Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 25 Danmörk: T^æreborg-ferðaskrifstofaii seld á um milljarð d. kr. KaupmannahHfn. Frá Nils JBrgen Bruun, fréttaritara Horgunblaðshu. DANSKA ferðaskrifstofan að úthluta peningunum „Tjæreborg Rejser" hefur verið seld tveimur af forstjórum fyr- irtækisins. Verð ferðaskrifstof- unnar og meðfylgjandi flugfélags, Sterling Airways, er nálægt einum miUjarði dan- skra króna (u.þ.b. 5,5 miUjarðar isl. kr.). Seljandhm er stofnandi fyrirtækisins og eigandi, hinn 77 ára gamli prestur Eilif Krogager. Sterling Airways, sem er stærsta flugfélag á Norðurlöndum í einkaeigu, var selt dansk-sænsku fjárfestingarfélagi. Aðalstjórn- andi þess verður núverandi for- stjóri flugfélagsins, Ejnar Lundt. Tjæreborg-ferðaskrifstofurnar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi voru seldar forstjóra samsteypunnar, Jens Veino. Ekkert hefur verið gefið opin- berlega upp um kaupverðið, en dönsk blöð sögðu í gær, að flugfé- lagið hefði verið selt á 635 milljón- ir og ferðaskrifstofan á u.þ.b. 300 milljónir. Seljandinn, séra Eilif Krogager, segir, að hann hafi viljað selja, af þvf að hann sé orðinn 77 ára gamall, kona hans 83 og dóttir þeirra, sem er kennari, hafi ekki áhuga á að halda rekstrinum áfram. -Svo að nú hlakka ég til Stofnað- ur verður sjóður með u.þ.b. einum milljarði danskra króna í höfuðstól og eiga allar tekjur hans að ganga til góðgerðarmála. Hjá Tjæreborg-samsteypunni vinna 3200 manns, 1300 hjá Sterl- ing Airways og afgangurinn hjá ferðaskrifstofunni. Búist er við, að Tjæreborg Rejser sendi um 410.000 manns ( orlofsferðir á þessu ári. Angóla: Skæruliðar Jonas Samvimbi, leiðtogi UNITA. * • hrinda nýjustu árás konmríuiistasljóniariiiiiar Stjórnarherinn undir stjórn sovéskra hershöf ðingja Lúanda, Reuter. AÐ SÖGN erlendra stjórnarerindreka í Lúanda, hðfuðborg Angólu, hafa skæruUðar UNITA, undir stjórn Jonasar Savimbi, hrundið ár- legri sókn stjórnarhersins, en hann er undir sljóm sovéskra hers- höfðingja. Angólastjórn nýtur dyggilegs stuðnings Sovétmanna og Kúbumanna, en skæruUðar reiða sig á stuðning Suður-Afrlku og annarra vestrænna þjóða. Haft var eftir Savimbi að skæruUðar hefðu stökkt stjórnarhernum á flótta cftir bardaga við Lomba-fljót. Stórskotahríð Suður-Afríkana skipti sköpum í viðskiptum hinna stríðandi aðila, en sókn stjórnar- hersins er sögð ein sú öflugasta frá því að frumskógarstríðið hófst árið 1975. Savimbi hershöfðingi, sem er ein- arður andkommúnisti, hefur m.a. fengið vopn frá Bandarikjunum og stjórnin í Pretoríu hefur veitt hon- um mikinn stuðning. Hann hefur nú tögl og hagldir í um þriðjungi landsins. Að sögn hans voru um 18.000 manns í liði stjórnarhersins, en því stjórnaði sovéski hershöfð- inginn Konstantin Shagnovitch. Erlendir stjórnarerindrekar segja að sókn stjórnarhersins hafi verið hæg í byrjun, en hann hafi þó ver- ið betur skipulagður og betur vopnum búinn en áður. Hins vegar mun hafa verið grunnt á því góða milli hermanna og sovéskra yfir- manna þeirra, sem stjórnuðu aðgerðunum úr fjarlægð, og mis- skilningur og samskiptavandamál mun ekki hafa bætt úr skák. Suður-Afríkustjórn staðfesti fyrr í mánuðinum að herlið á þeirra veg- um væri í Angólu, en vildu ekki tjá sig frekar um hlutverk þeirra. Embættismenn, sem ekki vildu láta nafns síns getið, hermdu að tvær sveitir úr Suður-Afríkuher hefðu barist í Angólu, önnur þeirra úr „Buffla-fylkinu", en í því er fjöldi Angólumanna, andsnúnum stjórn- inni í Lúanda. Sagt er að enginn standist þessu fylki snúning í frum- skógarhernaði. Hinar nýju Stinger-flaugar UN- ITA, sem Bandarfkjastjórn sendi þeim, virðast hafa haldið flugher stjórnarinnar í fjarlægð, en Kúbu- menn þeir sem fljúga vélum stjórn- arhersins hafa ekki lagt í lágsprengjuflug, sem þó mun vera árangursrfkast. Borgarastyrjöld hefur geisað f Angólu frá þvf að landið hlaut sjálf- stæði frá Portúgal árið 1975, en stjórnin selur olíu til Sovétríkjanna og Kúbu gegn hernaðaraðstoð. Tal- ið er að þessi síðasta sókn stjórnar- hersins muni kosta stjórnina um tvo milljarði Bandarfkjadala, en að sögn ferðamanna er höfnin f Lúanda nú yfírfull af flutningaskipum með hergögn og aðrar vistir og daglega lenda tvær sovéskar flutningavélar af stærstu gerð með ýmis tæki og búnað fra Sovétríkjunum. Skoðanakönnun meðal sovéskrar æsku: Vill marga frambjóð- endur í kosnin&rum Parfs, Reuter. G9 Parfs, Reuter. SOVÉSK æska viil geta valdið um fleiri en einn frambjóðanda Stjórnmálaferill Papandreous í hættu vegna hneykslismáls? á1_n,i Vn.ii V___ TiiHA. ^¦'^ ^— Aþcnu, New York Times. SAMBANÐ Andreasar Pap- andreous, forsætísráðherra Grikklands, við fyrrum flug- freyju hjá Olympic Airways hefur valdið vinsUtum milli hans og eiginkonu hans, Marg- aretar, sem fædd er i Banda- rikjunum, og stefnt póUtiskri framtíð hans í tvisýnu. Almennt er ekki litið svo á, að grískum stjórnmálamönnum stafi pólitfsk hætta af framhjáhaldi. En sumir stjórnmálaskýrendur halda fram, að Papandreou hafi þarna brotið óskráðar reglur: með þvf að sýna almenningi og fjöl- skyldu sinni fyrirlitningu og með því að gera Grikkland að athlægi á alþjóðavettvangi. „Hneykslið hefur nú náð út fyrír landamæri Grikklands," seg- ir stjórnarandstöðublað fhalds- manna, Kathimerini. „Það er orðið ein af meginfréttunum frá Grikkl- andi." Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC var með frétt um þetta mál á mánudag. Samband Papandreous, sem er 68 ára gamall, og Dimitru Liani, sem er 33 ára, komst í hámæli, þegar grfski sósfalistaleiðtoginn hætti við að vera viðstaddur minn- ingarathöfn f bænum Kalamata f ágúst síðastliðnum, en þar var verið að minnast þess, að eitt ár var liðið, frá því að 22 af fbúum bæjarins fórust f jarðskjálfta. Skrifstofa forsætisráðherrans skýrði fjarveru hans með því, að annrfki væri um að kenna. Fréttablöð sögðu hins vegar frá því, að á þessum tíma hefði hann sést með Dimitru Liani á skemmtisiglingu á Eyjahafi. Kathimerini sagði, að ráðher- rann hefði „hlaupist frá eiginkonu sinni eftir 36 ára hjónaband" og „brugðist bænum Kalamata, sem er í sárum eftir jarðskjálftann, til þess eins að fara f skemmtisigl- ingu og lifa í vellystingum — og stofna þannig leiðtogaembættinu í hættu". Dagblaðið Eleftherotypia, sem venjulega styður stjórnina, sagði: „Verði þetta mál ekki til lykta leitt, kann ríkisstjórnin að falla." Þessir spadómar koma í engu heim og saman við það, sem grískir stjórnmálaskýrendur og vestrænir diplómatar hafa áður sagt, sem sé að þetta mál mundi undir engum kringumstæðum geta haft svipaðar afleiðingar í för með sér og meint framhjáhald banadrfska stjórnmálamannsins Gary Hart með fyrirsætunni Donnu Rice. „Lúktu þessu máli á hvern þann hátt, sem þú kýst," sagði Eíeíthe- rotypia, „en gerðu það af einlægni og heiðarleika. Fólkið sem treysti þér fyrir stjórn landsins, getur ekki fyrirgefið Htilmannlegar und- anfærslur." Papandreou hefur samt ekkert látið frá sér fara um málið opin- berlega og skipað talsmanni sfnum að vera þogull sem gröfin. Kona hans, Margaret, er í Belgíu, þar sem hún er oddviti Papandreou með Liani f viðtalsþætti i sjónvarpinu. sendinefhdar Sambands grfskra kvenna. Hún hefur heldur ekkert sagt opinberlega. Papandreou er sagður hafa stuðlað að þvf, að Dimitra Liani fékk stððu hjá ríkissjónvarpinu — þar sem hún hefur verið með við- talsþætti, sem nefnast „Miso- Miso". Gríski forsætisráðherrann var með þeim fyrstu, sem hún ræddi við í þættinum, og hefur það og annað í svipuðum dúr ver- ið tfundað í grfsku blöðunum. Vikublaðið Eikones, sem útg- áfufélag (Ethnos) í eigu vinstri- manna gefur út, birti forsfðumynd af Papandreou, þar sem hann heilsar Liani með handabandi. Inni f blaðinu birtir blaðið mynd af Papandreou með konu sinni og börnum. Einn sona hans, George, situr f grfska þinginu. „Deilurnar vegna einkalffs for- sætisraðherrans eru á allra vit- orði," segir blaðið. Sagt er, að Papandreou hafi svarað þessum skrifum blaðsins með þvf að skipa stuðningsmönn- um sfnum að sækja ekki fburð- armikla veislu, sem haldin var f tilefhi af sex ára útgáfuafmæli þess. Þegar málið komst fyrst í há- mæli, datt fáum stjórnmálaskýr- endum f hug, að stjórn Papandreous mundi nokkru sinni stafa hætta af þvf. Nýjustu vfsbendingar virðast hins vegar gefa til kynna, að vaxandi óróa sé farið að gæta á stjórharheimil- inu. í kosningum og lítur svo á að skrifræði i Sovétríkjunum standi áfromum Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga helst fyrir þrifum, að því er kemur fram i skoðanakönuun, sem birtist í gær. Könnunin, sem sovéska frétta- stofan Novosti lét gera meðal skólanema og ungra verkamanna, birtist í franska vinstra blaðinu Le Matin. Sagði í blaðinu að hver einasti þeirra sem könnunin náði til hefði viljað að fleiri en einn maður byðu sig fram til embættis. Sovétmenn gerðu ýmsar tilraunir í sveita- og bæjastjórnarkosning- um ! júnf og á nokkrum stöðum gátu kjósendur valið um frambjóð- endur. Sex af hverjum tíu aðspurðum sögðu að skrifræðið væri helsta hindrunin í vegi fyrir endurbótum Gorbachevs. Tveir af tfu sögðu að aðgerðar- og áhugaleysi fólksins hamlaði endurbótum. Þegar spurt var hvernig koma mætti á endurbótum sögðu 40 prósent að það væri hægt með auknum sósíalisma, 25 prósent kváðu skynsamlegast að efla efha- haginn og 14 prósent töldu aukið frelsi vænlegast til árangurs. í könnun Novosti var einnig spurt hvaða erlent ríki heillaði mest. Frakkland átti mestum vin- sældum að fagna og í kjölfarið sigldu Italía og Sviss. Vestur- Þýskaland var óvinsælast. 40 prósent aðspurðra kváðust hafa ýmugust á Vestur-Þýskalandi, en aðeins 11 prósent sögðust hafa illan bifur á Bandaríkjunum, sem var f öðru sæti þegar spurt var um óvinsælasta rfkið. Þess var hvorki getið til hve margra nemenda könnunin hefði náð, né hvenær hún hefði verið gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.