Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 13
ti MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 13 FLAUTUTONLEIKAR Tónlist Jón Ásgeirsson Flautuleikarinn Martial Nardeau flutti sex af tólf fantasíum þeim er Telemann samdi fyrir einleiks- flautu á fyrstu Háskólatónleikunum í vetur. Georg Telemann fæddist í Magdeburg 14. mars 1681. Faðir hans var prestur og vakti Georg snemma athygli fyrir miklar gáfur og mun hann sálfur mjög snemma hafa ætlað sér lögfræði sem lífs- starf. Samhliða almennu námi mun hann hafa notið einhverrar kennslu f hljóðfæraleik og mjög ungur verið orðinn all sleipur hljóðfæraleikari, m.a. á flautu og fiðlu. Þá er vitað að hann fékkst við tónsmfðar f nokkrum mæli og rétt tólf ára m.a. samið óperu. Nítján ára innritaðist hann f háskólann f Leipzig en fjór- um árum síðar leggur hann lög- fræðina á hilluna og ræður sig sem orgelleikara við „Nýju kirkjuna" í Leipzig. Árið 1721 tekur hann við starfi tónlistarstjóra f Hamborg og hafði yfir fimm kirkjum að segja, stjórnaði óperunni, leit til með tón- listarkennslunni f skólum borgar- innar, hafði forgöngu um stofnun Collegium Musicum er stóð fyrir tónleikahaldi og útgáfu á fyrsta tónlistartfmaritinu í Þýskalandi. Telemann var sérlega afkastamikið tónskáld og einn áhrifamesti frum- kvöðull rokkokkótónlistar í Þýska- landi. Þrátt fyrir að hann fitjaði ekki upp á miklum nýjungum f tón- verkum sfnum, á hann að hafa fært kammertónlist yfir þá hindrun sem „basso continue" var, og eins og hann sagði, „gerði bassann að fullgildri rödd f lagrænum leik radd- anna". Martial Nardeau Flautufantasfurnar eru falleg og leikandi tónlist, sem Martial Narde- au lék mjög fallega, einkum þar sem lagferlið er flúrað án þess þó að ofgera tónlistinni til að sýna tækni- getu sína. Nardeau hefur fallegan og talandi tón, svo að tónhending- arnar verða einkar skýrar. í all- egro-kaflanum í annarri fanta- sfunni, presto-þættinum í þeirri fjórðu og sú sjötta, sem var einstak- lega vel flutt, gat að heyra feikna- lega fallegan flutning. Líkast til má deila um hraðaval og að þau skil á milli „largo" og „allegro", sem margir leggja áherslu á, hafi ekki verið nógu skörp, t.d. í þeirri fjórðu. Þarna er f raun um persónulegan túlkunarmáta að ræða og á móti kemur músfkölsk og talandi túlkun Nardeau á þessari ljufu tónlist Tele- manns. doncano ÚLPUR Litir: Blár, lilla, grænn svartur, hvítur. í"'*^^ x" ¦ '^ Helgarskákmót og fjöl- tefli í Hafnarfirði SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar og Skákfélag Hafnarfjarðar standa að helgarskákmóti næst- komaudi laugardag og fjöltefli unglinga á sunnudag klukkan 19. Á helgarskákmótinu verða tefld- ar 13 umferðir, 15 mfnútna skákir eftir Monrad-kerfi. Tíu peninga- verðlaun verða, samtals 90 þúsund krónur og þau hæstu 40 þúsund krónur. Teflt verður f íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst taflið klukkan 10. Skákdómari verður Sigurberg Elentfnusson. Þetta er þriðja árið sem Spari- sjóðurinn og Skákfélagið standa sameiginlega að skákmótum. Sig- urvegarinn f fyrra var Jóhann Hjartarson, og árið þar áður Hall- dór G. Einarsson. Fjöltefli verður í íþróttahúsinu við Strandgötu á sunnudag klukkan 19. Þar teflir Helgi Áss Grétarsson, 10 ára, við 40 unglinga á aldrinum 5-15 ára. UTIUF Glæsibæ, si'mi 82922. Þegar þú biðurum ríssúkkulaði meinarðu örugglega þetta hér FREYJA HF, SÆLGÆTISGERD, KÁRSNESBRAUT 104, KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.