Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 30
~ 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987
42. Iðnþing íslendinga sett á Akureyri:
Samkeppnishæfni þjóðar-
innar ræðstaf árangriallra
atvinnugreina landsmanna
- sagði Haraldur Sumarliðason forseti sambandsins í ræðu sinni
Morgunblaðið/GSV
Haraldur Sumarliðason forseti Landssambands iðnaðarmanna í
ræðustól á 42. Iðnþingi íslendinga.
HARALDUR Sumarliðason forseti Landssambands iðnaðarmanna
setti 42. Iðnþing íslendinga á Akureyri í gær, en þingið er haldið
á tveggja ára fresti, síðast á Akureyri fyrir réttum tíu árum.
Um 200 fulltrúar hafa rétt til setu. Fresta varð setningu þings
um hálftima í gærmorgun vegna ófærðar í lofti, en þingfulltrúar
voru flestir komnir f sæti sin fyrir hádegi í gær. Þó gat mennta-
málaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, ekki mætt, en hann
sendi hinsvegar ræðu sína á ákvörðunarstað og flutti Gunnar
Ragnars, forseti bæjarstjórnar, hana fyrir hönd ráðherrans. Hann
fjallaði um stefnu stjómarflokkanna hvað varðar framleiðniátak
og nýsköpun f iðnaði. Þá ræddi hann um fjármögnun, fjárfesting-
arstefnu og skattamál og að síðustu fjallaði ráðherra um málefni
iðnfræðslunnar, sem heyra undir menntamálaráðuneytið. Ingi
Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.,
flutti síðan ávarp er hann kallaði „Ný tækni og byggðaþróun".
„Ríkisvaldið tekur
ekki frumkvæði“
- segir Ingi Björnsson framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.
Efnahagsmál í ólestri
Haraldur sagði meðal annars í
ræðu sinni að þróun þessa árs
hefði verið mjög hagstæð hvað
varðar framleiðslu og tekjur þjóð-
arinnar. Öðru máli gegndi um
stjóm efnahagsmála. „Gætt hefur
v- - mjög vaxandi eftirspumarþenslu
og hafa útgjöld, bæði til ijárfest-
ingar og neyslu, vaxið langtum
meir en sem nemur hagvextinum.
Sömuleiðis er feiknalegur vöxtur
í verslun, innflutningur eykst óð-
fluga, verðbólga magnast og
samkeppnisstaða framleiðslu-
greinanna versnar. Óeðlileg
spenna hefur skapast á vinnu-
markaðnum og að verulegu leyti
ógilt þá annars hófsömu og skyn-
samlegu kjarasamninga, sem
gerðir voru í desember sl.“ Ekki
mætti gleyma því að þótt fram-
kvæmdir væm nú víða í hámarki,
hefði reynslan sýnt að slíkt ástand
varaði addrei lengur en þróun efna-
“' hagsmála almennt leyfði og
skapaðist þá oft þeim mun dýpri
lægð, sem uppsveiflan var meiri.
Skattar á skatta ofan
Fyrstu aðgerðir nýrrar ríkis-
stjómar hefðu ,alls ekki verið til
þess að styrkja trú manna, enda
hefðu þær nær eingöngu falist í
auknum skattaálögum. Þá hefur
sljómin ákveðið að þrengja mögu-
leika fyrirtækja til þess að fjár-
magna kaup á framleiðslutælqum
með erlendu lánsfé og þar með
afturkallað frelsi atvinnulífsins að
hluta til, að sögn Haraldar. „Þegar
á heildina er litið get ég þvi tekið
undir með manninum sem sagði
að það væm að vísu ýmsir ljósir
punktar í þessum efnahagsráð-
stöfunum, en þeir væm bara svo
óljósir að erfítt væri að henda reið-
ur á þeim."
Haraldur sagði að miklum von-
brigðum ylli hve misjafnlega tekið
væri á málefnum atvinnuveganna
í ijárlagaframvarpinu. Á meðan
ætlunin væri að afíiema það fram-
lag, sem ríkissjóði er ætlað að
greiða til vömþróunar- og mark-
aðsdeildar Iðnlánasjóðs, væri
ráðgert að gauka litlum 429 millj.
kr. að Framleiðnisjóði landbúnað-
arins.
Veiðileyfasala
Landssamband iðnaðarmanna
hefði ámm saman barist fyrir því
að stjómvöld kanni hvaða áhrif
það hefur á efnahags- og atvinn-
ulíf að taka upp veiðileyfasölu eða
auðlindaskatt í stað núverandi
kvótakerfís. Gengi íslensku krón-
unnar yrði þá lækkað á móti til
þess að raska ekki afkomu í sjáv-
arútvegi. Verðáhrifum vegna
lækkaðs gengis yrði mætt með
lækkun óbeinna skatta, sem næmi
tekjum af veiðileyfasölu.
Haraldur sagði að skortur á
vinnuafli væri eitt helsta vandamál
iðnfyrirtækja og sennilega fyrir-
tækja almennt. Sem tímabundna
lausn á þessum vanda hefur eink-
um verið bent á innflutning
vinnuafls. Menn verða þó að líta
á þetta mál fordómalaust og hafa
f huga að íslendingar vilja geta
átt fullan aðgang að vinnu í öðmm
löndum. Landssamband iðnaðar-
manna hefur ekki tekið formlega
afstöðu til þessara mála.
í máli Haraldar kom fram að
landssambandið hefði ákveðið að
gangast fyrir átaki í því skyni að
kynna nám og störf í iðnaði betur
en gert hefði verið og hefur í því
sambandi leitað til menntamála-
ráðherra og iðnaðarráðherra. Þá
hefur nefnd, sem fyrrverandi
menntamálaráðherra skipaði sl.
vetur, skilað áliti um svokallaðan
meistaraskóla og er það til athug-
unar í ráðuneytinu.
„REYNSLAN hefur sýnt að ríkis-
valdið mun ekki taka frumkvæði
né vera leiðandi í þvi að skapa
iðnfyrirtækjum á landsbyggðinni
betri starfsgrundvöll. Því verða
sveitarfélögin og aðrir heimaað-
ilar að taka frumkvæðið og ég
held að Eyfirðingar hafi sýnt
fram á að afraksturinn er meiri
en tilkostnaðurinn, “ sagði Ingi
Björnsson framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
hf. meðal annars í ræðu sinni á
42. Iðnþingi íslendinga.
Ingi sagði að í hinum dreifðu
byggðum leyndust víða hugvits-
menn, sem vantaði faglegt um-
hverfí og væm úr tengslum við
fjármagnseigendur. Annars staðar
í samfélaginu sætu fjármagnseig-
endur og þá vantaði hugmyndir sem
gætu leitt til arðbærrar Ijárfesting-
ar. Á einhvem hátt yrði að leiða
þessa aðila saman. Ljóst væri að
fyrirtæki á landsbyggðinni stæðu
lakar en fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu hvað varðar að nýta sér
tækninýjungar. Það væri því stórt
hlutverk sem Iðntæknistoftiun hef-
ur, sem og Iðnþróunarfélögin.
„Það tapast mikið ef iðnaður á
landsbyggðinni verður undir í sam-
keppni, dregst saman og jafnvel
deyr út, þá töpum við að stómm
hluta þeim möguleika að nýta þekk-
ingu okkar á gmndvallaratvinnu-
vegum þjóðarinnar til nýsköpunar
og þróunar á þeim sviðum sem við
eigum helsta möguleika. Við meg-
um aldrei falla í þá gryfju að halda
aftur af tækninýjungum í þeim til-
gangi að halda uppi atvinnu því það
þýðir einfaldlega að við verðum
undir í samkeppni og við töpum að
lokum öllum störfunum."
Ingi sagði að nú þegar við byggj-
um við kvótakerfí í sjávarútvegi
væri ljóst að afkoma sjávarútvegs-
og fískvinnslufyrirtækja yrði ekki
bætt með aukinni sókn og meiri
afla. Því yrðu menn að bæta nýt-
ingu, auka afköst, auka gæði og
verðmæti ef afkoman ætti að batna.
„Þetta sjónarmið breiðist síðan út
til annarra greina og stefnan er að
breytast frá þvf að vera „meira
magn“ í að verða „aukin verð-
mæti“.“
Leikfélag Akureyrar:
Frumsýnir Lokaæfingu í kvöld
LEIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýnir f kvöld „Lokaæfingu"
eftir Svövu Jakobsdóttur.
Verkið er siðasta leikverk
Svövu til þessa, en það var sýnt
á litla sviði Þjóðleikhússins árið
1983. Það var hinsvegar frum-
sýnt í Norðurlandahúsinu í
Færeyjum fyrr það sama ár.
Svava gerði nýja útgáfu af leik-
ritinu árið 1985 og gerði þá
töluverðar breytingar á verkinu
sem helst em fólgnar í því að leik-
urinn byijar á æfingunni sjálfri.
Svava er væntanleg til Akureyrar
á fmmsýninguna, en í gær kom
hún frá Japan þar sem var í
tengslum við sýninguna „Scand-
inavia Today“. Bátsleikhúsið í
Kaupmannahöfn tók Lokaæfingu
upp í september sl., og einnig
hafði verið gerð sjónvarpsupptaka
af verkinu hjá Pólveijum. Þá hef-
ur sovéska menningarmálaráðu-
neytið keypt sýningarrétt til að
setja upp verkið í leikhúsi hjá sér
og sömuleiðis má vænta uppsetn-
ingar á verkinu í London, að sögn
Péturs Einarssonar leikhússtjóra
Leikfélags Akureyrar.
Leikurinn gerist í kjamorku-
byrgi, sem útbúið hefur verið í
kjallara undir kjallara og er
líklega eitt sérhannaðasta lqam-
orkubyrgi á íslandi, að sögn,
Péturs. „Vitað er að nokkur einka-
kjamorkubyrgi hafa verið útbúin
á íslandi og er byrgið í Lokaæf-
ingu allt tölvustýrt. Verkið gerist
í nútímanum og fjallar um það
hvemig einangmnin fer með
manneskjumar. Ég á von á því
að það sem gerist, komi áhorfend-
um vemlega á óvart," sagði Pétur.
Leikarar í Lokaæfíngu em þrír,
Sunna Borg, Theódór Júlfusson
og Erla Ruth Harðardóttir, sem
nýkomin er úr leiklistamámi frá
Guildford-leiklistamáminu. Hún
er jafnframt fyrsta manneslqan,
sem hlaut styrk úr sjóði sem
kenndur er við leikarann Michael
Redgrave.
Pétur sagðist vænta þess að
verkið gengi fram undir jólafrí og
yrði þá tekið til við sýningar á
jólaleikriti LA, Pilti og stúlku.
Leikfélagið sýnir um þessar
mundir bamaleikritið „Halló, Ein-
ar Áskell" víða á Norðurlandi og
er gert ráð fyrir að það verði sýnt
í skólum á Akureyri í byijun nóv-
ember. Þá er meiningin að
nokkrar sýningar fari fram í leik-
húsi þeirra Akureyringa.
Áskriftarkort em nú í sölu hjá
leikfélaginu og gilda þau á fjórar
sýningar, Lokaæfíngu, Pilt og
stúlku, Horft af brúnni og Fiðlar-
ann á þakinu.