Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 19 Afmæliskveðja; Dr. Sveinn Berg- sveinsson 80 ára Dr. Sveinn Bergsveinsson, fræði- maður, húmanisti og húmoristi fyllir átta tugi í dag. Það hefur orðið hlutskipti Sveins að dvelja erlendis við fnaeðistörf sín. Að loknu prófi í norrænum fræðum frá Há- skóla íslands árið 1936 hélt hann til framhaldsnáms í hljóðfræði við háskólann í Berlín í eitt ár. Leið hans lá þaðan til Kaupmannahafn- ar. Þar ritað hann doktorsritgerð sína um hljóðfræði og varði hana við Hafnarháskóla árið 1941. Næstu ár sinnti hann fræðistörfum við Deutsehes Sparcharchiv í Braunschweig og síðar í Berlín, þar sem hann veiktist af berklum þegar styijöldin síðari var í hámarki. Haustið 1945 kom hann heim og leitaði sér heilsubótar á Vífílsstöð- um. Þegar hann hafði fengið bata gerðist hann stundakennari við Menntaskólann f Reykjavík og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar en fékk síðan starf vð Orðabók háskól- ans og vann að útgáfu 1. heftis Nýyiða. Árið 1953 fékk hann kall til embættis við Humboldt-háskól- ann f Austur-Berlín, arftaka síns gamla skóla. Var hann þar prófess- or til starfsloka en frá 1961 var hann í forystu fyrir norrænudeild skólans. Þegar fundum okkar bar fyrst saman vesturinn 1947/48 í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar við Öldu- götu, hann sem kennari, ég sem nemandi hans, mátti á engan hátt merkja bitra reynslu hans af hildar- leiknum í Evrópu. Sallarólegur og góðlátlega kíminn renndi hann nið- ur f okkur blöndu af málfræði og nútfmabókmenntum. Það var kenn- aranum heldur betur til álitsauka þegar fréttist að helstu hnyttiyrðin í Speglinum, vinsælasta lestraefn- inu, mætti rekja til hans. Líklega var fleygust samlíkingin „Hvað er líkt með korktrekkjara og kjömum manni á þing; að komast alltaf lengra og lengra um leið og hann snýst í hring!" Á þeim áram var hægt að fá fólk á íslandi til að hlæja að hnyttn- Þórir Einarsson um tilsvöram, orðaleikjum og skopi um stjómmálamenn. Menn þurftu ekki að fetta sig og bretta til að kalla fram hlátur. Sjálfsagt hefðu kynni okkar Sveins endaði í Vesturbæjarskólan- um ef ég hefði ekki þurft að leita til hans öðra hvora sem einn af rit- nefndarmönnum skólablaðsins en Sveinn las yfir ritmál blaðsins. Hann slapp hins vegar við að leggja mat á myndskreytingar f blaðinu og jafiivel gera upp á milli framlags hinna ritnefndarmannanna sem höfðu tekið þann þátt að sér en þeir vora Jökull Jakobsson og Guð- mundur Guðmundsson, nú Erró. í samtölum við Svein kom vel fram hve mikinn áhuga hann hafði á fslenskum nútfmabókmenntum. Hann tók einnig virkan þátt í mennngaramræðunni á þessum áram, skrifaði leikdóma, ritdóma og greinar í dagblöð og tímarit. Eftir að Sveinn tók við stöðunni f Berlfn átti ég þess kost að heim- sækja hann nokkram sinnum. Það var fyrir daga múrsins og ekkert tiltökumál að komast á milli borgar- hluta. Aauðvitað lá í loftinu viðvar- andi spenna en á þeim áram var hún manni frekar til ánægjuauka. Fagnaðarfundir urðu hveiju sinni, veislur haldnar og mikið talað og furður næturlífsins kannaðar. Eins og að lfkum lætur varð æ lengra milli endurfunda en á und- anfömum áram hefur Sveinn þó komið heim til sumardvalar og búið þá á Gamla Garði. í sumar kom hann ekki en það væri vissulega öllum vinum hans ánægjuefni ef hann birtist næsta sumar. Þeir senda honum á þessum tímamótum f ævi hans innilegustu ámaðaróskir yfir hafið og hugsa með hlýju til hans, þar sem hann dvelst nú f fbúð sinni að Krautstrasse 25, 1017 Berlin, DDR. Þórir Einarsson Dfsel- stlllingar Látiðokkuryfirfara olíuverkogspissaí fullkomnum tœkjum. BOSCH tnöomrða- og irarahluta þ/ónusta BRÆÐURNIR DlORMSSONHF Légmúla 9, sfml 38820. Tónleikaröð í Operunni í vetur STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar stendur fyrir röð tónleika með íslenskum tón- listarmönnum í Óperunni nú i vetur. Tónleikamir verða haldnir einu sinni í mánuði á laugardögum kl. 14.00. Fyrstu tónleikarnir verða 31. október nk. og næstu tveir eru VÉLA-TENGI 7 7 2 . 1 i Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans í — flans. Tengið aldrei stil — í — stil, hafiö eitthvað mjúkt i milli, ekki skekkju og titring miili tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar niisr lii SöyFömflgjtuiir Vesturgötu 16, sími 13280 VZterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ákveðnir 14. nóvember og 5. desember. Með því að annast og skipu- leggja hljómleika af þessu tagi vill styrktarfélag íslensku óperannar auka tækifæri fslenskra söngvara og hljóðfæraleikara til að koma fram ogjafnframt bjóða styrktarfé- lögum Islensku óperannar upp á fjölbreyttara tónlistarlíf og síðast en ekki sfst endurreisa f Islensku óperanni foma hefð tónleikahalds frá dögum Gamla bfós. íslenskir tónlistarmenn sem áhuga hafa á þátttöku era hvattir til að hafa samband við skrifstofu íslensku óperannar til að fá nánari upplýsingar og leggja inn umsókn. Miðaverð er kr. 400. 25% afslátt- ur er veittur tii styrktarfélaga íslensku óperannar, námsmanna og ellilífeyrisþega. (Fréttatílkynning) Hann er kominn aft- ur og kostar aðeins 1.845kr. stgr. Mikið úrval af borðum frá kr. 5.520 stgr. BÚSTOFH Smiftjuvegi 6, Kópavogi. Símar 45870 - 44544. Frumsýning 23. október Miðasala er hafin Eins og alþjóð veit eru flestir af bestu tónlistarmönnum landsins frá Suður- nesjum. Nú taka þeir höndum saman og flytja eigið efni á heimaslóðum í örfá skipti og aðeins fyrir matargesti. Þriggja rétta glæsilegur kvöldverður á Saga Class. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Óvæntar uppákom- ur eftir miðnætti. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. Nánari upplýsingar eru veittar í Glaumbergi í síma 92-14040. Fyrirtæki og félagasamtök: ★ Útvegum hópferðabíla fyrir stærri hópa frá höfuðborgarsvæðinu endur- gjaldslaust. ★ Kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki og fé- lagasamtök að bregða sér í stórkost- lega skemmtiferð á góða genginu. ★ Gerum tilboð fyrir fyrirtæki og félaga- samtök utan af landi. ★ Hótel á Suðurnesjum veita gestum okkar sórstakan afslátt. 23. okt: Uppselt 24. okt: Uppselt 30. okt: Uppselt 31. okt: Lausir miðar 6. nóv: Lausir miðar 7. nóv: Lausir miðar Eincu Anna Jóhann R Magnús Þór Jóhann G. Magnús Finnbogi Vignii Hrólíur 6knm /deiu SKEMMTISTAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.