Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐED, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Minmng: Gestur Guðbrands- í son frá Kaldbak 1 Fœddur 30. september 1903 Dáinn 2. október 1987 Náfrændi minn og hollvinur, Gestur Guðbrandsson frá Kaldbak, er nýlátinn, 84 ára að aldri. Á bernsku- og unglingsárum mínum kynntist ég honum allnáið og fínn best nú, þegar hann er allur, hve nærri hann hefur ætíð staðið mér þótt fundum okkar hafí fækkað á síðari árum. Gestur var fæddur á Kaldbak í Hrunamannahreppi 30. september 1903. Hann var yngstur fjögurra sona hjónanna þar, Guðbrands bónda Brynjólfssonar og Jónínu Gestsdóttur. Bræður Gests voru: Brynjólfur, sfðast búsettur á Húsavík, Kristmundur bóndi á Kaldbak og Guðjón Kristinn bóndi á Bjargi f Hrunamannahreppi. Hálf- systir þeirra, dóttir Jónínu fyrir hjónaband, var Gestrún Markús- dóttir húsfr. f Framnesi á Skeiðum. Af þeim systkinum er nú Guðjón einn á lffi. Guðbrandur faðir Gests var sonur Brynjólfs b. á Hrunakrók og Kaldbak, Guðnasonar frá Þver- spyrnu, og fyrri konu hans, Krist- rúnar Brandsdóttur frá Arnarstöð- um í Flóa. Kristrún var af Víkingslækjarætt, en forfeður Brynjólfs hafa búið í Hrunamanna- hreppi í margar kynslóðir. Jónína móðir Gests var dóttir Gests Gam- alí- elssonar, bónda á Gafii og Skúfslæk í Flóa, og konu hans, Kristínar Jóns- dóttur b. Jónssonar á Syðraseli f Hrunamannahreppi. Kristín var næstelst margra barna Jóns, og telst mér svo til að nú búi afkom- endur hans a.m.k. á 21 bæ í hreppnum. Gestur ólst upp við sveitastörf sinnar tíðar og varð bæði atorku- samur og kappsfullur verkmaður. Einkum bar það frá hve mikilvirkur hann var við öll heyskaparstörf og eftirsóttur til slíkra verka. Skóla- menntunar naut hann ekki utan skyldunáms í farskóla. Af ummæl- um föður míns, sem mér urðu minnisstæð, mátti ráða að Gestur hefði snemma verið talinn óvenju greindur og námgjarn. Og vfst er að hann varð fróðari og betur að sér á mörgum sviðum en algengast er um sjálfmenntaða menn. Hjá foreldrum sfnum vann Gestur fram á fullorðinsár. Faðir hans fékkst m.a. við vefnað að fyrri tíðar hætti og varð Gestur liðtækur vef- ari. Eftir að þau brugðu búi 1930 var Gestur lausamaður um árabil, vetrarmaður og kaupamaður til skiptis, lengst af í Hreppunum, þar til hann kvæntist árið 1944 Sig- urlínu Júlfusdóttur frá Atlastöðum í Fljóti í Norður-ísafjarðarsýslu. Þau bjuggu á Kluftum f Hruna- mannahreppi 1954—54, sfðan eitt ár á Kaldbak en hættu búskap árið 1955. Nokkru seinna fiuttust þau að Selfossi, keyptu sér íbúð á Birki- völlum 3 og hafa buið þar síðan. Á Selfossi starfaði Gestur hjá Kaup- félagi Ámesinga, lengst af við pfpulagnir. Kom sér það vel að hann var lagtækur og velvirkur í besta lagi, þótt véltækni nútímans yrði honum aldrei töm. Börn Gests og Sigurlínu eru þrjú: Jónína, búsett í Danmörku, Garðar og Brynjólfur, búsettir á Selfossi. Öll eru þau systkin myndar- og dugnaðarfólk, þau hafa öll stofnað eigin fjölskyldur og eignast afkom- endur. Gestur naut lengst af góðrar heilsu. Nokkuð var elli þó tekin að sækja hann heim sfðustu árin, eink- um kenndi hann vanheilinda fyrir brjósti. Hann hafði þó ætíð fóta- vist, gekk út sér til hressingar flesta daga og naut þess að hitta menn á förnum vegi og ræða við þá dægur- mál. Föstudaginn 2. október sl. fékk hann sér enn gönguferð árdegis. Hann fylgdist ætíð vel með sjón- varpi, og síðdegis sama dag settist hann að vanda fyrir framan sjón- varpstækið heima hjá sér. En þá var stundin komin og hann fékk hægt andlát f sæti sfnu. Slíkt kem- ur þeim að vísu sárt og óvænt sem næstir standa. En svo þekkti ég t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Kleppsvegi 24, lóst á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 20. október. Björg Einarsdóttir, Elínborg Elnarsdóttir, Hólmfríður Einarsdóttir, Ólafur Einarsson, Stelnmóður Einarsson, Jóhann Einarsson, Hörður Tryggvason, Borgþór Bjarnason, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðrún Ársælsdóttir. t Eiginkona mín, LÁRA BERGSDÓTTIR, Meðalholti 7, Reykjavflc, andaöist í Borgarspítalanum að kvöldi 21. október. Óskar Jóhannsson. t Fósturfaðir minn, INGVAR HALLDÓRSSON múraramelstari frá Hliði á Eyrarbakka, andaðist miðvikudaginn 21. októbcr. Stefán S. Stefánsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af mælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavfk og á skrifstofu bladsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Kveðjuorð: Áslaug Guðmunds- dóttír Staðastað frænda minn að ég hygg að ein- mitt slfkan dauðdaga hefði hann viljað kjósa sér. að mega njóta lffsins til hinstu stundar og verða engum til óþæginda. Gestur frændi minn sóttist hvorki eftir auði né mannvirðingum. Hann kaus sér fremur óbrotinn verka- hring og vann störf sfn af trú- mennsku. Hann kvæntist fremur seint og helgaði fjölskyldu sinni öll verk sín upp frá því. Engu að sfður hygg ég að hann verði mörgum samferðamönnum sfnum minnis- stæður. Hann var fremur hledræg- ur að eðlisfari, en ætíð glaðsinna og skemmtinn f viðræðnum. Orð- heppni hans var við brugðið, og ýmis tilsvör hans urðu fleyg. Hann kunni, held ég, flestum betur þá list sem Örn Arnarson kallar „að finna kfmni f kröfum skaparans/ og kankvís bros f augum tilverunn- ar". Best man ég svpbrigði hans þegar bros færðist yfir andlit hans á þann hátt sem honum einum var laginn og sýndi kunnugum að hann sá fyrir sér skoplega hlið á umræð- um eða atvikum. Enda brást þá sjaldan kímileg athugasemd, jafnan þó græskulaus. Síðan mátti gjarnan lesa úr svip hans hið lúmska gaman sem hann hafði af viðbrögðum hlát- urmildra viðmælenda sinna. Ég kynntist Gesti föðurbróður mínum sem barn og unglingur og best sumarið 1954 þegar ég átti að heita kaupamaður hans. Mér reyndist hann hlýr og góðviljaður, skilningsríkur og ráðhollur. Slíkt munu allir hafa reynt sem höfðu af honum veruleg kynni. Því er hann kvaddur með þakklæti og söknuði. Útför hans var gerð frá Selfoss- kirkju 10. október. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson Fædd25.júU1908 Dáin 26. ágúst 1987 Áslaug trúði á hið fagra og góða, það sýndi hún svo sannar- lega í lffi sínu. Hún var kærleiksrík og hlý í viðmóti og vildi öllum gott gera, sú var reynsla mín í gegnum okkar löngu kynni. Ás- laug skilaði miklu og fögru lífsstarfi, hún afkastaði ótrúlega miklu. Frú Aslaug Guðmundsdóttir og séra Þorgrimur Sigurðsson sátu á Staðarstað f Staðarsveit f 29 ár, séra Þorgrímur var minn prestur öll þessi ár, og var ég sóknarnefhd- arformaður þá sem nú. Minnin- garnar eru margar og ljufar frá þessum árum. Séra Þorgrímur kom alltaf til mín að Laugar- brekku þegar hann þurfti að sinna prestverkum í Hellnasókn og oft kom það fyrir að hann gisti hjá mér á vetrum. Þau presthjónin voru rniklir vin- ir mínir alla tfð eftir fyrstu kynni, þau voru mér, konu minni og börn- um góð. Að koma til þeirra að Staðarstað og í Reykjavík, eftir að þau fiuttu þangað, var eins og að koma í foreldrahús. Hjá þeim naut maður dásam- legrar hlýju og gestrisni. Þau presthjóiún, frú Áslaug og séra Þorgrímur, voru með afbrigðum afkastamikil og samhent í öllu enda voru störf þeirra mikil og farsæl. Séra Þorgrímur vann að mörg- um málum til viðbótar preststarf- inu sem til heilla horfði fyrir almenning. Hann var söngelskur mjög og vann þrotlaust að því að bæta og efia sönginn f kirkjurn sínum og prófastsdæmisins. Hann var formaður kórasambandsins þar til að hann fór frá Staðarstað og náði ótrúlega miklum árangri í því starfi. Séra Þorgrímur var með af- brigðum góður kennari og minnast þess margir nemendur hans, hann hafði unglingaskóla heima hjá sér langa tfð og marga nemendur. Það var mikið og vandasamt starf sem hvíleii á frú Áslaugu í sambandi við skólann. Hún gegndi þar vandasömu og erfiðu hlutverki auk Kveðjuorð: PállHróar Jónsson Fæddur 2. nóvember 1972 Dáinn 10. október 1987 Hann var ekki hár f loftinu þeg- ar hann fyrst kom i heimsókn, 5 ára snáði, snaggaralegur, með kankvískt bros og stór talandi augu. Þeir Ingvi Jökull urðu strax perluvinir. Það var þeyst um húsið eins og litlir fætur toguðu með súpermannsstjörnur f augum, það var hjólað, skíðað, smíðað og leik- inn fótbolti... allt verður táp- miklum snáðum að áhugaefni ef hugurinn er frjór, fjallið, fjaran og allt þar á milli. Dagurinn var aldr- ei nógu langur. Palli var einn af þeim góðu vin- um sem gerðu Ingva Jökli erfítt að flytja frá Neskaupstað. En vin- áttan hélst þótt ísland endilangt væri á rnilli og hver heimsókn Palla hingað suður var afar kær- komin. í vor kom hann og sagðist vera að flytja í næsta nágrenni við okkur, í Kópavoginn, á nýja heim- ili sitt. Að síðustu kom hann alkominn og vináttuþráðurinn var tekinn upp. En yndislegt sumar tók skyndi- lega enda. Palli, þessi tápmikli og einstaklega efnilegi piltur, var hrif- inn burt í miðjum klfðum. Það er erfitt að kveðja, einkum þegar kveðjustundin kemur alltof snemma. Okkur verður orða vant Við þökkum Páli Hróari ómetan- lega vináttu við Ingva Jökul og fyrir að hafa auðgað líf okkar. Við söknum hans 511 sárt. Lóa, Logi og börn. þess sem hún varð að sinna búi, mjólka margar kýr með höndum eins og þá tíðkaðist svo nokkuð sé nefnt. En ÖU störf leysti hún af hendi með umburðarlyndi og trúmennsku, aldrei heyrðist æðru- orð. I guðstrausti og gleði gekk hún til starfa. Börnin sfn fjögur ólu þau prest- hjónin upp með prýði í guðstrú og góðum siðum, þau hafa fengið gott veganesti frá foreldrum sínum út í lífíð og eru þau 50 dugmikil og góðir þjóðfélagsþegn- ar. í sumar gerðist sá sorglegi at- burður að frú Áslaug missti eitt barna sinna, Ragnheiði, þetta var þung sorg fyrir hana og alla að- standendur. Við hjónum komum til frú Ás- laugar f sumar eftir fráfall Ragnheiðar og tók hún á móti okkur með sfnu sama blfða brosi og áður, hún var glöð og kær leiksrfk að vanda, og tók okkur tveim höndum eins og ævinlega. Mér datt þá ekki f hug að við mundum ekki sjá hana lifandi aft- ur, en það fer margt öðruvísi en ætlað er. Nú hefur hún vina okkar, Ás- laug, fengið hvfldina eftir langt og fagurt lífsstarf. Margs er að minnast og margs er að sakna, minningin er ljúf um látna systur. Nú hvílir hún í friði í sæluheim. Ég og fjölskylda mín vottum börn- iim og öllum aðstandendum frú Áslaugar samúð og biðjum þeim huggunar og blessunar Guðs. Finnbogi G. Lárusson, Laugarbrekku. Föðurnafn misritast í fyrirsðgn á minningargrein í blaðinu f gær um Guðmund Björnsson veggfóðrara urðu þau mistök að föðurnafn hans misritaðist. Stendur Bjarnason fyrir Björnsson. Eru aðstandendur og aðrir hlutaðeigandi beðnir af- sökunar á mistökunum. Laugavcgi 61 Blóma- og gjaf avöruvcrslun Kransar, kistuskrcytingar, livcrs konar skrey tingar og gjafir. Cæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.