endurmenntunarnefndar Há- skóla íslands og Kvikmyndasjóðs íslands, flytur opinbcran fyrir- lestur laugardaginn 24. október á vegum félagsvísindadeildar háskólans. Fyrirlesturinn verður f stofu 101 f Odda kl. 14-17. Sýnd verður hin sígilda mynd Johns Huston „The African Queen". Martin greinir síðan myndina með tilliti til uppbyggingar hennar, þ.e. hvernig efnisþættir handritsins endurspeglast f myndmálinu. Martin Danfel er Bandaríkjamað- ur af tékkneskum uppruna, sem undanfarin ár hefur kennt gerð kvikmyndahandrita við háskóla og kvikmyndastofnanir bæði í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Seglbrettasam- band stofnað AÐALFUNDUR og framahalds- stofnfundur hjá Seglbrettasam- bandi íslands verður haldinn laugardaginn 24. október f husi Hjálparsveita skáta við Snorra- braut, norðanmegin. Fundurinn hefst kl. 14.00. Al- menn fundaretörf verða og farið yfir lög og reglur sambandsins og einnig önnur mál frá liðnu sumri. Ljóskastarar í miklu úrvali og mörgum litum. Verð f rá kr. 460.- Hjá Póst- og sfmamálastofnun f Flugstöð Leifs Eiríkssonar starfa nú átta manns. Póst- og símstöðvar- stjóri er Jóhann Pétursson. er til dæmis kannað hvort orðmynd- irnar alin og 61 eru nafnorð eða beygingarmyndir af sögninni ala. Þetta er mikið verk, enda verður vélinni ekki við komið nema að tak- mðrkuðu leyti í þessum áfanga. Biblfulykilsnefnd nýtur ekki fjár- hagsstuðnings þeirra stofnana sem þar eiga fulltrúa, heldur hefur hún sjálfstætt reikningshald. Til sér- stakra verkþátta hefur nefndin hlotið styrki úr Vísindasjóði (300 þús. kr.) og Rannsóknasjóði Há- skólans (120 þús. kr.). Auk þess hefur stjórn Hins fslenska Biblíufé- lags afhent nefndinni 100 þúsund króna styrk, og Ottó A. Michelsen forstjóri hefur ákveðið að sjóður, sem hann stofnaði á sextugsafmæli sfnu, 10. júní 1980, skuli ganga óskiptur til þessa verkefnis. í sjóðn- um eru nú um 150 þúsund krónur." Með 10% hreinum eplasafa Sanitas StÖOMgSÖKH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.