Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐH), PÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 23 eldri flokkshestum illa og hann átti fáa góða vini í flokknum. Hann mætti mótlæti f stjórnmálum i fyrsta skipti f bæjar- og sveitar- stjórnakosningum 1986. Kristilegir demókratar töpuðu þá verulegu fylgi og forsætisráðherrann þótti sýna litla reisn þegar hann kenndi stjórnmálaástandinu í Bonn um tap- ið. Barschel lenti í alvarlegu flug- slysi í maf á þessu ári. Báðir flugmenn leiguþotu, sem hann var um borð í, og öryggisvörður létust, en hann komst einn lffs af. Hann var í sjúkrahúsi f tvo mánuði og gekk við staf í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í Slésvfk- Holstein f september. Enginn veit hvaða sálrænu áverka hann hlaut f slysinu. Hann var einrænn og flfkaði ekki tilfinningum sínum. Helsti andstœðingur hans f kosn- ingunum, Bjðm Engholm, forsætis- ráðherraefni sósfaldemókrata, þykir hins vegar hlýr maður og átti per- sónulegum vinsældum að fagna. Kristilegir demókratar höfðu setið eiriir í stjórn f áratugi, en meiri- hluti þeirra í þinginu var í hættu í kosningunum 13. september. Dag- inn fyrir kosningar fréttist að Spiegel væri með forsíðugrein um kosningahneyksli. Tímaritið greindi frá því að Barschel hefði fengið Reiner Pfeiffer, blaðafulltrúa sinn, . til að leigja leynilögreglumenn til að fylgjast með ástalffi Engholms og látið hann senda bréf til skatt- yfirvalda með ábendingu um skattsvik andstæðingsins. Greinin f Spiegel vakti mikla athygli og leiddi til falls Barschels. Kristilegir demókratar töpuðu meirihluta f kosningunum, eins og búist var við. Formaður frjálsra demókrata, sem CDU hófu stjórnar- myndunarviðræður við, neitaði að hafa nokkuð saman við forsætisráð- herrann að sælda. Barschel sór að ásakanir Spiegels væru ósannar á blaðamannafundi áður en hann sagði af sér embætti og fór f frí til Kanarfeyja. Stuðningsmenn hans trúðu honum og kölluðu Spiegel öllum illuni nöfnum. Sérstök þingnefnd var skipuð til að rannsaka fullyrðingar tímarits- ins. Það kom f ljós að fréttir þess áttu við rök að styðjast og dreng- skaparorð Barschels reyndist einskis virði. Þingflokksbræður hans sneru að lokum við honum baki og samþykktu að hann ætti að segja af sér þingmannsembætti. Það var föstudaginn 9. október. Blaðamaður Bild hafði samband við hann á Kanaríeyjum og greindi honum frá samþykkt þingmann- anna. Hún kom Barschel mjög á óvart. „Trúir mér enginn lengur," spurði hann blaðamanninn. „Hvað á ég þá til bragðs að taka?" Tveimur dögum síðar fannst hann látinn f Genf. England: Hélt upp á aldarafmælið árí of snemma Hirminffliam, Reuter. MAGGIE Aston hélt hún ættí hundrað ára afmæli f vikunni, en við nánari athugun komst hún að því, sér til mikillar ánægju, að hún er ekki nema 99 ára. Fjölskylda Maggiear hafði undir- búið heljarmikla veislu og meðal annars átti flugvél að fljúga yfir bæinn Sedgley á Englandi, þar sem Maggie býr, skreytt borða með heillaóskum. Þegar ljóst var að Maggie var ekki 100 ára var ákveð- ið að sleppa flugvélinni en veislan var haldin. Maggie sjálf var harla ánægð með að hafa komist að raun um að hún væri ekki orðin hundrað ára. „Mig langaði ekkert að verða hundrað ára, mér finnst ég verða svo gömul við það," sagði Maggie við blaðamenn um leið og hún sýndi þeim fæðingarvottorðið þar sem staðfest er að hún er aðeins 99 ára. Skíðaferð er ævintýri! í Mayrhofen, Zell am See eða Kitzbúhel Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í heimsins bestu brekkum... það er sannarlega engu líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er loftið tært og heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi stemningu sem líður þér seint úr minni. Mayrhofen, Zell am See og Kitzbúhel eru staðirnir þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til í vetur. Beint áætlunarflug er til Salzburg vikulega, en þaðan er stutt til allra áfangastaða. Fararstjórar verða sem fyrr hinn góðkunni Rudi Knapp, sem er innfæddur Tíróli og íslenskumælandi, og Ingunn Guðmundsdóttir. Verðdæmi: A. Kr. 30.113 á mann í tvíbýli á Landhaus Heim. Jólaferð í tvær vikur, brottför 19/12 '87. B. Kr. 23.237 á mann, miðað við 4 saman í íbúð á Landhaus Heim. 2ja vikna ferð, brottför 2/1, 9/1, 16/1, 23/1 '88. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími: 25100. P.S. Meistari eða byrjandi á skíðum í austurrísku brekkunum! það eru allir jafnir FLUGLEIÐIR -fyrírþíg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.