Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐE), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 39 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri spekingur! Ég er fædd 11.09. 1970 í Gauta- horg, Svíþjóð, kl.19.25. Viltu vera svo yndislegur að fræða mig eitthvað um kortið mitt, s.s. persónu- leika, hvaða starf mér hentaði best f framtíðinni og við hverju ég má búast á næstu árum. Með fullt af fyrirfram þökkum. Meyjan Svar: Þú hefur Sól, Merkúr og Mars í Meyju, Tungl og Mið- himinn í Steingeit, Venus og Júpfter saman í Sporðdreka og Hrút Rísandi. JarÖbundin Segja má, þegar kort þitt er skoðað sem heild, að þú sért jarðbundin, raunsæ og frekar alvörugefin. Það sem þú tek- ur þér fyrir hendur þarf að skiia hagnýtum árangri og á daglegu lffi þínu þarf að vera röð og regla. Peningar Þú þarft einnig ákveðið ör- yggi f daglegu lífi og því er æskilegt að starf þitt gefi af sér góða afkomu. Þú ættir því að velja þér hagnýtt starf og taka tillit til tekjumögu- leika við valið. AthafnamaÖur Hrútur Rísandi ásamt jarðar- merkjunum táknar að þú ert athafnamaður. Þú þarft að vera á hreyfingu f daglegu lffi og takast stöðugt á við ný viðfangsefni. Of mikil kyrrseta getur haft neikvæð áhrif á þig. Tilfinninganœm Venus og Júpfter saman f Sporðdreka táknar að þú ert næm á fólk, ert tilfinningarík og jákvæð. Þú hefur þðrf fyrir að vfkka út félagslegan sjóndeildarhring þinn og því ættir þú að vera opin og for- dómalaus gagnvart fólki. Starf Ég tel að tvö svið komi helst til greina þegar störf eru annars vegar. f fyrsta lagi hefur þú ótvíræða skipulags- og stjórnunarhæfileika. Þú gætír því notið þvf við margs konar skipulagsstörf á við- skipta- og framkvæmdasviði. í öðru lagi bendir Venus í Sporðdeka og Tungl-Neptún- us til hæfileika f sambandi við það að vinna með fólk á hjálparsviðum, s.s. við lækn- isstörf. Sjálfstraust Það sem þú þarft helst að varast er að vera of sjálfs- gagnrýnin og taka málin það alvarlega að þú haldir að þau verði þér of erfið. Þú þarft einnig að varast að gera of miklar kröfur til sjálfrar þfn. í stuttu máli: „Trúðu á sjálfa þig og þér mun ganga vel." Samviskusöm Að öðru leyti má segja að þú sért samviskusöm og dug- leg. Það sem gæti háð þér, f sambandi við Hrút annars vegar og Meyju, Steingeit hins vegar er barátta milli eirðarleysis og metnaðar. Þú vilt ábyrgð, öryggi, reglu og árangur en verður stressuð ef þú býrð við of mikla kyrr- setu og vanabindingu. Þú þarft þvf að fá útrás fyrir Hrútinn, t.d. f gegnum fþrótt- ir eða aðra lfkamlega hreyf- ingu, eða það að hafa lff og fjölbreytileika f annars ábyrgu og uppbyggilegu gtarfi GARPUR B,Ji|ljk|t ¦W)?r ÍÆ w\j/S^Æ tCT|t rrfi Vtl 1 ^J EKKI T//HA Tfk NEMAI STVTT- :::::::::::::::::::::: GRETTIR TOMMI OG JENNI p/G ERV£> W AÐÓMÁBA m iÚ V ÓI&UM \ A berTA J \ VB>RP-J yt&^ rt^Sí) 63 fM DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND SMAFOLK UOW VO VOU EXPECT THE MAILMAH TO PELIVER VALENTINES 0JITHYOUINTHERE7! ) 1987 untted Fefiture Syndlcate, Inc. 2-/2. Komdu þér út! Hveniig geturðu búist við að pósturinn beri út bréf fri kærustunum með þig liggjandi þarna? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eftir nokkra baráttu f sögnum kaus suður að reyna frekar sex hjörtu en spila vörn f fimm spöð- um dobluðum. Svo virðist sem það hafi verið farsæl ákvörðun, en í reyndinni fór hann einn nið- ur. Og spurningin er: Hvaða tvo slagi fékk vörnin? Suður gefur, NS á hœttu. Norður ? - VÁ32 ? D109876 ? ÁDG10 Vestur 4 G10543 ? 432 + K6543 Austur ? KD9876 ¥DG10 ? KG ? 72 Suður ? Á2 VK987654 ? Á5 ? 98 Vestur Norður Aiutur Suður — — — 1 lyarta Pass 3t!glar 4 spaðar Pass Sspaðar Pass Pass 6tqortu Pass Pass Pass Hindrun vesturs f fimm spaða var mjög taktísk, en suður fór samt f slemmuna eftir kröfupass norðurs. Vestur spilaði út spaðagosa, sem sagnhafí trompaði og tók hjartaás. Það blasir við að samn- ingurinn vinnst með svfningu fyrir laufkónginn, og sagnhafi bjó sig undir að taka hana þegar hann spilaði næst tfgli heim á as. En skipti um skoðun þegar tfgulkóngurinn kom óvænt frá austrin Nú var ekki lengur þörf á þvf að svína f laufinu. Sagn- hafi spilaði galvaskur tfgli á tfuna í næsta slag og fékk vægt taugaáfall þegar hann sá að gosinn sem tók slaginn var f tfgli en ekki hjarta. En náði sér fljótt á strik og óskaði austri til ham- ingju með þessa hugmyndarfku SKAK Umsjón Margeir Pótursson Á opnu móti f San Bernardino f Sviss f septembermánuði kom þessi staða upp f skák ungversku stúlkunnar Zsuszu Polgar, sem er alþjóðlegur meistari og V-Þjóð- verjans Schaffart. Polgar hafði hvftt og átti leik. 14. Rzf7! - Db6 (Svartur áræður ekki að þiggja fórnina, þvf staða hans er vonlaus eftir 14. — Kxí7, 15. Rg5+ - Kg8, 16. Dxe6+ - Kg7, 17. M7. En nú tekur ekki betra við:) 15. Bxg6! - Hf8, 16. R3g5 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.