Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, PQSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 51 HANKNATTLEIKUR / PILTALANDSLIÐIÐ Islendingar unnu Tékka örugglega - og leika til úrslita við Vestur-Þjóðverja Konráð Olavson, stóð sig best Islensku piltanna ( gær. Hann skoraði alls 9 mörk. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD ÍSLENSKA piitalandsliðið f handknattleik sigraði jaf naldra sína frá Tékkóslóvakíu, 28:21, á fjögurra liða æflngamóti f Vestur-Þýskalandi f gœrkvöldi. íslenska liðið hafðl yf ir f hálf- leik, 13:11. íslendingar munu leika um efsta sœtið á mótinu við Vestur-Þjóðverja, sem unnu Norðmenn í gœrkvöldi með 28 mörkum gegn 24. Fyrri hálfleikur var mjög jafn framanaf en íslendingar náðu yfirhöndinni eftir 10 mínútur og höfðu tveggja til þriggja marka forystu allt fram ( hálfleik. Þessi munur hélst þar til um miðjan seinni hálfleik að íslendingar gerðu út um leikinn og unnu örugglega, 28:21. „Það er alltaf ánægjulegt að vinna. Fyrri hálfleikur var frekar slakur að okkar hálfu, þ.e.a.s. varnarlega séð. f seinni hálfleik lokuðuní við síðan vörninni og þá gekk þetta upp Sigur Keflvfldnga aldrei í hættu SIGUR Keflvíkinga gegn Hauk- um var öruggur og aldrei f heettu. Körfuboitinn sem leik- inn var var brokkgengur og voru Þjálfarar beggja liða óhressir með leik sinna manna. „ Ég er ánœgður með sigur en í heild var leikur okkar langt frá þvf að vera viðunandi," sagði Gunnar Þorvarðarson þjálfari IBK. „Við höfum ekki náð að sýna hvað f okkur býr og við eigum að geta mun betur en þetta," sagði Pálmar Sigurðs- son þjálfari og leikmaður hjá Haukum. Guðjón Skúlason í ÍBK skoraði fyrstu stigin í leiknum og eft- ir það höfðu Keflvíkingar yfir- höndina nær allan leikinn. Haukum tókst að janfna met- in um miðjan hálf- leikin, en nær þeim komust þeir ekki. Keflvíkingar náðu Bjöm Blöndal \ skrífar frá KeHavik IBK-Haukar 77 : 65 tþróttahúsið í Keflavík, úrvaladeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 22. okto- ber 1978. Gangur leiksiiw: 2:0, 6:5, 12:5, 18:9, 22:15, 2424, 30:24 3525, - 4228, 4828, 50:40, 59:49, 66:55, 73:60, 77*6. Stig IBK: Guðjðn Skúlason 19, Sigurð- ur Ingimundarson 14, Hreinn Þorkelss- son 9, Axel Nikulágson 9, Jón Kr. Gislason 8, Hagnús Guðfinnsson 8, Falur Harðarson 7, Hatti ó. Stefansson 2. Stíg Hauka: Pálmar Sigurðsson 25, Henning Henningsson 14, Ivar As- grimsson 10, Ivar Webster 10, ólafur Rafnsson 3, Ingimar Jónsson 3. Áhorfendur 350. Dómarar: Bergur Steingrfmsson og Sigurður Valur Halldórsson. síðan 20 stiga forystu í upphafi siðari hálfleiks og þann mun tókst Haukum ekki að brúa og f lokin skildu 12 stig á milli. KNATTSPYRNA / EVRÓPUMÓTIN Öruggt hjá Marseille Keflvikingar hafa aukið hraðann ( leik slnum frá sfðasta keppnistima- bili og náðu oft að koma Haukum ( opna skjöldu. En þeir gerðu lfka mörg mistök og eiga eftir að sKpa betur leik sinn. Guðjón Skúlason var bestur í fyrri hálfleik og skor- aði þá 15 stig, en f þeim síðari bar mest á Sigurði Ingimundarsyni og Magnúsi Guðfinnssyni. Pálmar Sigurðsson leikmaður og þjálfari Hauka hélt liði sfnu á floti f þessum leik og skoraði hann 25 stíg. Henning Henningsson lék vel f síðari hálfleik, en aðrir voru ekki eins áberandi. Ivar Webster byrjaði vel, en dalaði eftir því sem á leikinn leið. TVEIR leikir fóru f ram f Evrópu- keppninni f knattspyrnu f gœrkvöldi. Marseille (Frakk- landi) vann Hajduk Split (Júgó- slavfu), 4:0, f Evrópukeppni bikarhafa og Dynamo Tbilisi (Sovétrfkjunum) sigraði Victor- ia Búkarest (Rúmeníu), 2:1, ( UEFA-keppninni. arseille hafði mikla yfirburði I f leiknum við Hadjuk Split, sérstaklega f seinni hálfleik. í fyrri hálfleik skpraði Papin, en síðan bættu þeir Diallo, Allofs og Giress við þremur mörkum í seinni hálf- leik. Leikurinn fór fram f Marseille að viðstöddum 35.000 áhorfendum. Sovéska liðið Dynamo Tbilisi skor- aði tvö fyrstu mörkin gegn Victoria. Fyrst skoraði Sedia á 3. mfnútu og síðan Sengelia á 20. mfnútu. Backovics minnkaði síðan muninn fyrir Victoria með marki úr víta- spyrnu um miðjan seinni hálfleik. Leikurinn fór fram í Búkarest f Rúmeníu fyrir framan 10.000 áhorfendur. i ••*¦>*«*< HANDBOLTI Fjórir leikir Í2.deild íkvöid Fjórir leikir verða í 2. deild karla í handknattleik f kvöld og tveir f 3. deild karla. í 2. deild leika Reynir og Hauk- ar í Sandgerði, Fylkir og Njarðvfk f Seljaskóla, Aftureld- ing og Grotta að Varma og ÍBV og Selfoss í Vestmannaeyjum. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. t 3. deild leika IBK og Ögri i Keflavík kl. 20.00 og ÍS og Völsungur í Seljaskóla kl. 21.15. og sigurinn var öruggur. Tékkarnir spiluðu vörnina mjög framarlega og komu vel út á mótí mér," sagði Héðinn Gilsson, leikmaður fslenska liðsins sem átti stórleik á móti Norð- mönnum í fyrrakvöld, skoraði þá 11 mörk. „Úrslitaleikurinn leggst vel f okkur. Ef við náum að leika eins og gegn Norðmönnum og Tékkum œttum við að vinna Vestur-Þjóðverja á Staðan Urslit: Island-Noregur........................23:19 V-Þýskaland-Tékkósl...............28:16 Ísland-Tékkósl........................28:21 V-Þýskaland-Noregur..............28:24 Staðan: fsland 2 2 0 0 51:40 4 V-Þýskal. 2 2 0 0 51:40 4 Noregur 2 0 0 2 43:51 0 Tékkósl. 2 0 0 2 37:51 0 T_ laugardaginn. Vestur-Þjóðverjar eru með sterkara lið en þegar þeir komu tíl íslands f fyrra og við þurf- um örugglega að leggja allt í leikinn og spila fasta á móti þeim," sagði Árni Friðleifsson, fyrirliði liðsins. Konráð Olavson lék best fslensku piltanna f gœrkvöldi skoraði 9 mörk flest úr horninu. Bergsveinn Berg- sveinsson stóð f markinu nœr allan leikinn og varði alls 15 skot þar af 2 vítaköst Páll Ólafsson stóð sig vel f vörninni f seinni hálfleik og eins léku Sigurður Sveinsson og Héðinn vel. Mörk fslands gerðu: Konráð Olav- son 9/2, Héðinn Gilsson 6, Sigurður Sveinsson 6, Halldór Ingólfsson 2, Júlfus Gunnarsson 2, ólafur Kristj- ánsson 2 og Árni Friðleifsson eitt Á laugardaginn leika íslendingar og Vestur-Þjóðverjar til úrslita og Norðmenn og Tékkar leika um þriðja sætið. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Guðmundur leikur ekki með gegn A-þ]ódverjum - reiknað með að Alferð leiki í kvöld ÍSLENSKA landsliðið f hand- knattleik leikur gegn Austur- Þjóðverjum í fjögurra landa mótifSvissfkvöld.Allir íslensku leikmennirnir nema Alf reð Gíslason og Guðmund- ur Guðmundsson voru komnirtil Sviss í gœrkvöldi. Alfreð kemur til Sviss f dag og er reiknað með að hann geti verið með f kvöld gegn Aust- ur-Þjóðverjum. Guðmundur Guðmundsson fór utan í dag ásamt Jóni Hjaltalín Magnússyni, formanni HSf. Guðmundur mun ekki leika með f kvöld. Hann komst ekki út með liðinu vegna vinnu sinnar. Mikið er skrifað um mótíð f fjöl- miðlum f Sviss. Þar segir m.a. að fslenska liðið sé mjög sterk og búist við að það komi til með að berjast um sigurinn f mótínu við Austur-Þjóðverja. En auk þeirra taka Svisslendingar og Austurrfk- ismenn þátt f mótinu. Svisslend- ingar leggja mikið upp úr þvf að vinna íslendinga. íslendingar leika gegn Svisslend- ingum á laugardag og Austurrfk- ismönnum á sunnudag. HANDKNATTLEIKUR Japanir vilja koma til íslands JAPANIR hafa óskað eftir þvf við HSf að koma með lið sitt til íslands um mánaðarmótin mars/apríl og leika hértvo landsleiki við fslenska landslið- iðíhandknattlelk. Við lftum jákvætt á þessa ósk Japana um að koma hingað. Þeir eru jú að undirbúa sig fyrir Ólympfuleikana ( Seoul eins og við," sagði Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSI. Japan er f B-riðli á ólympfuleikun- um en ísland f A-riðli. Þetta œtti því að geta orðið kærkomin heim- sókn fyrir fslendinga þvf Japanir hafa verið að sækja sig á síðustu árum. Þróttarar Laugardaginn 24. október kl. 14.30 verður tekin fyrsta skóflustungan að nýjum grasvelli á svæði félagsins við Holtaveg. Allir Þróttarar yngri sem eldri eru boðnirvelkomnir. Kaffiveitingar. Aðalstjórn Þróttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.